Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. AGUST 1990 19 Bretum og Bandaríkjamönnum stefnt á hótel í Kúvæt; Tilskipun stjórnvalda í Irak ekki framfylgt Breskum og bandarískum stjórnarerindrekum meinað að heiméækja landa sína í Bagdad Lundúnum. Reuter. BRESK stjórnvöld sögðu í gær að innrásarlið íraka í Kúvætborg hefði ekki framfylgt iyrirskipun um að þúsundir Breta og Banda- ríkjamanna skyldu safnast sam- an í tveimur hótelum borgarinn- ar. Hins vegar var breskum og bandarískum stjórnarerindrek- um meinað að heimsækja tugi Bandaríkjamanna, sem urðu inn- lyksa í hótelum í Bagdad eftir innrás Iraka í Kúvæt 2. ágúst. Háttsettur bandarískur þing- maður varaði Iraka við því að Bandaríkjamenn myndu grípa til harðra hefndaraðgerða ef bandarískum borgurum yrði gert mein í Kúvæt og Irak. „Þetta er alvarleg og ískyggileg þróun,“ sagði talsmaður breska ut- anríkisráðuneytisins er fréttir bár- ust af fyrirskipuninni. 4.000 Bretar og 2.500 Bandaríkjamenn eru í Kúvæt og óttast var að þeir yrðu teknir sem gíslar þótt írösk stjórn- völd segðu að ætlunin væri að safna þeim þeim saman til að tryggja öryggi þeirra. Fyrirskipunin kom frá háttsettum íröskum embættis- manni í Kúvæt og varaði hann breska stjómarerindreka við „mikl- um vandræðum“ ef ekki yrði farið eftir henni. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, sagði una sólarhring síðar að nokkrir Bretar hefðu hlýtt fyrirskipuninni og farið á hótelið, sem þeim var stefnt á, en engir írakar hefðu verið þar. Hann sagði að breska stjórnin hefði krafist taf- B I m&AiiiíVMVivmMiJimvm a 2.500 Banda- i ríkiamönnum RAK sktpaö að Kú|^ safnast saman O Hótel Kuwalt Internatlonal jf 4.000 Bret- um skipað aö safnast saman .vKÚVÆT->\' ^\b^lÍ..Ók # mÍHl Hótel Annar bandarískur embættismaður sagði að svo virtist sem mennirnir hefðu verið fluttir í annað hótel en ekki væri vitað hvers vegna það hefði verið gert. Um 500 Banda- ríkjamenn eru í Irak. Meira en 600 Bretar eru í írak, þar af voru 90 fluttir þangað frá Kúvæt eftir innrásina. „Við minnum íraka daglega á skyldur þeirra gagnvart útlendingum samkvæmt alþjóðalögum og við mótmælum þegarþau eru brotin," sagði Hurd. Stephen Solarz, atkvæðamikill félagi í utanríkismálanefnd fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, sagði að ef Bandaríkjamenn yrðu pyntaðir eða drepnir myndu Bandaríkjamenn grípa til svo harðra hefndaraðgerða að her og efnahagur landsins yrði í rústum. Bush og Hussein á leið til fundar. Reuter arlausra skýringa á fyrirskipuninni. Sendimaður Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, í Kúv- æt sagði tilskipunina mikið áhyggjuefni. Talsmenn bandaríska utánríkis- ráðuneytisins sögðu að svo virtist sem flestir Bandaríkjamannanna hefðu virt fyrirskipunina að vettugi. Hurd skýrði frá því að írösk stjórnvöld hefðu bannað sendiráðs- mönnum að heimsækja annað af tveimur hótelum í Bagdad þar sem Bretum er haldið. Bandarískur stjórnarerindreki sagði að hermenn hefðu flutt 35 Bandaríkjamenn úr öðru hóteli í borginni. írösk stjórn- völd gáfu enga skýringu á þessu. Árangurslítil heimsókn Husseins til Bandaríkjanna Amman. Reuter. LÍTILL árangur varð af heimsókn Husseins Jórdaniukonungs til Banda- ríkjanna. Heimildarmenn Reuíens-fréttastofunnar segja að Hussein hafi verið í þungu skapi þegar hann skýrði ríkisstjórn sinni frá niður- stöðu fundarins í gær. „Hann var mjög niðurdreginn," sagði einn þeirra sem hlýddu á konunginn. Sáttagjörð Iraka og Irana: 30 íraskar herdeild- Fundur Husseins og Bush á fimmtudag í sumadvalarstað Banda- ríkjaforseta í Maine-ríki varð lengri en búist var og stóð í rúmar tvær klukkustundir. Breska útvarpið BBC sagði að opinská skoðanaskipti hefðu greinilega átt sér stað á fundinum. Bush sagði að Hussein hefði lofað að framfylgja viðskiptabanni Sam- einuðu þjóðana á írak en sjálfur sagði Hussein að hann vildi bíða eftir því að SÞ skýrði umfang bannsins. „Ég býst við að maður verði að halda í vonina,“ sagði Ilussein- á fréttamannafundi í Bandaríkjunum eftir að hafa hitt Bush. „Án vonar keinst maður ekkert áleiðis. Og hætt- urnar eru slíkar að það er óhugsandi að velta því fyrir sér að gefast upp.“ Ekki er ljóst hvað Hussein ætlaðist fyrir með heimsókninni. Ekki sagðist hann hafa meðferðis bréf frá Saddam Hussein íraksforseta eins og gefið hafði verið til kynna í Jórdaníu. Reyndar sagði BBC að Hussein hefði ef til vill hætt við að draga bréfið upp úr pússi sínu þegar hann heyrði um innihald hins opna bréfs íraksfor- seta til Bush. Jórdaníukonungur er í mjög erf- iðri aðstöðu. Framfylgi hann við- skiptabanni SÞ kallar hann yfir sig reiði íraka og stórs hluta eigin þegna sem virðast styðja Saddam Hussein. Jafnframt kæmi slíkt niður á efna- hag Jórdaníu sem er mjög háður við- skiptunum við írak. En ef Jórdanir þráast við að beita íraka efnahags- þvingunum eiga þeir sjálfir á hættu harkaleg viðbrögð heimsbyggðarinn- ar. „Það er sama hvað við gerum, niðurstaðan er efnahagslegt sjálfs- morð,“ sagði jórdanskur embættis- maður í gær. ir fluttar frá Iran Níkósíu. Reuter. BROTTFLUTNINGUR íraskra hersveita frá íran hófst í gær í samræmi við yfirlýsingu Saddams Husseins Iraksforseta frá því á miðvikudag er ha.nn gekk óvænt að öllum þeim skilyrðum sem íranir höfðu sett fyrir formlegum samningi um frið í Persa- flóastríðinu. Um 1.000 stríðsfangar voru einnig fluttir frá Bagdad, höfuðborg íraks, yfir landamærin til írans. Talið er að allt að 400.000 íraskir hermenn bætist með þessu í herafla Saddams í Kúvæt og írak. Útvarpið í Teheran, höfuðborg írans, skýrði frá því í gærmorgun að brottflutningurinn væri hafmn og dagblöð fjölluðu ítarlega um málið. Eitt þeirra birti frétt á for- síðu undir fyrirsögninni: „Blessað veri bergmál fyrstu skrefa ykkar á fósturjörðinni". í fréttum útvarps- ins sagði að fangamir hefðu grátið og kysst fósturmoldina þegar þeir stigu á ný á íranska jörð. Að sögn fréttamanns Reuters-fréttastofunn- ar í Bagdad var föngunum ekið í bílum í gegnum borgina og voru þeir klæddir gulum fangabúning- um. Nokkrir þeirra veifuðu til veg- farenda er bílarnir óku hjá. Stjórn- völd í Teheran hafa fagnað tilkynn- ingu Íraksforseta og sagt hana til marks um sigur Iraka í stríðinu, sem hófst árið 1980 og stóð í átta ár. Ekki er vitað með vissu hversu margir stríðsfangarnir eru en starfsmenn Sameinuðu þjóðanna segja hugsanlegt að 35.000 íranir hafi verið teknir höndum og 70.000 írakar. Fjölmiðlar í írak skýrðu frá því að 30 herdeildir yrðu fluttar frá íran og að liðsaflanum yrði nú beint gegn erlendum hersveitum í Saudi- Arabíu. Málgagn Saddams íraks- forseta birti einnig ákall hans til stjórnvalda í Teheran þar sem hann hvatti írani til þess að ganga í lið með írökum og heyja heilagt stríð gegn íhlutun erlendra ríkja. ftofpiw- fæst í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG A RÁOHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.