Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990 31 fclk í fréttum Að vanda var Birgir Halldórsson umsjónarmaður grillveislu flugkomunnar í Múlakoti. Hann hér fyrir enda borðsins umkringdur aðstoðarfólki við undirbúning Qallalambsins. sést FLUGHATIÐ Velheppnuð hátíð flugáhuga- manna um verslunarmannahelgí Flugáhugamenn fjölmenntu að Múlakoti í Fljótshlíð um verslunarmannahelgi. Þar var haldin ijölskylduhátíð Flugmála- félags íslands og Flugklúbbs Reylqavíkur og heppnaðist há- tíðin með afbrigðum vel. Þetta var í áttunda sinn sem flug- áhugamenn hafa komið saman um verslunarmannahelgi og þar af hafa þeir verið sex sinnum í Múlakoti. Skipulagning og fram- kvæmd þessarar hátíðar, eða flugkomu eins og það heitir á máli flugmanna, var í höndum Flugklúbbs Reykjavíkur og voru þátttakendur úr flest öllum greinum flugíþrótta. Fjölbreytt dagskrá gerði það að verkum að flestir fengu eitt- hvað við sitt hæfí. Listflugsunn- endur höfðu nóg að gera við að glápa upp í loftið því þrír þekkt- ir flugstjórar og listflugmenn mættu með sína farkosti, Björn Thoroddsen á Pitts Special tvíþekju sinni TF-BTH, Magnús Norðdahl á frönsku CAP.10B listflugvélinni TF-UFO ogÁsgeir Christiansen á gömlu góðu tékknesku Zlin Trenermaster- vélinni TF-ABC, sem var fysta listflugvélin í eigu íslendinga. Einnig sýndi Böðvar Guðmunds- son listflug á fjarstýrðu flugmód- eli við mikinn fögnuð viðstaddra. Fallhlífastökkvarar voru iðnir við að stunda sína uppáhaldstóm- stundaiðju og höfðu útbúið aust- an við flugvélastæðið mark, sem þeir reyndu að hitta á í lend- ingu. Lendingarkeppni vélflug- manna var þá haldin og varð sigurvegari Lárus Jónsson á Beech Sundowner TF-ISL. Þá fór fram keppni þar sem fulltrú- ar yngri kynslóðarinnar fengu að spreyta sig í skutlukasti, ann- arsvegar í langflugi og hinsvegár í markflugi. Sáust þar margir efnilegir flugmenn og flugkonur framtíðarinnar. Sigui’vegari í keppni bamanna varð Arnþrúður Anna Gísladóttir. Fullorðnir fengu einnig tækifæri til að sanna hæfni sína í skutlukasti og sáust mörg skondin tilþrif einkum og sér í lagi þar sem atvinnuflugmenn áttu í hlut. Svifdrekamenn tóku einnig þátt í hátíðarhöldunum en stunduðu sína íþrótt í grennd við Hvolsvöll þar sem skilyrði til svifdreka- flugs voru betri þar. Meðal þeirra flugvéla sme voru í Múlakoti var Douglas C-47 Dakota Landgræðslu ríkisins „Páll Sveinsson“ og var vélin til sýnis þá daga sem flugkoman stóð yfir. Tilgangur með veru áburðarflugvélarinnar þar var að vekja athygli manna á því átaki sem þarf að gera í upp- græðslu landsins, en einmitt í Fljótshlíðinni sést verulegur árangur af starfi Landgræðsl- unnar. Öllum á óvænt birtist svo annar fulltrúi farþegaflugvéla fyrri tíma, en það var Beech- craft C-45H, eða Beech 18, flug- vél TF-JMP sem áður var í þjón- ustu Norðurflugs og Flugfélags Norðurlands. Þessi flugvél, sem er nú í eigu einkaaðila á Akur- eyri, hefur nýlega verið gerð upp og er sem ný að sjá. Fyrir flug- áhugamenn varð það ógleyman- leg sjón að sjá þessa tvo fulltrúa fyrri tíma saman komna hlið við hlið fyrsta sinn í mörg ár. Að venju var haldin sameigin- leg grillveisla á laugardagskvöld- ið og hefur aðsókn að henni aldr- ei verið meiri. Lætur nærri að yfír sextíu flugvélar höfðu við- komu um lengri eða skemmri tima í Múlakoti um helgina. Margt fleira var til gamans gert á þessari fjölsóttustu Múlakots- hátíð flugáhugamanna og heyrð- ist á öllum, að flugkoman hefði verið sú besta hingað til. Náðist að sameina áhuga manna á flugi. og að vera með fjölskyldunni í fögru umhverfi á þessari mestu ferðahelgi ársins. - PPJ - Morgunblaðið/PPJ Öllum á óvænt kom Beechraft C-45H TF-JMP frá Akureyri á flughátíðina í Múlakoti. Þessi flugvél hefur nýlega verið gerð upp og er sem ný að sjá, en hún var á árum áður í þjónustu Norður- flúgs og Flugfélags Norðurlands. reSholahreppur! Kanntu brauð að baka? >Miðhúsum. IBúðardal er starfrækt bakarí sem þjónar bæði Dalasýslu og Austuy-Barðastrandarsýslu. Bakari er Ingimar Garðarsson frá Hríshóli í Reykhólasveit. Marg- ir keyptu fermingartertuna hjá Ingimar bakara og skreytti hann þær og gaf hann viðkomandi ferm- ingarbarni skreytinguna í ferm- ingargjöf. Bakaríið þykir bera vott um snyrtimennsku og góð brauð. - Sveinn. Ingimar Garðarsson bakari. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsscm Frábær uppskrift að fríinu ár Næsti ferðaþjónustubær er ávallt skammt undan. GÆÐAÞJÓNUSTA Á GÓÐU VERÐI Ferðaþjónusta bænda, Bændahöllinni v/Hagatorg Símar 623640,623643 og 19200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.