Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990
U pplýsingarmaður
í tvennum skilningi
eftir Aðalstein
Jóhannsson
I þessu greinarkorni skal rifjaður
upp í stómm dráttum æviferill Har-
aralds Eiríkssonar, rafvirkjameist-
ara og rafmagnsfræðings, eins
Vestmanneyingsins enn, en þeir
góðu menn hafa allmargir orðið
mér að umtalsefni hér í blaðinu á
síðustu ámm.
Haraldur var fæddur í Nýja-
Kastala í Eyjum 21. júní 1896.
Foreldrar hans vom Eiríkur Hjálm-
arsson, kennari þar, og kona hans,
Sigurbjörg Rannveig Pétursdóttir
frá Stafnesi. Haraldur lagði stund
á rafmagnsfræðinám í New York
Trade School á árinum 1919-22.
Eftir heimkomuna að vestan varð
hann mikill frammámaður í félags-
málum í starfsgrein sinni sem raf-
virkjameistari í Vestmannaeyjum,
varð formaður iðnaðarmannafélags
og iðnráðs staðarins. Þá rak hann
og raftækjaverslun og viðgerðar-
verkstæði.
En Haraldur var farinn að kynn-
ast rafvirkjunarstörfum áður en
hann fór vestur um haf til náms.
Rafveita Vestmannaeyja tók til
starfa í ágúst 1915 — og á því 75
ára’afmæii um þessar mundir —
og stóð að uppsetningu hennar
Halldór Guðmundsson, véla- og raf-
fræðingur, sem var atkvæðamikill
við slík verkefni árin á undan og
eftir, bæði í kaupstöðum og á
sveitabæjum. Það var sem sé
síðsumars 1915, sem Halldór hafði
lokið frágangi véla og leiðslukerfa,
lagt rafmagnslínur um kaupstaðinn
og skilað endanlega af sér verkinu.
Þarna kom Haraldur Eiríksson
nokkuð við sögu, þótt ungur væri
og lítt reyndur. Hann vann sem sé
talsvert að raflögnum í hús, var til
þess fenginn fyrir borgun. Rafveitu-
stjóri var ráðinn A.L. Petersen,
símstjóri í Eyjum, og var aðstoðar-
maður hans Sveinbjörn Jónsson,
sem unnið hafði við byggingu stöðv-
arinnar og innlagnir og tók hann
síðar við sem rafveitustjóri og hélt
þeirri stöðu til æviloka.
Eftir að rafstöð Vestmannaeyja
var tekin til starfa vann Haraldur
Eiríksson meira og minna hjá fyrir-
tækinu þar tii snemma árs 1918,
að hann fluttist til Bandaríkjanna.
Heimsstytjöldin fyrri stóð þá enn
og Haraldur var skráður í banda-
ríska herinn, en ekki kallaður til
herþjónustu. Hann hafði fengið
vinnu sem járnsmiður í skipasmíða-
stöð í New York, en skipasmíðar
voru taldar mikilvægar á hernaðar-
sviði. Að stríðinu loknu vann hann
við rafvirkjunarstörf, m.a. við neð-
anjarðarbrautir New York-borgar
og einnig hjá Hotel Commodore,
einu stærsta hóteli borgarinnar.
Eins og greint var frá í upphafi
máls lagði Haraldur stund á raf-
fræði við New York Trade School
árin 1919-22. Kynnti hann sér þá
helztu nýjungar í sínu fagi, samfara
því að hann lærði loftskeyta- og
radíótækni. Haraldi líkaði vel í New
York og hugðist setjast þar að, en
vegna þrábeiðni móður sinnar hætti
hann við það. Hann sneri því aftur
heim frá Ameríku árið 1922 og hóf
þegar að starfa sem rafverktaki í
Vestmannaeyjum.
í Eyjum varð Haraldur frum-
kvöðull að rafvæðingu bátaflotans.
Fram að þeim tíma höfðu sjómenn
notast við frumstæðan ljósamáta,
skriðbyttur og olíuluktir. Ljósið
þaðan var lélegt, og urðu því oft
slys við ýmis störf, svo sem línu-
lögn. Haraldur lagði nú rafmagns-
leiðslur í bátana, en orkan fékkst
dreginn tafarlaust upp. Haraldur
var staddur þarna og ákvað að
reyna að fyrirbyggja slys af því
tagi sem þarna var yfirvofandi. Brá
hann á það ráð að koma fyrir hljóð-
nema í hjálmi kafarans. Eftir það
gátu aðstoðarmenn kafarans verið
í talsambandi við hann, honum til
ómetanlegs öryggis.
Haraldur hafði mikinn áhuga á
nýtingu innlendra orkugjafa.
Skömmu eftir heimkomuna frá
Bandaríkjunum setti hann upp
vindrafstöð á Brimhól vestan kaup-
staðarins. Tengdi hann þar við ljós-
kastara og beindi geislanum yfir
bæinn. Vakti það óskipta athygli.
Seinna bæði smíðaði hann og flutti
inn vindrafstöðvar. M.a. setti hann
upp slíka rafstöð við vitann á Stór-
höfða. Einnig sá hann um uppsetn-
ingu vatnsaflsstöðvar og raflagna
á Moldnúpi undir Eyjaíjöllum árið
1927.
Á sumrin var Haraldur um mán-
aðartíma við lundaveiðar í úteyjum.
Hafði hann þá meðferðis útvarps-
sendistöð, talstöð, og hlustaði á
útvarpssendingar í tækjum sínum
og sendi einnig af sér fregnir. Var
Aðalsteinn Jóhannsson
„Haraldur Eiríksson
var merkilegur braut-
ryðjandi sem gott er að
minnast. Hann hafði
alla sína tíð fagra og
háleita hugsjón að leið-
arljósi. Eyjunum sínum
fögru var hann góður
sonur og launaði þeim
vel uppeldið.“
Horfnar slóðir. Pennateikning eftir Harald Eiríksson (um 1925). í
síðar undir hrauni. I baksýn er Elliðaey og Eyjafjallajökull ljærst.
forgrunni er Kirkjubær, sem lenti
GUARANTEED
PERFEGTiN
aíVilNIÍTES
Fííííwm' Ijjiiu Gralh Hiú. *rlft W'iriublt*
Löng hrísgjrón með ristuðu
heilvheitiklíði, núðlum og
bragðgóðu grænmeti. Ljúf-
fengur fjölskylduréttur.
Fyrir 4 - suðutími 8 min.
Heildsölubirgðir:
KARL K. KARLSSGN& CO.
Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32
frá rafgeymum sem hlaðnir voru
hjá Rafveitu Vestmannaeyja meðan
bátarnir stóðu við í landi. Þetta var
auðvitað til mikils hagræðis, þó að
annmarkar væru á. Bæði var að
geymarnir voru erfiðir í flutningi
og hleðslan hafði takmarkaðan end-
ingartíma.
Haraldi hugkvæmdist að tengja
rafla við aflvélar bátanna. Notaði
hann við það bílarafla, en hann var
umboðsmaður fyrir Ford-verksmiðj-
urnar og því öllum hnútum kunnug-
ur. Var þetta gjörbylting hjá báta-
flotanum, bátamir lýstir upp stafna
á milli. M/b Emma VE 219 var
rafvæddur 1926, fyrstur báta í
Eyjum, og sá Haraldur að fullu um
þá framkvæmd. Hann útvegaði
einnig ljóskastara í bátana, sem
unnt var að beina í allar áttir.
Einn fyrsti báturinn með slíkan
ljóskastara var m/b Sigríður frá
Vestmannaeyjum. Bátinn rak á
land við Ofanleitishamar á vestan-
verðri Heimaey 15. febrúar 1928.
Mennirnir björguðust með einstæð-
um hætti (því hef ég áður lýst í
þessum Eyjapistlum mínum), en
báturinn brotnaði í spón.
Eitt sinn þegar Friðfinnur kafari
á Oddgeirshólum var að vinna í
höfninni í Eyjum, var hann hætt
kominn og bjargaðist naumlega
fyrir snarræði ungs sonar síns, sem
fylgdist með köfuninni og sá að
loftbólur voru hættar að koma upp
á yfirborðið, og var þá Friðfinnur
þetta mikið öryggisatriði og um
leið besta skemmtun. Má telja þetta
fyrsta svæðisútvarp eða fyrstu
fijálsu útvarpsstöðina, og hafði hún
á að skipa mörgum snjöllum „dag-
skrárgerðarmönnum".
Vegna einangrunar Eyjanna varð
strax mikill áhugi á fjarskiptaút-
búnaði og margir ungir menn urðu
nemendur Haralds Eiríkssonar í
rafvirkjun, því að hann rak um-
fangsmikið verkstæði og verzlun.
Fyrstu nemendur hans voru Lárus
Guðmundsson frá Akri, Sigurgeir
Jónsson og Svavar Þórarinsson,
báðir frá Suðurgarði, og Gísli Jó-
hann Sigurðsson frá Vegamótum.
Haraldur var hugsjónamaður.
Dvöl hans í Bandaríkjunum hafði
stækkað sjóndeildarhringinn. Verk-
stæði hans og sölubúð veittu at-
hafnaþrá hans góða möguleika til
margskonar tilrauna. Verkstæðið
var vel búið tækjum, og mörg þeirra
hafði hann sjálfur sjníðað og útbúið
af hyggjuviti sínu. Ég átti á þessum
árum (þriðja áratugnum) heima í
næsta nágrenni við hann, var þá í
vélsmíðanámi hjá fóstra mínum, Th.
Thomsen. Töluðum við þá oft saman
og vegna þess hve alþýðlegur hann
var, þótti mér ekki lítið varið í að
hann skyldi gefa sér tíma til að
segja mér frá hinu og öðru, sem
hann var að fást við þá og þá.
Hrifinn var hann af dugnaði og
hugkvæmni Bandaríkjamanna, en
lagði þó áherzlu á að fámenn þjóð
Haraldur Eiríksson
eins og íslendingar yrði að gæta
þess að halda sjálfstæði sínu. Vera
þó opin fyrir því sem til heilla
mætti horfa.
Haraldur Eiríksson var góður
glímumaður á yngri árum og einn
af stofnendum íþróttafélagsins Þórs
í Eyjum. Var hann lengi í stjórn
þess. Seinna var hann meðal þeirra
sem stofnuðu Golfklúbb Vest-
mannaeyja. Hafði hann iðulega
gaman af að skreppa inn í dal og
leika nokkra hringi á golfvellinum.
Fjallamennska eða klettaklifur
var þó sú íþrótt sem hann unni
mest, samanber úteyjaferðirnar til
lundaveiða, sem áður var minnzt
á. Hörmulegt slys, þegar bezti vinur
hans og félagi, Sigurgeir Jónsson
frá Suðurgarði, hrapaði til bana í
Bjarnarey, varð til þess að binda
enda á ferðir Haralds í úteyjar.
Árið 1924 var Haraldur einn af
stofnendum Oddfellow-reglunnar í
Eyjum. Starfaði hann mikið í þeim
félagsskap bæði í Eyjum og í
Reykjavík eftir að hann flutti þang-
að.
Meðal þess sem kom í hlut Har-
alds var að annast uppsetningu
röntgentækja í Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja og hafa umsjón með
þeim. Þurfti hann oft að vera við-
staddur, þegar tækin voru notuð.
Var þetta tímafrekt, en varla hefur
hann talið það eftir sér, þegar í Ijós
kom að foriögin voru að verki.
Þarna á spítalanum endurnýjuðust
kynni hans og Sólveigar Jesdóttur,
skólasystur hans frá því í barna-
skóla, en hún var þá orðin yfirhjúkr-
unarkona spítalans. Hún hafði verið
langdvölum erlendis, hafði farið 18
ára gömul utan til hjúkrunarnáms
í Kaupmannahöfn. Að því loknu og
sérnámi í nuddhjúkrun vann hún
við hjúkrun um árabil bæði í Nor-
egi og Danmörku áður en hún sneri
aftur heim. Var jafnræði með henni
og Haraldi og gengu þau í hjóna-
band 1929. Reistu þau sér myndar-
legt íbúðarhús úr steini fyrir ofan
hraun og hét það á Steinsstöðum.
Haraldur teiknaði húsið sjálfur og
var þar að finna margar nýjungar,
sem þau hjónin höfðu kynnzt er þau
dvöldust ytra.
Sólveig og Haraldur eignuðust
þtjá syni, sem voru þeim mjög
kærir. Þeir nutu þess að alast upp
í því einstaka samfélagi sem ofan-
byggjarasveitin var. Þeim hjónum
var það kappsmál að leyfa sonum
sínum að ganga menntaveginn. Er
þeir höfðu lokið þeirri skólagöngu,
sem stóð til boða í Eyjum, flutti
Ijölskyldan búferlum til Reykjavík-
ur árið 1946, svo að auðveldara
yrði fyrir bræðurna að stunda
menntaskólanám þar. Haraldur
dvaldi þó nokkru lengur í Eyjum
heldur en kona hans og synir þar
eð hann þurfti að ganga frá ýmsum
endum í umsvifum sínum þar á
staðnum.
í Reykjavík stofnaði Haraldur
hlutafélag undir eigin nafni, Har-
aldur Eiríksson hf., og voru meðeig-
endur hans Vestmanneyingamir
Láms Guðmundsson frá Akri og
Gísli Jóhann Sigurðsson frá Vega-
mótum, sem voru meðal fremstu
nemenda hans í rafvirkjun og fyrr
voru nefndir. Tók hið nýja fyrirtæki
að framleiða raflampa. Fyrst var
starfsemin til húsa í Fischersundi,
en fluttist síðar í hús Alliance hf.
við Ánanaust. Fenginn var til lands-
ins skoskur maður, Royele að nafni,
sem hafði einkaleyfi á framleiðslu
sérstakra lampaskerma. Varð þá til
systurfyrirtækið Raftæki hf. og
þjálfaði Skotinn starfsfólk þess við
framleiðslu þessara skerma. Voru
þeir vinsælir, voru m.a. sýndir á
iðnsýningunni í nýja Iðnskólahúsinu
í Reykjavík 1952.
Þannig var Haraldur óþreytandi
við að kynna nýjungar, aðallega á
rafmagnstækjum, sem hann var oft
sjálfur höfundur að. Einstakur
áhugi hans og góð menntun gerðu
honum þetta kleift. Lífsviðhorf hans
og hvatning til ungra manna var
að mennta sig vel í faglegum og
bóklegum greinum. Það væri ærið
margt hægt að gera með góðum
árangri hér heima við þróun raf-
magnsiðnaðar, sem ætti mikla
framtíð fyrir sér. Ráðleggingar
hans til landa sinna voru: „Búa að
sínu, vera ekki með minnimáttar-
kennd gagnvart stærri þjóðum,
vanda til allra hluta.“ Og mottó
okkar skyldi vera: „ísland fyrir ís-
lendinga.“
Haraldur Eiríksson var merkileg-
ur brautryðjandi sem gott er að
minnast. Hann hafði alla sína tíð
fagra og háleita hugsjón að leiðar-
Ijósi. Eyjunum sínum fögru var
hann góður sonur og launaði þeim
vel uppeldið.
Höfundur er tæknifræðingur.