Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 íslandskynning í Japan mun vekja athygli hundruða þúsunda: Einstakt tækifæri til kymiingar á landi og þjóð - segir Ragnar Baldursson, fulltrúi japanskra aðstandenda kynningarinnar BÚIZT er við að um 35.000 gestir muni daglega sækja ís- landskynningu í Tókýó um miðj- an nóvember. Kynningin stend- ur í sex daga, og má því búast við að 210.000 manns muni kynna sér land og þjóð og fá sýnishorn af íslenzkum útflutn- ingsvörum. Að sögn Ragnars Baldurssonar, sem er fulltrúi japönsku fyrirtækjanna, sem standa að sýningunni, er ein- stakt að einkaaðilar standi að slíkri landkynningu í Japan. „Þetta er stærsta tækifæri sem gefízt hefur til að kynna land og þjóð í Japan og slík gefast varla í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir Ragnar. Hann var valinn til starfans vegna kunnáttu sinnar í japönsku, en hann hefur búið í Japan í fjögur ár samtals. Kveikjan að íslandskynning- unni er sú að forráðamenn dagblaðsins Sport-Nippon, sem kemur út í um tveimur milljónum eintaka og er fímmta útbreiddasta dagblað Japans, fengu pata af því að Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands væri væntanleg til landsins í tilefni krýningar Akihitos Jap- anskeisara um miðjan nóvember. Þeir töldu að umíjöllun um Vigdísi og land hennar yrði gott efni í nýtt vikurit fyrir konur, sem dótt- urfyrirtæki Sport-Nippon hyggst hleypa af stokkunum í haust. Haft var samband við forsetaembættið og féllst forsetinn á að flytja ávarp á fundi japanskra kvenna og ræða stuttlega við fulltrúa þeirra úr öll- um þjóðfélagshópum. í framhaldi af þessu kom for- ráðamönnum Sports-Nippon í hug að gangast fyrir íslandskynningu. Talið var að blaðið myndi fá meiri auglýsingu út á kynningu á „óvenjulegu" landi á borð við ís- land en á löndum, sem Japanir þekkja betur, og einnig þótti sú ímynd, sem íslendingar hafa verið að reyna að gefa af sjálfum sér; menningarþjóð í hreinu og ómeng- uðu landi, falla vel að ritstjórnar- stefnu blaðsins. Teikning af sýningarhöllinni eins og hún mun lita út meðan á íslandskynningunni stendur. Morgunblaðið/KGA Ragnar Baldursson ICELANDIC PRODUCTS FAI 2F. Concourse_________ Um 70.000 manns ganga daglega um þennan gang, sem verður hluti af sýningarsvæðinu. Ragnar segir að fyrst hafi kom- ið skriður á stórar hugmyndif um íslandskynningu er Sports-Nippon hafí fengið í lið með sér fyrirtækja- samsteypuna Sugar Island Group. Sugar Island er undir stjórn Mitsu- os Satoh, sem hefur ákveðið að reisa eftirlíkingu af Höfða, mót- tökuhúsi Reykjavíkurborgar, í Japan. Ragnar segir að Satoh hyggist hasla sér völl í innflutn- ingi á íslenzkum afurðum, svo sem gjafavörum, ullarvörum, angóra- fatnaði, íþróttafötum, vatni og völdum fiskafurðum í gjafaumbúð- um. Sugar Island og Sports-Nipp- on ætla að stofna með sér dóttur- fyrirtæki, sem mun sérhæfa sig í innflutningi frá íslandi. Fyrirtækin vonast til að ágóðinn af sölu íslenzkra afurða muni skila inn fé fyrir þeim gífurlega kostnaði, sem þau munu hafa af íslandskynning- unni. Áætlað er að kynningin sjálf muni kosta um 60 milljónir króna, og eftirlíkingin af Höfða, sem Satoh hyggst reisa í heimabæ slnum, Nasu, mun einnig kosta um 60 milljónir. „Satoh vill gera söluvöru sína sérstaka með því að selja afurðir frá íslandi," segir Ragnar. „Nú er að renna upp tími „ektavarn- ings“ í Japan — neytendur eru til- búnir að borga aukalega fyrir vör- ur í sérflokki. Enn hefur ekki ver- ið byggð upp heilsteypt íslands- ímynd í Japan, og kynningin á að verða liður í því.“ íslandskynningin verður haldin í menningarmiðstöð Tokyu-fyrir- tækjasamsteypunnar í Tókýó, Tokyu Bunka Kaikan. Menningar- miðstöðin er tíu hæðir og er innan- gengt úr henni í Shibuya-brautar- stöðina, sem er ein sú fjölfarnasta í borginni. Daglega fer tæplega milljón borgarbúa um járnbrautar- stöðina, strætisvagnastöðina og hraðbrautina, sem menningarmið- stöðin stendur við, og að sögn Ragnars er nánast ómögulegt að dvelja í Tókýó án þess að fara þar um. Risastórar auglýsingar um „ísland, land friðar og fegurðar, eyju íss og elds“ verða utan á ráð- stefnuhöllinni og áætlað er að um 260.000 manns lesi þær daglega. Um 70.000 manns munu ganga í gegn um hluta sýningarsvæðisins daglega á ferð sinni um járnbraut- arstöðina, en talið er að um 35.000 manns skoði sýninguna í heild sinni á hveijum degi. Hundruð þúsunda Japana munu því fá vitn- eskju um ísland dagana sem kynn- ingin stendur. Japanir bera langstærstan hluta kostnaðar við sýninguna, en íslenzkir aðilar munu sjá fyrir sýn- ingarefni, auk þess sem íslenzkar vörur verða seldar í menningar- miðstöðinni. Þar verður um að ræða físk, föt, hljómplötur, vodka, brennivín og vatn svo eitthvað sé nefnt. Linda Pétursdóttir, fyrrver- andi ungfrú heimur, mun verða viðstödd sýningu á íslenzkri tízku og sýndar verða kvikmyndir frá íslandi. í undirbúningsnefnd fyrir sýninguna eru fulltrúar Útflutn- ingsráðs, sem verður fulltrúi íslenzkra útflutningsfyrirtækja, Reykjavíkurborgar, menntamála- ráðuneytisins, utanríkisráðuneyt- isins og Flugleiða. Skólar byija um mánaðamótin: Pjörutíu þúsund böm í grunnskólum í vetíu* GRUNNSKÓLAR hefjast almennt á ný eftir sumarleyfí upp úr næstu mánaðamótum. Verða um fjörutíu þúsund börn í grunnskól- um landsins í vetur. Flest eru börnin í Reykjavík og eiga 14.500 börn að mæta í grunnskóla Reykjavíkurborgar fímmtudaginn 6. september nk. Það er 200-250 barna fjölgom frá síðasta ári. Eru 1400 þessara barna að hefja skólagöngu í fyrsta sinn og verða þau boðuð dagana þar á eftir í minni hópum. Rætt verður við foreldra þeirra og farið rólegar af stað en hjá eldri beklgum. Nemendur mæti 6. september Ragnar Georgsson, skólafull- trúi hjá Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar, sagði grunn- skóla Reykjavíkur hefja starf sitt um mánaðamótin eins og lög gerðu ráð fyrir. Fyrsta virka dag september, mánudaginn 3. sept- ember, yrðu haldnir kennarafund- ir í skólum klukkan níu um morg- uninn, og næstu tvo daga myndu kennarar starfa að undirbúningi og skipulagi vetrarstarfsins. Nemendur myndu svo mæta fimmtudaginn 6. september sam- kvæmt tímatöflu sem yrði aug- Iýst. Skólar í Reykjavík eru jafn margir og í fyrra eða þijátíu tals- ins ef með eru taldir einskólarnir fjórir: Tjarnarskóli, ísaksskóli, Landakotsskóli og Grunnskóli SDA. Fjölmennasti skólinn er líkt og undanfarin ár Seljaskólí en sá næst fjölmennasti er Foldaskóli í Grafarvogi, einn nýjasti skóli borgarinnar. Sagði Ragnar að bamafjöldinn væri mestur í hverf- unum á meðan þau væru nýbyggð og fyrstu árunum þar á eftir. Væru nokkrir skólar orðnir fá- mennir miðað við það sem áður var. Sex ára börn í fyrsta skipti skólaskyld Helstu breytinguna á skóla- starfi miðað við undanfarin ár sagði Ragnar vera að nú kæmi til framkvæmda Iagabreyting sem samþykkt hefði verið á Alþingi í vor sem gerði það að verkum að sex ára böm væru nú í fyrsta sinn skólaskyld. Verður sex ára bekk- urinn því nú að fyrsta bekk og þar af leiðandi verður elsti bekk- urinn tíundi bekkur. Þar með væri kominn tíu ára grunnskóla- skylda. Forskólabömin væm nú fímm ára og sagði hann ekki mik- ið um að þau kæmu í skóla. Aðspurður um ráðningarmál í Reykjavík sagði Ragnar að í vor hefðu fimmtíu nýir kennarar verið ráðnir en umsækjendur alls verið um 150. Hins vegar kæmi alltaf í ljós að nokkrir kennarar þyrftu að breyta fyrirætlunum sínum og þyrfti því að fylla í skörð af þeim sökum nú. 5-10 kennara vantar á Norðurlandi eystra Trausti Þorsteinsson, fræðslu- stjóri Norðurlands eystra, sagði skóla í umdæminu almennt byija um mánaðamótin og yrðu nem- endur kallaðir saman í kringum fimmta september. Margir skólar í dreifbýli væru hins vegar átta til átta og hálfs mánaðar og byij- uðu þeir á bilinu tíunda til tuttug- asta september. Trausti sagði um 4.500 börn verða í grunnskólum umdæmisins í vetur og væri það einhver fækk- un frá í fyrra. Væri almennt til- hneiging til fækkunar á lands- byggðinni. Ráðningar kennara sagði hann hafa gengið þokkalega miðað við undanfarin ár og væri staðan svipuð og oftast áður. „Mér sýnist sem verði svipað hlut- fall réttindakennara og leiðbein- enda í skólunum og síðustu ár. Það vantar enn í nokkrar stöður, Iíklega fimm til tíu í öllu umdæm- inu, og er það mjög lík staða og á undanförnum árum.“ Framhaldsskólar byrja um mánaðamótin Framhaldsskólar byija einnig almennt um mánaðamótin en töl- ur um fyölda nemenda liggja ekki enn fyrir. í framhaldsskóladeild menntamálaráðuneytisins fengust þær upplýsingar að ekki væri búist við að innritunartölur lægju fyrir fyrr en síðari hluta septem- ber. Nemendur væru oft að gera upp hug sinn alveg fram á síðustu stundu, sérstaklega á landsbyggð- inni. Almennt mætti þó segja að framhaldsskólar væru fullir. Hjá starfsmannadeild mennta- málaráðuneytisins fengust þær upplýsingar að erfitt væri að segja til um hver staðan væri í ráðning- armálum framhaldsskólakennara. Kennararáðningar í framhalds- skólum færu ekki lengur í gegnum ráðuneytið heldur sæju skólamir sjálfir um þær. Það væri hins vegar lítið hringt frá skólunum sem benti til þess að nóg væri af kennurum. Helst virtist þó vanta íslenskukennara, óh'kt því sem áður var, og þá ekki síst úti á landi. Nægilegt framboð virtist aftur á móti vera af kennurum í viðskiptafræði og raunvísindum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.