Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 26. AGUST 1990 AUGL YSINGAR Unglingaheimili ríkisins Uppeldisfulltrúi Starf uppeldisfulltrúa við meðferðarheimilið, Sólheimum 7 er laust til umsóknar frá 1. október nk. Um er að ræða meðferðar- og uppeldisstarf á deild innan Unglingaheimilis ríkisins, þar sem vistaðir eru unglingar á aldr- inum 13-16 ára. Unnið er á vöktum. 3 ára háskólanám á sviði kennslu-, uppeld- is-, sálar- eða félagsfræði er æskilegt svo og reynsla af uppeldis- og meðferðarstarfi. Umsóknarfrestur er til 7. september nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Unglingaheimilis ríkisins, Síðumúia 13,3. hæð. Nánari upplýsingar í símum 82686 og 689270. Forstjóri. Deildarsérfræðingur - námsefnisgerð Námsgagnastofnun óskar eftir að ráða deild- arsérfræðing til starfa í námsefnisgerð Náms gagnastofnunar. Starfið er laust nú þegar. Starfið felur í sér umsjón með gerð og út- gáfu námsefnis, m.a. í eftirtöldum greinum: erlend mál, náttúrufræði, kristin fræði, íslenska í 1.-4. bekk. Aðrar námsgreinar koma til álita. Leitað er að starfsmanni með kennara- menntun og kennslureynslu. Reynsla af námsefnisgerð og/eða útgáfustörfum æski- leg. Til greina kemur að ráða tvo starfsmenn í hálft starf hvoru. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Námsgagnastofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík, eigi síðar en 11. september nk. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 28088. ÁLiAFOSS Rafvélavirki Óskum eftir að ráða rafvélavirkja til starfa hjá verksmiðju Álafoss hf. í Mosfellsbæ. Starfsvið: Viðhald á framleiðsluvélum og raflögnum verksmiðjunnar. Við ieitum að manni, sem hefur sveinspróf í rafvélavirkjun (rafvirkjun kemur einnig til greina). Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt að verkefnum og hafa áhuga og skilning á vélum. Við bjóðum: Fjölbreytt og krefjandi ábyrgðar- starf og ágætis starfsaðstöðu. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar, merktar: „Rafvélavirki 470“, fyrir 1. októ- ber nk. Hagva nizur hf Grensásvegi 13 Reykjavík [ Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR BARÓNSSTÍG 47 Hjúkrunarfræðingar Nú vantar hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun. Heimahjúkrun þróast ört, býður upp á marg- vísleg tækifæri og frumkvæði. Starfið er sjálf- stætt, vinnustaður góður í hjarta borgarinnar. Hvernig væri að athuga málið og reyna heimahjúkrun? Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur og hjúkrunar- framkvæmdastjóri heimahjúkrunar í síma 22400, helst á milli kl. 9.00 og 10.00 f.h. Umsóknum skal skila fyrir kl. 16.00 mánu- daginn 3. september nk. til skrifstofu Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur á eyðublöðum, sem þar fást. Hjúkrunarfræðingar í Skjólgarði er laus staða hjúkrunarfræðings frá og með septembermánuði. Á heimilinu eru 25 hjúkrunarsjúklingar og 18-20 ellivistmenn auk fæðingardeildar með 12-20 fæðingum á ári. Stöðugildi eru um 30, þar af eru fjórir hjúk- runarfræðingar í starfi. Allar upplýsingar veitir Ásmundur Gíslason, framkvæmdastjóri í síma 97-81118 og Þóra Ingimarsdóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 97-81221. Skjólgarður, Höfn Hornafirði. Fóstrur óskast í 50 og 100% stöður við leikskólann Kirkju- ból. Góð vinnuaðstaða og góður starfsandi. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 656322 eða 656436. Félagsmálaráð Garðabæjar. Nýr leikskóli Fóstrur eða starfsfólk með uppeldismennt- un, matráðskona og fólk í ræstingar óskast á nýjan leikskóla við Álfaheiði í Kópavogi, sem áætlað er að opna í áföngum. Fyrsti áfangi verður opnaður 1. desember 1990. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma. Lögð verður megin áhersla á skapandi starf í öllum listgreinum. Unnið verður í þemavinnu sem nær yfir lengri tíma. Góð starfsaðstaða. Upplýsingar um störfin gefur Ólína Geirsdótt- ir, forstöðumaður og einnig dagvistarfulltrúi í síma 45700. Umsóknum skal skila á þar til gerðum umsóknareyðublöðum til Félags- málastofnunar Kópavogs, Digranesvegi 12. Félagsmálastofnun Kópavogs. BORGARSPÍTALINN Skurðdeild Hjúkrunarfræðingar Dagvinna - skipulögð aðlögun Áhugasama hjúkrunarfræðinga vantar nú þegar til starfa við skurðhjúkrun á skurðdeild Borgarspítalans. Starfsemin á skurðdeild mótast af því hlutverki spítalans að vera aðalslysa- og bráðasjúkrahús landsins. í boði er mjög áhugaverð aðlögun sem bygg- ist á tilsögn, sýnikennslu, umræðum, skipu- lögðu lesefni og lestíma, ásamt sjálfstæðum verkefnum. Hjúkrunarfræðingar á skurðdeild sinna gæsluvöktum utan dagvinnutíma og hafa þess vegna góða möguleika til aukinna tekna. Verið velkomin að kynna ykkur möguleikana. Gyða Halldórsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri á skurðdeild, í síma 696357. Slysa- og sjúkravakt Hjúkrunarfræðingar Áhugasama hjúkrunarfræðinga vantar nú þegar á slysa- og sjúkravakt Borgarspítal- ans. Starfsemin mótast af því hlutverki spítal- ans að vera aðal slysa- og bráðasjúkrahús landsins. í boði er áhugaverð aðlögun sem byggist á tilsögn, sýnikennslu, umræðum, skipulögðu lesefni og lestíma. Verið velkomin að kynna ykkur möguleikana. Erna Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri starfsmannaþjónustu í síma 696356. Reykjavík Sjúkraliðar - starfsfólk vantar í 50% störf. Vinnutími frá kl. 8.00-12.00. Upplýsingar gefur Jónína Nielsen í síma 689500 fyrir hádegi. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarheimilið Sólvangur, Hafnarfirði, vill ráða hjúrkunarfærðinga til starfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf, morgun- og eða kvöldvaktir. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 50281. Iríkisspítalar Félagsráðgjafar Eftirtaldar stöður eru iausar til umsóknar við áfengis- og vímuefnaskor geðdeilda Land- spítala: Staða yfirfélagsráðgjafa á deild 32-E, sem er göngudeild. Aðalverksvið er umsjón og samræming á félagsráðgjafaþjónustu innan skorarinnar og vinna við einstaklings-, hjóna- og fjölskyldumeðferð. Staða deildarfélagsráðgjafa á deild 33-A, sem er móttökudeild. Staða deildarfélagsráðgjafa á deild 16 á Vífilsstöðum, sem er meðferðardeild. Starfsreynsla er æskileg. Boðið er upp á skipulagða handleiðslu og fræðslustarf. Umsóknarfrestur er til 15. september nk. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Egilsdótt- ir, yfirfélagsráðgjafi, í síma 601770. Reykjavík 26. ágúst 1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.