Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 9 Faríseinn og toll- h eim ti mmði irinn eftir sr. HJÁLMAR JÓNSSON Guðspjall: Lúk. 18:9-14 Faríseinn og tollheimtumaðurinn koma árlega fram á sjónarsviðið í guðspjöllum kirkjunnar. Textinn er sem fyrr úr Lúkasarguðspjalli og stílaður til þeirra, sem treysta því að sjálfír séu þeir réttlátir og fyr- irlíta aðra. Litlar líkur eru á því að þessu guðspjalli verði skipt út. Það þykir sem sagt eiga við enn þann dag í dag. Ennþá telji menn sér fært að fyrirlíta aðra. Út frá dæmisögunni er freistandi að hugsa til þessara sjálfsánægðu og sjálfumglöðu einstaklinga, sem eru nánast óþolandi innan um ann- að fólk. Með svolítilli umhugsun væri unnt að telja upp nokkra, sem mættu temja sér meiri hógværð innan um annað fólk. Það gæti ég og það gætir þú. En þar með er komið á daginn, að Jesús segir dæmisöguna okkur til viðvörunar. Með henni á Kristur erindi við okk- ur. Þeir eru þarna ennþá í musterinu og Kristur sér þá. A einum stað stendur tollheimtumaðurinn og bið- ur Guð að miskunna sér, syndug- um. Á öðrum stað stendur faríseinn og þakkar Guði fyrir að hann er ekki eins og tollheimtumaðurinn. Á þriðja staðnum stöndum við og þökkum Guði fyrir að við erum ekki eins og faríseinn. Enginn vill vera sá hræsnari sem hann. Þetta segjum við oft um faríse- ann án þess að gera okkur alltaf ljóst hvað Kristur er að fara. Hann er ekki að gagnrýna góða breytni faríseans, hvorki þá né núna, held- ur það þegar góð breytni leiðir til hroka gagnvart náunganum. Flokkar og stefnur á þessum tímum voru um margt merkilegir. Þá voru margir sérsöfnuðir tii og einkenni sumra þeirra sjálfsupphafning og sjálfsréttlæting. Líf manns, sem stendur í samanburði við náung- ann, er tæpast hamingjusamt. Maður þykist taka eftir því, að því óánægðari sem menn eru með eig- ið líf því harðar dæma þeir aðra. Sókn virðist þar vera besta vömin. Hamingjusamur maður ræðst ekki á aðra. Hann þarf ekki á saman- burði að halda. Fleira veldur því að rætt er um annað fólk í niðrandi tilgangi. Stundum er það vegna metings og baráttu um stig eða þrep í mann- virðingum. Fáir hrósa öðrum ef það er gegn hagsmunum þeirra eigin. Tollheimtumaðurinn hrósaði ekki faríseanum enda þótt margt væri hrósunarvert í fari hans. Hann var með hugann við eigin stöðu frammi fyrir Drottni í musterinu. Hann hafði ekkert að skýla sér með hvorki góða breytni né gott álit. Hann hefði sjálfsagt gert það hefði hann getað. Þessir tveir voru ólíkir í skoðun og framferði. En eitt á við um þá báða. Þeir hafa báðir misnotað lífið. Munurinn er bara sá, að tollheimtu- maðurinn veit það, en faríseinn ekki. Það munar öllu. Það gerir gæfumuninn. Sagan er sögð til þess að hjálpa okkur að skilja lífið. Sá sem söguna sagði þekkir okkur. Við þurfum ekki og getum ekki falið neitt fyrir honum. Við ávinnum okkur ekki hjálpræði. Af eigin rammleik hlýtur enginn frelsið dýrmæta. En hann tók á sig sektina og dóminn, sem við verðskuldum m.a. fyrir mis- notkun á náðargjöfum. Guð reisti hann upp frá dauðum til þess að við gætum farið réttlætt heim úr helgidóminum. Hann hefur réttlætt okkur af náð sinni einni saman. Stundum er það í mestu niðurlæg- ingunni að við sjáum það best. VEÐURHORFUR í DAG, 26. ÁGÚST YFIRLIT kl 10:10 í GÆR: Grynnkandi lægð skammt suðvestur af landinu á hægri austurleið. HORFUR Á MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG: Austan- eða suðaustan strekkingur. Rigning með köflum eða skúrir víða um land en síst þó í innsveitum norðanlands og norðvestantil á landinu. Á þriðjudag dregur talsvert úr vindi. Hiti 8-15 stig að deginum, hlýjast á Vestur- landi. VEÐUR VÍÐA UM HEIM Staður hiti veður Akureyri 8 skýjað Reykjavik ■ 9 skýjað Bergen 10 hálfskýjað Helsinki 11 skýjað Kaupmannah. 16 skýjað Narssarssuaq 5 léttskýjað Nuuk 3 suld Osló 14 alskýjað Stokkhólmur 12 rigning Þórshöfn 8 léttskýjað Algarve 18 þokumóða Amsterdam 14 lágþokublettir Barcelona 21 léttskýjað Chicago vantar Feneyjar 17 þokumóða Frankfurt 16 léttskýjað kl. 6:00 í gær að ísl. tíma Stafiur hiti veður Glasgow 11 þoka Hamborg 13 hálfskýjað London 17 þokumóða Los Angeles 19 léttskýjað Luxemborg 18 heiðskirt Madrid 16 heiðskírt Malaga 21 heiðskírt Mallorca 18 heiðskirt Montreal 21 skýjað New York 22 þoka Orlando 23 skýjað Paris 18 skýjað Róm 18 þokumóða Vín 15 léttskýjað Washington vantar Iqaluit 3 léttskýjað o A Norðan, 4 vindstig: Helfiskfrt r r r r Rigning V Skúrir K Vindörin sýnir vind- I stefnu og fjaðrirnar 1 vindstyrk, heil fjöður a Léttskýjafi i Slydduél er tvö vindstig. r * r * Slydda V Hálfskýjað r * r ý 10° Hitastig: 10 gráöur á Celsíus Skýjaft * * * * Snjókoma * * * Él = Þoka m Alskýjaö ’ , ’ Súld oo Mistur z= Þokumóða Kvöld-, nœtur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík, dagana 24. ágúst til 30. ágúst, að báöum dögum meðtöldum er í Vesturbæjar Apóteki. Auk þess er Háaleitis Apótek opiö til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnudaga. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog í Heilsuverndarstöö Reykjavíkur viö Barónsstíg frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230. Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga daga 10-16, s. 620064. Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl. um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888. Ónæmisaögerðir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.30-17.30 Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: Símaviðtalstími framveg- is á miðvikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknireða hjúkrunar- fræöingur munu svara. Uppl. í ráðgjafasíma Samtaka '78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar eru þess á milli tengdir þessum símnúmerum. Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann vilja styöja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, s. 22400. Krabbamein. Uppl. og ráögjöf. Krabbameinsfél. Virka daga 9-11 s. 21122, Félagsmálafulltr. miöviku- og fimmtud. 11-12 s. 621414. Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varöandi ónæmis- tæringu (alnæmi) í s. 622280. Milliliðalaust samband við lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn. Við- talstímar miövikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari tengdur viö númerið. Upplýsinga- og ráögjafasími Sam- taka '78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23. S. 91-28539 — símsvari á öðrum tímum. Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba- mein, hafa viötalstíma á þriöjudögum kl. 13-17 í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414. Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöö, s. 612070: Virka daga 8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11. Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12. Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12. Garöabær: Heilsugæslustöö: Læknavakt s. 51100. Apó- tekiö: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14. Hafnarfjarðarapótek: Opiö virka daga 9-19. Laugardög- um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opiö mánudaga — fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu í s. 51600. Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100. Keflavík: Apótekiö er opið kl. 9-19 mánudag til föstu- dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12. Heilsugæslustöö, símþjónusta 4000. Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna- vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17. Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekið opiö virka daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14. Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.3Q-16 og 19-19.30. Rauðakrosshúsið, Tjamarg. 35. Ætlaö börnum og ungl- ingum í vanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiðra heimilis- aöstæðna, samskiptaerfiöleika, einangrunar eöa persón- ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260. LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofa Ármúla 5 lokuð til ágústloka. Sími 82833. Símsvara verð- ur sinnt Samb. ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga, S.Í.B.S. Suður- götu 10. G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiösluerfiðleikafólks. Uppl. veittar í Rvík í símum 75659, 31022 og 652715. í Keflavík 92-15826. Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar. Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Fimmtud. 9-10. Áfengis- og fíkniefnaneytendur. Göngudeild Landspítal- ans, s. 601770. Viðtalstími hjá hjúkrunarfræðingi fyrir aðstandendur þriöjudaga 9—10. Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620. Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111 eða 15111/22723. Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 626868/626878. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu- múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17. Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Hafn- arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.— föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12, s. 19282. AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál að stríða, þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega. Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbylgju til Norðurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 17493, 15770, 13830 og 11418 kHz. Kl. 18.55-19.30 á 15770, 13855, 11418 og 3295 kHz. Hlustendum á Norðurlöndum geta einnig nýtt sér send- ingar á 17440 kHz kl. 14.10 og 13855 kHz kl. 19.35 og kl. 23.00. Kanada og Bandaríkin: Daglega: kl. 14.10-14.40, 19.35- 20.10 og 2300-23.35 á 17440, 15770 og 13855 kHz. Hlustendur í Kanada og Bandaríkjunum geta einnig oft nýtt sér sendingar kl. 12.15 og kl. 18.55. Aö loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnu- dögum er lesiö fréttayfirlit liðinnar viku. ísl. tími, sem er sami og GMT. SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20.. Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feöur kl. 19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiríksgötu: Heimsókn- artímar: Almennur kl. 15-16. Feðra- og systkinatími kl. 20-21. Aðrir eftir samkomulagi.Barnaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Geð- deild Vífilstaðadeild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15- 17. Landakotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: Heimsóknartími annarra en foreldra er kl. 16- 17. — Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstu- daga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugar- dögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14-17. — Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúkrunarheimili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grens- ásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 — Laugar- daga og sunnudaga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöð- in: Kl. 14 til kl. 19. Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kkl. 15.30- 16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. — Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. — Vífilsstaðaspítali: Heimsóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. — St. Jósefsspítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkr- unarheimili í Kópavogu’Heimsóknartími kl. 14-20 og eft- ir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhring- inn á Heilsugæslustöð Suðurnesja. S. 14000. Keflavík - sjúkrahúsið: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30— 19.30. Um helgar og á hátíðum: Kl. 15.00—16.00 og 19.00-19.30. Akureyri — sjúkrahúsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysa- varðstofusími frá kl. 22.00-8.00, s. 22209. BILANAVAKT Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita- veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230. Rafvelta Hafnarfjarðar bilanavakt 652936 SÖFN Landsbókasafn íslands: Aðallestrarsalur opinn mánud. — föstudags kl. 9-19. Handritasalur kl. 9-17 og útlánssal- ur (vegna heimlána) kl. 13-17. Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú veittar í aðalsafni, s. 694326. Listasafn Háskólans: Sýnir nýjustu verkin í safninu á öllum hæðum Odda á Háskólalóð kl. 14—18 daglega. Árnagarður: Handritasýning Stofnunar Árna Magnús- sonar, er opin alla virka daga kl. 14-16 frá 16. júní til 1. september. Lokað á sunnudögum. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima- safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Lokað á laugard. frá 1.5.- 31.8. Aðalsafn — Lestrarsalur, s. 27029. Opinn mánud. — laugard. kl. 13-19. Lokað júní-ágúst. Grandasafn, Grandavegi 47, s. 27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud. — föstud. kl. 15-19. Sumartími auglýstur sérstaklega. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðsvegar um borg- ina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi fimmtud. kl. 14-15. Bú- staðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miövikud. kl. 11-12. Þjóðminjasafnið: Opið þriöjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16. Árbæjarsafn: Opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Þrjár nýjar sýningar: "Og svo kom blessaö stríðið" sem er um mannlíf í Rvík. á stríðsárunum. Krambúð og sýning á vogum og vigtum. Prentminjasýning og verkstæði bóka- gerðarmanns frá aldamótum. Um helgar er leikiö á harm- onikku í Dillonshúsi en þar eru veittar veitingar. Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud,—föstud. kl. 13-19. Nonnahús alla daga 14-16.30. Náttúrugripasafnið á Akureyri: Opið sunnudaga kl. 13-15. Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýn- ingarsalir: 14-19 alla daga. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. íslensk verk í eigu safnsins sýnd í tveim sölum. Safn Ásgríms Jónssonar: Opið til ágústloka alla daga nema mánudaga kl. 13.30—16. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er opið alla daga kl. 10-16. Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðviku- daga, kl. 13-17. Opinn um helgar kl. 10-18. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga nema mánu- daga kl. 13.30—16. Höggmyndagarðurinn daglega kl. 11—17. Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið mánud. — fimmtud. kl. 20-22. Um helgar kl. 14-18. Sýn- ing á úrvali andlitsmynda eftir hann 1927-1980. Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964. Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriöjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16. Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opið á miðvikudögum og laugardögum kl. 13.30-16. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl. 10-21. Lesstofan kl. 13-19. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Opið alla daga nema mánu- daga, kl. 14-18. Sími 54700. Sjóminjasafn íslands Hafnarfirði: Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Sími 52502. ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000. Akureyri s. 96-21840. SUNDSTAÐIR Sundstaðir í Reykjavík: Sundhöllin: Mánud. — föstud. kl. 7.00-20.30. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00- 15.00. Laugardalslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00- 20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00- 17.30. Vesturbæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00- 20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00- 17.30. Breiðholtslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00- 20.30. Laugard. frá 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00- 17.30. Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30. Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17. Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga — föstudaga: 7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00- 17.00. Sundlaug Hafnarfjaröar: Mánudaga — föstudaga: 7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30. Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga — fimmtudaga: 7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helgar: 9-15.30. Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga — föstu- daga kl. 6.30-21.30. Föstudaga kl. 6.30-20.30. Laugar- daga kl. 10-18. Sunnudaga kl. 10-16. Sundmiðstöð Keflavíkur: Opin mánudaga — föstudaga 7-21, Laugardaga 8-18. Sunnudaga 9-16. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl. 7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga kl. 9-16. Kvennatímar eru þriðjudaga og miðvikudaga kl. 20-21. Síminn er 41299. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260. Sundlaug SeKjamarness: Opin mánud. — föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. k|. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.