Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990
ROLLUR
Í RÉTTI
umferðarlögunum, 88. grein þeirra,
um að lækka megi eða fella niður
bætur fyrir muni ef sá sem fyrir
tjóni varð var meðvaldur að því af
ásetningi eða gáleysi. Svo virðist
sem tryggingafélögin sjái sér ekki
hag í að láta reyna á þetta
ákvæði, þau telji bónusmissi sinna
viðskiptavina vega upp á bótakostn-
aðinum. Ekki er hægt að fá ná-
kvæmar upplýsingar um tjón bif-
reiðaeigenda vegna þessa. Þá ber
þess að geta að oft fer ökumaður
af vettvangi eftir að hafa ekið á
búfé. Hann telur sig réttlausan og
skaðabótaskyldan og ber því tjón
sitt í hljóði og yfirgefur slysstað eða
greiðir bóndanum „bætur“ á staðn-
um, án þess að tryggingafélagi eða
lögreglu sé gert viðvart. Það er hins
vegar nokkuð öfugsnúið, því í þeim
tilvikum þegar ekki fæst upplýst
hver valdur er að ákeyrslu, bætir
búfjártrygging bænda, brunatrygg-
ingin, það búfé sem ferst í umferð-
inni. Því má segja að um sé að
ræða blóðpeninga fyrir ökumenn,
þegar þeir sýna þann heiðarleika
að tilkynna óhapp eða tjón.
Girðingar meðfram vegum
duga skammt
Nokkuð hefur verið rætt um að
girðingar meðfram fjölfömustu
vegum verði til mikilla bóta. Sam-
kvæmt niðurstöðum vegkanta-
nefndar þjóna þær hins vegar ekki
nægilega tilgangi sínum til að koma
í veg fýrir ágang búfjár og slysa-
hættu. Nefndin leggur til að
ákvarðanir um veggirðingar verði
ekki teknar fyrr en t.d. möguleikar
á uppsetningu hólfa hafa verið
kannaðir til þrautar í samvinnu við
viðkomandi sveitarfélög og aðra
sem málið varðar. Eins og fram
kemur í viðtali á blaðsiðu 11 við
Gunnar Gunnarsson, framkvæmda-
stjóra hjá Vegagerð ríkisins, getur
jafnvel í sumum tilvikum verið hag-
kvæmara að kaupa upp búfé á
ákveðnum svæðum því girðingar-
kostnaður yrði það mikill.
Þótt vegkantanefnd leggi til bann
við lausagöngu stórgripa, vill hún
fara hægar í sakamir varðandi
lausagöngu sauðfjár. Að mati henn-
ar er algjört bann óraunhæft eins
og málum er nú háttað. Sveinn
Runólfsson, langræðslustjóri, sem
sæti átti í nefndinni er sammála
því að banni við lausagöngu búfjár
verði ekki komið á nema í áföngum.
„Það er ekki gerlegt að koma því á
í einni svipan,“ segir Sveinn.
„Segja má að nú þegar séu allmarg-
ir bændur og jafnvel heilar sveitir
sem hafa sín lönd alveg girt og sinn
búfénað í afgirtum hólfum. Dæmi
um þetta eru Landeyjahrepparnir,
þar sem búfénaður er afgirtur á
sínum heimalöndum. Mér finnst
brýnt fyrir bændastéttina að komið
verði skikkan á mál varðandi búfé
á vegum, því það sér hvar maður
hve alvarlegt það er að búfé gangi
laust við og á helstu umferðaræðun-
um.“ Sveinn telur hvað brýnast að
banna lausagöngu á Reykjanes-
skaganum og jafnvel í landnámi
Ingólfs öllu.
Sveinn segir að allir þeir aðilar
sem um málið fjalli, landbúnaðar-
ráðuneytið og hagsmunásamtök
bænda, hafí fullan hug á að koma
á úrbótum. „Það tekur tíma, en þar
sem allt útlit er fyrir að sauðfé
haldi áfram að fækka, verður þetta
auðveldara viðfangs. Ennfremur er
stefnt að því að friða afrétti á eld-
fjallasvæðum landsins þar sem
gróðurfar er viðkvæmt. Það skapar
aukinn þrýsting á um að hraða
aðgerðum til að koma á banni við
lausagöngu búfjár víðar á landinu."
Ekki eru til nákvæmar upplýsingar
um hve stór hluti búfénaðar gengur
laus, en talið er að mikill meirihluti
hrossa sé á afgirtum svæðum, en
tiltölulega lítill hluti sauðfjár um
hásumarið, þegar það er á
afréttarlöndum. „Landgræðslan
Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra:
ÓVÍST HVERNIG
UMHVERFISRÁÐUNEYT-
ID TEKUR Á MÁLUM
„VIÐ GRUM að móta hug-
myndir um hvernig við eigum
að sinna þessum málum í fram-
tíðinni. Reyndar er þegar eitt
mál í athugun, um friðun
Vatnsfjarðar fyrir beit,“ segir
Júlíus Sólnes umhverfismála-
ráðherra. Samkvæmt lögum
um ráðuneytið ber því ásamt
Landgræðslu ríkisins að vinna
að gróðurvernd og hafa eftir-
Iit með ástandi gróðurs. Þá
getur umhverfisráðherra, að
fengnum tillögum Náttúru-
verndarráðs og í samráði við
iandbúnaðarráðherra, ákveðið
friðunar- og uppgræðsluað-
gerðir á sviði gróður- og skóg-
verndar.
etta er túlkað með þeim
hætti, að við getum, ef okk-
ur sýnist svo, fyrirskipað friðuna-
raðgerðir,“ segir Júlíus. „En
þetta er svolítið í lausu lofti á
meðan ýmis endurskoðun er í
gangi. Við teljum ekki skynsam-
legt að fara með miklu offorsi á
meðan verið er að endurskoða lög
um landgræðslu og skógrækt og
margt annað sem snýr að þessu.
Auk þess erum við að skrifa
rammalög um umhverfisvernd,
sem verða lögð fram á þingi í
haust. Ég held að það sé rétt að
fara að með gát, á meðan þessi
mál eru að komast í höfn.“
Það er að beiðni Náttúruvernd-
arráðs sem umhverfisráðuneytið
Júlíus Sólnes.
kannar nú hvort rétt sé að friða
Vatnsfjörð fyrir beit. Hluti
Vatnsfjarðar er friðland en brýnt
þykir að aflétta beit vegna þess
að sauðfé hefur valdið skaða á
skóglendi. Jóni Gunnari Ottós-
syni, fyrrum forstöðumanni
skógræktarstöðvarinnar á Móg-
ilsá, hefur verið falið að vinna
að því verkefni.
Gert er ráð fyrir, að frá og
með 1. janúar heyri byggingar-
og skipulagsmál undir umhverf-
isráðuneytið og þar með Iandnýt-
ingaráætlanir. „Það getur orðið
flókið að túlka það mál. Það má
segja sem svo, að landnýtingar-
mál hljóti að snúa að beitilöndun-
um, ekki síst í ljósi þess að við
þöfum þegar heimild til að fyrir-
skipa friðunaraðgerðir,“ segir
Júlíus Sólnes.
Haukur Halldórsson, formaður Stéttar-
sambands bænda:
BÆNDUR ANDVÍGIR
BANNIÁ LANDSVÍSU
„VIÐ vorum fylgjandi þeirri
breytingu sem gerð var á lög-
um á síðasta ári, að heimila
öllum sveitarfélögum að tak-
marka lausagöngu alls búfjár.
Áður voru ákvæði sem heimil-
uðu þeim eingöngu takmörkun
á Iausagöngu hrossa. Við telj-
um rétt að sveitarfélögin hafi
með þessi mál að gera, því
aðstæður eru svo mismunandi.
Sá meirihluti sem situr í sveit-
arfélagi á einfaldlega að ráða
þessu,“ segir Haukur Halldórs-
son, formaður Stéttarsam-
bands bænda um afstöðu sam-
bandsins til banns við lausa-
göngu búfjár. Hann segir
bændur jafnframt andvíga lög-
um á landsvísu, sem banni
lausagöngu.
Fram hefur komið að reglu-
gerðir um bann við lausa-
göngu búfjár í einstaka sveitarfé-
lögum eru ekki trygging gegn
ágangi búfjár úr öðrum sveitarfé-
lögum. Reglugerðarákvæðin
víkja fyrir ákvæðum girðingar-
laga. Meginreglur laga heimila
lausagöngu búfjár og því er talið
að sveitarfélögin þurfi umfram
allt fjárhelda girðingu svo reglu-
gerðarákvæði haldi. Hins vegar
eru mörg sveitarfélög treg að
Haukur Halldórsson.
taka alfarið á sig kostnað við
girðingarnar, fínnst sem bændur
eða bændahrepparnir verði að
taka þátt í kostnaðinum. Haukur
segir að slík mál hljóti að vera
hægt að leysa á vettvangi sveit-
arfélaganna.
Hvað varðar skiptingu bóta
þe'gar búfé á hlut að umferðaró-
happi, segir Haukur að geri verði
mun á hvar óhapp á sér stað.
Hvort það gerist á svæði þar sem
skepnur eigi ekki að vera, eða
hvort það gerist upp á heiðum
og á afréttarlöndum.„Afstaða
okkar er ekki sú, að viðkomandi
skepna eigi ævinlega réttinn,"
segir Haukur Halldórsson.
hefur hvatt bændur til að hafa sitt
fé á afgirtum svæðum, þannig að
þeir búi á sínu landi en ekki ann-
arra. Með því skapa þeir sjálfum
sér svigrúm til að bæta sín eigin
heimalönd, en þurfa þá jafnframt
að tryggja að það nýtist þeirra eig-
in búfénaði," segir landgræðslu-
stjóri.
Bann við lausagöngu eykur
svigrúm til landgræðslu
Stundum heyrist í umræðunni
að búfénaður éti niður uppbygging-
arstarf Landgræðslunnar. Sveinn
Runólfsson segir sem betur fer um
misskilning að ræða. „Mest af því
fræ- og áburðarmagni sem Land-
græðslan dreifír fer á friðuð land-
græðslusvæði. Þá hefur Land-
græðslan tekið þátt í samvinnu-
verkefnum við sveitarfélög og
bændur til þess að græða upp ör-
foka land til beitar í þeim eina til-
gangi að friða nærliggjandi við-
kvæm gróðurlendi. Slíkt er þá að
verulegu leyti kostað af viðkomandi
bændum eða sveitarfélögum. Menn
hafa stundum ekki skilið að í þessu
felst beitarstjórnun og gróður-
vemd.“
Eins og fyrr segir voru lagaheim-
ildir rýmkaðar, þannig að sveitarfé-
lög geta nú fengið settar reglugerð-
ir um bann við lausagöngu. Mörg
sveitarfélög hafa nýtt sér þetta,
enda verður svigrúm til land-
græðslu og skógræktar mun rýmra
en ella á mörgum svæðum, auk
þess sem umferðaröryggi er stór-
lega aukið eins og áður greinir.
Ennfremur myndu íbúar víða í þétt-
býli losna við óæskilega grasbíta í
görðum, en víða hafa orðið töluverð-
ir árekstrar vegna þessa, þegar
sauðfé eyðileggur blóm og runna í
görðum. Nýlegt dæmi frá Fáskrúðs-
fírði sýnir hins vegar að reglugerð
í einu sveitarfélagi veitir enga
tryggingu gegn ágangi búfjár úr
öðru sveitarfélagi. Sýslumaður í
Suður-Múlasýslu úrskurðaði svo í
.deilu íbúa í kauptúninu Búðahreppi
i Fáskrúðsfirði og búfjáreigenda,
að bann við lausagöngu búfjár í
hreppnum væri óraunhæft á meðan
bæjarlandið væri ekki girt fjár-
heldri girðingu. „Það er meginregla
að lausaganga búfjár um landið er
frjáls nema sérstaklega sé bannað
í lögum. Þau ákvæði sem banna
búfjárhald eða mæla fyrir um
geymslu búfjár í lokuðum girðing-
um eru undantekningarákvæði,"
segir m.a. í úrskurði sýslumanns.