Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 TILBREYTING Tugir ungmenna frá N or ðurlöndunum kynnast landi og þjóð Um 80 ungrnenni frá öllum Norðurlöndunum, sérstak lega þó frá Svíþjóð, hafa dvalið hér á landi í sumar á vegum Nordjobb. Að sögn Aldísar hjá Nordjobb er hér um atvinnuskipti að ræða og eru ungmennin á aldrinum 18 til 26 ára sem dvelja hér sumarlangt og vinna. „Við tókum á móti 80 nú, en sendum 170 til hinna Norður- landanna," segir Aldís. Ungmennin hafa, að sögn Aldís- ar, flest fengið vinnu á elliheimilum. í stórmörkuðum, hjá Borginni og í Landsbankanum og íslendingarnir sem héðan fóru vinna áþekk störf ytra. Um helgar er reynt að sýna fólkinu land og þjóð, fara í dags- og helgarferðir og að sögn Aldísar hafa klassískir staðir eins og Þórs- mörk, Gullfoss og Geysir og Bláa lónið verið heimsóttir, auk þess sem nokkur fyrirtæki og stofnanir hafa verið heimsótt. Má þar nefna Land- helgisgæsluna, Flugleiðir, RUV og fleiri. RUT OLAFSDOTTIR LEIKKONA Fluttist frá íslandi Qögurra ára gömul eir sem fylgdust með sýningu þýsku kvikmyndarinnar Röng paradís kvödd, sem var á dagskrú Sjónvarpsins á mánu- dagskvöld, hafa eflaust tekið eftir því að meðal leikara var íslensk kona, Rut Ólafsdóttir. Rut, sem er 33 ára og búsett í Þýskalandi, hefur ekki sést áður á skjám landsmanna en hún mun hafa getið sér gott orð sem leikari í Þýskalandi, að sögn Sveins Ein- arssonar, dagskrárstjóra Sjón- varpsins; Rut Ólafsdóttir fæddist á ís- landi árið 1956 og eru foreldrar hennar Sybii Urbancic og Ólafur Bergþórsson, kennari. Hún flutti hins vegar burt fjögurra ára göm- ul. Afi hennar var Vietor Urban- cic, sem kom hingað til iands sem flóttamaður eftir stríð og setti mikinn svip á tónlistarlíf í landinu. Var hann meðal annars fyrsti hljómsveitarstjóri Þjóðleikhússins og stóð að fyrstu óperusýningum þess. Að sögn Sveins Einarssonar, dagskráretjóra Sjónvarpsins, búa mikið af afkomendum Victors enn á ísiandi. Sybil, móðir Rutar, fluttist hins vegar til Vínarborg- ar, og jgiftist þar austurríkis- manni. Ólst Rut upp hjá þeim í Vínarborg og nam við Max Rein- hardt-Ieiklistarekólann, sem er einn sá virtasti í veröldinni. Fékk hún síðan starf við MÚnchner Kammerspiele og hefur aðallega starfað í Þýskalandi. Sagði Sveinn hana fyret og fremst hafa leikið á sviði en einnig í einhverjum kvikmyndum. Hún héldi enn tengslum við ísland og kæmi áf og til í heimsókn hingað. KONGAFOLK Karl Bretaprins handleggsbrotinn Karl Bretaprins er illa brotinn á handlegg eftir byltu sem hann hlaut í pólóleik fyrir þremur vikum. Hann sótti af kappi að kúlunni er hestur hans snarsnéri sér óvænt og hraut prinsinn af baki. Augljóst var að brotið væri slæmt, en er hann tók að líða vítis- kvalir handleggnum er frá aðgerð- inni leið, var hann grandskoðaður á ný og þurfti að taka gifsið af, laga brotið til og gifsa síðan yfir á nýjan leik. Báðar beinpípur kubbuð- ust í sundur í hægri handlegg og er talið að nýja gifsið verði ekki tekið af fyrr en í október. Þetta er vægast sagt bagalegt fyrir prinsinn, því hann er rétthent- ur og því nánast einhentur á með- an. Hann getur ekki leikið póló og kannski aldrei framar. Hann getur ekki kastað flugu fyrir lax og er besti veiðitíminn á Bretlandseyjum að fara í hönd. Og hann getur tæp- ast mundað haglabyssu skikkan- lega og missir því líkast til einnig af hinum árlega akurhænu- og fasanaveiðum. Karl er sagður geta sætt sig við að missa úr eitt veiði- Karl Bretaprins. tímabil, en meiri áhyggjur hafi hann af pólóferli sínum, en hann hefur til þessa þótt geysiliðtækur pólóspil- ari. Nokkur ungmennanna um borð í íslensku varðskipi í Reykjavíkurhöfn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sói, sjór, sandur og fótboltí! Frábærttilboð KSÍ, Úrvals-Útsýnar og Bylgjunnar í 6 daga ferð til Costa del Sol, 5.-11. október, gefst knattspyrnuunnendum einstakt tækifæri til að framlengja sumarið í sólinni á Spáni og fylgjast með spennandi leikjum. Útvegum miða á landsleiki íslendinga og Spánverja í Sevilla 9. og 10. október. Sætaferðir frá Costa del Sol. Verð á marin: Kr. 27.000 ef sex gista saman, Kr. 29.000 miðað við fjóra saman, Kr. 31.000 miðað við tvo. saga SUOURGðTU 7 ■ SÍMI624040 Álfabakka 16, sími 60 30 60 Pósthússtræti 13, simi 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.