Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 15
kílómetrar milli Dalvíkur og Ólafs-
fjarðar. „Frá skrifborðunum okkar
hér í Reykjavík leit þessi áætlun vel
út og við töldum okkur vera að
veita betri þjónustu. En Ólafsfirð-
ingar voru óánægðir með breyting-
amar og því var hætt við þær í bili
en ákveðið að athuga málið að
tveimur mánuðum liðnum. Nú sigl-
um við því vikulega á Ólafsfjörð,
nema þess þurfi ekki með og munum
í samráði við viðskiptavini okkar og
bæjaryfirvöld ræða hvernig þetta
mál verður leyst á sem hagkvæmast-
an hátt,“ segir Þórður Sverrisson.
Hafnarfrarakvæmdir
Hafnaraðstaða á Ólafsfirði er frá
náttúrunnar hendi verri en á Dalvík.
Því hefur verið lagt út í miklar fram-
kvæmdir við höfnina, lægi og inn-
sigling verður bætt, og frysti- og
kæligeymslur byggðar á hafnar-
bakkanum. „Slíkar framkvæmdir
færum við varla út í ef við værum
samþykkir því að færa flutningana
til Dalvíkur. Útflutningur okkar héð-
an er rúm 5.000 tonn á ári auk
þess sem nokkur hluti af útflutningi
frá Dalvík kemur frá okkur. Smá-
vöruflutningur okkar hefur smám
saman verið að færast yfir til Dalvík-
ur og við því viljum við sporna,“
segir Þorsteinn Ásgeirsson.
Aðspurður hvað Ólafsfirðingar
hafi í hyggju, láti Eimskip verða af
því að hætta viðkomu í bænum, seg-
ir Þorsteinn bæjarbúa munu einbeita
sér að því að leysa málið með Eim-
skipafélaginu, áður en hugað verði
að öðrum leiðum enda trúi menn því
að það leysist farsællega.„Það er
ekki eingöngu vegna hafnarfram-
kvæmdanna sem við viljum ekki
missa flutninga; þeir eru lífsspurs-
mál fyrir okkur. Yið viljum halda
þjónustunni hér, ekki missa hafnar-
gjöldin og við viljum geta veitt fólki
atvinnu við útskipun, umsýslu og
annað sem fylgir slíkum flutningum.
Því má segja að göngin séu tvíeggj-
uð. Það er hætta á því að þjónusta
færist frá okkur og inn Eyjafjörð-
inn. Til að sporna við því höfum hug
á að veita meiri þjónustu hingað;
við gætum til dæmis styrkt þá aðila
sem hér eru í væntanlegri sam-
keppni. Möguleikar á atvinnu eru
m.a. við þjónustu, fyrir verktaka en
við gætum þess að dreifa vinnu
þeirra til að forðast þenslu og atvinn-
uleysi í kjölfarið, og svo má ekki
gleyma ferðamannaþjónustunni. Þar
eigum við ekki minni möguleika en
hver annar.“
Þorsteinn segir hinar dekkri hlið-
ar samgöngubótarinnar ekki hafa
verið ræddar í bæjarstjórn en menn
Bjarni Grímsson, bæjarstjóri á
Ólafsfirði: „Við vonumst til þess
að eiga frekara samstarf við
Dalvíkinga en það þýðir þó ekki
að við sém fluttir þangað og þeir
ekki til okkar.“
geri sér fulla grein fyrir þeirn og
ræði þær sín í milli. „Við teljum
okkur ekki hafa ástæðu til að óttast
það að fólkið flytji héðan. Það er
miklu frekar að fólk sæki þjónustu
í auknum mæli út fyrir bæinn. En
göngin eru til mikilla hagsbóta, það
hljóta allir að sjá. Og þá á ég ekki
síst við menningarsamskipti milli
Ólafsfjarðar og nágrannabyggðar-
laganna.“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 15
---------------------------------------------------J---------------------------------
Framkvæmdir viö höfnina
Grjótvörn tii a!
kyrra höfnina
sssswr's*
sem sandur Æý
hleöst upp
^ Ný trystigeymsla
ÓLAFSFJÖRÐUR
HAFNARFRAMKVÆMDIR
Samvinna sveitarfélaga við
Eyjafjörð
Með göngunum um Ólafsfjarð-
armúla verða þáttaskil í samgöngu-
málum bæjarbúa á nýjan leik. Þau
fyrri urðu 1967 er vegurinn um
Múlann var opnaður og Ólafsfirðing-
ar komust í beint samband við Eyja-
fjarðarsvæðið. Áður var farið um
Lágheiði og gegnum Skagafjörð eða
sjóleiðina inn fjörðinn. Bjarni Gríms-
son bæjarstjóri segir tilkomu gang-
anna mikilvægan hlekk í hugmynd-
um manna um Stór-Eyjafjarð-
arsvæðið svokallaða. Stutt er síðan
Ólafsfjörður varð aðili að héraðs-
nefnd Eyjafjarðar enþar hefur hug-
myndin verið rædd. Á síðustu árum
hafa bæjar- og sveitarstjórar Hrís-
eyjar, Svarfaðardalshrepps, Ár-
skógshrepps, Dalvíkur og Ólafs-
fjarðar rætt ýmislegt er varðar sam-
vinnu sveitarfélaganna. Hafa fjögur
fyrstnefndu sveitarfélögin þegar
samvinnu á sviði skólamála og heil-
sugæslu. _ Dalvík, Svarfaðardals-
hreppur, Árskógshreppur og Ólafs-
fjörður reka nú þegar sorpeyðingar-
stöð á Sauðanesi við Dalvík. Bjarni
segir rekstur hennar hafa komið
ágætlega út, nema hvað álagið sé
mikið þar sem eldar logi á haugun-
um alla daga. Meðal þess, sem er í
bígerð, er samvinna í rekstri tónlist-
arskóla á svæðinu. „Við vonumst til
þess að eiga frekara samstarf við
Dalvíkinga en það þýðir þó ekki að
við séum fluttir þangað og þeir ekki
til okkar. Við höfum upp á ýmiskon-
ar þjónustu að bjóða; ég nefni toll-
höfn, fógeta, sundlaug, knatt-
spyrnuvöll og þjónustu í rafeinda-
virkjun en við erum ekki reiðubúnir
að gefa upp það sem við höfum án
þess að vera vissir um hvað við fáum
í staðinn.
Hér á svæðinu höfum við aðallega
horft okkur nær hvað varðar vinnu
og þjónustu; þá aðallega til Akur-
eyrar. Sveitarfélögin hér reka til
dæmis hluta Menntaskólans og
Verkmenntaskólans á Akureyri.
Með göngunum verður auðveldara
fyrir okkur að sækja vinnu inn á
Ákureyri og Dalvík og fyrir íbúa
þessara staða að vinna hjá okkur.
Þar höfum við meðal annars í huga
daglegar rútuferðir héðan og inn til
Akureyrar; nokkurs konar SVE. Ég
reikna fastlega með því að hingað
sæki fólk í atvinnuleit enda er hér
mikil útgerð og öflug versiun."
Aðspurður segist Bjarni ekki ótt-
ast að versiun færist til Akureyrar
með tilkomu ganganna. „Hér er
samkeppni í verslun og samkeppnin
við Akureyri er þegar fyrir hendi
Þorsteinn Ágeirsson formaður
bæjarráðs Ólafsljarðar.„Við telj-
um okkur ekki hafa ástæðu til
að óttast það að fólkið flytji héð-
an. Það er miklu frekar að fólk
sæki þjónustu i auknum mæli út
fyrir bæinn.
þó hún muni auðvitað aukast eitt-
hvað. Við stöndum vel í sjávarút-
vegi, Ólafsfjörður er ein stærsta
útgerðarstöðin á Norðurlandi, og
sjávarútvegurinn verður vafalítið
áfram höfuðatvinnuvegur okkar.
Hann er auðvitað einhæf atvinnu-
grein og við höfum því reynt ýmsar
leiðir í atvinnumálum með misjöfn-
um árangri. Við munum þó áfram
reyna að koma með nýjungar í at-
Isumar hefur verið unnið að end-
urbótum á höfninni á Ólafsfirði.
Verkið verður unnið í þremur
áföngum og er kostnaður við þann
fyrsta 21 milljón króna. Heiidar-
kostnaður við áfangana þrjá er
talinn liðlega 200 milljónir. „Lag-
færingamar miðast við að stóru
skuttogararnir geti verið hér með
góðu móti og að gera höfnina að-
gengilegri fyrir vöruflutninga,“
segir Þorsteinn Björnsson bæjar-
tæknifræðingur. „Fjörðurinn er
mikið opinn til norðausturs og hér
getur orðið allmikil ölduhæð, fjörð-
urinn er grunnur _og það brýtur
fljótt á ef hvessir. Ólafsfjarðarhöfn
er eina höfnin við Eyjafjörð þar sem
sjófarendur taka mið af veðri er
þeir sigla um hana. Ölduhæð er
undir tveimur metrum í 88% til-
vika, sem þýðir að hún er opin
flutningaskipum. í 99% tilvika er
hún opin togurum og minni skipum.
Við ætlum okkur að auka og
bæta viðlegurými en hreyfing í
höfninni getur verið það mikil að
skipin vilja slíta sig laus í vondum
veðrum. Eftir breytingarnar ættum
við að hafa hér örugga viðlegu í
lífhöfn. Mikill sandburður er inn í
höfnina og ætlunin er að hindra
hann með byggingu varnargarðs.
Einnig hafa útgerðarmenn hug á
því að byggja frystigeymslu og
samþykkt hefur verið í byggingar-
nefnd að byggja 360 fm dúk-
skemmu í haust. Munu skemmurn-
ar bæta verulega aðstöðu við lönd-
un á fiski og fleiru.“
vinnurekstri, ekki hvað síst hliðar-
greinar sjávarútvegs."
Stór-Eyjafjarðarsvæðið
Bjarni segir hugmyndir um stærð
Stór-Eyjafjarðarsvæðisins ekki full-
mótaðar. Það myndi að öllum líkind-
um ná frá Ólafsfirði við norðvestan-
verðan Eyjafjörð til Grenivíkur við
norðaustanverðan íjörðinn. Ytri
mörk svæðisins yrðu væntanlega við
Sauðárkrók í vestri og Húsavík í
austri. Akureyri yrði miðpunktur
svæðisins. „Við teljum að Eyjaíjörð-
ur geti orðið ágætis mótvægi við
suðvesturhornið. Nú búa um 20.000
manns á svæðinu; um 14.000 á
Akureyri, 1.500 á Dalvík, 1.200 á
Ólafsfirði, 400 á Hauganesi og Ár-
skógsströnd, 300 í Hrísey, 400 á
Grenivík, 1.000 í innsveitum Eyja-
fjarðar og um 1.100 í öðrum hreppp-
um. Til þess að veruleg hagræðing
náist í. þjónustu og atvinnurekstri,
þyrfti fjöldinn að fara upp í 30.000
til 40.000 manns. Við getum tekið
á móti 5.000 til 10.000 manns án
þess að þurfa að kosta miklu til.
Samvinna sveitarfélaganna gæti
verið á sviði skólamála, sorphirðing-
ar, heilbrigðismála, iðnaðar, sam-
gangna og stóriðju. Þá erum við
sérstaklega með í huga möguleikann
á því að álver rísi á Dysnesi við inn-
anverðan Eyjafjörð. Á svæðinu
þurfa að vera fýrir hendi atvinnu-
tækifæri fyrir alla, ekki eingöngu
verkamannavinna, heldur vinna fyrir
háskólamenntað fólk, svo að það
flytjist ekki burt af svæðinu. Þá
mætti reyna fyrir sér með ýmiss
konar smáiðnað; ég nefni gerð gang-
stéttarhella og bobbinga úr hjólbörð-
um auk gámasmíði, en hvort
tveggja er hafið hér á svæðinu. Þá
má nefna nýlundu á borð við beint
flug á milli Akureyrar og Zurich.“
Standa hugmyndir ykkar og falla
með tilkomu álvers við Eyjafjörð?
„Nei, en hugur okkar stendur þó
fyrst og fremst til þess nú og við
leggjum á það mikla áherslu. Rísi
álver ekki á svæðinu, er ekki öllu
JARÐGÖNCIN
Aætlað er að gerð jarðganga
um Ólafsfjarðarmúla, einn
alræmdasta vegarkafla landsins,
ljúki í nóvember en henni hefur
seinkað um mánuð, m.a. vegna
vatnselgs í göngunum. Björn
Harðarson, staðarverkfræðingur,
segir það fara eftir haustveðrátt-
unni hvemig ganga muni að ijúka
verkinu. Nú er unnið að endan-
legri styrkingu á berginu og seg-
ist Bjöm vonast til að klæðningu
í þak og vinnu við frárennsli ljúki
í september. Malbikun vegarins í
göngunum hefur tafist nokkuð og
er því undir veðrinu í haust kom-
ið hvernig hún gengur.
Með tilkomu ganganna verður
hætt að halda veginum um Múl-
ann opnum fyrir allri umferð.
Bjarni Grímsson bæjarstjóri telur
líklegast að í vegarstæðið verði
ruddur slóði sem verði fær jeppum
og svo að sjálfsögðu þeim sem
viiji ganga fyrir Múlann. Það
verði mátulega löng ganga til að
njóta útsýnisins, sem margir muni
áreiðanlega sakna.
lokið, við munum þá leggjast undir
feld og íhuga aðra möguleika. Hér
þarf að skapa skilyrði fyrir atvinnu-
rekstur og það verður ekki gert með
einu pennastriki. Við erum þegar
byrjaðir að ræða um samvinnu en
það tekur tíma að koma henni á.
Það er ekkert hægt að segja um
hvort eða hvenær af umfangsmeiri
samvinnu verður en auðvitað kemur
að því að við þurfum að móta hug-
myndirnar nánar og hella okkur út
í það að gera þær að veruleika."
Óttist þið ekki að bæirnir missi
sérstöðu sína og einkenni ef þeir
verða hluti af sama þéttbýliskjarna?
„Nei, hver og einn af stöðunum á
þessu svæði hefur sín séreinkenni
og vegalengdin á milli þeirra mun
koma i veg fyrir að þeir glati ein-
kennum sínum. Við horfum til auk-
innar samvinnu en höfum jafnframt
lagt á það áherslu að hver haldi sinu
svo staðirnir tapi í engu.“
Sigurgeir Sigurðsson formaður Samb. íslenskra sveitarf:
f/MA RAUNHJtFA MÓTVSGIÐ VID
HÖFUDBORGARSVSDID
„Ég setti hugmyndina um Stór-Eyjaíjarðarsvæðið fram svona
hálft í hvoru til að storka norðanmönnum. Ég tel að það þurfi
að efla þéttbýliskjarna utan höfuðborgarsvæðisins, svo að fólk
eigi kost á að sækja menningu, menntun og atvinnu annað en á
suðvesturhornið," segir Sigurgeir Sigurðsson, bæjarsljóri á Sel-
tjarnarnesi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sigur-
geir segir þá hugmynd að efla einn þéttbýliskjarna í hverjum
landsfjórðungi ekki raunhæfa eins og þróunin hafi verið. Akur-
eyri og Eyjafjörður sé eina svæðið þar sem trúlegt sé að slíkt takist.
Landsbyggðin býr við kvóta í
öllum sínum málum og slíkt
er ekki vænlegt ef uppbygging á
að eiga sér stað. Fiskveiðar- og
vinnsla hafa gengið vel frá Akur-
eyri, þar er háskóli með sjávarút-
vegsbraut og þess að vænta að
slík menntun ali af sér nýjar hug-
myndir um nýtingu afla. Þá eru
Akureyringar þekktir fyrir að
sigla ekki utan með aflann, heldur
fullvinna hann í iandi.
Ekki er að vænta mikilla breyt-
inga í landbúnaði, Eyjafjörður er
eitt blómlegasta landbúnaðar-
svæði landsins og vandséð hvernig
það verður bætt.
Ég er hlynntur stóriðju utan
Stór-Reykjavíkursvæðisins en
raunhæfir möguleikar á þéttbýlis-
kjarna standa ekki og falla með
álveri við Eyjafjörð. Þeir standa
og falla með því að stjórnmála-
menn einbeiti sér að einum lands-
hluta í einu. Það kemur óneitan-
lega niður á öðrum svæðum en
hagsbætur fyrir landsbyggðina
verða vart fengnar öðruvísi. Það
er allra hagur að standa að upp-
byggingu á einu svæði í einu, því
hver veit hvaða svæði yrði næst
í röðinni.
Það hefur sýnt sig og sannað
í Hafnarfirði að með tilkomu ál-
vers í nágrenninu jókst þjónusta
og smáiðnaður í bænum. Slíkt
ætti auðveldlega að geta endur-
tekið sig á Eyjafjarðarsvæðinu."