Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 Eim í ólétt- unni! Suss, hún er sofnuð, svo loksins fékk ég tækifæri til að halda áfram með óléttuna í okkur hjónunum. Þið munið að við vorum búin að fá jákvæða prufu, fá með- göngukvilla og kirsubeija- mjólkurhrist- ing. Ég gerðist fyrirmyndar eig- inmaður og breyttist í al- hliða uppþvotta- vél eins og hendi væri veifað. Fristundir mínar urðu æ færri og smám saman lærði ég að umgangast nýju eig- inkonuna mína (því þessi er allt öðru vísi i skapinu), og ekki síst að brynja mig þolinmæði í geðsveifluköstunum. En eins og Donna Summer sagði: „Eno- ugh is enough," og allt stefndi í að ég myndi fyrr eða síðar springa á limminu. Því ákvað ég það fyrir hönd okkar hjóna, að við myndum fara á foreldra- námskeið og útskrifast í for- eldrafræðum. Eftir að hafa snú- ið borginni við, fundum við loksins eitt og þá varð ekki aft- ur snúið. Þar heyrði ég í fyrsta sinn að verðandi feður gætu fengið meðgöngukvilla. Og það var ekki að sökum að spyija. Nú sit ég fyrir framan tölvuna, leysi vind eins og frísneskur svifnökkvi, kasta upp á hveij- um morgni, fer minnst þrisvar fram á hverri nóttu til að pissa (og reyni að hitta, því nú þríf ég klósettið), er að farast úr brjóstsviða, er ekki frá því að það sé farin að leka broddur úr brjóstunum á mér og er farin að borða AB mjólk í öll mál, með hægðaleysandi morgun- korni út í. Ég er alltaf þreyttur og geðsveiflurnar eru með ólík- -indum. Það pirrar mig allt og allir og ég nenni helst ekki að gera neitt nema sofa og horfa á video. Ég brest i grát yfir kattar- hárunum í matnum, öskra mig hásan yfir volgri mjólk sem ein- hver gleymdi á borðinu og er óspar á styggðaryrðin í garð konunnar fyrir að hafa gert mig óléttan. Hvað ef ég slitnaði á maganum? Er henni sama þó brjóstin á mér verði lafandi eftir bijóstagjöfina? Ætlar hún að losa mig við lærapokana eft- ir fæðinguna? En svörin sem ég fæ frá konunni eru loðin. Hún muldrar eitthvað um að það sé nú einu sinni hún sem sé ólétt, en ef ég lærði eitthvað þessu námskeiði, þá er það að gefa ekki eftir rétt minn sem verðandi foreldri. Ég er óléttur líka, ég ætla að fá mína með- göngukvilla og ekkert múður með það. Ég vil fá umhyggju, blíðu og vindgang. Ég vil skoða nærbuxur í XXXL í Lífstykkja- búðinni, fá að sofa frameftir og fá bijóstsviða. Ég vil fá geðveik- islegar hugmyndir um hvað eigí að borða, láta klappa á magann á mér og pissa á nóttunni. Ég á heimtingu á vanliðaninni. Ég vil missa legvatnið þegar síst varir og fá grindarbotnsdeyf- ingu uppi á fæðingardeild. Ég vil hafa ljósmóður nálægt þegar ég er komin fimm í útvíkkun. Ég á heimtingu á dagheimilis- plássi. Ég krefst þess að fá að vera óléttur. Ég ætla inn á þing með mitt barn, fyrir Kvennalis- tann. Þetta er minn kirsubeija- jBHijólkurhristingur. Hún er að rumska. Skrifa meira síðar. Bless að sinni. eftir Steingrim Ólafsson BRUÐHJON VIKUNNAR Svaramaðurinn villtist og fannst austur við Heklu Brúðhjón vikunnar að þessu sinni eru Fjóla Jóna Þorleifs- dóttir og Magnús Magnússon, en þau giftu sig 4. ágúst síðastliðinn á túnbletti fyrir utan sumarbústað austur í Holtum. Þau kynntust fyrst í gegn um sameiginlega kunningja fyrir sex árum. Þau höfðu vitað hvort af öðru í skóla áður, en um samdrátt var ekki að ræða fyrr en leiðir lágu saman með þeim hætti sem um getur. Fjóla segir að það hafi fljótlega orðið ljóst að þau vissu hvað þau vildu og það var hvort annað, það var því ekki sóað tíma í langdreg- ið tilhugalíf. „Við ákváðum bara að drífa í þessu, vera ekkert að hangsa við þetta, byijuðum bú- skap, áttum fljótt dreng sem nú er fimm ára og síðan tvö kríli til sem nú eru 1 og 2 ára. Þetta er auðvitað mikil vinna, en með bjartsýni að leiðarljósi gengur það allt upp. Svo erum við í svo góðum stigagangi, fólkið í húsinu virðist hafa eitt stórt sameiginlegt áhugamál: Böm!,“ segir Fjóla. Þau segjast hfa trúlofað sig fijótt, en sennilega vegna tíðra barneigna, hafi það dregist nokk- uð að ákveða giftingardag, sem var ákveðinn í sameiningu. Það var eðlilegt framhald. „Ég reikn- aði alltaf með því að við myndum drífa okkur í þetta og við ákváðum það saman. Fyrir valinu varð 4. ágúst, laugardagur verslunar- mannahelgarinnar. Pabbi átti reyndar afmæli þann dag, en ég held að það hafí ekkert spilað inn í. Það kom á daginn að þrátt fyr- ir að þetta væri um verslunar- mannahelgi, þá mættu allir 65 í veisluna sem við buðum utan einn. Sá eini sem forfallaðist var á sjón- um, en heimsótti okkur um leið og færi gafst.“ Foreldrar Fjólu hafa átt sumar- bústað í landi Þverlæks í Holtum í Rangárvallasýslu í nokkur ár og segir hún að þar hafi fjölskyldan eytt flestum af sínum frístundum þann tíma. Þyki öllum því sérlega vænt um blettinn og þótti ekki óeðlilegt í sjálfu sér að hafa brúð- kaupið fyrir austan. „Það er svo mikil rómantík í þessu nú orðið að okkur fannst þetta vel til fund- ið, gifta okkur bara úti á bletti fyrir utan sumarbústaðinn. Við fengum séra Halldóru Þorvarðar- dóttur í Fellsmúla til þess að gefa okkur saman, en hún hefur þegar nokkra reynslu af þvi að stjóma brúðkaupum svona út um hvippr inn og hvappinn,“ segir Fjóla og hún heldur áfram: „Dagurinn byijaði samt eins og hjá öllum hinum, í bænum í hárgreiðslu og snyrtingu. Fyrst var bóndinn „fíffaður" til og hálftíma seinna steig ég í stólinn og var tekin í gegn. Síðan var brennt að ná í blómin og svo sótt- um við börnin okkar og ókum austur í sveit. Þegar þangað var komið hægðum við á ferðinni, börnin fóru í sumarbústaðinn í pössun, en við fengum að klæða okkur og taka okkur til á Þver- læk, en pabbi er einmitt þaðan. Leið svo að brúðkaupinu og allir voru mættir nema tengdafaðir minn með fullan bíl af fólki. Hann var svaramaður og heldur baga- legt að hugsa til brúðkaups án svaramanns. Hann hafði aðeins einu sinni komið austur áður og þá um hávetur, en hann hafði ekki áhyggjur, taldi nú að hann myndi rata aftur léttilega. En það fór á annan veg og eftir nokkra töf varð fólk heldur uggandi og var sendur út leitarflokkur. Fannst bíllinn loks og allir um borð upp undir Heklu! Þetta var nú allt í lagi, þetta var ekki nema svona 20 til 30 mínútna töf og þegar fólkið skilaði sér var ekkert að vanbúnaði. Athöfnin hófst og fór vel fram. Það var hlýtt og svo glennti sólin sig akkúrat þegar við vorum pússuð saman! Konurn- ar sungu sálm á undan og á eft- ir. Þetta var svolítið sveitó, en heimilislegt og gekk með glans. Ég segi ekki að karlarnir hafí ekki tekið lagið, en það bar miklu meira á konunum. Við höfðum verið svo bjartsýn að ætla að hafa veisluna þarna á blettinum líka, en þegar nær dróg fórum við auðvitað að hafa áhyggjur af því að veðrið gæti brugðið til beggja vona og við færum varla að bjóða 65 manns upp á að híma í 45 fermetra sum- arbústað í slagveðri. Það varð því úr að við fengum leigðan þennan fína sal í skólahúsinu að Lauga- landi, þar var ágætt eldhús og við fengum sendan mat úr bæn- um. Systur mínar og fleiri konur skreyttu salinn um föstudags- kvöldið og þarna fór fram hin ágætasta veisla. Þegar hún var afstaðin, ókum við aftur upp í sumarbústað með foreldrum okk- ar og börnum. Þar stóð til að taka myndir í rökkrinu og skála aðeins í kampavíni. Hafa þetta svolítið rómó. Við vorum með forláta enskt kampavín sem vinur okkar búsettur í Englandi hafði tekið með sér heim, gagngert í veisl- una. Okkur fannst ekki viðeigandi að bjóða kampavín í veislunni, allir á bíl og svoleiðis. Þetta var hátíðleg stund og við skáluðum í okkar plastglösum þótt einhver hefði látið þau orð falla að það hefði verið meira við hæfi að nota sérstök kristalsglös við slíkt tæki- færi. Ekki tel ég þó að kampa- vínið hefði smakkast betur úr kristalnum en plastinu við þessar kringumstæður! Að þessu loknu fengum við að skilja börnin eftir í pössun í sum- arbústaðnum og ókum í bæinn tvö ein og beinustu leið heim! Það var ævintýri að upplifa það. Við höfð- um ekki verið ein saman síðan fyrsta barnið fæddist! Við tókum gjafirnar með okkur og opnuðum þær í rólegheitum. Litlu krílin höfðu fengið að opna tvær eða þijár, en hættu fljótt er þau sáu að þetta var ekkert spennandi fyrir þau. Við sváfum út og ókum svo í rólegheitum aftur austur daginn eftir og eyddum helginni þar. Viku seinna fórum við svo í nokkurs konar brúðkaupsferð, fórum þá til Akureyrar í þijá daga og lifðum hótellífi og höfðum það ofsalega fínt, bara við tvö. NORÐURLÖND íslensk hreyfílist o g skúlptúr vekja athygli eir bræður, Haukur og Hörður Harðarsynir, skúlptúr og hreyfilistamenn, eru heldur betur að gera garðinn frægan í frændl- öndum okk ar á Norðurlöndum. Síðastliðið ár hafa þeir verið með sýningar í Sonja Heine listasafninu, þar sem þeir sýndu skúlptúra og Shita- hreyfilistarhópur þeirra bræðra var með sýningu, í Galleri Mors Mossa, í Gautaborg, þar sem þeir voru með skúlptúrsýningu, sem lauk með hreyfilistarsýningu - og í Helsinki voru þeir með hreyfilistar- sýningu í Constcentrums Galleri í Helsinki. Skúlptúrsýningar þeirra bræðra eru „installasjónir" sem saman- standa af skúlptúrum úr tré, bronsi, stáli, HH13, ís, sandi, vatni, ásamt myndböndum og tónlist. Gagnrýn- andinn Márten Castenfors, hefur skrifað um sýninguna í Gauta'oorg -og talar um að hún sé ljóðræn og í henni sé mikill frumkraftur og fegurð. í Helsinki kom Shita-hreyfi- listarhópurinn fram á sýningu Eriks Dietmans og vakti þar töluverða athygli, eins og annars staðar þar sem hópurinn kemur fram. Gagn- rýnandinn,Leena-Maja Rossi, hjá Henlsingin Sanomat, lýsir sýningu þeirra af mikilli hrifningu, sem mjög sérstæðri og litríkri hreyfílistarsýn- ingu sem verður að „installasjón." Blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af Hauki, til að forvitnast nánar um áform þeirra bræðra og hvort ekki væri sýning á döfinni hér heima. Hann sagði að um þess- ar mundir væri hann að æfa hreyfi- listarsýningu með hluta af íslenska dansflokknum, sem að öllum Iíkind- um yrði í Listasafni Alþýðu í haust. Hörður væri að vinna að sýningu í Svíþjóð, sem væri - annars væri hægur vandi að setja sýniguna sem þeir voru með í Svíþjóð upp hér, þar sem öll verkin væru nýkomin heim. Auk þess sagði Haukur að nú nýveríð hefði þeim bræðrum boðist að vera með sýningu í Louis- ianna í Kaupmannahöfn, að ári. Kvað hann það mjög spennandi til- boð fyrir þá bræður og mikla viður- kenningu á list þeirra, en sagðist ekki vita hvort þeir hefðu tíma til að vinna nýja sýningu á svo skömm- um tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.