Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 26, ÁGÚST 1990
T TT APersunnudagur 26. ágúst, semer 11. sd. eftir
1 JUAIjrTrínitatis. 238. dagur ársins 1990. Árdegisflóð
í Reykjavík kl. 9.43 og síðdegisflóð kl. 22.00. Sólarupprás
í Rvík kl. 5.51 og sólarlag kl. 21.06. Myrkur kl. 22.02. Sólin
er í hádegisstað í Rvík kl. 13.30 og tunglið er í suðri kl.
17.57. (Almanak Háskóla íslands.)
En Guð friðarins, er leiddi hinn mikla hirði sauðanna,
Drottin vorn Jesú, upp frá dauðum með blóði eilífs sátt-
mála, - hann fullkomni yður í öllu góðu. (Hebr. 13,20.)
ARNAÐ HEILLA
GULLBRÚÐKAUP eiga á n Syðra-Skörðugili í Skagafirði, S jón Jónsson. Hann verður 75 Þau verða að heiman. norgun, 27. ágúst, hjónin á igrún Júlíusdóttir og Sigur- íra á gullbrúðkaupsdaginn. —
H(\ ára afmæli. Á morg-
I vl un, 27. þ.m., er sjötug-
ur Ásgrímur Benediktsson
frá ísafirði. Kona hans er
Amdís Stefánsdóttir og eru
þau reyndar bæði ísfirðingar.
Þau taka á móti gestum í
Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi í Breiðholti á
morgun, afmælisdaginn, kl.
16-19.
MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR 50 ÁRUM
Það hefur verið talsverð
ös í bönkunum vegna
innlausnar á breskum
punds-peningaseðlum.
Bankarnir borga 24 ísl.
kr. pr. enskt pund. Þykir
sumum þetta of lágt
verð miðað við hið
skráða sölugengi sterl-
ingspundsins sem er kr.
26.20 núna. Þessi munur
stafar af því að vátrygg-
ing hinna innleystu seðla
sem senda verður til
Bretlands kostar um
tvær kr. á hvern punds-
seðil.
★
Tveim tilraunakaninum
var stolið úr kanínubúri
við Rannsóknarstofu
Háskólans við Bar-
ónsstíg. Þær voru sjúkar
og geta verið hættulegar
mönnum og dýrum. Eru
þeir sem geta gefið uppl.
um þær beðnir að gera
rannsóknarlögreglunni
þegar viðvart.
★
Bræðslusíldaraflinn er
kominn upp í yfir 2 millj.
hektólítra, segir í
síldveiðiskýrslu Fiskifé-
lagsins. Er það yfir 1
miiy. hl. meira en á sama
tíma í fyrra. Aflahæsta
skip flotans ér togarinn
Tryggvi gamli með tæpl.
23.000 mál.
★
Úrslitaleikur Islands-
mótsins fór fram í gær-
kvöldi og léku til úrslita
Valur og Víkingur. Lauk
leiknum með jafntefli
1-1. Voru bæði skoruð í
fyrri hálfleik.
FRÉTTIR/
MANNAMÓT
Þennan dag árið 1896 urðu
Suðurlandsskj álftamir.
í LÆKNADEILD Háskóla
íslands hafa læknamir
Brynjólfur Mogensen og
Tryggvi Þorsteinsson verið
skipaðir í hlutastöðu lektora
í slysalækningum. Skipun
Brynjólfs er til 5 ára, en
Tryggva til þriggja ára. Þá
hefur Þór Eysteinsson Ph.
D. verið skipaður í stöðu-dós-
ents í lífeðlisfræði til 5 ára.
Guðmundur Þorgeirsson
skipaður í hlutastöðu dósents
í lyfjafræði fram á sumar
næsta ár. Loks hefur Jón Ól.
Skarphéðinsson verið skip-
aður í dósentsstöðu í lífeðlis-
fræði við námsbraut í hjúkr-
unarfræði. Frá þessu er skýrt
í tilk. frá menntamálaráðu-
neytinu í nýlegu Lögbirtinga-
blaði.
NESKIRKJA. Næstkomandi
þriðjudagsmorgun er opið hús
kl. 10-12 fyrir mæður og börn
þeirra, „mömmumorgunn".
KRISTILEG íjölmiðlun heit-
ir hlutafélag sem stofnað hef-
ur verið í Rvík. Stofnun þess
er tilkynnt í nýlegum Lögbirt-
ingi. Tilgangur þess er, segir
í tilk.: „Rekstur fjölmiðla með
það að markmiði að breiða
út kristinn boðskap og veita
þekkingu á orði Guðs.“ Stofn-
endur hlutafélagsins eru 118
einstaklingar og er sr. Hall-
dór S. Gröndal stjórnarfor-
maður og framkvæmdastjóri
Sigþór Guðmundsson,
Hraunbæ 178. Hlutafé fé-
lagsins er 4,1 millj. kr.
SAMTÖK um sorg og sorgar-
viðbrögð. Næstkomandi
þriðjudagskvöld verður opið
hús í Laugarneskirkju kl.
20-22. Svarað verður í síma
34516 á sama tíma og veitt
ráðgjöf og upplýsingar.
í SKAGAFIRÐI. Sóknar-
nefnd Rípursóknar í Skaga-
firði hefur tilk. í Lögbirtinga-
blaðinu um fyrirhugaðar
framkvæmdir við Rípur-
kirkjugarð, m.a. lagfæring-
ar á minnismerkjum. Segir
þar að þeir sem telja sig hafa
eitthvað til málanna að
leggja, t.d. þekkja ómerkta
legstaði, eru beðnir að hafa
samband við sóknarnefndar-
formann, Leif Þórarinsson,
Keldudal.
KVENFÉL. Grensássóknar
fer 31. þ.m. í sumarferð .sem
stendur yfir til 2. september.
Þetta er viðlegupláss hafnsögubátanna við Miðbakka framan við Hafnarhúsið í Reykjavíkurhöfn; flotbryggja, en
áður var 150 tonna flotkrani sem Höfnin átti. Nýir öflugir landkranar komu til sögunnar og leystu flotkranann sem
gekk undir nafninu Móði hjá hafnarstarfsmönnum. Þarna á flotbryggjunni er aðstaðan ágæt til smærri viðgerða
og viðhalds. Við bryggjuna liggja hafnsögubátarnir þrír, sá elsti smíðaður í Stálsmiðjunni er til vinstri. Sá heitir
Jötunn og lét Höfnin smíða hann árið 1965. Hinir bátarnir tveir eru smíðaðir í Hollandi 1982 og keyptir hingað
árið 1987. Þeir eru systurskip. í þeim eru tvær 37 hestafla vélar og er togkraftur hvors bátanna um sig 10 og hálft
tonn, en það er nákvæmlega sami togkraftur og gamli Magni var búinn. Þessir systurbátar heita Magni, sem er nær
og Qær er Haki. Þessi nöfn hafnsögubátanna eiga sér langa sögu í sögu Reykjavíkurhafnar.
Er ferðinni heitið norður í
Skagafjörð. Lagt verður af
stað frá safnaðarheimilinu kl.
16.30 brottfarardaginn. Nán-
ari uppl. veita Kristín, s.
27596, eða Brynhildur, s.
37057.
LÁTA af embætti. Mennta-
málaráðuneytið tilk. í Lög-
birtingablaðinu að forseti ís-
lands hafi veitt tveim prófess-
orum lausn frá embætti að
eigin ósk þeirra: Bjarna Sig-
urðssyni prófessor í guð-
fræðideild, frá miðjum sept.
nk. að telja og Jóni Guðna-
syni prófessor í sagnfræði
við heimspekideild frá 1. okt.
nk. að telja.
AGLOW, sem eru kristileg-
samtök kvenna, halda fund
annað kvöld, mánudagskvöld,
sem opinn er öllum konum. Á
fundinum sem hefst kl. 20
halda ræður Björg Davíðs-
dóttir og Geirlaug Hansen.
Samtökin halda mánaðarlega
fundi og eiga aðild að þeim
konur úr mörgum kirkjudeild-
um M.a. er hlýtt á vitnisburði
og boðið upp á fyrirbænir.
LÆKNAR. í tilk. frá heil-
brigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu í Lögbirtingi seg-
ir að það hafi veitt starfsleyfi
við almennar lækningar þeim
cand. med. et. chir. Einari
Stefáni Björnssyni og cand
med. et. chir Árna Scheving
Thorsteinssyni.
FÉLAGSTARF aldraðra á
vegum Reykjavíkurborgar.
Sumardvalarhópur verður á
Löngumýri í Skagafirði dag-
ana 3.-11. sept. nk. Þetta
veður næst síðasti hópurinn
sem fer norður á þessu sumri.
Nánari uppl. árdegis í s.
689670.
HJÁLPRÆÐISSAMKOMA
er í kvöld kl. 20.30 á Hjálp-
ræðishernum. Fyrrum yfir-
menn Hjálpræðishersins hér
á Iandi og í Færeyjum, major-
amir Dóra Jónasdóttir og
Ernst Olson, eru stödd hér í
sumarleyfi og stjórna og tala
á þessari samkomu.
í STYKKISHÓLMI efnir
Hjálpræðishersfólk til sam-
komu í nýju kirkjunni nk.
þriðjudagskvöld kl. 20.30.
Henni stjónar Daníel Óskars-
son yfirmaður Hjálpræðis-
hersins hér á landi og í Fær-
eyjum.__________________
SKIPIIM_________________
RE YK JAVÍKURHÖFN:
í gær kom Jökulfell af
KROSSGATAN
LÁRÉTT: - 1 vínsopi, 5
glaðar, 8 rándýr, 9 lofa, 11
heitis, 14 ætt, 15 hleypir, 16
ákveð, 17 greinir, 19 sóa, 21
ávíta, 22 furða sig á, 25
hrygla, 26 veinar, 27 óhljóð.
LÓÐRÉTT: - 2 þegar, 3
viljug, 4 slappri, 5 þekktar, 6
tímabila, 7 elska, 9 laupur,
10 reikul, 12 löstur, 13
óhreinlát, 18 líkamshluti, 20
flan, 21 guð, 23 lést, 24 end-
ing.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: - 1 stygg, 5 datar, 8 eldur, 9 snaði, 11 nsar,
14 tóg, 15 ormar, 16 urmul, 17 aut, 19 puða, 21 kala, 22
ugganum, 25 nýr, 26 áði, 27 api.
LOÐRÉTT: - 2 tin, 3 geð, 4 glitra, 5 durgur, 6 ári, 7 aga,
9 snoppan, 10 ármaður, 12 samsama, 13 rellaði, 18 unað,
20 Ag, 21 ku, 23 gá, 24 Ni.
ströndinni. í dag er Haukur
væntanlegur að utan og á
morgun kemur rannsóknar-
skipið Bjarni Sæmundsson
úr leiðangri. Þá var skip und-
ir Panamafána General
Agnio, sem kom til Hafnar-
fjarðar föstudag með granít-
farm til gatnagerðar væntan-
legt í gær.
MINNINGARKORT
MINNIN G AKORT Barna-
deildar Landakotsspítala
eru seld í þessum apótekum
hér í Reykjavík og nágranna-
bæjum: Vesturbæjarapóteki,
Garðsapóteki, Holtsapóteki,
Árbæjarapóteki, Lyijabúð
Breiðholts, Reykjavíkur-
apóteki, Háaleitisapóteki,
Lyijabúðinni Iðunni, Apóteki
Seltjarnarness, Hafnarfjarð-
arapóteki, Mosfellsapóteki,
Kópavogsapóteki. Ennfremur
í þessum blómaverslunum;
Burkna, Borgarblómi, Mela-
nóru, Seltjarnarnesi og
Blómavali, Kringlunni. Einnig
eru þau seld á skrifstofu og
barnadeild Landakotsspítala,
símleiðis, gegn heimsendingu
gíróseðils.
ÁHEIT OG GJAFIR
ÁHEIT og gjafir til Viðeyj-
arkirkju árið 1989: Áheit frá
Dóru, 1000. Gjöf vegna
skírnar, 300. Áheit frá Doru,
1000. Áheit frá S.Þ., 500.
Áheit frá Dóru, 1000. Áheit
frá Ólöfu, 1000. Áheit frá
Ástu Jónsdóttur, 1000. Sam-
tals eru þetta kr. 5.800, sem
ég þakka fyrir. Þórir Steph-
ensen, staðahaldari.
Stöllurnar Ólöf Ólafsdóttir, Margrét Bjarnadóttir og
Heiða Björg Pálmadóttir afhentu Hjálparsjóði Rauða
kross íslands rúmlega 1.100 krónur, sem þær höfðu
safnað í hlutaveltu sem þær héldu.
ORÐABÓKIN
Toppsæti
í síðasta horni var rætt
nokkuð um no. tindur og
toppur og bent á, að oftast
fer miklu betur að nota hið
gamla og góða no. tindur
en hið danskættaða no.
toppur. Algengt er svo að
nota þetta no. í ýmsum sam-
böndum, þar sem m.a. er
átt við efsta sætið eða t.d.
þann, sem skarar fram úr
öðrum. Hann er í toppsæti
eða Hann er toppmaður.
Þetta eru tökuorð úr
dönsku, sbr. t.d. topform,
topklasse. Flest slík orð eru
merkt sem vont mál í OM,
enda margt betra til í máli
okkar. Ég var sérstaklega
minntur á þessi orð, þegar
ég las í Mbl. sama dag og
frásögnin um Súlutindinn í
Eystraíjalli birtist f DV eft-
irfarandi í veiðihorni á 3.
bls.: „Mikið kapphlaup um
toppsætið." „Kapphlaupið
um toppsætið í laxveiðinni
harðnar með degi hveijum."
„Af hinum toppánum er það
helzt Laxá í Kjós sem fær
stöðugar göngur.“ „væri
það þriðja sumarið í röð sem
Laxá í Kjós settist í topp-
sætið.“ „Aðrar ár í topp-
slagnum eru Norðurá...
og Langá.“ „í toppárum
fara methollin yfir 100
laxa.“ Hér er óþarflega oft
klifað á no. toppur. Hvers
vegna ekki: Mikið kapp-
hlaup um efsta eða fyrsta
sætið? að setjast í efsta
sætið? Aðrar ár um efsta
sætið eru Langá o.s.frv. Þá
er no. holl heldur hvimleitt.
- JAJ