Morgunblaðið - 26.08.1990, Side 27

Morgunblaðið - 26.08.1990, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 27 m Bókasafnsfræðingur Staða deildarstjóra aðfangadeildar bóka- safns Kópavogs er laus. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist bæjarbókaverði fyrir 14. september nk. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5, 200 Kópavogi. Góð laun! Óskum eftir markaðsráðgjafa, er sjái um skipulagningu og sölu auglýsinga á FM 957. Við leitum að hressum, hugmyndaríkum og sjálfstæðum starfsmanni, helst með reynslu af sölustarfsemi eða úr auglýsingageiranum. Góðir tekjumöguleikar fyrir duglegt fólk. Umsóknum skal skilað inn fyrir 1. september merktar: „Markaðsráðgjafi 90“ til FM 957, Smiðjuvegi 42D, 200 Kópavogi. RÍKISSPITALAR Kópavogshæli Eftirtaldir starfsmenn óskast til starfa við Kópavogshæli: Yfirsálfræðingur í fullt starf. Yfirfélagsráðgjafi í fullt starf. Þroskaþjálfa í fullt og/eða hlutastarf. Læknaritara í hálft starf. Á Kópavogshæli búa 146 einstaklingar í 15 heimiliseiningum. Þar eru starfræktar vinnu- stofur, sem bjóða upp á hæfingu, vinnuþjálf- un og vinnu. Einnig hæfingarstöð, með sjúkraþjálfun, sundi og þrekþjálfun. Auk þess er til staðar leikfangasafn, tómstunda- og íþróttastarfsemi o.fl. Ákveðin endúrskipulagning er fyrirhuguð, sem mun leiða til virkrar þverfaglegrar vinnu. Vegna þessa leitum við að hugmyndaríku og áhugasömu fólki, sem er tilbúið að takast á við fjölbreytt verkefni. Umsóknarfrestur um ofangeind störf er til 24. september nk. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Kópavogshælis í síma 602700. Reykjavík 26. ágúst 1990. Verslunárstörf Kjörgarði, Laugavegi 59 Hagkaup vill ráða starfsfólk í eftirtalin störf íverslun fyrirtækisins í Kjörgarði, Laugavegi 59. ★ Afgreiðsla á kassa. (Heilsdagsstarf og hlutastörf eftir hádegi). ★ Afgreiðsla í dömudeild. (Heilsdagsstarf). Nánari upplýsingar um störfin veitir verslun- arstjóri á staðnum (ekki í síma). HAGKAUP Myllubakkaskóli Kennarar Við Myllubakkaskóla í Keflavík eru nú auglýstar lausar eftirtaldar kennarastöður: ★ Almenn kennsla í 1. bekk, hálf staða. ★ Almenn kennsla í 2. bekk, hálf staða. ★ Sérkennsla, heil staða. Allar nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Ketilsson, skólastjóri, í símum 92-11450 og 92-11884. Símavarsla í bif reiðaumboði Eitt af stærstu bifreiðaumboðum landsins vill ráða starfsmann á skiptiborð. Vel kemur til greina að skipta starfinu í tvö hálfsdags- störf þ.e. frá kl. 9-13 og kl. 13-18. Áskilið er að viðkomandi sé stundvís, reg- lusamur og hafi gott viðmót. Boðið er upp á starf í nýjum björtum húsa- kynnum í sívaxandi fyrirtæki. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 1. október. Umsóknir sendist á auglýsingadeild Mbl. merktar: „D - 13391“. Gott fólk! Viljum ráða gott og þjónustulipurt starfsfólk í verslun okkar Miðvangi, Hafnarfirði, í eftir- talin störf: ★ Umsjón með ostakæli (heilsdagsstarf). ★ Afgreiðsla á kassa (heilsdags- eða hluta- starf eftir hádegi. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við starfsmannastjóra Miklagarðs, á skrifstofu Þönglabakka 1 (Kaupstað í Mjódd) 3. hæð, fyrir hádegi (ekki í síma). JXL /VIIKLIG4RDUR Miðvangi, sími 50292. Tæknimaður Rafeindavirki TÆKNISVIÐ IBM vill ráða tæknimann til starfa sem fyrst á tæknisviði fyrirtækisins. Starfið er laust vegna breytinga í deildinni. Leitað er að rafeindavirkja, starfsreynsla í tölvuviðgerðum er æskileg, en alls ekki skilyrði. Öll þjálfun og annar undirbúningur vegna starfsins fær viðkomandi hjá fyrirtækinu, hér heima og erlendis. Þetta starf býður réttum starfsmanni áhuga- verðan starfsgrundvöll. Farið verður með allar fyrirspurnir og um- sóknir sem algjört trúnaðarmál. Nánari upp- lýsingar veitir Ráðningarþjónusta Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, Reykjavík. Skriflegar umsóknir, er tilgreini aldur og fyrri störf, skulu sendar Ráðningarþjónustu Guðna Jónssonar fyrir 1. september nk. GijðntTónsson RÁÐC JÖF & RÁÐN I N CARhJÓ N Ll STA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Skrifstofustörf Endurskoðunarskrifstofa óskar eftir að ráða starfsfólk í störf sem tengjast almennum skrifstofustörfum, bókhaldi og vinnu við reikningsuppgjör. Viðkomandi þurfa að hafa góða þekkingu á bókhaldi og starfsreynslu á því sviði, hafa starfað í tölvuumhverfi og hæfileika til að hafa frumkvæði í starfi. Góð vinnuaðstaða, vinnutími eftir samkomu- lagi og góð laun fyrir rétta starfskrafta. Umsóknir er greini fullt nafn, aldur, fjöl- skylduhagi, menntun og fyrri starfsreynslu skilist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir lok ágústmánaðar merkt: „Stoð - 13388“. HEILSUGÆSLUSTOÐIN A ISAFIRÐI Lausar stöður Heilsugæslulækna á ísafirði Heilsugæsluhjúkrunarfræðings á Suðureyri Hér með eru auglýstar til umsóknar við H.S.Í.: Tvær stöður heilsugæslulækna. Æskileg sérgrein, heimilislækningar. Jafnframt eru fyrir hendi hlutastörf á Fjórðungssjúkrahús- inu. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í lyf- og barnalækningum. Ein staða heilsugæsluhjúkrunarfræðings við heilsugæslustöðina á Suðureyri. Stöðurnar veitast að loknum umsóknarfresti. Umskóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun, læknisstörf, nám og fyrri störf við hjúkrun og upplýsingum um hvenær umsækjandi getur tekið til starfa sendist: H.S.Í., pósthólf 114, 400 ísafirði, fyrir 15. september nk. - Sérstök eyðublöð varðandi læknastöður fást hjá landlækni og/eða heil- brigðisráðuneyti. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri alla virka daga í síma 94-4500 frá kl. 8.00- 16.00. LANDSPITALINN Barnaspítali Hringsins Fóstrur og/eða þroskaþjálfar óskast til starfa 1. sept. nk. eða síðar. Um er að ræða tvær stöður. Möguleiki er á hlutastarfi. Starf- ið er fjölbreytt og skemmtilegt fyrir þá sem hafa áhuga á starfi með börnum á ýmsum aldri. Hjúkrunarfræðingar. Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á barnadeildum 1 og 2, sem eru lyflækningadeildirfyrir börn og ungl- inga undir 16 ára aldri. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og ýmsar nýjungar á döf- inni. Boðið er upp á góðan aðlögunartíma með reyndum hjúkrunarfræðingum. Unnið er 3ju hverja helgi og sveigjanlegur vinnu- tími. Komið og kynnið ykkur aðstæður. Hjúkrunarfræðingar óskast á barnadeild 3. Deildin er fyrir 13 skurðsjúklinga frá 2ja ára aldri. Þægileg og nýuppgerð vinnuaðstaða. Boðið er upp á góðan aðlögunartíma með reyndum hjúkrunarfræðingum. Unnið er 3ju hverja helgi og sveigjanlegur vinnutími. Allt starfsfólk hefur aðgang að góðu bóka- safni og möguleika á símenntun. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir Hertha W. Jónsdóttir hjúkrunarframkvæmda- stjóri í síma 601300. Reykjavík, 26. ágúst 1990.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.