Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ U7VARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 26. AGUST 1990 39 spjallar víð hlustendur til sjávar og sveita. (Úr- vali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.) 1.00 Næturútvarp.á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 8.00, 9.00.10.00,12.20,16.00,19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARP 1.00 Róbótarokk. 2.00 Fréttir. 2.05 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason. (Endurtek- inn frá þriðjudagskvöldi á Rás 1.) 3.00 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Sigurður Alfons- son. (Endurtekinn þátturfrá miðvikudegi á Rás 1.) 4.00 Fréttir. 4.03 i dagsins önn. Umsjón: Valgerður Benedikts- dóttir. (Endurtekinn þátturfrá föstudegi á Rás 1.) 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Næturtónar. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.01 Landið og miðin. - Sigurður Pétur Harðarson spjallar við fólk til sjávar og sveita. (Endurtekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréttir af veöri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Áfram ísland. íslenskir tónlistarmenn flytja dægurlög. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 / 103,2 9.00 Timavélin. Kristján Frimann. 12.00 Hádegi á helgidegi. Randver Jensson. 13.00 Svona er lífið. Inger Anna Aikman. Hún les sögur frá hlustendum sem skiptast ó lífsreynslu- molum. 16.00 Sunnudagur til sælu. Umsjón: Haraldur Kristjánsson. Haraldur gerir úttekt á helginni. 18.00 Sveifla á sunnudegi. Djass, blús og stór- sveitatónlist, gömul og ný. 19.00 Léttleikin kvöldverðartónlist í helgarlok. 21.00 Helgarlok. Umsjón: Einar Magnús Magnús- son. 24.00 Næturdagskrá Aðalstöðvarinnar. Umsjón: Randver Jensson. BYLGJAN FM 98,9 9.00 í bitið. Haraldur Gislason. 13.00 Hafþór Freyr Sigmundsson i sunnudags- skapi. 14.00 Bikakeppnin. KR-Valur á Laugardalsvelli. Bein lýsing. Valtýr Björn, Guðmundur Þorbjörns- son og Guðjón Hilmarsson. 18.00 Ágúst Héðinsson. Spjall við hlustendur og tónlist. 22.00 Heimir Karlsson og hin hliðin. 2.00 Freymóður T. Sigurðsson á næturvaktinni. EFF EMM FM 95,7 10.00 Jóhann Jóhannsson. 14.00 Valgeir Vilhjálmsson. 19.00 Páll Sævar Guðjónsson. 22.00 Ragnar Vilhjálmsson. 1.00 Nseturdagskrá. STJARNAN FM 102/104 10.00 Arnar Albertsson. 14.00 Á hvíta tjaldinu. Þáttur um allt það sem er að gerast i heimi kvikmyndanna. Umsjón: Ómar Friðleifsson og Björn Sigurðsson. 18.00 Darri Ólason. Tónlist með kvöldmatnum. Rokkeftirlitið hefur nú haft upp á nokkrum bilskúrsböndum og verður þeim komið á fram- færi í þessum þætti. 22.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir. Stjörnutónlist. 2.00 Næturvakt Stjörnunnar. Björn. ÚTVARP RÓT FM 106,8 10.00 Sígildur sunnudagur. Klassísktónlist. Rúnar Sveinsson. 12.00 Islenskir tónar í umsjá Garðars Guðmunds- sonar. 13.00 Elds er þörf. Vinstrisósialistar. 14.00 Af vettvangi baráttunnar. Umsjón Ragnar Stefánsson. 16.00 Um rómönsku Ameriku. Mið-Ameríkunefnd- in. Kúba. 17.00 Erindi sem Haraldur Jóhannsson flytur. 17.30 Fréttir frá Sovétrikjunum í umsjá Mariu Þor- steinsdóttur. 18.00 Gulrót. Guðlaugur Harðarson. 19.00 Upprót. Öm Sverrisson,. 21.00 i eldri kantinum. Sæunn Jónsdóttir. 23.00 Jazz og biús. Gisli Hjartarsson stjórnar dæm- inu alla leið frá Svíþjóð. 24.00 Náttróbót. Sjónvarpið: Úrslit í dag kl. 14 fer fram 1ÍJ 00 á Laugardalsvellin- _ V um úrslitaleikur í bikarkejjpni Knattspyrnusam- bands Islands. Það eru Valur og KR sem eigast við og sýnir Sjónvarpið leikinn í heild kl. 16 í dag. Bylgjan: KR VALUR ■■■■ Það er KR og Valur 1 a 00 sem eigast við í úr- -■-tI: — siitaleiknum í bikar- keppni KSÍ sem háður verður á Laugardalsvellinum í dag kl. 14. Bylgjan verður með beina lýsingu og er það Valtýr Björn sem ásamt aðstoðarmönnum .sínum, Guðmundi Þorbjörns- syni og Guðjóni Hilmarssyni, lýsa leiknum. Eiginmaðurinn smitast af eyðni eftir stutt ástarsamband. Sjónvatpið: Hættuleg hrösun ■■■■ Hættuleg hrösun 91 50 (Sweet as you are) nefnist kvikmynd sem Sjónvarpið sýnir í kvöld. Martin og Júlía Perry sem bæði eru kenn- arar eru að því er virðist ham- ingjusöm hjón sem lífið brosir við. Þau taka bæði virkan þátt í umönnun og uppeldi ungrar dótt- ur sinnar, Kötu. En skuggi fellur á annars ljúft fjölskyldulíf þegar Martin er greindur með eyðni eft- ir að hafa átt í stuttu ástarsam- bandi við einn nemanda sinn sem er eiturlyfjaneytandi — þar með hefur hann teflt heill fjölskyldunn- ar í tvísýnu. 2: TRACY ■■■■ Stöð 2 sýnir í kvöld qi 25 fyrsta hlutann af þrem- "A “ ur í ástralskri fram- haldsmynd sem ber nafn hvirfil- bylsins Tracy sem gekk yfir borg- ina Darwin í Ástralíu á jóladag árið 1974. Vindhraði mældist yfir 200 kílómetrar á klukkustund áður en mælitæki urðu óvirk. Borgin lagðist að mestu leyti í rúst og 64 létust, mörg hundruð manns slösuðust _og þúsundir misstu heimili sín. í myndinni er fylgst með því hvaða áhrif Tracy hafði á líf þeirra sem eftir lifðu. Annar og þriðji hluti verða sýndir á mánudags- ogþriðjudagskvöld. Rætt verður við feðgana Gylfa Pál Hersi og Kára Gylfason sem dvöldu á Kúbu í júlí sl. Dvöl á Kúbu ■■■■ í þættinum Um Róm- -| n 00 önsku Ameríku sem er Av) “ á dagskrá Útvarps Rót- ar í dag verður rætt við þá feðga Gylfa Pál Hersi og Kára Gylfa- son. Þeir dvöldu á Kúbu í júlímán- uði í árlegri vinnuferð Vináttu- félaga Kúbu og Norðurlandanna. Leitað verður svara við spurning- um á borð við: Hvaða breytingar hafa átt sér stað á Kúbu undan- farin ár? Um hvað snérust sendi- ráðsmálin í júlí? Er Kúba á sömu leið og lönd Austur-Evrópu? Barátta ■■■■I í þættinum Af vett- Moo vangi baráttunnar sem “ er á dagskrá Rótar í dag verður m.a. fjallað um hvort hugsanleg sé samstaða verkalýðs- hreyfingarinnar gegn ríkisvaldinu vegna gerðra samninga. Fulltrúar ýmissa samtaka launafólks munu í umræðu leita svara við ýmsum spurningum. Annað aðalmál þátt- arins er vaxandi stríðshætta við Persaflóa. Menn sem sérstaklega þekkja til þessa svæðis munu í þættinum gera tilraun til að kom- ast til botns í eðli þeirra átaka sem þar eru. Aðalumsjónarmaður þáttarins er Ragnar Stefánsson. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Að heilsast og kveðjast! Alltaf leggst okkur eitthvað til í streðinu við að vekja at hygli. Nýjustu fregnir að íslensk menning verði kynnt í Japan með eftirlíkingu af frönsku húsi. Hús- inu sem Brillouin konsúll Frakka byggði árið 1909. Reykjavíkur- borg hefur gert húsið Höfða ákaf- lega vel upp og látið það halda sér óbreytt. Yfir dyrunum í sölun- um, sem bera öll merki uppruna síns, stendur nafn konsúlsins og með táknum úr frönsku skjaldar- merki stafirnir RF, Republique Francaise. Á sama hátt ber and- dyrið þess greinileg merki að kona ræðismannsins var norsk, og við- irnir sem komu til- sniðnir til landsins, gætu verið þaðan komnir. Húsið hefur um árabil verið notað sem móttökuhús Reykjavíkurborgar, eftir að Geir Hall- grímsson þáverandi borgarstjóri lét gera það upp til þeirra hluta og bakkaði út úr fyrir- huguðu stóru ráðhúsi úti í Tjöminni. Nú er annað móttökuhús að risa við Tjörnina, byggt af okkur sjálfum. Húsið Höfði varð heims- frægt á svipstundu, þegar tveir útlendingar, Bandaríkjamaður og Rússi, þeir Gorbatsjov og Reagan, hittust þar í tvo daga um árið og fór vel á með þeim fram undir lokin. Með þessu húsi — eftirlík- ingin byggð af Japana — má sýna hve óskaplega alþjóðasinnuð við erum. Tökum við úr öllum áttum. Kannski má til viðbótar gera eftir- likingu af draugnum fræga, sem vakti athygli á okkur um allan heim þessa sömu frægðardaga hússins, í líki bresks hallardraugs. Enginn vandi að leika draug með lak yfir sér og tvö göt fyrir aug- un. Fyrir svo kynningarglaða þjóð er þetta einstakt tækifæri og sýn- ir hvernig má kynna íslenska menningu með svolitlu ímyndun- arafli. Þannig getur hugvitið kannski látið ofurlitla slettu í askana. Er Gáruhöfundur þá ekki far- inn að söngla gamalt dægurlag um hana Dómínó, sem lenti í barnsfaðernismáli, sem aldrei varð víst útkljáð. Hvað varðar heiminn líka um hver á krógann: Dómínó, Dómínó, ertu frðnsk eða fædd hér á landi? Heil og sæl! Svona ávarpaði þulan á skjánum horfendur eitt kvöldið og brosti hýrlega framan í þá. Það var notaleg kveðja. Enda töluð til fólks, ekki lesin af saman- börðum texta. Hefur áreiðanlega hitt í mark, í hjarta áheyrandans í hægindastólnum. Til þess eru víst kveðjur og ávörp, til að ná sambandi milli manna í upphafi samskipta. Þetta var heldur engin reglugerðarkveðja! Raunar vissi maður ekki að slíkt væri til. Fólki væri bara eðli- legt að heilsast. En svo kom fram hjá formanni kennarasamtaka á þessum sama skjá að svo væri ekki í skólunum. Eitt af viðbrögð- um reiðra kennara eftir meðferð ríkisvaldsins á þeim, gæti verið að fara eftir lögum og reglugerð- um, m.a. kynnu þeir að taka upp á því að bjóða hverjum öðrum góðan 'daginn þegar þeir hittust á göngunum á morgnana. Ja hérna! Hvorugt renndi mann ghm í, að reglugerðar þyrfti við til að fólk heilsaði eða að einhverjir gerðu það ekki þrátt fyrir gild- andi umgengnisreglur. Áf hverju ætli þetta stafi? Kannski hefur ekki með reglugerðinni verið lagt til námskeið í hvernig viðkomandi undirsettir reglunni eiga að heilsa hveijum öðrum, hvað þá nemend- unum. Og þá er auðvitað ekkert annað að gera en að ganga stein- þegjandi hver fram hjá öðrum á morgnana og koma þegjandi inn í bekkinn. Reglur um það að fólk skuli /M Sú—— heilsast hljóta að vera settar af brýnni nauðsyn, eða hvað? Og líklega er það rétt að íslendingar eru ekkert sérlega heilsuglaðir. Alltaf hrekk ég svolítið við þegar einhver slítur símtali án þess að kveðja, finnst eins og hann sé að skella á mig. Einkum þegar ég hefi verið að heiman, í útlöndum eins og það er kallað. Þá tekur svolítinn tíma að venjast því aftur að ekkert er á vísan að róa með að vera almennilega heilsað eða kvaddur. í Frakklandi, þar sem ég hefi tíðast komið á undanförn- um árum, heilsast menn með handabandi, líka þegar þeir hitt- ast á kaffihúsum eða koma í vinn- una á morgnana. Bon jour! Ca va? Góðan daginn, hvernig hefurðu það? er sagt um leið og hendur snertast. Og svei mér ef ámóta kveðja er' ekki almenn í flestum öðrum löndum líka. Raunar er víst líka gamall siður á íslandi að heilsast í upphafi samskipta og kveðjast þegar farið er. Og fullorðið fólk gerir þetta enn. Eg man þegar karlarnir úr Skagafirði komu til föður míns í gamla daga, hve okkur krökkun- um þótti gaman að sjá þá remb- ingskossa sem þeir smelltu gjam- an á hann. Alveg eins og arabísku höfðingjarnir þegar þeir hittast í fréttunum á skjánum og kyssast á báðar kinnar. Það gera Frakkar líka, þegar þeir heilsa vinum. Hér sjást svo hlýlegar kveðjur lítt nema hjá ungu fólki, sem forfram- ast hefur í útlöndum. Skrýtið að við, sem eltum alla útlenda siði, skulum ekki hafa tekið þennan upp. En hvar eiga börnin að læra að heilsast ef menn bjóða ekki góðan daginn á heimilum þeirra og ekki er heilsast í skólunum. Semsagt, líklega er full ástæða til reglugerðar eftir allt saman. Kannski þarf lög: Lögin um að heilsast á morgnana! Nú og svo má koma upp sumarnámskeiði í að heilsast og fá styrk til að halda á alþjóðaþing þeirra sem heilsast og ... Ja, eigum við ekki bara að koma upp einu af okkar kunnu átökum, átakinu til að heilsast! <Iu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.