Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C
192. tbl. 78. árg. SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
SYNT í SJÓNUM VIÐ ARNARSTAPA
• •
Oryggisráðið leyfir notkun her-
valds til að framfylgja hafnbanni
Irökum berast efnavopn og hergögn loffcleiðis frá Líbýu
New York. Nikósíu. London. Kairó. Abu Dhabi. Reuter.
ORYGGISRAÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti í gærmorgun að heimila alþjóðleg-
um flota á Persaflóasvæðinu að beita vopnavaldi til þess að framfylgja viðskipta-
banni SÞ gegn írak. Frestur sem írakar höfðu gefið til lokunar sendiráða í Kúvæt
rann út í fyrrinótt án þess að til tíðinda drægi. Fullyrti upplýsingaráðherra íraks í
gærmorgun að þeim yrði ekki lokað með valdi. Drógu írakar skriðdreka til baka frá
breska sendiráðinu og opnuðu á ný fyrir vatn og rafmagn. Fjölmennt og vel vopnum
búið herlið sat þó enn um breska sendiráðið og rúmlega tug annarra.
*
Irakar senda
orrustuþotur til
Súdans og Jemens
ÍRAKAR HAFA sent ótiltekinn fjölda
orrustuþotna til Jemens og Súdans í
öryggisskyni ef til átaka kemur við fjöl-
þjóðlegt herlið undir forystu Banda-
ríkjamanna og flugvellir í Irak verða
eyðilagðir, að sögn heimildarmanna inn-
an egypska hersins. Dagblað i Samein-
uðu arabísku furstadæmunum greindi
frá því í gær að írakar hefðu komið
langdrægum Scud-eldflaugum og skot-
pöllum fyrir á austurströnd Súdans, en
þaðan gætu þeir skotið á skip á Rauða-
hafi. Yfirvöld í Jemen neituðu á föstu-
dag að íraskar herflugvélar væru á jem-
ensku landsvæði.
Líbería;
Friðargæslusveit-
in gengin á land
Monrovia. Reuter.
FRIÐARGÆSLUSVEIT gekk á land í
Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gær.
Hún hafði áður hörfað út úr höfninni
þegar skotbardagar brutust þar út.
Óðru hvoru mátti heyra skothvelli einn
til tvo kílómetra frá höfninni meðan
hermenn í friðargæslusveitinni biðu
skipana. Allt virtist vera með kyrrum
kjörum í borginni í gær en þá hafði
sveitin enn ekki verið send út fyrir hafn-
arsvæðið.
Sígarettuskortur
í Sovétríkjunum
ÓEIRÐASEGGIR í sovésku borginni
Tseljíabínsk eyðilögðu bíla og búðar-
glugga og reyndu að yfirtaka skrifstof-
ur innanríkisráðuneytisins í borginni á
föstudagskvöld, að sögn TASS-frétta-
stofunnar. Þetta var þriðja kvöldið í röð
sem íbúar mótmæltu matar- og tóbakss-
korti. Fyrr um daginn komu 1.500
manns saman við skrifstofur kommúni-
staflokksins og kröfðust meira úrvals
matar og annarra neysluvara. Yfir 100
manns voru handteknir og tugir særð-
ust fyrstu tvo daga óeirðanna. Yfirvöld
í Moskvu hafa lýst því yfir að tóbaks-
skömmtun verði tekin upp í september.
Fulltrúar 13 ríkja af 15 sem sæti eiga í
Öryggisráðinu samþykktu tillögu er
heimilar hinum alþjóðlega flota á Persaflóa-
svæðinu að framfylgja hafnbanni á írak með
vopnavaldi. Fulltrúar Kúbu og Jemens sátu
hjá. Samþykktin felur í sér að nú fær flotinn
heimild til þess að stöðva og fara um borð
í skip sem talið er að séu að reyna að bijóta
viðskiptabannið. Hermálanefnd Öryggisráðs-
ins fær engin afskipti af flotanum. Ráðið
hefur aðeins heimilað beitingu vopnavalds
tvisvar áður; til þess að hrinda innrás
Norður-Kóreumanna í Suður-Kóreu 1950 og
vegna einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar Rhó-
desíumanna, nú Zimbabwe, árið 1965.
Valentín Lozínsky, fulltrúi Sovétríkjanna
í Öryggisráðinu, sagði í gær að samþykkt
ráðsins kynni að leiða til þess að Sovétmenn
sendu skip til þátttöku í aðgerðum hins al-
þjóðlega flota á Persaflóasvæðinu. Fari svo
yrði það í fyrsta sinn eftir stríð að Sovét-
menn og Bandaríkjamenn verða vopnabræð-
ur.
Bandarískir embættismenn sögðu að nú
um helgina yrði reynt að loka smugum sem
írakar hefðu notað til þess að verða sér út
um vopn og matvæli. Þeim bærust enn her-
gögn og efnavopn loftleiðis frá Líbýu. Þá
hefur ekki tekist að framfylgja viðskipta-
banninu til fullnustu og sagði líbanskur flutn-
ingabílstjóri í Jórdaníu í gær, að matvæli
væru flutt landleiðina frá Líbanon og væru
farmskjöl fölsuð í því skyni. Loks greindu
heimildir frá því að írakar hefðu í gær og
fyrradag sent flutningavélar eftir matvælum
til Jemens.
Fyrirhugaó að rýmka lög
um erlendar fjárfestingar
BLAÐ
ÓLAFSFJÖRÐUR
irenivík
(ógssandur •
Hauganes
Þeirstikna
úr hita...
AKUREYRI