Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 Hluti listamanna sem sýna á yfirlitssýningunni September-Septem. September-Septem lýkur um helgina SÝNINGU á verkum félaga úr listamannahópunum September, sem sýndi saman á árunum 1947-1954, og Septem, sem hefur sýnt árlega frá árinu 1974, lýkur n.k. sunnudag. Hér er um að ræða yfirlitssýn- ingu þar sem sýnd eru verk 17 listamanna úr þessum hópum, þar af tíu þeirra sem voru í eldri hópnum. Að sögn Hafsteins Austmann, sem er einn listamannanna, hefur aðsókn að sýningunni verið góð, og harm- ar að svo viðamikil sýning geti ekki staðið lengur. Sýningin er í öllu húsnæði Kjar- valsstaða. Það var árið 1947 sem list- sýningar á vegum hóps iistamanna er kenndu sig við september hófust, en hlé varð á sýningunum árið 1952. Árið 1974 efndu nokkrir þeirra sem talist höfðu til fyrri hópsins til stofn- unar samtakana Septem. Síðan þá hefur Septem staðið fyrir samsýning- um allt að því árlega. Eins og fyrr segir er hér um yfirlitssýningu að ræða, og sagði Hafsteinn, að sýning- arverkum sem væru frá tímabili September-hópsins hefði verið valinn staður í austursal Kjarvalsstaða. Þar gefur til að mynda að líta myndir Gunnlaugs Scheving sem á sínum tíma ullu mikilli hneykslan, þótt ólík- legt sé að nokkuð þætti athugunar- vert við þær nú til dags. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs: Pétur Jónasson og Blásara- kvintett Reykjavíkur tilnefndir TILNEFNINGAR til Tónlistarverð- launa Norður- landaráðs hafa nú verið kynntar. Af Islands hálfu hef- ur íslandsdeild Norðurlandaráðs tilnefnt Pétur ítarleikari Jonasson gitar- leikara og Blásarakvintett Reykjavíkur til verðlaunanna. Alls eru tíu aðilar tilnefndir, tveir frá hverju landi. Tónlistarverðlaun Norðurlanda- ráðs verða afhent í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmanna- höfn um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári, en verðlaunahafi verður útnefndur á haustþingi NOMUS, Norrænu tónlistamefndfarinnar, 14. nóvember næstkomandi. Eftirtaldir listamenn hafa verið tilnefndir til verðlaunanna af hálfu hinna Norðurlandanna: Danir til- nefna söngsveitina Ars Nova og bassaleikarann Niels-Henning Örsted Pedersen. Finnar tilnefna jasshljómsveitina KRAKATAU og kammersveitina Juha Kangas & Mellersta Österbottena. Norðmenn tilnefna trompetleikarann Ole Ed- vard Antonsen ásamt Det Norske Kammerorkester. Svíar tilnefna þjóðlagahópinn Lena Willemark - Ale Möller - Per Gudmundsson og slag- verkshópinn KROUMATA. Pétur Friðrik listmálari sýnir í Luxemburg og Köln Innan skamms verða haldnar tvær sýningar erlendis á verk- um eftir Pétur Friðrik listmál- ara. Fyrri sýningin verður opn- uð í Luxemburg þann 13. þessa mánaðar í Gallirie Bradtke. Sú sýning er haldin í tilefni af Is- lendsviku í Luxemburg. I sam- tali við blaðamann Morgun- blaðsins sagði Pétur Friðrik að á sýningunni í Luxemburg myndi hann sýna 6 myndir sem hann hefði nýlega málað þar í landi og um það bil 20 myndir frá Islandi. Hann sagði að sýn- ingaraðstaða í Gallerie Bradtke væri allgóð og væri sýningar- húsnæðið við fjölí'arna götu. Kvað hann marga góða lista- menn hafa haldið þar sýningar á verkum sínum. I Köln mun Pétur Friðrik sýna bæði landslags-, blóma- og húsa- málverk og eina andlitsmynd. Fáeinar af myndunum eru málað- ar í Þýskalandi. Það voru borgar- yfirvöld sem buðu Pétri Friðrik að halda sýningu á verkum sínum í ráðhúsi í Porz, sem er borgar- hluti í Köln. Borgarstjórinn mun sjálfur opna sýninguna að við- stöddum fjölda gesta, þeirra á meðal verða Hjálmar V. Hannes- son sendiherra í Bonn og Max Adenauer, sonur Adenauers fyrr- um kanslara Vestur-Þýskalands. Pétur kvaðst hafa skoðað sýning- araðstöðuna í ráðhúsinu í Porz þegar hann var þar á ferð í sum- ar og litist mjög vel á. „Sýningar- svæðið er í forsal ráðhússins, þar eru góðir veggir til að hengja á myndir. Birtan er líka mjög góð,“ sagði Pétur. Verkin sem Pétur Friðrik sýnir á þessum tveimur sýningum eru ýmist máluð með olíu, akryl eða vatnslitum. „Það má vafalaust merkja hægfara breytingu í myndum mínum frá ári til árs, sagði Pétur. „En um stórfelldar breytingar er þar varla að ræða. Hér á íslandi er ýmislegt talið til nýjunga í myndlist, sem, ef betur er að gáð, kom fram erlendis fyr- ir áratugum. Það er meira að segja verið_ að selja verk inn á Listasafn íslands sem eiga að bera slíkum nýjungum vitni. Samskonar verk hafa svo kannski verið á listasöfnum erlendis hart- nær 40 ár. Þegar ég var úti í Köln hitti ég forstjóra Kunst Erein, miðstöð sem kynnir það sem efst er á baugi í myndlist í dag. Hann leiddi mig stoltur inn í aðalsýningarsalinn og þar lágu á gólfinu 35 plussteppi, 2x1,50 sm. Á hverju teppi, nema einu, voru múrsteinshrúgur. Á teppinu sem engir múrsteinar voru á lágu hins vegar silkibuxur og nylon- sokkar sem greinilega báru þess merki að hafa verið notaðir. Þessi fatnaður hafði verið látinn detta hirðuleysislega niður á teppið. Mér finnst þetta dæmigert fyrir stefnu sem ég kalla „nýju fötin keisarans" í myndlistinni. En svona hlutir gerast ekki bara í útlöndum, þeir gerast líka hér á íslandi einmitt í dag og þykir jafn- vel fínt. Heyrst hefur að listráð Listasafns íslands hafi t.d. borgað háa upphæð fyrir gamalt strau- bretti með logandi neonljósaperu ofan á. Sé þetta rétt sýnist vera full ástæða til að hafa auga með því að menn í listráði misnoti ekki aðstöðu sína,“ sagði Pétur Friðrik ennfremur. Pétur Friðrik listmálari ásamt dóttursyni sinum Gunnari Friðrik Gunnarssyni Arnar Sigrirmundsson, formaður Samtaka fískvinnslustöðva um samþykkt stjórnar SH: Langtímasj ónarmið verða að ráða STJÓRNENDUR frystihúsa virðast flestir hverjir taka jákvætt í þá beiðni stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna að þorskflakafram- leiðsla þeirra fyrir Bandaríkjamarkað í haust verði ekki minni en 80% af framleiðslu þeirra fyrir þann markað í fyrrahaust. Vegna óhagstæðr- ar þróunar dollars gagnvart Evrópumynt hefur mjög lítið verið fram- leitt af þorskflökum fyrir Bandaríkjamarkað undanfarið. Segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðvanna, að frystihúsa- menn hljóti að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda Bandaríkjamarkaði. Voru hann og aðrir stjórnendur frystihúsa innan SH sem Morgunblaðið ræddi við í gær sammála um að ekki mætti eyðileggja áratuga markaðsuppbygingu í Bandaríkjunum. Langtíma- sjónarmið yrðu að ráða ferðinni. Málefni Bandaríkjamarkaðar komu einnig til umræðu á stjórnarfundi hjá Félagi Sambandsfiskframleið- enda í gær. Árni Benediktsson', framkvæmdastjóri SAFF, sagði að Sambandið myndi hvetja menn til að framleiða meira á Bandaríkin en mönnum yrðu ekki sett nein skilyrði hvað það varðaði. „Við fórum í gegnum það á stjórn- arfundi í gær hvað menn munu fram- leiða mikið á Bandaríkin," sagði Árni Benediktsson. „Það hefur verið veru- legur samdráttur í sumar í sölu á Bandaríkin vegna gengisþróunar en okkur sýnist sem aukning muni verða frá því sem verið hefur. Við ætlum að hvetja menn til að auka enn meira en munum ekki setja nein skilyrði." Árni sagði minnkandi sölu á Banda- ríkin vera áhyggjuefni. Ástæður þess að nú virtist sem eitthvað væri að glæðast sagði hann aðallega vera tvær. I fyrsta lagi minni afli og í öðru lagi þær verðhækkanir sem hefðu orðið í Bandaríkjunum. Þær hefðu gert Bandaríkjamarkað aðeins fýsilegri þó að Evrópa væri í raun hagstæðari enn þá. Bandaríkjamarkaður ekki fýsilegur Jóhannes G. Jónsson, fram- kvæmdastjóri íshúsfélags ísfirðinga, sagði að enn hefði ekki verið farið ofan í saumana á þessum tilmælum stjórnar SH hjá íshúsfélaginu. „Ég hef fengið bréf um þetta en við erum ekki enn farnir að skoða hvaða áhrif þetta gæti haft á afkomu. Miðað við þróunina á dollaranum þá er þetta hins vegar ekki fýsilegt fyrir okkur. En það kannski snýst við. Það er aftur á móti ekkert vafamál að það er mjög bagalegt ef við skemmum þennan markað,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að á þessu ári hefði ver- ið framleitt mikið á Bretlandsmarkað en einnig talsvert í ameríkupakkn- ingar. Aðspurður sagðist hann ekki hafa tölur á reiðu um hvort umtalsvert minna hefði farið í ameríkupakkning- ar en á síðasta ári en ljóst væri að magnið hefði farið minnkandi vegna þróunar dollars. „Það hefur ekki ver- ið rætt enn þá hvort við verðum við þessum tilmælum. Mér þykir hins vegar líklegt að við gerum það sem við getum innan ákveðinna marka. Hvort að takist að uppfylla þau skil- yrði sem farið er fram á skal ég ekki fullyrða um á þessu stigi.“ Annars taka aðrir markaðinn Arnar Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Samfrosts í Vest- mannaeyjum og formaður Samtaka fiskvinnslustöðvanna, sagðist líta svo á að ekki mætti sleppa áratuga markaðsuppbyggingu í Bandaríkjun- um. íslendingar væru brautryðjendur á þeim markaði og hlytu fiskvinnslu- stöðvar því að taka heilshugar undir þessa samþykkt stjórnar SH þó að dollarinn stæði illa núna. „Frysti- húsamenn hljóta að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda þess- um markaði. Ef það er ekki gert taka einhveijir aðrir við honum og þá gæti reynst erfitt að komast inn á markaðinn á ný,“ sagði Arnar. Frystihúsin í Vestmannaeyjum sagði hann ávallt hafa verið dijúg með að framleiða á Bandaríkin. Auðvitað væri einhver samdráttur í ár en hann væri samt ekki mjög mikill. Menn væru vanir að framleiða á Banda- ríkin og gerðu það áfram. Aðspurður um hvort það gæti ekkí haft slæm áhrif á rekstur frystihú- sanna að selja ekki þar sem besta verðið fengist sagði Arnar að auðvit- að gerðu menn sér grein fyrir að um stundarsakir væru þeir ekki að fram- leiða á eins hagstæðan markað og hægt væri. Hins vegar yrðu langtímasjónarmiðin að ráða. „Það sem ég hef heyrt frá fiystihúsamönn- um er að þeir hafi almennt skilning á þessari samþykkt," sagði Arnar Sigurmundsson. Verðum að varðveita Bandaríkjamarkað Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, sagðist telja að allt það starf sem hafði verið lagt í Bandaríkja- markað á undanförnum áratugum mætti ekki eyðileggja. Það yrði að halda við þeitn.markaði og framleiða á hann. „Menn eiga að reyna að varðveita Bandaríkjamarkað. Það er mjög mikilvægt,“ sagði Brynjólfur. Höfuðástæða þess að ekki hefði ver- ið jafn hagkvæmt að vinna á Banda- ríkin væri gengi dollars gagnvart Evrópumynt. Ólíklegt væri hins veg- ar að verðmismunur myndi haldast mjög lengi enda hefði verð hækkað í Bandaríkjunum. „í bili göngum við út frá því að það verði meira jafn- vægi á milli þessara markaða. Við munum halda áfram að framleiða á Bandaríkjamarkað í þeirri trú að það komist á jafnvægi því að við teljum þennan markað mjög mikilvægan," sagði Brynjólfur. Svipað hlutfall og í fyrra „Við höfum alltaf framleitt á Bandaríkin og höfum haldið því áfram," sagði Gunnar Lórens, yfir- verkstjóri hjá Utgerðarfélagi Akur- eyringa. „Uppistaðan hjá okkur er neytendapakkningar á Bandaríkin og við höfum ekki farið út í blokk á Evrópumarkað eins og svo margir aðrir. Þó að við höfum selt í auknu mæli á Evrópumarkað þá hefur það ekki verið á kostnað þorsksins, meg- inparturinn af honum fer á Banda- ríkjamarkað. Hlutfallið sem fer á Bandaríkin er ósköp svipað og í fyrra.“ Þegar Gunnar var spurður af hveiju þeir hefðu ekki freistast til að fara meira á Evrópumarkað sagði hann það líklega hafa verið af hreinni skyldurækni til að halda uppi mark- aðinum. Það væri líka hagur þeirra til lengri tíma. „Við höfum alltaf talið að Bandaríkjamarkaður væri okkar sterkasti markaður og að það sé ekki hægt að hlaupa inn og út á þá markaði sem manni líkar best við þá og þá stundina."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.