Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 44
N • Á * M • A • N Landsbanki íslands FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Lömb koma væn af flalli ^AUKARÉTTIR voru haldnar í Þverárrétt á mánudag og voru það fyrstu réttir ársins eftir því sem næst verður komist. Þar var, að sögn Þórarins Jónssonar hreppsfjóra á Hamri í Þver- árhlíð, dregið í dilka 3.000 fjár sem komið var af fjalli og hímdi við Ijallgirðinguna. Miðað við vænleika þess kvaðst Þórarinn telja að fallþungi yrði í góðu meðallagi í ár þótt erfitt væri að dæma af því fé sem fyrst gengi af fjalli. Fyrstu reglulegu réttir árs- ins verða í Skagafirði og Húna- vatnssýslum um helgina. Þverár- réttir verða 16. og 17. september en slátrun hefst í Borgarnesi 13. september. 150 sauðkind- • • ur úr Oræfum til Kanada og Bretlands UM 150 sauðkindur úr Oræfum «-K'erða í haust fluttar til Kanada og Bretlands, þar sem bændur hafa sýnt þeim áhuga. Ólafur Dýrmundsson, sauðQárræktar- ráðunautur, segir að þessi útflutn- ingur hafi verið í undirbúningi í tvö ár, og kaupendur fjárins leggi í mikla fyrirhöfn og kostnað til að fá skepnurnar til sín. Ólafur segir að útflutningur sauð- fjár á fæti hafi átt sér stað í smáum stíl á undanförnum árum, til dæmis sé eitthvað af íslenzku' fé á Bret- landi, afkomendur þriggja skepna, sem þangað voru fluttar 1979. Ólaf- ur segir að nokkrir einstaklingar í Bretlandi, mest tómstundabændur, ætli að kaupa fáeinar ær hver. Um 100 ær fara hins vegar tii 'lslenzkrar konu, sem hefur búrekstur í Kanada, Stefaníu Sveinbjarnardótt- ur. Hún fékk einnig fé árið 1985, en það smitaðist af mæðiveiki, sem gekk í kanadísku fé, og varð að lóga skepnunum. Ólafur segir að íslenzka sauðféð sé fyrst og fremst eftirsótt erlendis vegna eiginleika ullarinnar, litatil- brigða hennar og hvað hún sé góð í pijónles. Hann segir alla möguleika á því að íslenzkt sauðfé geti orðið umtalsverð útflutningsvara, ekki síður en íslenzkir hestar. Hvar á ég að siija ? í GÆR var fyrsti skóladagurinn hjá grunnskólanemendum í Reykjavík og víðar á landinu. Kennsla hófst þó ekki strax, heldur tóku kennarar á móti nemendum og kynntu þeim skólastarf vetrarins. Þessi mynd var tekin þegar átta ára nemendur í Foldaskóla í Grafarvogi komu til skóla í gær. Sjá fréttir á bls. 3 og 4. Ný athugun á handboltahöll i Kópavogi: Húsið er of lítið og ekki í samræmi við kröfiir IHF - segir Gunnar Birgisson forseti bæjarstjórnar Kópavogs „SKRINGILEGAST í þessu máli er, að búið er að hanna hús, án þess að þarfirnar hafi verið skil- greindar og farið yfír þær með Alþjóða handknattleikssamband- inu,“ sagði Gunnar Birgisson for- seti bæjarstjórnar Kópavogs eftir Samningar um nýtt álver: Orkuverðið tengist beint við álverðið ÞÆR tillögur sem liggja fyrir um orkuverð til nýs álvers, fela í sér, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að orkuverðið verði tengt beint við heimsmarkaðsverð á áli, en hvorki verði á því hámark né lágmark eins og er í samningum við ÍSAL. Þá mun vera gert ráð fyrir að talsverður afsláttur verði veittur á raforkuverðinu í ákveðinn árafjölda, í tveimur þrepum. Til grundvallar þessum tillögum liggja m.a. spár um heimsmarkaðsverð á áli, sem benda til þess að það hækki jafnt og þétt. Stjórn Landsvirkjunar fj'allaði í gær um raforkusölusamning vegna nýs álvers. Að sögn Halldórs Jóna- tanssonar forstjóra Landsvirkjunar var þar gerð grein fyrir þeim hug- myndum sem fyrir liggja um sam- komulagsgrundvöll að raforkuverði, og ýmsar fjárhagsáætlanir og af- komuathuganir á grundvelli þess kynntar fyrir stjórnarmönnum. Engin ákvörðun var tekin a fundin- um. Jóhannes Nordal, formaður Ráð- gjafarnefndar um áliðju og stjórn- arformaður Landsvirkjunar, sagði í gær að markmiðið væri enn, að samningsgrundvöllur um nýtt álver lægi fyrir í þessum mánuði og ekk- ert benti til annars en að það næðist. fund með Erwin Lanc, forseta Alþjóða handknattleikssambands- ins, í gær, þar sem farið var yfír kröfur sambandsins til húss fyrir úrslitaleik heimsmeistarakeppni í handknattleik. Bæjarstjórn Kópa- vogs hefur fengið Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar til að yfirfara hönnun þá, sem gengið var út frá við gerð samnings um kostnaðar- hlut ríkisins síðastliðinn vetur. Gunnar sagði niðurstöðurnar sýna, að húsið taki 5.400 manns, en það þurfí að rúma sjö þúsund. Guðmundur Oddsson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokks, kveðst ekki hafa séð þessar niðurstöður og þær komi á óvart, séu þær réttar. „Alþjóða handknattleikssamband- ið mun senda okkur lista yfir þær kröfur sem við verðum að uppfylla til að byggja húsið. Þær virðast ekki hafa legið fyrir, þegar fyrra hús var hannað,“ sagði Gunnar. Hann sagði að fulltrúar IHF komi hingað til lands snemma næsta árs til að skoða teikningar af frumgerð hússins, sem þá eigi að liggja fyrir. Áframhaldið sé háð því, að fulltrúatnir samþykki þær teikningar. „Það skýtur því skökku við að búið sé að gera samning um eitthvað ákveðið hús sem á sér enga stoð í raunveruleikanum," sagði Gunnar. í hönnunarforsendum hússins átti það að taka 7.108 manns j sæti, ef allir sitja á • bekkjum. „En þegar búið er að taka tillit til þess að menn þurfa auðvitað að komast á bekkina, það er að segja uppganga og annars, auk annarra þarfa, þá tekur þetta hús sem er búið að frum- hanna ekki nema um 5.400 manns. Þá er ekki farið að líta á brunahönn- un og aðrar öryggiskröfur," sagði Gunnar um niðurstöður hinnar nýju úttektar. Gunnar sagði að verkfræðistof- unni hafi verið falið að kanna raun- kostnað við að vinna út frá þeirri hönnun sem fyrir liggur og stækka húsið samkvæmt kröfum IHF, og hver kostnaðarhlutur Kópavogs yrði. „Síðan á að leita að öðrum lausnum. Getum við fundið einhverjar aðrar lausnir, sem eru hagkvæmari og þá ef til vill í samvinnu við aðra aðila, til dæmis í ferðaþjónustu. Við erum að leita að hagkvæmari lausn fyrir bæjarfélagið." Gunnar sagði endanlega stærð hússins ekki liggja fyrir, fyrr en hönnun er lengra á veg komin og þarfir fyrir húsið hafi verið' betur skilgreindar, en unnið verði hratt að framgangi málsins. „Við erum ennþá á byijunarreitnum.“ Guðmundur Oddsson átti hlut að gerð samningsins við ríkið í vetur um byggingu íþróttahússins sem þáverandi formaður bæjarráðs. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að bæjarstjórnarmenn hefðu þá talið húsið uppfylla kröfur IHF, enda hafi fulltrúi samþandsins hér á landi, formaður HSÍ, viðurkennt teikningarnar. „Það kæmi mér því mjög á óvart ef það kemur núna út úr þessu að þetta hefði verið of lítið hús og stæðist ekki kröfurnar," sagði Guðmundur. Sjá frétt um fundinn með Erw- in Lanc á bls. 2. Geir Hall- grímssonjarð- sunginn í dag* ÚTFÖR Geirs Hallgrímsson- ar, fyrrverandi forsætisráð- herra, verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag, fóstudaginn 7. september, klukkan 13.30. Prestur verður séra Árni Bergur Sigurbjörnsson. Kamm- ersveit Reykjavíkur leikur við athöfnina og félagar úr karla- kórnum Fóstbræðrum syngja. Organisti verður Marteinn Hunger Friðriksson. Útförin er gerð á vegum ríkisins og verður athöfninni útvarpað. Ungir sjálfstæðismenn munu mynda fánaborg fyrir utan kirkjuna að athöfninni lokinni. Sjá eftirmæli á bls. 1—16 B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.