Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990
Þjóðnýtiiiff ferða-
þjónustunnar
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Btyrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Geir Hallgrímsson
kvaddur
Geir Hallgrímsson er f hópi
þeirra íslensku stjórnmála-
manna, sem verða nefndir, þeg-
ar saga þessarar aldar er skráð.
Hans verður minnst sem fram-
úrskarandi borgarstjóra í
Reykjavík. Þess verður getið hve
góðan sigur Sjálfstæðisflokkur-
inn vann undir hans forystu í
alþingiskosningunum 1974. Til
þess verður tekið að hann var
forsætisráðherra þegar lokasig-
ur var unninn í landhelgisbarátt-
unni með útfærslunni í 200
sjómílur. Þá var glíman við
Breta snörpust og átökin harka-
legust og friðargjörðin sem
tryggði sigur því mikilvægari
en áður. Nafn hans tengist átak-
atímum í Sjálfstæðisflokknum
og því verður haldið á loft í sögu
flokksins, að honum tókst að
koma í veg fyrir klofning hans
í upphafi níunda áratugarins.
Hans verður jafnan getið þegar
menn vilja benda á heiðarlega
drengskaparmenn, er hafa af-
skipti af stjórnmálum.
Geirs Hallgrímssonar verður
einnig minnst þegar saga Morg-
unblaðsins verður skráð. Hann
hefur verið virkur þátttakandi í
vexti þess á undanförnum ára-
tugum. Hann var formaður
stjórnar útgáfufélags blaðsins,
þegar tengsl þess og Sjálfstæð-
isflokksins tóku að breytast.
Þrátt fyrir flokkspólitíska for-
ystu lagði Geir áherslu á
pólitíska víðsýni blaðsins og var
ritstjórum þess ávallt sterkur
bakhjarl í þeim efnum.
Geir Hallgrímsson hóf ungur
afskipti af stjórnmálum og var
í hópi ungra sjálfstæðismanna
sem börðust fyrir fullu sjálf-
stæði þjóðarinnar með lýðveldis-
stofnuninni 1944. Hann starfaði
náið með forverum sínum á
formannsstóli í __ Sjálfstæðis-
flokknum þeim Ólafi Thors,
Bjarna Benediktssyni og Jó-
hanni Hafstein. A sjöunda ára-
tugnum var ljóst, að Bjarni vildi
að hann tæki við flokksforystu
af þeim.
Stjórnmálaskoðanir Geirs
Hallgrímssonar voru skýrar og
ótvíræðar, hvort heldur um var
að ræða átakamál heima fyrir
eða á erlendum vettvangi. Á
skólaárum snerist hann til and-
stöðu við sósíalisma og komm-
únisma. Oft lét hann að sér
kveða hér á síðum blaðsins,
síðast 26. júní síðastliðinn, þeg-
ar birt var kveðja hans til Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna í
tilefni af sextíu ára afmæli þess.
Að verðleikum heiðruðu ungir
sjálfstæðismenn Geir á þessum
tímamótum. Hann var þá orðinn
rúmfastur en í kveðjunni minn-
ist hann þess, að í baráttu sjálf-
stæðismanna fyrir þátttöku í
Atlantshafsbandalaginu og aðild
að varnarsamningnum við
Bandaríkin hafi mikilvægasti
þátturinn verið að stöðva meinta
sigurgöngu sósíalismans. Hann
segir, að svo kynni að hafa far-
ið án Atlantshafsbandalagsins,
að jámtjaldið hefði ekki aðeins
fallið um miðja Evrópu heldur
vestur við Atlantshafsströnd álf-
unnar. Þá hefðu menn talað um
Atlantshafsmúrinn en ekki
Bérlínarmúrinn. í þessari kveðju
getur Geir þess einnig að nú
afneiti jafnvel þeir sem enn kalli
sig sósíalista ríkisrekstri og mið-
stýringu. Nú keppist samvinnu-
menn við að gera samvinnufé-
lögin að hlutafélögum.
Með þessum orðum bendir
Geir Hallgrímsson af alkunnri
hógværð á, hvernig viðhorfin
breyttust á stjórnmálaferli hans
og færðust í átt til þeirra skoð-
ana, sem hann aðhylltist ungur
og vann að í stjómmálastörfum
sínum. Hann var í hópi þeirra
stjórnmálamanna á þessari öld
sem sýndu hvað mesta staðfestu
gagnvart kommúnistum og sós-
íalistum. Hann var þar með í
hópi þeirra sem höfðu rétt fyrir
sér og störfuðu í anda frelsis
og mannréttinda. Fyrir 15 árum
flutti hann ræðu í Helsinki á
leiðtogafundi ríkjanna sem taka
þátt í ráðstefnunni um öryggi
og samvinnu í Evrópu. Þar
minnti hann Sovétmenn og aðra
á, að ráðstefnan væri ekki hald-
in til að reisa nein Potemkin-
tjöld. Þótti það djarflega mælt
af fulltrúa smáríkis. Hann lifði
það hins vegar að sjá Potemkin-
tjöld kommúnismans hrynja og
þjóðirnar fá langþráð frelsi
hverja á eftir annarri.
I stjórnmálastörfum sínum
var Geir Hallgrímsson trúr meg-
inkjarna sjálfstæðisstefnunar,
sem hann lýsti þannig í lokaorð-
um kveðju sinnar til ungra sjálf-
stæðismanna: „Mestu máli
skiptir að virðingin fyrir mann-
inum, einstaklingnum, sé í heiðri
höfð og um leið og einstaklings-
framtakið tryggi hagvöxt og
batnandi lífskjör þá hafi menn
ávallt skilning á að vernda rétt
lítilmagnans.“
Morgunblaðið vottar ástvin-
um Geirs Hallgrímssonar samúð
og kveður hinn heiðvirða stjórn-
málamann og vin með virðingu
og þökk.
eftir Björn S.
Lárusson
Fyrir skömmu sagði einn af for-
ystumönnum bænda í viðtali við
Ríkissjónvarpið, aðspurður um
vanda sauðfjárbænda, eitthvað á
þá leið, að nú yrði að fara að gera
eitthvað róttækt vegna minnkandi
kindakjötsneyslu. Lausnin var sú
að framleiða kjöt eins og neytendur
vildu hafa það. Þetta var mikil speki
í augum þeirra sem vinna að mark-
aðsmálum.
Það vill svo til að sami ráðherra
fer með landbúnaðarmál og sam-
göngumál og þar með ferðamál.
Þeir sem vinna að ferðaþjónustu
trúðu því að þegar ráðherrann skip-
aði nefnd til þess að móta stefnu í
ferðamálum, endurskoða lög um
ferðamál og kanna samkeppnis-
stöðu ferðaþjónustunnar yrði gert
eitthvað róttækt í málefnum þessa
olbogabams íslensks atvinnulífs.
Reyndin er allt önnur. Ríkið rígheld-
ur í forsjá sína yfir málefnum at-
vinnugreinarinnar í fjármálum,
skipulagsmálum og stjórnun. Þá er
ónefnt, að sú stefna sem mörkuð er
í þingsályktun sem lögð verður fyr-
ir Alþingi í haust er svo almennt
orðuð að hana má flokka sem vilja-
yfirlýsingu frekar en ákveðna
stefnumótum. Stefnan er ennfrem-
ur byggð á sandi þar sem ekki er
tekið róttækt á fjármálum og skipu-
Iagsmálum. Stefnan er með öðrum
Björn S. Lárusson
„Ríkisrekið ferðamála-
ráð á sér engann til-
verurétt.“
orðum misvísandi niður á við vegna
klúðurs í fjármálum og skipulagi.
Fjármál
Áfram er lagt til að skattleggja
íslendinga í utanlandsferðum með
10% gjaldi af Fríhöfninni. Gjaldið,
sem fer í gegn um ríkissjóð, hefur
aldrei skilað sértil ferðaþjónustunn-
ar og mun aldrei gera það. Á marg-
ar aðrar leiðir hefur verið bent, s.s.
niðurfellingu launaskatts, gjald af
ferðamannastöðum og beint fram-
lag úr ríkissjóði með mótframlag
frá fyrirtækjum en þessar leiðir
hafa verið afskrifaðar að miklu leyti
þar sem þær hafa verið taldar
óframkvæmanlegar. Það er eins og
nefndarmenn hafi ekki kynnt sér
framkvæmd þessara mála í öðrum
löndum. Settur ferðamálastjóri hef-
ur greinilega ekki farið í beijamó,
laxveiði, eða á gæsa- eða ijúpna-
veiðar sem hann þarf að greiða
fyrir. Landið ísland er auðlind sem
engin ástæða er að gefa aðgang
að. Ef ástæðan fyrir því að ekki
má láta greiða aðgang að ferða-
mannastöðum er sú, að atvinnu-
greinin er ofsköttuð fyrir, þá á að
ráðast til atlögu við orsökina, skatt-
ana af farseðlum og hin ótal gjöld
af veitingarekstri sem engu skila
til atvinnugreinarinnar sjálfrar.
Undirritaður veit fyrir víst að
ágreiningur er í áðumefndri nefnd
Hjörleifs Guttormssonar um þessi
mál en hluti nefndarmanna og sett-
ur ferðamálastjóri eiga að kynna
sér þessi mál mun betur áður en
þeir mynda sér skoðun á málinu.
Skipulag
Lagt er til í tillögum nefndar
Hjörleifs að fulltrúum í ferðamála-
ráði verði fækkað úr 21 í 7. En til
hvefs ferðamálaráð? Eftir því sem
undirritaður best veit er ekki starf-
andi iðnráð, landbúnaðaráð eða
sjávarútvegsráð. Búið er til heljar-
mikið bákn undir stjórn ríkisins með
nefndum ráðum og stjómum sem
er stóridómur í öllum málum at-
vinnugreinarinnar. Framkvæmda-
valdið virðist eins og svo oft áður
hafa gleymt hlutverki sínu. Hlut-
verk löggjafans er að setja ramma-
lög um starfsskilyrði atvinnugrein-
arinnar og hlutverk framkvæmda-
valdsins er að framfylgja þeim lög-
um. Þetta er hægt með deild í sam-
gönguráðuneyti eða viðskiptaráðu-
neyti sem er eðlilegra. Ríkisrekið
ferðamálaráð á sér engann tilveru-
rétt. Slík ráð á vegum ríkisins hafa
hinsvegar mikla tilhneigingu til
þess að halda í sín völd og áhrif
og sagan kennir okkur að slíkum
báknum verður ekki bylt nema inn-
anfrá. Til skýringar eru hér birt
skipurit eins og nefnd Hjörleifs
leggur til og tillaga sem tekur mið
af sjálfsákvörðun þeirra sem starfa
í ferðaþjónustu.
Skipurit sem tekur mið af þörfum
atvinnugreinarinnar og ferðamanna
Samgönguráöuneyti,
skrifstofa feröamála
Ferðamálasamtök
Upplýsingamiðstöð
ferðamála í héruðum
Hagsmunasamtök
ferðaþjónustu
Ymis sérhagsmunasamtök á landsvísu:
Samband veitinga- og gistihúsa,
Ferðaþjónusta bænda, flugtélög,
Samtök starfsfólks í feröaþjónustu,
Félag íslenskra feröaskrifstofa, o.fl.
Almennt talið að forseta-
kosningar fari fram í ár
- segir dr. Stanislaw Laskowski, sendifulltrúi pólsku ríkisstjórnarinnar
í Póllandi er sú skoðun almenn
að Wojciech Jaruzelski, fyrrum
hershöfðingi og núverandi forseti
Póllands, segi af sér, jafnvel á
þessu ári og að boðað verði til
forsetakosninga í Póllandi, að
sögn dr. Stanislaws Laskowski,
sendifulltrúa pólsku ríkisstjórnar-
innar, hér á landi. Dr. Laskowski
lét þessi orð falla á fundi með
blaðamönnum sem boðað var til í
tilefni þess að um þessar mundir
eru tíu ár liðin frá stofnun Sam-
stöðu í Póllandi, sem markaði
þáttaskil í frelsisbaráttu þjóða
Austur-Evrópu.
Dr. Stansilaw Laskowski kvað það
vera viðtekna skoðun í Póllandi að
Wojciech Jaruzelski, fyrrum hers-
höfðingi og núverandi forseti Pól-
lands, léti undan þeim þrýstingi sem
hann hefði sætt á undanförnum
mánuðum og segði af sér. í Póllandi
líta menn almennt svo á að Jaruz-
elski geti tæpast talist sannfærandi
fulltrúi hins nýja Póllands eftir valda-
afsal kommúnista þar í landi. Líkt
og fram hefur komið í fréttum hefur
verkalýðshetjan Lech Walesa lýst
yfir því að hann hafi fullan hug á
að hreppa það háa embætti og vitað
er Tadeusz Mazowiecki, núverandi
forsætisráðherra, sem var í eina .tíð
einn nánasti samstarfsmaður Wa-
lesa, sætir einnig þiýstingi um að
sækjast eftir embætti þessu. Deilur
þessara fylkinga innan Samstöðu,
hreyfingar pólskra lýðræðissinna,
snúast ekki síður um hvert hlutverk
forsetans skuli vera en Walesa og
fylgismenn hans hafa boðað að
tryggja beri forsetanum ærið fram-
kvæmdavald líkt og gert er í Banda-
ríkjunum og Frakklandi. Mazowiecki
og fylgismenn hans vilja hins vegar
að þing landsins bindi hendur forset-
ans.
Dr. Laskowski sagði og að pólskir
fjölmiðlar fjölluðu nú í sífellt vaxandi
mæli um að á næsta ári færu líklega
fram öldungis fijálsar kosningar til
þings Póllands en í fyrri kosningun-
um sem fram fóru eftir hrun komm-
únisimans eystra var kommúnistum
tryggður ákveðinn fjöldi sæta. í Póll-
andi líta menn svo á að Pólveijar
hafi verið í fararbroddi í frelsisbar-
áttu þjóðanna í Austur-Evrópu und-
an oki kommúnismans og telja því
margir óeðlilegt að ekki hafi fari
fram alfijálsar kosningar þar í landi.
Sendifulltrúinn vék einnig að efna-
hagsumbótum þeim sem ríkisstjóm
Samstöðu hefur hrundið í fram-
kvæmd í Póllandi. Þær kveða m.a. á
um stórfellda sölu ríkisfyrirtækja og
afnám niðurgreiðslna sem um árabil