Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D/E 202. tbl. 78. árg.________________________________FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Deilurnar í Kambódíu: Stórveldin tryggja að viðræður heijist Jakarta, Indónesíu. Reuter. STJÓRNVÖLD í Kína, Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, sem stað- ið hafa straum af kostnaði við áratuga langa baráttu stríðandi fylk- inga í Kambódiu, hafa talið tvo af mikilvægustu málsaðilunum á að taka þátt í friðarviðræðunum sem haldnar verða í Jakarta í Indó- nesíu innan fárra daga. Norodom Sihanouk prins sagði í gær að hann mundi koma til viðræðnanna og skömmu seinna sagði höfuðand- stæðingur hans, Hun Sen, forsætisráðherra kommúnistastjórnarinn- ar í Phnom Penh, að hann mundi einnig koma. X* Ný flugvél Bandaríkjaforseta ínotkun Reuter George Bush Bandaríkjaforseti sést hér í dyrunum á nýjum farkosti embættisins, sérstaklega útbúinni flugvél af gerðinni Boeing 747, í gær og var fyrstu ferðinni heitið til ríkjanna Kansas og Florida. Sæti eru fyrir 70 manns og 23 manna áhöfn og vélin getur flogið um 10.000 km leið án þess að bæta þurfi eldsneyti á geymana. Hún er búin vörnum gegn eldflaugum, fullkominni sjúkrastofu og afar yiðamiklum fjarskiptabúnaði; simar eru alls 85. Önnur sams konar vél verður smíðuð og samanlagt verð þeirra er um 340 milljónir Bandaríkjadollara (um 20 milljarðar ÍSK). Enginn árangur af friðarumleitunum í Persaflóadeilunni: Saddam Iraksforseti kallar varalið landsins til vopna Bagdad, Washington^ Nikosiu, Genf, London. Reuter, Daily, Telegraph. STJÓRNVÖLD í írak kölluðu í gær út þúsundir manna í varaliði hersins og sögðust hvergi myndu hvika í Persaflóadeilunni. Allir 37 ára gamlir karlar fengu þijá daga til að gefa sig fram við herflokka sína og fjölmargir aðrir á fertugsaldri voru einnig kallaðir út. Saddam Hussein forseti sagði á miðvikudag að fimm milljónir íraka væru reiðubúnir að berjast við hlið milljón manna hers landsins. George Bush Bandaríkjaforseti hefur þegið boð íraka um að fá að útskýra sjónarmið sín fyrir íröskum almenningi og hyggst eftir nokkra daga senda myndband með ávarpi sem síðan verður sjónvarpað í Irak. íranir og Kínverjar hafa gefið í skyn að þeir muni e.t.v. selja Irökum mat og lyf; utanríkisráðherrajraka hyggst ræða við ráðamenn í íran á sunnudag. íranska dagblaðið Teher- an Times, sem hliðhollt er Ali Akbar Rafsanjani forseta, sagði að lands- menn yrðu að velta því fyrir sér hvort þeim bæri að að aðstoða íslamska bræður sína sem þola þyrftu alþjóðlegt viðskiptabann. Jafnframtyrði að taka tillit til mann- úðarsjónarmiða og benti blaðið á að í samþykkt Sameinuðu þjóðanna væri tekið fram að gera mætti und- antekningar frá banrfinu af mannúð- arástæðum. Blaðið sagði Vesturlönd ekki hafa hikað við að reka rýting í bak írana er þeir áttu í Persa- flóastríðinu við Iraka 1980—1988; íranar hefðu rétt til að hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni. Breska þingið kom saman til aukafundar í gær til að ræða spenn- una í Mið-Austurlöndum. Margaret Thatcher forsætisráðherra sagði að stjómin íhugaði að senda aukið her- lið til Persaflóa. Tareq Aziz, utanrík- isráðherra íraks, hélt í gær heim á leið eftir viðræður við Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga og telja stjórnmálaskýrendur að enginn árangur hafi orðið af fundinum. Gorbatsjov var þungur á brún að honum loknum. Aziz sagði frétta- mönnum í Moskvu að ágreiningur væri milli íraka og „sovéskra vina“ þeirra. ' Upplýsingafulltrúi íraksstjórnar skýrði frá því að íraskir hermenn í Kúvæt hefðu af slysni skotið á Bandaríkjamann og hefði hann særst lítillega á handlegg. Fulltrúinn hét því að bandaríska sendiráðið í Við lá að deilur um fyrirkomulag viðræðnanna yllu því að ekkert yrði af fundinum, sem margir teija síðasta tækifæri málsaðilanna til að komast að friðsamlegri lausn á áratuga styrjaldarástandi í Kambódíu. Þátttaka Sihanouks prins, sem gegnt hefur eins konar leiðtogahlutverki í samfylkingu skæruliðahreyfinganna þriggja, þ. á m. Rauðu khmeranna, er berjast gegn stjórnvöldum, og Huns Sens forsætisráðherra getur ráðið úrslit- um um það hvort árangur næst viðræðunum og hvort aðilum tekst að mynda bráðabirgðastjórn til að halda um valdataumana í Bagdad fengi að hitta manninn. Yfirvöld í Washington mótmæltu framferði hermannanna harðlega en bandarískir stjórnarerindrekar í Kú- væt-borg virtust sammála skýring- um íraka og sögðu þeir að maðurinn hefði brotið útgöngubann. Sjá einnig fréttir á bls. 21. Kambódíu. Ætlunin er að lýðræði verði komið á undir umsjá Samein- uðu þjóðanna og hafa fastafulltrúar í öryggisráðinu allir samþykkt áætl- un þess efnis. Eystrasaltsríkin: Sjálfstæði tengist Þýska- landsmálum Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR Eystrasaltsríkj- anna þriggja; Eistlands, Lett- lands og Litháens, hvöttu til þess á fundi sínum í gær að sjálfstæð- ismál landanna yrðu til umræðu þegar samið verður um einingu þýsku ríkjanna í viðræðum stór- veldanna og beggja þýsku ríkjanna. Öll Eystrasaltsríkin stefna að sjálfstæði frá Sovétríkjunum. í yfír- lýsingunni segir að þegar búið verði að sameina Þýskaland verði Eystra- saltslöndin einu Evrópuríkin sem ekki öðlist sjálfstæði á ný eftir að hafa glatað því í umróti heimsstyrj- aldarinnar síðari. „Fari svo verða örlög þjóðanna enn einu sinni ákveðin án samráðs við þær sjálf- ar.“ Eistneskur embættismaður skýrði frá því að í gær hefði slitnað upp úr viðræðum við Moskvustjórn- ina um sjálfstæðiskröfurnar. Irakíir ræna búnaði sjúkrahúsa í Kúvæt Ncw York. Rcutcr. MOHAMMAD Abulhasan, fastafulltrúi Kúvæts lijá Sameinuðu þjóðunum (SÞ), segir að margir gjörgæslusjúklingar og korna- börn hafl dáið í Kúvæt að undanförnu þar sem írakar hafi flutt tæki og búnað sjúkrahúsa til Bagdad. Abulhasan sagði í bréfi til þess,“ sagði í bréfinu. Ennfremur framkvæmdastjóra SÞ að Irakar hefðu sleppt fjölda vistmanna af geðsjúkrahúsum og stofnunum fyrir fatlaða og leyft þeim að ráfa í reiðileysi um götur Kúvæt- borgar. Sömuleiðis hefði öllum blóðvökvabirgðum verið rænt og þær sendar til Bagdad. „Þá hreinsuðu þeir nær öll tæki af gjörgæsludeildum margra sjúkrahúsa landsins og fluttu þau til Bagdad. Rekja má dauða fjölda sjúklinga beint til sagði Abulhasan að súrefniskass- ar hefðu verið fjarlægðir af fæð- ingardeildum með þeim afleið- ingum að öll kornabörn sem hefðu verið háð þeim hefðu dáið. Konur frá Sri Lanka, sém flýðu Kúvæt eftir innrásina og komnar eru til flóttamannabúða í Jórdaníu, lýstu í gær fyrir blaða- mönnum hvernig þeir hefðu verið leiknar af íröskum hermönnum sem ráðist hefðu inn á heimili þeirra og nauðgað þeim. Reuter Mótmæla afhendingu Stasi-skjala Lothar de Maiziere, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, lýsti yfir því á fimmtudag að leyniskjöl a-þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, myndu áfram verða í A-Þýskalandi eftir samruna við V-Þýskaland. Hann lofaði a-þýska þinginu að samkomulag myndi nást fyrir samein- ingardaginn 3. október um hvað verður um skjölin sem geyma upp- lýsingar um 6 milljónir A-Þjóðveija og 2 milljónir V-Þjóðveija. Á myndinni sjást stuðningsmenn samtakanna Nýs vettvangs mótmæla hugsanlegri yfirtöku v-þýskrar leyniþjónustu á skjölunum við fyrrver- andi höfuðstöðvar Stasi í A-Berl(n.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.