Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 23 „Dýrkun fáfræðinnar“ Jakob Jakobsson, forstjóri Ha- frannsóknastofnunar, lét áðurnefnd orð falla í umræðu um kvótakerfið. Umræðan um ferðamál hefur tekið á sig hinar furðulegustu myndir í sumar og undirrituðum hefur oft verið hugsað til þessara orða Jak- obs í þeirri umræðu. Ekki er greint á milli orsakar og afleiðingar. Sér- staklega hvað varðar það magn af mat sem ferðamenn mega koma með og gjald af ferðamannastöðum. Því hefur verið haldið fram í þess- ari umræðu að ferðamönnum muni fækka ef til gjaldtöku komi og með því hefur verið einblínt á fjölda ferðamanna en ekki tekjur af þeim. Þetta minnir á söguna um manninn sem keypti eplin á 5 krónur og seldi þau á fjórar. „Það er ekki gróðinn sem skiptir máli heldur magnið sem selt er,“ sagði maðurinn. Ef útgjöld vegna ferðamanna verða meiri en tekjurnar þá er ekki eftirsóknarvert að fá þá hingað. Nú á að ráðast á afleiðingar skattlagningar á mat og minnka matarskammt ferðamanna. Það er ekki hægt að neyða ferðamenn til þess að snæða á veitingahúsum. Þeir hætta einfaldlega við að koma. Að lokum með vísan í upphafsorð þessarar greinar: Hvenær ætlum hafa sligað efnahagslíf Póllands. Sagði hann áætlanir stjórnvalda m.a. gera ráð fyrir að utanríkisverslun yrði í auknum mæli færð í hendur við að byggja upp ferðaþjónustu sem tekur mið af þörfum markaðar- ins? Miðstýring fjárveitinga, skipu- lagsleysi og óstjórn á sinn þátt í því að við erum á steinaldarstigi i ferðamálum. í framhaldi af þessu: Hvernig á ferðaþjónustan „að hafa jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuð landsmanna“ eins og segir í ferða- málastefnunni. Má undirritaður benda á nokkrar leiðir sem taka ekkert tillit til markaðarins: 1) Draga úr lífskjörum íslendinga til þess að þeir hafi ekki efni á utan- lansferðum. 2) Greiða niður ferðir útlendinga til íslands, sbr. niðurgreiðslur land- búnaðarafurða. 3) Setja kvóta á ferðir Islendinga til útlanda með ferðaleyfum (t.d. ein sólarlandaferð á 5 ára fresti og - viðskiptaferðir aðeins í brýnustu neyð). 4) Engin útgjöld til ferðamála og frían aðgang að laxveiðiám fyrir útlendinga. Undirritaður hefur fleira í poka- horninu og þetta er aðeins eitt dæmi um vanþekkingu á lögmálum þessarar atvinnugreinar og verður látið nægja að sinni. Höfundur er ferðamálafulltrúi á Suðurlandi og Suðurnesjum. einkafyrirtækja og væri fyrirsjáan- legt að viðskipti Islendinga og Pól- veija færðust inn á það svið í nán- ustu framtíð. Morgunblaðið/Einar Falur Dr. Stanislaw Laskowski, sendifulltrúi Póllands á íslandi ásamt Guð- mundi J. Guðmundssyni, formanni Verkamannasambands íslands, í höfuðstöðvum Dagsbrúnar að Lindargötu 9 í Reykjavík en þar er nú haldin sýning á Ijósmyndum úr sögu Samstöðu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá stofnun samtakanna. Listhús; Sýning á 36 olíuverk- um Braga Asgeirssonar BRAGI Ásgeirsson, myndlistar- maður, opnar sýningu í List- húsi, Vesturgötu 17, á laugar- daginn klukkan 14. Sýning Braga ber nafnið „Að hlusta með augunum - mála með skyn- færunum". Hún verður opin daglega klukkan 14-18 til 23. september. Bragi Ásgeirsson stundaði nám í HMÍ 1947-50, í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn' 1950-52 og 1955-56 (grafík), í Listaháskólan- um í Osló svo og Listiðnaðarskó- lanum 1952-53 (grafík). Á árun- um 1958-1960 nam hann við Listaháskólann í Miinchen. Bragi hefur haldið fjölda sýninga, bæði innanlands og utan, og hlotið margar viðurkenningar fyrir list sfna. Meðal annars hlaut hann starfsstyrk íslenska ríkisins 1978-79 og var borgarlistamaður 1981-82. Bragi Ásgeirsson hefur verið kennari við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands frá 1956 og verið listrýnir Morgunblaðsins frá 1966. Á sýningunni í Listhúsi sýnir Bragi 36 olíumálverk sem máluð eru á síðustu þremur árum. Flest eru unnin á síðustu tveimur árum og nokkur eru alveg ný. Bragi sagði að um væri að ræða mynd- ir þar sem fram kæmu alls konar skynræn áhrif sem hann hefði orðið fyrir frá umhverfínu. Til dæmis væri þarna myndaröð með Morgunblaðið/Einar Falur Bragi Ásgeirsson opnar sýningu í Listhúsi við Vesturgötu á Iaugar- dag. mjög grænum myndum sem hann hefði málað sumarið 1988 undir áhrifum frá litbrigðum á Suðurl- andi og í Borgarfirði. „Það var allt svo voðalega grænt. Það kom mér mjög á óvart,“ sagði Bragi. Hann sagði einnig að í mörgum myndanna gætti áhrifa frá því - sem hann sæji frá glugga vinnu- stofu sinnar á þrettándu hæð, útsýni, veðurfari og litbrigðum. „Eg held að það megi sjá á mynd- ' unum að þær eru gerðar á mis- munandi árstíðum," ságði Bragi. ^ 'íijj Morgunblaðið/Sverrir Stjórn Hjálparstofnunar og framkvæmdastjóri á_ fundi. Frá vinstri: Eysteinn Helgason, Hanna Pálsdóttir, Jónas Þórisson, Margrét Heinreksdóttir og sr. Úlfar Guðmundsson. Hjálparstofnun kirkjunnar styrk- ir flóttamenn í Mið-Austurlöndum Stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar ákvað á fundi sinum 5. septein- ber sl. að senda fimm þúsund bandarikjadali eða nærri 300 þúsund íslenskar krónur til hjálpar fióttafólki frá írak og Kúvæt. Beiðni kom frá Alkirkjuráðinu í byrjun vikunnar og verður fénu varið til að út- vega flóttafólkinu lyf, teppi, tjöld og fæðu. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur nýlega flutt aðsetur sitt frá Bisk- upsstofu við Suðurgötu í leiguhús- næði á Tjarnargötu 10 í Reykjavík. Húsnæði þetta er í eigu Sjómanna- dagsráðs og hentar mjög vel starf- semi Hjálparstofrfunar og náðust hagstæðir samningar milli aðila. A þessu ári hefur Hjálparstofnun sent rúmlega sex milljónir króna til erlendra verkefna og varið yfir þremur milljónum til innlendra verkefna. Stjórn Hjálparstofnunar mun á næstunni taka ákvörðun um hvern- ig verja skuli því fé sem landsmenn láta af hendi rakna í næstu jólasöfn- un. „Við vonum að undirtektir al- mennings verði jafn góðar og jafn- an,“ segir Jónas Þórisson sem tók við starfi framkvæmdastjóra Hjálp- arstofnunar fyrr í sumar. „Erlend verkefni á þessu ári hafa meðal annars vérið bygging sjúkra- skýlis í Viotó-dal í Suður-Eþíópíu og stuðningur við menntun og framfærslu barna í Indlandi, en fjármunir í það verkefni hafa meðal annars komið frá Kaupþingi hf. Einnig hefur verið styrkt starf með- al áfengis- og eiturlyfjasjúklinga i Leshoto í Afríku og meðal ein- stæðra mæðra í Nairobi í Kenýju. Nú liggur fyrir beiðni um að kosta byggingu sjúkrahúss fýrir United Christian Church í Indlandi og við erum að kanna hvort við treystum okkur til að taka það að okkur, en það myndi kosta þijár til fjórar milljónir króna. Fleiri verk- efni eru í athugun og geri ég ráð fyrir að nákvæmari áætlun liggi fyrir í næsta mánuði.“ Margrét Heinreksdóttir er nú formaður stjórnar Hjálparstofnunar kirkjunnar og með henni í stjórn sitja Friðrik Sophusson, Hanna Pálsdóttir, sr. Úlfar Guðmundsson og Eysteinn Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.