Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 mm>m Hópleikurinn fer af stað um helgina! ekki bara heppni Upplýsingar um úrslit leikja: Lukkulínan, s. 99-1002 STIGAKEPPNI FRI Fjórar konur jafnar Lokakeppnin á Varmárvelli í Mosfellsbæ Þórdís Gísladóttir, HSK, er í baráttunni um fyrsta sætið hjá kvenfólkinu í stigakeppni FRI. Birgitta Guðjónsdóttir, UMSE, Þórdís Gísladóttir, HSK, og ÍR-ingarnir Martha Ernstdóttir og Oddný Árnadóttir eru stigahæstar kvenna og jafnar með 24 stig í stigakeppni FRÍ, en lokakeppnin fer fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ á morgun. Einar Einarsson, Ár- manni, er stigahæstur karla með 30 stig. Níu stigamót hafa farið fram í sumar, 'en rétt til þátttöku á síðasta mótinu eiga þeir, sem flest stig hafa hlotið í hverri grein. Fim stiga- hæstu einstaklingarnir af hvoru kyni fá peningaverðlaun, sem Sjóvá-Almennar tryggingar gefa. Þetta er síðasta stórmótið í frjáls- íþróttum í sumar, en keppt verður í 18 einstaklingsgreinum auk boð- hlaupa. Einar er stigahæstur karla, sem fyrr segir. Andrés Guðmundsson, HSK, er næstur með 26 stig, Pétur Guðmundsson, HSK, 24, Jón Odds- son, KR, 23, Finnbogi Gylfason, FH, 23 og Gunnlaugur Skúlason, UMSS, 20 stig. Næstar fyrrnefnd- um konum eru Valdís Hallgríms- dóttir, UMSE, og Fríða R. Þórðar- dóttir, UMFA, með 22 stig hvor. ALMENNINGSHLAUP Fjórar vegalengdir í Reykjalundarhlaupinu Reynt að höfða til sem flestra með hlaupinu Reykjalundarhlaupið ’90 verður laugardaginn 8. september. Hlaupið hefur verið tvö síðastliðin ár og tekist afar vel með þátttöku um fjögur hundruð manna. Hér er um almenningshlaup að ræða sem Reykjalundur gengst fyrir í sam- vinnu við SÍBS og Búnaðarbank- ann. Á Reykjalundi er rekin umfangs- mesta endurhæfingarstarfsemi hér á landi og það er því við hæfi að sem flestir geti tekið þátt í hlaup- inu. Það verður reyndar ekki bara hlaupið heldur er einnig boðið upp á gönguleiðir og fólk í hjólastólum og með önnur hjálpartæki er boðið velkomið. Hér er líka kjörið tæki- færi fyrir þá fjölmörgu, sem dvalið hafa á Reykjalundi, að vera með. Reykjalundarhlaupinu er ætlað að höfða til sem flestra, fatlaðra sem ófatlaðra, keppnisfólks sem skemmtiskokkara. Fjórar vegalengdir eru í boði fyr- ir væntanlega þátttakendur. Sú lengsta er 14 km, skemmtilegur hlaupahringur sem liggur eftir Vesturlandsvegi og Hafravatnsvegi kringum Úlfarsfell. Þá verður einn- ig hægt að skokka eða ganga 3 km langan hring í nágrenni Reykja- lundar og aðrir geta valið að fara tvo þannig hringi og ljúka því við 6 km. Loks er að nefna einu leiðina sem er öll á malbiki. Það er 500 m til 2 km leið sem gæti t.d. hentað fólki í hjólastólum og með önnur hjálpartæki. Hlaupið hefst kl. 11 nema hjá 14 kílómetra hlaupurum sem verða ræstir örlítið fyrr eða kl. 10.40. Ekki þarf að skrá sig í hlaupið en þátttakendur mæti tímanlega (10.00—10.30) að Reykjalundi í Mosfellsbæ á hlaupdaginn sjálfan. Þar fær fólk rásnúmer á kr. 200 sem er þátttökugjald. Ekki má gleyma hinum vinsælu bolum hlaupsins sem verða til sölu á staðn- um. Boðið verður upp á léttar veiting- ar á Reykjalundi eftir að trimminu lýkur og þar verða dregin út vegleg og skemmtileg verðlaun, en það er siður sem er vinsæll erlendis þar sem almenningshlaup eru í háveg- um höfð. Þeir sem áhuga hafa á að vera með í skemmtilegu hlaupi og blanda saman hreyfingu og útiveru laug- aradaginn 8. september ættu ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Hér er tilvalið fyrir heilu fjöl- skyldurnar að bregða á leik. Badmintonfélao Hafnarfjarðar Vetrarstarfið er hafið. Upplýsingar í símum 54801 (Gísli) og 54403 (Odda). Unglingatimar Skrqning fer fram í Kaplakrika sunnudaginn 9. september fró kl. 12.30. Upplýsingar einnig í síma 653066 (Heimir).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.