Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 33
síðustu ár. Einkum tókum við eftir
því, hversu mikið hann virtist kunna
utan bókar af ljóðum og heilum
ljóðabálkum. Eins geymdi hann í
minni sínu alls kyns sögur, sem
hann hafði lesið eða_ heyrt á langri
ævi og þá ekki sízt Islendinga sög-
urnar. Þar komu menn óvíða að
tómum kofunum hjá honum.
Kristján lagði ævinlega hlustir
við öllum þáttum um íslenzkt og
daglegt mál. Eins kom iðulega fram
í bréfum hans og samtölum, að
hann fylgdist gi-annt með flestu
því, sem ritað var um tungu okkar
í blöð og tímarit.
Persónuleg kynni mín af Krist-
jáni á Snorrastöðum voru orðin ald-
arfjórðungsgömul. Sumarið 1965
sat ég heima hjá honum á Snorra-
stöðum dijúga dagsstund og ræddi
við hann og bróður hans, Svein-
björn, um orð og málfar. Eftir það
rofnuðu aldrei tengsl mín við Krist-
ján. Ég komst fljótt að því, að hann
ræktaði með sér hugsjón ung-
mennafélaganna frá upphafi aldar-
innar og var henni trúr í hvívetna.
Af því stafaði m.a. hinn mikli og
einlægi áhugi hans á íslenzkri
tungu og íslenzkum bókmenntum.
í anda þeirrar hugsjónar var hann
einnig mikill reglumaður í öllum
hlutum og neytti t.d. hvorki víns
né tóbaks. Sagði hann mér sjálfur,
að hann hefði engu að síður notið
þess að vera innan um aðra þá, sem
„létu vínið andann hressa“ og getað
glaðzt með þeim á sinn hátt.
Nú er þessi ágæti fulltrúi alda-
mótakynslóðarinnar horfinn úr
hópnum og er vissulega mikil eftir-
sjá í honum. En eigi má sköpum
renna.
Að leiðarlokum vil égþakka þess-
um látna drengskaparmanni og
mikla velvildarmanni Orðabókar
Háskólans fyrir góð kynni og alla
þá fræðslu, sem hann lét okkur í
té og geymist í bréfum hans, og í
seðlasafni Orðabókarinnar um
ókomna tíð.
Um leið færi ég venzlamönnum
Kristjáns á Snorrastöðum samúðar-
kveðjur okkar við fráfall hins aldna
frænda þeirra. Þær eru einnig færð-
ar við fráfall bróðursonar Kristjáns,
Friðjóns Sveinbjörnssonar, sem féll
í valinn dægri síðar en föðurbróður-
inn og verður því samferða honum
af þessum heimi.
Jón Aðalsteinn Jónsson
Á einum fegursta degi þessa
sólríka sumars berst mér fregn um
að nafni minn, vinur og lærifaðir,
hann Kristján Jónsson frá Snorra-
stöðum væri látinn. Enda þótt mér
yrði nokkuð svo hverft við, og teldi
mig æði miklu fátækari eftir, þá
fann ég um leið að hér hafði gerst
mjög eðlilegur atburður. Maður sem
lifað hafði á tíunda tug ára og var
þrotinn að kröftum og heilsu dró
hér tjaldhæla sína úr jörðu. Hann
var tilbúinn til vistaskipta og átaka-
laus brottför hans mildaði nokkuð
söknuð þeirra er eftir stóðu. Ég var
mjög svo ákveðinn í því að minnast
hans á prenti, helst í löngu máli
og hafði til þess nægan efnivið. En
áður en það varð framkvæmt bar
skugga mikillar sorgar yfir okkur
Snorrastaðafólk. Penninn féll úr
hendi minni og verður ekki notaður
um sinn. Aðeins þessi örfáu orð
festi ég á blað, rétt til að þakka
honum Kristjáni á Snorrastöðum
fyrir mig. Þakka honum fyrir tólf
ára samveru á æviskeiði mínu, þar
sem hver dagur var ljúf kennslu-
stund sem jafngilti háskólagöngu
ef nemandinn hefði haft þá gáfu
til að bera sem þurfti til að með-
taka fræðin. Þakka honum fyrir
fórnfúst og óeigingjarnt ævistarf í
þágu Snorrastaðaheimilisins, þar
sem ekki var spurt um laun, aðeins
þörf. Þakka honum vináttu hans
við dýr og hversu ljúflega og drengL-
lega hann uppfyllti þarfir búpen-
ings, án þess þó að vera ætíð með
gæluorð á vörum.
Kristján á Snorrastöðum lifði
vammlausu lífi. Ósamræmi á milli
kenninga hans og lífsstíls fyrir-
fannst ekki.
Höfundur þessara kveðjuorða
lýtur höfði með þakklæti og virð-
ingu.
Kristján Benjamínsson
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990
33
Minning’:
Svava Valdimarsdótt-
ir frá Súgandafirði
Fædd 17. mars 1923
Dáin 31. ágúst 1990
Geirþrúður Svava eins og hún
hét fullu nafni var fædd á Suður-
eyri við Súgandaljörð. Hún var
dóttir Guðrúnar Sveinbjörnsdóttir
frá Laugum og Valdimars Örnólfs-
sonar bókhaldara hjá Ásgeirsversl-
un. Tveggja ára að aldri fór hún
í fóstur til Sígríðar Magnúsdóttur
og Guðmundar Guðmundssonar að
Gelti í Súgandafirði. Hún sagði
sjálf að það væri ekki besti aldur-
inn til að eignast nýja foreldra
enda hafði hún víst grátið mikið
til að byija með. Fósturforeldrar
hennar reyndust henni vel á allan
hátt og á Gelti átti hún yndisleg
uppvaxtarár.
Þar var gengið hægt um gleð-
innar dyr og þar lærði hún að gleðj-
ast yfir litlu. Barnssálin lærði að
skynja samspil almættisins í
undraveröld. Hún taldi sig alltaf
standa í þakkarskuld við þessi
góðu og skynsömu hjón. Svava fór
á Núpskóla og var að námi loknu
á heimili hálfbróður síns, Örnólfs
Valdimarssonar kaupmanns, þar
til hún giftist föðurbróður mínum,
Jóhannesi Þ. Jónssyni kaupfélags-
stjóra á Suðureyri. Þau hjón tóku
mikinn þátt í félagslífi á Suðureyri
og var Svava t.d. lengi í ritnefnd
Sóleyjar sem er handskrifað blað
kvenfélagsins þar. Hún hafði fal-
lega rithönd og næmt auga fyrir
því sem betur mátti fara, hún hafði
góða frásagnargáfu og átti gott
með að kasta fram vísu. Þau Jó-
hannes áttu fimm börn. Elstur var
Haraldur, f. 16. október 1944,
hann lést í bílslysi í Þýskalandi
1965 er hann var þar við nám;
Aðalheiður, f. 9. maí 1946, starfs-
maður hjá Morgunblaðinu; Þórður,
f. 19. júní 1948, kennari við
Menntaskólann við Sund; Guðrún
Kristín, f. 24. _ september 1950,
starfsmaður íslandsbanka og
María Þrúður, f. 25. nóvember
1953, en hún er búsett í Banda-
ríkjunum.
Öll eru börnin vel gefin og mik-
ið mannkosta fólk. Árið 1965 fluttu
þau hjón til Reykjavíkur þar sem
Jóhannes gerðist deildarstjóri inn-
heimtudeildar Sambands íslenskra
samvinnufélaga og seinna vann
hann hjá Samábyrgð íslenskra
fiskiskipa sem deildarstjóri. Svava
vann ekki útti eins og sagt er,
enda var hún aldrei heilsuhraust
og síðustu árin hafa verið henni
mjög erfið, en krabbameinið sigr-
aði að lokum og lést hún í Landa-
kotsspítala að kvöldi 31'. ágúst og
veit ég að hún var hvíldinni fegin
eftir erfiðan dag. Hve fá okkar
geta sagt: „Kom þú sæll, þegar
þú vilt“. En það gat hún.
Trú hennar á framhaldslíf og
algóðan Guð var sterk. Þegar ég
frétti lát hennar komu í huga mér
ljóðlínur eftir Steingrím Arason;
„Hve Ijúft er að verða að liði
um langan og fagran dag;
í kærleikans kyrrð og friði
svo kveðja um sólarlag.
Hve sælt er að sofna að kveldi
og sólfagran kveðja dag
við bjarmann af árdags eldi
og yndislegt sólarlag.
Við Svara bjuggum um árabil í
sama húsi, með henni var gott að
búa. Vil ég þakka þessi ár sem við
áttum saman og votta þér, Jói
minn, börnunum, tengdabörnum
og barnabörnum mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Þeirra er ljúft að
minnast sem mannbætandi var að
kynnast.
Sigrún Sturludóttir
Svava, en þannig var hún yfir-
leitt kölluð, fæddist á Suðureyri
við Súgandafjörð 17. mars 1923.
Foreldrar hennar voru Guðrún
Sveinbjörnsdóttir og Valdimar
Örnólfsson, skrifstofumaður á
Suðureyri. Svava gifti sig 10. októ-
ber 1943, eftirlifandi eiginmanni
sínum, Jóhannesi Þórði Jónssyni,
kaupfélagsstjóra á Suðureyri. Þau
eignuðust fimm börn: Harald,
fæddan 16. október 1944 en dáinn
28. mars 1965, hann fórst af slys-
förum úti í Þýskalandi; Aðalheiði,
fædda 9. maí 1946, starfsmann á
auglýsingadeild Morgunblaðsins í
Reykjavik; Þórð, fæddan 19. júní
1948, kennara við Menntaskólann
við Sund í Reykjavík; Guðrúnu,
fædda 24. september 1950, banka-
starfsmann Reykjavík og Maríu
Þrúði, fædda 25 nóvember 1953,
tölvufræðing, búsett í Banda-
ríkjunum. Barnabörn þeirra hjóna
eru orðin níu. Svava hafði kennt
lasleika nokkra undanfarna mán-
uði. Fyrir tveimur vikum lagðist
hún inn á Landakot. Allir gerðu
sér vonir um, að hún fengi þar
aukinn lífsþrótt og ætti þaðan fljót-
lega áfturkvæmt, en það fór á
annan veg. Hún andaðist föstudag-
inn 31. ágúst síðastliðinn.
Svava og Jóhannes byggðu sér
hús á Suðureyri og bjuggu þar uns
þau fluttu til Reykjavíkur árið
1965. Á stað eins og Suðureyri,
þar sem engin aðstaða er til al-
mennrar gisti- og veitingaþjónustu
kemur það í hlut forsvársmanna í
byggðarlaginu að hýsa gesti og
gangandi og veita þeim beina.
Ileimili þeirra Svövu og Jóhannes-
ar var því eitt.af þeim, sem mest
mæddi á í þessu sambandi og að
sjálfsögðu kom það harðast niður
á húsmóðurinni að hafa þennan
þátt í góðu lagi. Svava leysti þessi
mál af mikilli prýði. Á heimili henn-
ar fannst öllum gott að koma og
við vitum, að nú, þegar komið er
að leiðarlokum, munu margir
minnast með hlýjum huga gestrisni
og góðvildar hennar og þeirra
hjóna.
Við, sem þessar línur ritum, eig-
um margs að minnast vegna sam-
fylgdar okkar með þeim hjónum,
Svövu og Jóhannesi. Það voru náin
samskipti milli okkar heimila, sér-
staklega meðan við áttum öll
heima fyrir vestan. Það var oft
gáski og gleði í þeim samskiptum
og fleiri vora ánægjustundirnar en
hinar, þótt sorgaratvik bæra líka
að garði, þegar síst skyldi. Það var
mikið áfall, þegar elsta barn þeirra,
Haraldur, fórst af slysförum í
Þýskalandi 28. mars 1965, en hann
var þar við háskólanám. Haraldur
heitinn var mikill efnispiltur og við
hann bundnar glæsilegar framt-
íðarvonir. Það þurfti sterka per-
sónulega innviði til að standast
slíkt áfall. En með Guðs hjálp og
góðra vina tókst að komast
óskaddaður yfir þá andlegu reynslu
og sigrast á sorginni. Þá kom í
ljós, hversu sterk Svava var í raun
og veru og hversu vel þau hjón
studdu hvort annað, þegar mest á
reyndi.
Við minnumst líka ferðalaga,
innanlands og til útlanda, þar sem
Svava og Jóhannes voru nauðsyn-
legir félagar til þess að skapa rétt
andrúmsloft í hópnum og tryggja
að ferðin yrði öllum til ánægju.
Svava var hæglát að eðlisfari, ljúf
í viðmóti og lagði ávallt gott til
allra mála. Hún var fyndin í tilsvör-
um og kom, öðrum frekar, auga á
hinar broslegu hliðar tilverunnar,
þegar svo bar undir. Það fylgir því
alltaf sorg og söknuður, þegar
nánír ástvinir hverfa úr hópnum,
en það er líka huggun harmi gegn,
að eiga góðar og Ijúfar minningar
um horfinn vin og.félaga, og það
léttir sorgarbyrðina.
Kæri Jóhannes, börn, tengda-
börn og barnabörn. Við og fjöl-
skyldur okkar sendum ykkur öllum
innilegar samúðarkveðjur. Sökn-
uður ykkar er mikill og viðbrigðin
hjá þér, kæri vinur, eftir 47 ára
samfylgd ykkar hjóna, óbætanleg.
En þú átt minningu um góðan
lífsförunaut, sem stóð með þér- í
blíðu og stríðu. Þú átt myndarleg
og elskuleg börn og barnabörn,
sem munu veita þér gleði og traust
og milda söknuð þinn á komandi
tíma.
Blessuð sé minningin um Geir-
þrúði Svövu Valdimarsdóttur.
Trausti og Hermann
Minning:
Gígja Viihjálmsdóttir
Fædd: 9. mars 1930
Dáin: 28. ágúst 1990
Kveðja frá vinnufélögum
Mánudagur, fólk streymir til
vinnu, ný vinnuvika er að hefjast,
helgarfríinu er lokið. Fólk heilsast
og spjallar saman um atburði helg-
arinnar. Nú þegar, sumri hallar fara
margir til beija, flestir sér til
ánægju, því fátt er betra en að
dvelja í fallegri berjalaut. Gígja
hafði farið í beijamó um helgina
ásamt eiginmanni sínum Ingvari
Sigmarssyni, eflaust ætlað afrakst-
urinn börnum og barnabörnum. En
í beijamónum þar sem fullþroskuð
berin biðu þess að verða tínd, kom
aðsvifið sem kallaði hana burt úr
dagsins önn, burt frá fjölskyldu og
vinum, allt of snemma að okkur
finnst sem eftir stöndum.
Gígja Vilhjálmsdóttir, sem í mörg
ár hafði starfað við embætti bæjar-
fógetans á Akureyri, var þekkt fyr-
ir hógværð og lipurð. Hún var búin
þeim góðu mannkostum að geta
með hlýju og alúð umgengist alla.
Ilún var auk þess mjög vandvirk í
starfi sínu, enda naut hún trausts
allra.
Það haustar að í veröld og fyrr
en varir verður kominn vetur. Það
haustaði líka snögglega að á vinnu-
staðnum okkar. Skyndilega var
höggvið skarð í hópinn. Vinnufélagi
horfinn, vinnufélagi, sem með kær-
leika hafði umgengist alla svo aldr-
ei bar skugga á. Kveðjan í lok
vinnuviku, „sjáumst eftir helgi“,
rættist ekki og upp í hugann koma
ósögð kveðjuorð. Við erum þakklát
fyrii' að hafa mátt eiga Gígju fyrir
vin, þakklát fyrir allt það sem hún
miðlaði til okkar.
Með þessum fátæklegu línum
viljum við votta eftirlifandi eigin-
manni, börnum, barnabörnum,
tengdabörnum og systrum samúð
okkar. Við biðjum þess að guð leggi
líkn með þraut. Blessuð sé minning
hennar.
Samstarfsfélagar á bæjarfógeta-
skrifstofunni á Akureyri.
Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð í dag, föstudaginn 7. september, vegna jarðarfarar GEIRS HALLGRÍMSSONAR. Lögmenn Suðurlandsbraut 4 sf., Gestur Jónsson hrl., Hallgrímur B. Geirsson hrl., Jóhannes A. Sævarsson hdl.
Lokað Vegna jarðarfarar GEIRS HALLGRÍMSSONAR, seðlabankastjóra, verður Þjóðhagsstofnun lokuð eftir hádegi í dag, föstudaginn 7. september. Þjóðhagsstofnun.
Lokað Skrifstofur Almenna bókafélagsins hf. verða lok- aðar frá kl. 13.00 í dag, vegna jarðarfarar GEIRS HALLGRÍMSSONAR, seðlabankastjóra. Almenna bókafélagið hf.
Lokað
Vegna útfarar GEIRS HALLGRÍMSSONAR, fyrr-
verandi borgarstjóra, verða skrifstofur Reykjavík-
urborgar og stofnana hennar lokaðarfrá kl. 13.00
föstudaginn 7. september.
Borgarstjórinn í Reykjavík.