Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 Minning: Krisiján Jónsson frá Snorrastöðum Fæddur 24. apríl 1897 Dáinn 31. ágúst 1990 Kristján var hugsjónamaður, það fór ekki á milli mála og það sýndi hann í orði og verki. Við áttum farsæla samleið í bindindismálum. Hann var ekki í vafa um að Bakkus ætti ekkert erindi inn í mannlífið nema til skemmdar. Hann var ung- mennafélagsins heilbrigð sál í hraustum líkama og harmaði þegar heit voru þar afnumin. Heitstreng- ingar sínar í æsku stóð hann við. Þá var hann íslendingur og málið var honum kært, bæði sem ritað og í ræðu. Málvernd skildi hann vel og skilaði til þess dijúgum hlut og var til þess vitnað. Kristján var áhugamaður að því sem hann gekk. Við störfuðum sam- an við söfnun Snæfellingaljóða og það samstarf er mér hugljúft. Ymsu öðru léðum við saman lið og aldrei brást mér samstarfið og það sem hann lofaði og tók að sér var í góðum höndum. Þessa þykir mér kært að minnast nú, þegar hann hefir skilað góðu lífsstarfi jarðlífs. Hann fékk að sjá margt rætast af því sem hann taldi horfa landi og þjóð til hins betra. Hann varð einn- ig fyrir miklum vonbrígðum þegar gott mannsefni fór fyrir lítið undir leiðsögn Bakkusar. Já, það tók oft á og um þetta ræddum við Kristj- án, skrifuðum um í blöðin. Hann gerði sitt til að beina ungmennum inn á farsælar brautir. Snorrastaðaheimilið setti svip á umhverfið. Heimsókn þangað var ánægjuleg. Og alltaf var eitthvað lærdómsríkt sem maður fór með þaðan. Hvers vegna getur þjóðlífíð ekki verið betra, hvers vegna erum við alltaf að elta mýraljósin? Þessar spurningar bar oft á góma. Já, hvers vegna? Kristján trúði á hið góða og vissi að besti leiðsögumaður um lífið var og er Kristur. Góðu dagsverki er nú skilað og horfið á vit annarrar tilveru þar sem verkefni bíða. Lífið er skóli til að búa sig undir meira og æðra. Ég tel mig hafa auðgast af kynn- um mínum við Kristján og vil nú þakka okkar góðu og uppörvandi kynni. Blessuð veri minning góðs samferðamanns. Arni Helgason Ég elska þig, málið undurfríða, og undrandi krýp að lindum þínum. (E.B.) Kristján Jónsson, Snorrastöðum, Kolbeinsstaðahreppi á Snæfellsnesi, andaðist 31. ágúst sl. Þar er genginn þjóðkunnur mannkostamaður. . Hann var fæddur að Snorrastöð- um 24. apríl 1897. Foreidrar hans voru hjónin Jón Guðmundsson, ■ sem ættaður var úr Borgarfirði og Sól- veig Magnúsdóttir, sem átti ættir sínar að rekja í Húnavatns- og Strandasýslur. Kristján var yngstur margra barna þeirra hjóna og kveður síðast. Meðal bræðra hans voru Stef- án, lengi skólastjóri og námsstjóri í Stykkishólmi (d. 1969), Sveinbjöm, bóndi og kennari á Snorrastöðum (d. 1979), og Magnús, bóndi á Snorra- stöðum (d. 1955). Allir voru bræður þessir kunnir fyrir störf sín að fé- lags- og menningarmálum. Snorrastaðaheimilið hafði orð á sér sem mikið menningarheimili. Þannig var það í tíð foreldra Krist- jáns og ekki síður eftir að hann og bræður hans tveir tóku þar við bús- forráðum. I fyrstu stóð Margrét syst- ir þeirra fyrir búi með þeim bræðr- um, en 1931 kvæntist Sveinbjörn Margréti Jóhannesdóttur frá Hauk- atungu, sem þar hefur átt heima síðan og er enn á lífí. Á Snorrastöð- um var góður bókakostur og mikið lesið. Menning þjóðarinnar, saga og tunga, var hugleikið umræðuefni. Þar átti félagshyggjan djúpar rætur. Þar ríkti glaðværð gestrisni eins og best gerist í íslenskum sveitum. Þar átti samvinnuhreyfingin og Fram- sóknarflokkurinn sér góða málsvara. Búskapurinn var með myndarbrag. Vel byggt, mikið ræktað og snyrti- mennska úti sem inni. Það eru meir en 50 ár síðan ég kynntist Snorrastaðaheimilinu. Mér var strax ljóst að það átti sér djúpar menningarlegar rætur. Ég átti því láni að fagna að starfa hjá Stefáni við barnaskólann í Stykkishólmi árin 1937-’39 og búa á heimili hans. Þangað komu bræður hans á Snorra- stöðum einn af öðrum. Á útmánuðum 1939 gengumst við nokkrir félagar í Umf. Snæfelli í Stykkishólmi fyrir því að endurreisa Héraðssamband Snæfellinga með fundi á Vegamót- um. Þar tók Kristján á Snorrastöðum að sér forustu sambandsins. Vinátta og kynni okkar hafa haldist síðan, mér til mikils ávinnings. Eftir það lagði ég oft leið mína að Snorrastöð- um. Hann kom af og til á heimili mitt, einkum eftir að ég flutti á Akranes og var ætíð mikill aufúsu- gestur okkar hjóna. Það var sem góð kennslustund að fá Kristján í heim- sókn og sitja við fótskör hans. Kristján varð snemma með af- brigðum námfús og hinn mesti lestr- arhestur. Hann dvaldi í iýðskóla Sig- urðar Þórólfssonar á Hvítárbakka veturna 1916-1918 og hafði mikil not af því námi. Eftir það var hann á Snorrastöðum og þar vann hann lífsstarf sitt. Umf. Eldborg í Kol- beinsstaðahreppi var stofnað 1915. Eftir að Kristján kom af Hvítár- bakkaskóla valdist hann í forustu- sveit félagsins og var þar virkur fé- lagi fram á efri ár. Hann varð for- maður Héraðssambands Snæfellinga 1939, eins og áður getur og gegndi því starfi næstu árin. Alls átti hann sæti í stjórn sambandsins í meir en 30 ár. Hann var lengi fulltrúi þess á þingum UMFÍ og stundum ritari þeirra. Hann var ungmennafélagi af lífi og sál. Stefna þeirra: Ræktun lands og lýðs, var sem töluð frá hjarta hans. Mörgum öðrum trúnaðarstörfum gegndi Kristján fyrir sveit sína og hérað. Hann var í skólanefnd Kol- beinsstaðahrepps, skattanefnd, deildarstjóri Kaupfélags Borgfirð- inga og lengi fulltrúi á aðalfundum þess. Hann var í byggingamefnd Laugagerðisskóla og hafði áður verið í forustusveit fyrir byggingu sund- laugar að Kolviðarnesi. Þá var hann í áfengisvarnanefnd í fjölda mörg ár og mikill áhugamaður um áfengis- yarnir. Kristján var skáldmæltur og orti nokkuð. Hann var í útgáfunefnd Snæfellingaljóða og þar birtust kvæði eftir hann. Ennfremur hafa nokkur kvæði eftir hann birst í Skin- faxa — tímariti UMFÍ. Þrátt fyrir félagsstörf í héraði og forustu fyrir ýmsum menningannál- um mun Kristján þó vera þekktastur fyrir áhuga sinn á íslensku máli og málrækt. Samband hans við þá orða- bókarménn er orðið langt og munu fáir hafa enst þeirri lengur. Þar kom best í Ijós ást hans á íslenskri tungu, óvenjulega gott minni og þrotlaus lestur um allt það sem snertir sögu og bókmenntir þjóðarinnar. íslend- ingasögurnar hafði hann áreiðanlega lesið aftur og aftur, svo vel var hann að sér um efni þeirra. Hann kunni reiprennandi fram á gamals aldur fjölda kvæða eftir aldamótaskáldin. Hann var hafsjór af fróðleik og bar mikla virðingu fyrir menntun og menningu, þótt sjálfur ætti hann ekki kost á langri skólagöngu. Is- lensk tunga og saga voru kjörgreinar hans. Þar var hann hinn leitandi maður. Leitandi að sannleikanum í hveiju tilviki. Ekki er að undra þótt slíkur maður reyndist mikill visku- brunnur. Kristján sagði skemmtilega frá og gat brugðið fyrir sig leik- rænni tjáningu, þegar hann vildi svo við hafa. Það gaf frásögninni aukið gildi. Eitt sinn er fundum okkar Krist- jáns bar saman fyrir fáum árum var hann mjög miður sín yfir því að hann inundi ekki hver hafði ort ljóðið sem þetta erindi er í: Styðjast staf stolin svör skilur haf hjarta og vör. Hann nefndi til 2-3 góðskáld en var ekki viss. Ekki dugði annað en hafa það á hreinu hver hefði gefið þjóðinni slíka perlu. Því miður gat ég ekki gefið 'honum óyggjandi svar við því. Stuttu síðar var ég að blaða í ljóðasafni Einars Benediktssonar og fann þá fyrir hreina tilviljun þetta brot í kvæðinu Skýjaferð. Ég hringdi snarlega í Kristján og sagði honum frá höfundi þess og hvar kvæðið væri að finna. Hann varð allshugar feginn að þetta skyldi vera komið á hreint. Ég hygg að það séu ekki margir um nírætt, sem. viðhalda ljóðakunnáttu sinni af slíkri ná- kvæmni. Mér finnst saga þessi dæmi- gerð um þá menningaræð, sem hon- um var í blóð borin og lifði með hon- um til endadægurs. í eðli sínu var Kristján ákaflega hógvær maður og hlédrægur. Hann gerði lítið af því að halda ræður, nema þar sem skyldan bauð honum vegna ýmissa trúnaðarstarfa. Þá voru þær vel undirbúnar á vönduðu máli. Ég spurði hann einu sinni um störf hans í byggingarnefnd Lauga- gerðisskóla, en stofnun hans var mikill menningarviðburður á Snæ- fellsnesi — nánast bylting í skólamál- um — þar sem nær allir sveitahrepp- ar sýslunnar sameinuðust um bygg- ingu glæsilegs skólaseturs við hinar bestu aðstæður og lögðu jafnframt farkennsluna niður. Svar Kristjáns var eitthvað á þessa leið: Mín störf skiptu þar engu máli. Ég var aðeins fundarritari hjá Gunnari á Hjarðar- felli. Nefnd þessi starfaði í 9 ár. Vann merkilegt starf sem lengi verð- ur minnst og ég efast ekki um að fundargerðir Kristjáns séu sannar og góðar heimildir um allt sem þar gerðist. Gunnar var formaður bygg- ingamefndarinnar og bauð öllum erfiðleikum birginn, eins og Snæfell- ingum er kunnugt um. En þar sem annars staðar var Kristján hinn trausti starfsmaður, sem aldrei brást skyldu sinni og foringinn gat treyst í einu og öllu, enda hefur Gunnar rómað samstarfið við Kristján — bæði nú og áður. Kristján gekk heill til allra starfa og lagði ávailt gott til málanna. Hann átti viturt hjarta og bar velvildarhug til samferða- manna sinna. Með honum var því gott að vinna. Snorrastaðir eru fallegt býli í sög- uríkri sveit rétt sunnan við Eldborg- arhraunið á Snæfellsnesi. Þar skart- ar sjálf Eldborgin eins og kóróna á hrauninu í nokkurri ijarlægð. Stutt leið er til sjávar. Þar er fyrir landi urmull eyja og skeija. Víðsýni er mikið út Snæfellsnesið og inn til landsins. Þarna vann Kristján hörð- um höndum við bústörf langa ævi. Jörðin var vel fallin til búskapar. Haglendi gott fyrir sauðfé í Eldborg- arhrauni og auk þess mikil fjörubeit. Smalamennskan var hinsvegar erfið í hrauninu og mikil flæðihætta við sjóinn. Það kom lengi í hlut Kristjáns að vera fjárgæslumaður á Snorra- stöðum og hygg ég að hann hafi unað því vel. Þar gafst oft gott næði til að bijóta heilann um hin ólíkustu efni, sem lesið var um. Þetta gat hinsvegar kostað margar vökunætur við sjóinn þegar hætta var á ferðum vegna sjávarfalla. Kristján kvæntist ekki né átti börn. Á heimilinu ólust samt sem áður upp 7 börn þeirra Margrétar og Sveinbjarnar bróður hans. 4 drengir og 3 stúlkur. Mér fannst allt- af Kristján vera sem annar faðir þeirra og sýna þeim hina fyllstu umhyggju. Éitt er víst að eftir að Kristján lét af bústörfum og aldur færðist yfir hafa börnin frá Snorra- stöðum og makar þeirra verið sam- taka um að létta honum ellina og sýnt honum frábæra ástúð og um- hyggju með margvíslegum hætti. Er það þeim til mikils sóma. Síðustu æviárin dvaldi Kristján á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi. Löngu og merku ævistarfi er lok- ið. Fræðaþulurinn, sem ungur að árum tók ást við tungu og sögu þjóð- arinnar, hefur lokið lífsferli sínum. Lokað Vegna útfarar GEIRS HALLGRÍMSSONAR, seðla- bankastjóra, verða skrifstofur vorar lokaðar frá kl. 12.00 á hádegi í dag, föstudaginn 7. september. Fiskveiðasjóður íslands. Lokað Vegna jarðarfarar GEIRS HALLGRÍMSSONAR, seðlabánkastjóra, verður Seðlabankinn lokaður frá kl.. 12 á hádegi föstudaginn 7. september nk. Seðlabanki íslands. Lokað Skrifstofur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Val- höll, Háaleitisbraut 1, verða lokaðar í dag, föstu- daginn 7. september, vegna útfarar GEIRS HALLGRÍMSSONAR. Sjálfstæðisflokkurinn. Lokað verður eftir hádegi í dag, föstudag, vegna jarðar- farar PÁLS GÍSLASONAR. Stoð hf., Trönuhrauni 6, Hafnarfirði og Domus Medica, Egilsgötu 3, Reykjavík. Tungan er afsprengi þjóðarsögunnar og þar verður ekki greint á milli. Hvað er tungan? Þannig spyr Matt- hías og svar hans var: Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, Darraðarljóð frá elstu þjóðum heiftarhreim og ástarbríma örlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum ljóði vígðum, geymir í sjóði. Sjálfboðaliðar á akri íslenskrar tungu eiga skilið þakklæti alþjóðar fyrir málræktarstörf sín. Islenskt þjóðerni er fólgið í tungunni, sem skapar sjálfstæði þjóðarinnar og til- verurétt. Hér er því mikið í húfi. Kristján á Snorrastöðum var einn af þessum sjálfboðaliðum. Blessuð sé minning hans. Daníel Ágústínusson Hinn 31. ágúst sl. lézt mikill velvildarmaður Orðabókar Háskól- ans. Eins og allir þeir vita, sem hlustað hafa á þættina um íslenzkt mál í Ríkisútvarpinu á liðnum ára- tugum, hefur verið vitnað til um- sagna margra heimildarmanna um orð og merkingar þeirra. Á engan mun hallað, þótt ég ne'fni þar alveg sérstaklega til Kristján á Snorra- stöðum, enda hefur hann fylgzt með þætti okkar orðabókarmanna allt frá upphafi eða aftur til ársins 1956. Eins mun hann hafa verið tryggur hlustandi og miðlari til þeirra, sem áður höfðu þennan þátt á hendi, jafnáhugasamur og hann var um íslenzka tungu og velferð hennar. Um hana vildi hann halda dyggan vörð, enda var Kristján enginn veifiskati og var heill í hveiju því máli, sem hann hafði áhuga á. Kristján var orðinn háaldraður, þegar hann lézt, eða rúmlega 93 ára gamall. Frá því að hann hóf samband við Orðabókina og fram á þetta ár, ritaði hann alls 133 löng og efnismikil bréf, sum árin fimm til sex, og öll með mjög skýrri hendi og á vönduðu máli. Síðasta bréf til okkar skrifaði hann í febrúar sl. og er ekki unnt að sjá á því, að þar haldi um penna rúmlega níræður maður. Bjó hann þó við mikla sjón- depru síðustu ár. Eins bagaði hann heyrnarleysi, enda hafði hann fyrir allnokkru skrifað okkur og boðað, að nú yrði bréflegu sambandi við Orðabókina brátt lokið. En samt hélt hann ótrauður áfram bæði að hlusta eftir beztu getu og síðan að svara spurningum okkar bréflega. Get ég í þessu sambandi ekki stillt mig um að setja hér upphaf næst- síðasta bréfs hans til okkar, en það skrifaði hann 30. október sl. Þar segir hann: „Það má nú segja að stefnt sé í fulla vonleysu að ætla að skrifa um íslenzkt mál, kemur þar þrennt til. Hið fyrsta að vita eitthvað sem vert er að greina frá. Hið annað að geta sagt frá svo skiljanlegt sé, og hið þriðja að koma því á blaðið svo læsilegt verði. Ég stefni samt út í óvissuna." Honum var það svo sannarlega óhætt, okk- ar gamla og trygga vini, því að hann fullnægði öllum þessum skil- yrðum. Hann hafði ævinlega eitt- hvað frásagnarvert, kom því í skil- merkilegan búning, og í þriðja lagi var allt svo læsilegit frá hendi hans til síðustu stundar, að það olli aldr- ei misskilningi. Er vissulega ánægjulegt að ná svo háum aldri sem Kristjáni auðnaðist og halda fullri andlegri reisn til leiðarloka. Hin síðustu ár bjó Kristján á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi. Þar hafði hann í kringum sig margt fólk af sinni kynlóð, alda- mótakynslóðinni. Nutum við einnig góðs af, því að hann bar ýmsar spurningar okkar um orð og merk- ingar undir sambýlisfólk sitt og lét okkur síðan í té umsagnir þess. Ég hygg honum hafi liðið vel á Dvalar- heimilinu, enda mun hann hafa ver- ið mannblendinn að eðlisfari. Þá var hann fróðleiksfús alla ævi og vel lesinn og minnugur með afbrigðum. Urðum við þess vel áskynja, bæði í bréfum hans og eins, þegar hann kom í heimsókn til Orðabókarinnar, en þangað kom hann oftast nær, þegar hann átti erindi í borgina hin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.