Morgunblaðið - 22.09.1990, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTBMBER 1990
EFTA — EB:
Tillögur EB um stjórn
evrópska efnahagssvæðisins
væntanlegar fyrir 10. október
^ Brussel, frá Krislófer Má Kristjánssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Á SAMEIGINLEGUM fundi yfirsamninganefnda Fríverslunarbanda-
lags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um Evrópska efna-
hagssvæðið (EES) sem lauk í Brussel í gær kom fram að fulltrúar
EB hyggjast leggja fram tillögur um fyrirkomulag stjórnar og ákvarð-
ana sem varða EES ó næstunni. Talsmenn bandalaganna beggja sögðu
að samstaða væri um hveijar reglugerða EB ættu að gilda um EES
en hins vegar væri ágreiningur um hvernig ætti að fara með þá fyrir-
vara sem EFTA-ríkin hafa sett fram.
Fulltrúar EB hafa hafnað þeirri ar innan GATT og þess vegna sé
hugmynd EFTA að tengja fyrirvar-
ana hugsanlegum lausnum á sam-
eiginlegri stjórn EES. Ýmislegt
bendir til þess að EFTA-ríkin séu
tilbúin til að nota hluta af fyrirvörum
sínum sem skiptimynt í viðræðum
um stjórn EES. Þá mun vera ágrein-
ingur á milli EFTA og EB um þátt
landbúnaðarafurða í lokasamkomu-
lagi. EB hyggst á næstunni leggja
fram lista yfir landbúnaðarafurðir
sem það krefst greiðari aðgangs
fyrir inn á markaði EFTA-ríkjanna.
EFTA-ríkin hafa hins vegar vísað
til þess að þau mál séu til umfjöllun-
VEÐUR
engan veginn tímabært að fjalla um
þau heldur beri að bíða niðurstaðna
þeirra viðræðna.
Hannes Hafstein, aðalsamninga-
maður Islands, sagði að þegar litið
væri á heildarmyndina væru bein
tengsl á milli efnisþátta samningsins
og stjómunar EES „því fleiri fyrir-
varar sem verða í gildi þeim mun
minna verður til að stjóma innan
EES og það giidir í rauninni um
reglumar í heild. Við hljótum að
setja fyrirvara um þá þætti þar sem
áhrif okkar eru takmörkuð". For-
senda þess að hægt sé að falla frá
nokkrum af fyrirvörunum er að í
staðinn komi raunveraleg áhrif á
fyrirkomulag og stjóm efnahags-
svæðisins. Það sem liggur fyrir er
að fara nánar ofan í skilgreiningar
á fyrirvöranum og finna lausnir á
þeim hluta þeirra sem tengjast
lífshagsmunum einstakra EFTA-
ríkja og ekki verða afgreidd með
aðlögunartíma eða á annan hátt. „Að
sjálfsögðu geta orðið um það erfiðar
samningaviðræður innan EFTA
hvað á að standa eftir af kröfum
einstakra EFTA-ríkja þegar samn-
ingurinn um EES kemst á lokastig,"
sagði Hannes að lokum.
Vinnuhópur sem íjallar um lög
og stofnanir fær væntanlega tillögur
EB til umfjöllunar á fundi 10. októ-
ber og líklegt er að ráðherrar
EFTA-ríkjanna verði að taka afstöðu
vtil þeirra á óformlegum fundi i Genf
22.-23. október.
VEÐURHORFURIDAG, 22. SEPTEMBER
YFIRLIT í GÆR: Við Hjatteyjar er 982 mb tægð sem þokast austur
en 1030 mb hæð er yfír Norður-Grænlandi.
SPÁ: Norðan- og norðaustan gola eða katdi og smá slydduél á
annnesjum austan lands. Léttskýjað sunnanlands en annars að
mestu skýjað, en úrkomutaust.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNDUDAG OG MÁNUDAG: Fremur hæg norðan-
og norðaustanátt. Smáskúrir noröan og austanlands en víða bjart-
viðri sunnan- og vestanlands. Hiti 3 til 5 stig. Hægviöri og skýjað
en úrkomuiaust. Hiti 4 tíl 6 stig.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Halfskyjað
Skyjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrimar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
* / *
/ * / » Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
10° Hitastig:
10 gráður á Celsius
Sy Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
[T Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl.
hHI ve8ur
2 rlgning
6 léttskýjað
7 sk«að
Helsinki 12 skýjað
Kaupmannahöfn 10 skýjað
Narssarssuaq 8 skýjað
Nuuk 4 alskýjað
Ósló 11 skýjað
Stokkhóimur 11 skúr
Þórshöfn 10 hálfskýjað
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Bðdln
Chicago
Feneyjar
Frankfurt
Hamborg
Las Palmas
London
LosAngeles
Luxemborg
Madríd
Mallorca
Montreal
NewYork
Orlando
París
Róm
Vin
Washington
Winnipeg
25 léttskýjað
13 úrkoma
26 mlstur
12 skýjaS
18 alskýjað
22 þokumóða
13 hólfskýjað
10 úrkoma
8 skúr
vantar
15 lóttskýjað
19 alskýjað
12 skýjað
27 mistur
32 helðskýrt
32 léttskýjað
12 skýjað
14 léttskýjað
vantar
vantar
26 skýjað
16 rign’mg
15 skýjað
8 skýjað
ÍDAGkl. 12.00
HeimHch Veöursíofa íslands
(Byggt á veðurspáki. 16.151 gær)
Verktakar hafa notað hvern þann dag sem þurrt hefur verið að
undanförnu til að ljúka við lagfæringar á Reykjanesbrautinni, en
mikil úrkoma að undanförnu hefur tafið verkið verulega.
Endurbætur á Reykjanesbraut:
Mikil úrkoma tef-
ur framkvæmdir
Keflavík.
MIKIL úrkoma að' undanförnu hefur tafið talsvert lokaáfanga á
þeim endurbótum sem gera á í sumar á Reykjanesbrautinni. Frá því
í vor hefur verið unnið við að endurnýja slitlag og þeir kafiar sem
eru með dýpstu hjólförin réttir af með malbiki. Rögnvaldur Jónsson
umdæmisverkfræðingur Vegagerðar rikisins sagði í samtali við
Morgunblaðið að enn ætti eftir að ljúka tveim vegarköflum, við
Voga og á Strandaheiði. Einnig ætti eftir að mála miðlínu og kanta.
Endurbótum á Reykjanesbraut- þeirra vega sem gerðir væru í dag
inni á að ljúka á fjórum árum sam-
kvæmt áætlun Vegagerðarinnar.
Heildarkostnaður er áætlaður um
230 milljónir og i ár verður unnið
fyrir um 76 milljónir króna. Rögn-
valdur Jónsson sagði að þverhalli
væri 20%, en þverhalli Reykjanes-
brautarinpar hefði aðeins verið um
12-15%. í sumar hefði verið unnið
að því að auka hallann í 17% og á
næsta ári yrði hann svo aukinn í
20%. BB
ísafjörður:
Lausnarbeiðni
Haraldar lögð fyrir
bæjarstjórn að nýju
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur falið bæjarstjórn ísafjarð-
ar að taka að nýju til umfjöllunar
lausnarbeiðni Haraldar Líndals
Haraldssonar, bæjarstjóra, frá
störfum bæjarfulltrúa á ísafirði
þar sem ekki hafi verið tilgreint
hvort um endanlega eða tíma-
bundna lausn frá bæjarfulltrúa-
störfum væri að ræði í fyrri sam-
þykkt meirihluta bæjarsljórnar-
ar. Hvorki náðist í Ólaf Helga
Kjartansson, fyrsta mann á lista
Sjálfstæðisflokksins á ísafirði,
né Harald Lindal Haraldsson til
að bera umsögn ráðuneytisins
undir þá, en Kolbrún Halldórs-
dóttir, sem skipaði annað sæti á
lista Sjáifstæðisflokksins á
ísafirði, vildi ekkert láta hafa
eftir sér um málið að sinni.
Kæra frá fjóram minnihlutafull-
trúum bæjarstjómar ísaijarðar
barst ráðuneytinu 13. júlí síðastlið-
inn. í henni segir að fulltrúarnir
geti ekki fallist á lausnarbeiðni
Haraldar Líndals Haraldssonar frá
bæjarfulltrúastörfum af tveimur
ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess
að ekki hafi verið um að ræða form-
legt erindi með gildum rökstuðningi
um ástæður lausnarbeiðninnar og,
í öðru lagi, vegna þess að ekki sé
tilgreint ákveðið tímabil.
1 umsögn meirihluta bæjarstjóm-
ar frá 14. ágúst segir hins vegar
að lausnarbeiðnin hafi verið skrifleg
og tekið er fram að hún hafi verið
lögð fram með formlegum hætti
fyrir bæjarstjóm sem hafi fallist á
hana. Einnig segir áð beiðnin hafi
verið rökstudd með pólitísku sam-
komulagi þeirra framboðslista sem
stóðu að meirihlutamyndun, þ.e. D
og I lista, en í því samkomulagi sé
gert ráð fyrir að Haraldur Líndal
Haraldsson verði bæjarstjóri en
ekki jafnframt bæjarfulltrúi. Síðan
segir orðrétt: „Bæjarstjórn sam-
þykkti að ráða Harald L. Haralds-
son á kjörtímabilinu 1990-1994.
Ráðningunni er ætlað að standa
allt kjörtímabilið."
í bréfi Félagsmálaráðuneytisins
til hlutaðeigandi frá 14. september
segir að ráðuneytið geri ekki at-
hugasemd við fyrri kæru fulltrúa
minnihlutans en málið er að nýju
lagt fyrir bæjarstjórnina þar sem
ekki komi fram í lausnarbeiðninni
hvort hún er endanleg eða tíma-
bundin.
Sundahöfn:
Tefltá
50 metra
skákborði
SÉRSTÆÐUR skákviðburð-
ur fer fram á athafnasvæði
Eimskips við Sundahöfn í
dag, laugardaginn 22. sept-
ember, klukkan 13.20.
Þar munu eigast við nýbak-
aður Islandsmeistari, Héðinn
Steingrímsson, og sterkasti
stórmeistari íslendinga um
þessar mundir, Helgi Olafsson.
Telft verður á 50x50 metra
taflborði með sérstaklega
merktum lyfturum og eru tafl-
mennirnir allt að 5 metrar á
hæð.
Eftir því sem best verður
vitað verður þessi skák fyrsta
vélknúna skákin sem tefld hef-
ur verið í heiminum. Þannig
verður hún líka að teljast
„sterkasta" skákin frá upphafi
því að alls er vélarafl lyftaranna
nærri 1.000 kw. Til þess að
skákmeistararnir hafi yfirsýn
yfir hið stóra skákborð verður
þeim lyft upp í 3-4 metra hæð
á lyftara.
Allt bendir til þess að þessi
viðburður verði skráður í
heimsmetabók Guinness.