Morgunblaðið - 22.09.1990, Síða 10

Morgunblaðið - 22.09.1990, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990 Oft veltir lítil þúfa... __________Leiklist_____________ Súsanna Svavarsdóttir FIó á skinni Leikfélag Reykjavíkur Höfundur: Georges Feydeau Þýðandi: Vigdís Finnbogadóttir Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson Leikmynd og búningar: Helga Stefánsdóttir Fyrsta verkefni leikárs Leikfélags Reykjavíkur, Fló á skinni, var frum- sýnt í Borgarleikhúsinu í fyrrakvöld. Laufléttur farsi, eftir franska höf- undinn Georges Feydeau. Eins og flestir farsar, hefst Flóin á misskiln- ingi, sem leiðir af sér enn meiri misskilning, eða eins og sagt er, oft veltir lítil þúfa þungu hlassi; frú Raymonde Chandebise opnar póst eiginmanns síns, þar sem, ■ meðal annars, er að finna öskju, sem inni- heldur axlabönd hans. Askjan er send frá hótel Kisulóru, sem er eins konar griðastaður þeirra sem standa í framhjáhaldi. Frúin fer í vettvangs- könnun, kallar síðan til vinkonu sína, frú Lucienne Homénides de Hi- stangua, til að leita ráða um hvað skuli gera; greinilegt sé að karlinn er henni ótrúr. Þær vinkonurnar bræða þetta með sér og ákveða síðan að skrifa herra Chandebise ástarbréf, frá óþekktri konu, og biðja hann að hitta hana á Kisulóruhótelinu. Hún segist hafa séð hann í leikhúsinu með eiginkonu sinni og öðrum manni - en þar sem herra Chandebise þykir fremur óálit- legur - er hann þess fullviss að kvennagullið, Tournel, hafi átt að fá bréfið, en sá hafði verið með þeim hjónum í leikhúsinu. Það er því ákveðið að Tournel fari á stefnumó- tið. En áður en það gerist, þvælist heilt gallerí af fólki í málið; þjónustu- lið Chandebise, frændi hans, Camille Chandebise, sem er með málgalla, læknir heimilisins og eiginmaður Lucienne - og áður en Toumel kemst á stefnumótið, er ljóst að þangað stefna þau öll, til að leið- rétta misskilning og koma í veg fyr- ir að hinn blóðheiti Spánverji, Carlos Homénides de Histangua, eiginmað- ur Lucienne, fremji morð. Þar tekur ekki betra við. Hótel- þjónninn er tvífari herra Chandebise og stöðugt er verið að taka feil á þeim á báða bóga - og um hríð virð- ist eins og flækjan sé óleysan- leg . . . Fló á skinni finnst mér vera ein- hver best skrifaði farsi sem ég hef séð. Textinn er þjáll og mikið um skemmtileg tilsvör, fléttan er flókin, en aldrei svo að áhorfandinn tapi áttum í henni, þótt vissulega sé hægt að skemma verkið með yfír- drifnum leik og ólátum. Sem betur fer var sú leið ekki valin hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur - heldur hefur leik- stjórinn, Jón Sigurbjömsson, farið þá leið að gera persónurnar að ofur eðlilegu fólki - sem bregst eðlilega við aðstæðum; verður ýmist sárt, reitt, taugaspennt eða hálfmglað. Og þótt ekki sé lagt upp úr persónu- sköpun í farsaleikforminu, hefur Jóni tekist, með þessari aðferð, að skapa persónur sem em. trúverðug- ar, án þess að það sé á kostnað skemmtunarinnar. Og þær verða aldrei þreytandi. Með hlutverk frú Chandebise fer Guðrún S. Gísladóttir. Ég minnist þess ekki að hafa séð hana leika í farsa áður og ég er ekki viss um að það henti henni. Þótt svipbrigði hennar og raddbeiting hafi gengið hnökralaust fyrir sig, verður ekki það sama sagt um hreyfingar. Hún virkaði heft og í vandræðum með hendurnar á sér; tók því greinilega það ráð að pressa olnbogana að mittinu og nota aðeins framhand- leggina til tjáningar, alla sýninguna. Þetta kom fremur illa heim og sam- an við þá tilfinningaríku frú Chandebise sem liggur í textanum. Ragnheiður Tryggvadóttir leikur vinkonuna, frú de Histangua. Það er virðuleikablær yfír frúnni, hún er siðavönd hefðarkona og Ragn- heiði tókst með rödd og látbragði að gera henni góð skil, konunni sem líður áfram í tilvemnni og getur annaðhvort orðið móðguð eða miður sín. í hlutverki herra Chandebise er Arni Pétur Guðjónsson og fer hann einnig með hlutverk hótelþjónsins, Poche. Þeir em ólíkar manngerðir og á köflum tókst Árna Pétri all- sæmilega að fylla út í persónumar, sérstaklega herra Chandebise. Þó vantar hann herslumuninn og hefði þurft að vinna smáatriðin betur. Kristján Franklín Magnús leikur herra de Histangua, blóðheitan Spánveija, sem er í krónísku afbrýð- iskasti. Kristján virtist dálítið of meðvitaður um bjagaðan texta sinn og vantaði spænsku blæbrigðin til- fínnanlega í raddbeitingu; hafði of mikla hörku í þeim, en enga mýkt. Guðmundur Ólafsson leikur kven- nagullið Tournel og gerir það með afbrigðum vel. Klikkar hvergi á svip- brigðum, raddbeitingu eða hreyfíng- um. Pétur Einarsson leikur lækninn, Finache, og fer ágætlega með hlut- verk þessa geðprúða manns, sem er alitaf að rembast við að hafa yfírsýn yfir tilvemna og vera tilbúinn með óbrigðul ráð. Með hlutverk vinnu- konunnar á heimili Chandebise-hjón- anna fer Ása Hlín Svavarsdóttir, sérlega skemmtileg gamanleikkona og gerði þessu litla hlutverki mjög góð skil. Hótelstjórahjónin, Augustin Ferraillon og Olympe Ferraillon, leika þau Jón Hjartarson og Margrét Ólafsdóttir. Herra Ferraillon er þessi ógeðfellda týpa, sem gerir hvað sem er til að græða, er ruddalegur við þjónustufólk sitt og fremur heimskur maður. Hann giftist Oiympe sinni til fjár, en hún er fyrrverandi gleði- kona. Ferraillon er stoltur af því og frægð hennar. Hún er orðin „siðsöm“ frú, en er þó alltaf kynbomba og kann sko að vagga mjöðmunum, ef hún hefur verðuga áhorfendur. Þau Jón og Margrét vom yndisleg í þess- um dúett. Það sama má segja um Steindór Hjörleifsson, sem fór með örlítið hlutverk Baptistin, frænda Ferraillons. í öðrum litlum hlutverkum em þau Jakob Þór Einarsson, Helga Braga Jónsdóttir og Sigurður Karls- son. Því miður er eins og þau séu að leika í öðm leikriti. Leikur þeirra er yfirdrifínn; Jakob Þór, sem leikur þjón herra Chandebise, beitir rödd- inni hálftóni of hátt, Helga Braga, sem fer með hlutverk þjónustustúlku á hótelinu, leikur svo stórt að sterk rödd hennar, sem ætti að vera mik- ill kostur fyrir leikkonu, verður yfir- þyrmandi og svipbrigði sömuleiðis. Sigurður leikur enskan hótelgest og er þreytandi í gassagangi sínum. Ötalinn er senuþjófur sýningar- innar, Þór Thulinius. Hann fer með hlutverk Camille Chandebise, sem á við málgalla að stríða; hann getur bara borið fram sérhljóða. Þór fer með þetta hlutverk af þvílíkri snilld að unun er á að horfa. Öll svip- brigði, látbragð og raddbeiting em hárnákvæm - aldrei of, aldrei van. Hann hefur greinilega sterka tilfínn- ingu fyrir persónusköpun og mikla tækni á valdi sínu. Að sjá þvílíkan leik, sendir mann í sæluvímu út úr leikhúsinu. Þetta er feykilega skemmtilegt verk og góð sýning. Þá annmarka sem eru á leikstíl nokkurra leikar- anna, vona ég að megi að mestu leyti skrifa á frumsýningarspennu. En sýningin er ekki bara góð fyrir eyrað, heldur augað líka. Leikmynd Helgu Stefánsdóttur er sérstaklega haganlega gerð og fellur vel að sýn- ingunni. Helga ber greinilega gott skynbragð á liti og hvað fer saman. Hvert smáatriði passar, meir að segja áklæðin á húsgögnunum. Það er mikið samræmi í leikmyndinni og búningarnir em fallegir. Á heildina litið held ég að óhætt sé að segja að Fló á skinni sé virki- lega verðugt fyrsta verkefni þessa lelkárs hjá Leikfélagi Reykjavíkur. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL, loggiltjr fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Iðnaðarhúsnæði við Höfðatún á 1. hæð 142 fm nt. auk lítillar geymslu í kj. og kaffistofu i risi. Laust 1. jan. nk. Nánari uppl. aðeins á skrifst. í Suðurhlíðum Kópavogs endaraðhús rétt við miðbæinn 240,1 fm nt. m/6 herb. íb. á hæð. Séríb. má gera í kj. Bílskúr. Trjágarður. Húsið er um 20 ára á einum vinsæl- asta stað í Kóp. Eignaskipti mögul. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. Góð íbúð við Rauðalæk 3ja herb. lítið eitt niðurgr. í kj. Hiti og inng. sér. Góð sameign. Nýtt gler o.fl. Skipti æskil. á stærri íb. t.d. í nágrenninu. Á einni hæð - hagkvæm skipti Endaraðhús m/nýrri sólstofu rúmir 150 fm í Fellahverfi. Nýl. parket o.fl. Ræktuð lóð. Góður bílskúr 23,1x2 fm. Eignaskipti mögul. Á útsýnisstað inni við Sund glæsil. parhús við Norðurbrún m/rúmg. 6 herb. íb. á hæð. Á jarðhæð eru 2 herb. m/snyrtingu, þvottah., geymsla, stórt föndurherb. og innb. bílskúr. Eignaskipti möguleg. Ágæt íbúð í lyftuhúsi við Asparfell. 4 rúmg. svefnherb. Sérinng. af gangsvölum. Sér- þvottah. Bílskúr. Góð geymsla. Verð aðeins 8,1-8,5 millj. Margs konar eignaskipti mögul. 2ja herb. góðar íbúðir við: Dúfnahóla. (Fráb. útsýni.) Stelkshóla. (Góður bílskúr.) Asparfell. Frá- bært útsýni. Vinsaml. leitið nánari uppl. Sérstaklega óskast á söluskrá 4ra-5 herb. íbúð á Lækjum, Teigum eða nágrenni. Einbhús eða raðh. á einni hæð af meðalstærð. Má þarfnast endurbóta. Einbhús eða raðhús í borginni, Kópavogi eða Hafnarfirði. Sérhæð sem næst miðborginni. Skrifstofu- og fbúðarhúsnæði 250-300 fm sem næst miðborginni. 3ja, 4ra og 5 herb. fbúðir með húsnæðislánum. 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir með bílskúr. Margs konar eignaskipti mögul. Margir bjóða útborgun fyrir rétta eign. • • • Opiðídagkl. 10.00-16.00. Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar uppl. AIMENNA FASTEIGNASAIAM LAUGAVEG! 18 SÍMAR 21150-21370 fiöHE&ÖŒDÍl Umsjónarmaður Gísli Jónsson Meðan ég var skólakennari, var ég stundum spurður: Hvað á ég að gera til þess að tala og skrifa fallegt og gott mál? Ég kunni naumast nema eitt svar: lesa, lesa mikið, lesa góðar bæk- ur, fornar og nýjar. Auðvitað var ég að bera mig til við að þjálfa nemendur í ræðugerð og ritsmíðum. En allt held ég það hafi verið hégómi hjá hinu: að lesa. Reyndar lásu nemendur mínir mikið af ljóðum upphátt. Halldór Laxness las að vísu ekki aðeins ósköp á barnsaldri, heldur var hann svo heppinn, að á bernskuheimili hans voru góðar bækur lesnar upphátt. Nú er fátt um þvílíkan munað. En um Halldór verður það eitt sagt hér af mörgu góðu, að snemma hafði hann, að mér finnst, íslensku allra alda á valdi sínu. Hann hafði lesið og lesið, og svo var ekki að því að spyrja, í hvers konar jarðveg þau lestr- arfræ féllu. Þá hlýddi hann grannt á mál manna og skrifaði hvaðeina hjá sér sem til nýmæla heyrði í eyrum hans. Stíll hans er líka svo auðugur og þeim töfr- um gæddur sem alkunna er og umsjónarmaður kemur ekki hæfilegum orðum að. Hann víkur sér í þess stað í gamalt kvæði, Hugsvinnsmál, þýtt úr latínu (Disticha Catonis) kannski á 13. öld. Þar segir: A1 snotur maður ef íþróttir nema vill og vel margt vita, bækur hann lesi, þær er gerðu gumnar spakir og kenndu fróðleik iirum, því að á fornum bókum stendur til flestra hluta ráðafjöld ritin. ★ Kalkún eða kalkúni er heiti á stórum og mannýgum fugli af hænsnaættinni. Þetta orð er talið hafa borist til okkar á 19. öld frá Dönum (en til þeirra frá Þjóðveijum og Hollendingum). Kalkúni telst vera stytting úr kalkunsk hane (hene)=hænsn- fugl ættaður frá Kalkútta á Indlandi. Kammerat komst í mál okkar úr dönsku á 18. öld og merkir félagi. Það er ættað úr frönsku camarade af lat. camera=her- bergi. Kammerat er því eigin- lega herbergisfélagi. Af þessu tökuorði höfum við svo búið til lýsingarorðið kammó=félags- lyndur, vingjarnlegur. Kela=gæla við, sýna ástarat- lot, svo og samsvarandi orð, kelinn og kelirí; allt er þetta komið úr dönsku, þar sem stofnsérhljóðið er skrifað með Æ-i. Uppruni telst vera óvís. Er hugsanlegt að þetta sé skylt ísl. kjalast (við einhvern)=láta sér annt um? Kumpáni=félagi, náungi; komið gegnum þýsku og frönsku úr miðaldalatínu companio= mötunautur, af com=með, sam, og panis=brauð. Kumpáni er stundum haft kompáni eða kumpánn. Vilfríður vestan kvað: Sú vissa í hjarta mér vex í ró: ég vil bara Mikael sexí, þó iand hafann flúið og líklega búið með iausgyrtum konum í Mexíkó. Minn góði kennari, próf. Steingn'mur J. Þorsteinsson, sem ég nefni í heiðursskyni, komst einu sinni svo að orði í tíma uppi í Háskóla, að meistari Jón [Vídalín] hefði verið „glögg- skyggnari á vélabrögð djöfulsins en hvað er starsýnn á náðarfaðm drottins“. Þetta kemur mér stundum í hug, þegar við, sem viljum kall- ast málvöndunarmenn, dettum ofan í svartsýnisköst. Finnst okkur þá sem viðleitni okkar og annarra slíkra hafi komið fyrir lítið. „Og varð með öllu forgef- ins“, var Sveinn lögmaður Sölva- son vanur að segja í annál sínum um hvaðeina sem Skúli Magnús- 556. þáttur son landfógeti hafði forgöngu um. Auðvitað er víða illa mælt og skrifað, og mál okkar á margan hátt fátæklegra en fyrrum. En í bókmenntum okkar hefur nú 'gengið gylfrum á aldanna rás. Okjör eru til dæmis til af vondum kveðskap frá löngu liðnum öld- um, svo sem dönsum, rímum og trúarljóðum, svo úr kaþólsku sem úr lútersku. Deila má um hver huggun sé að því að virða slíkt fyrir sér. En eitt er víst: Þessi ósköp þrumdi tunga okkar af sér, og þetta dygði ekki að bjóða fólki nú. Sumt af helgi- kvæðum og sálum er svo álappa- legt, að það orkar á mig eins og guðlast, þótt í öfugri ætlan væri ort. Hérna er svolítið dæmi, þó langt frá því lakasta: Einn af lærisveinum innan garðs að sverði brá, af Júða þræli einum eyrað sneiddi hann höfði frá. Jesús tók og aftur við hausinn græddi. „Þú geymt þitt sverð í góða slíður", segir pðsson blíður, við postolann Petrum ræddi. (Úr Niðurstigningarvísum) ★ „Upp úr miðri öldinni [16.] verður heldur óheillavænlegur atburður í sögu málsins, sá að menn glopra niður y-hljóðinu, og virðist ekki hafa tekið nema tæp hundrað ár að ráða niður- lögum þess. Þá er svo komið að vilja og flytja eða bíða og hlýða getur staðið í hendingum, og nú taka menn að fara hjá sér ef þeir þurfa að beygja sögnina að skjóta. En um leið og y-hljóðið týnist, hefst gríðarlegur rugling- ur og óvissa hvar setja skuli staf- inn y, og mun því stríði ekki linna fyrr en annaðhvort stafur þessi eða íslenzka þjóðin fellur í valinn.“ (Jón Helgason: Handrita- spjall, 1958.) P.S. Síðasti þáttur var ekki alveg nógu snurfusaður. Lakast var að tvívegis skiptist skakkt á milli lína. Beðist er afsökunar á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.