Morgunblaðið - 22.09.1990, Page 15

Morgunblaðið - 22.09.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990 Færeyjar og Grænland eftir Birgi ísleif Gunnarsson Atvikin hafa hagað því svo að í þessum mánuði hef ég sótt heim okkar næstu nágranna í austri og vestri, þ.e. Færeyjar og Grænland. Samstarf þessara þriggja landa sem liggja hér úti í Norður-Atl- antshafi hefur aukist allmikið á ýmsum sviðum undanfarin ár. Þó er enn við ramman reip að draga í samstarfinu og er ýmsilegt sem því veldur, m.a. mismunandi reglur í löndunum, erfiðar samgöngur og að markaðurinn sem þessi lönd mynda sameiginlega er ekki stór. Færeyjar í Færeyjum búa nú nær 48 þús. manns. Eyjarnar eru 18 og hefur tekist að mynda ágætt samgöngu- kerfi sem byggist á góðum bílveg- um og bílfeijum. Færeyingar búa nú við mikla efnahagserifðleika. Fiskveiðar hafa gengið illa. Ríkis- sjóður Færeyja var í miklum ábyrgðum vegna lána til fiskiskipa og hefur ríkissjóður fengið mikinn skell vegna margra gjaldþrota. Fiskeldið sem byggðist hratt upp í Færeyjum á og við ramman reip að draga þar sem annars staðar. Færeyskt þjóðfélag einkennist af miklum myndarskap hvort sem borið er niður á opinberum stofn- unum eða einkaheimilum. Maður getur þó ekki varist þeirri hugsun að Færeyingar hafi lifað um efni fram eins og fleiri og nú sé komið að skuldadögunum. Landsstjómin í Færeyjum hefur lagt fram fjárlagafrumvarp sitt fyrir næsta ár og þar er gert ráð fyrir að verulega kreppi að á næsta ári og lífskjör verði að rýma. Jógv- an Sundstein lögmaður Færeyinga (forsætisráðherra) kvaðst þó bjart- sýnn á að Færeyingum tækist að vinna sig út úr erfiðleikunum þó að aðgerðimar væru ekki líklegar til stjórnmálalegra vinsælda. í heild má segja að ekki hafí verið neinn svartsýnistónn í fólki þótt nú blási á móti í efnahagslífinu. „Maður getur þó ekki varist þeirri hugsun að Færeyingar hafi lifað um efni fram eins og fleiri og nú sé komið að skuldadögunum.“ Grænland Á Grænlandi búa nú um 54.5009 manns í afar harðbýlu og erfiðu landi. Heildarflatarmál Grænlands er 2.175.600 ferkílómetrar en íslaust land er 341.700 ferkíló- metrar og teygist meðfram strönd- inni. Grænlendingar eiga í miklum efnahagserfíðleikum. Fiskveiðar hjá þeim hafa brugðist í ár. Á meðan ég dvaldist þarna vom birt- ar tölur um að laxveiðarnar hefðu alveg brugðist og búið væri að létta kvótum af öllum bátum og nú mætti hver veiða sem vildi þar til leyfilegum heildarafla væri náð. Grænlendingar selja hluta af fískveiðikvóta sínum til Evrópu- bandalagsins og telja sér það nauð- synlegt til að afla tekna í ríkissjóð. Nú eru aftur hafnar umræður um inngöngu Grænlands í EB og má búast við að það verði mikið rætt í kosningum sem fram munu fara öðru hvoru megin við áramótin. Enginn vafi er á því að Grænlend- ingar munu á komandi áram eiga við gríðarlega erfíðleika að etja. Búast má við að það fé sem Danir láta nú af hendi rakna til Græn- lendinga fari minnkandi. Danir munu væntanlega þurfa á öllu sínu að halda til að standast samkeppn- ina innan EB. Á móti gæti komið dreifbýlis- styrkur frá EB ef Grænlendingar gerðust aðilar að EB. Þetta er auðvitað mál sem þeir verða sjálfir að gera upp við sig, en eitt er víst. Fjárþörf Grænlendinga er mjög mikil til að geta byggt upp nauð- synlega aðstöðu eins og t.d. flug- Birgir ísleifur Gunnarsson velli sem þeim er lífsnauðsyn að fá til að tryggja samgöngur innan- lands og við umheiminn. Sam- göngumálum þessara landa mun ég gera skil í annarri grein. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykja víkurkjördæmi. NU ER HANN TVÖFALDUR UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULfNA 991002 Lottó er fyrir alla... ...líka þig!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.