Morgunblaðið - 22.09.1990, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 22.09.1990, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990 Velkomin á opnunarfagnað íslandsbanka að Skipagötu 14 mánudaginn 24. Ujlug pjonusta a einum stao Vegna sameiningar afgreibslustaöa Islandsbanka á Akureyri hefur verib unnib ab endurskipulagningu og breytingum á húsnœbi bankans vib Skipagötu. Því starfi er nú lokib. Tilgangurinn meb sameining- ) ■.. .. unni er ab ná fram aukinni hagrœb- ingu og bjóba betri fjármálaþjónustu í öflugum ísiandsbanka á Akureyri. Bankinn mun áfram starfrœkja afgreibsiu ab Hrísalundi la. Af þessu tilefni bjóbum vib núverandi og nýja vibskiptavini vel- komna á opnunarfagnab mánudaginn 24. september. Vib verbum meb ýmislegt á bobstólum. Veitingar fyrir alla, Óskar og.Emma verba á stabnum milli kl. 13.00 og 15.00. Starfsfólk íslandsbanka gefur stunda- skrár, límmiba og veggspjöld og svo geta allir tekib þátt íiaufléttum spurningaleik þar sem í verblaun eru fimm 10.000 króno innlegg á Sparileib I /' íslandsbanka. Cerbu þér dagamun á mánudaginn og láttu sjá þig milli kl. 9.15 og 16 ab Skipagötu 14! ISLANDSBANKI - í takt við nýja tíma! MelsölMaö á hvetjum degi! Morgunblaðið/Rúnar Þór Þrengingar settar á Skarðshlíð Verið er að gera breytingar á Skarðshlíðinni, en hiuti götunnar verð- ur þrengdur þannig að eftir að framkvæmdum lýkur verður ekki hægt að leggja bifreiðum við götuna. Gunnar Jóhannesson deildar- verkfræðingur hjá Akureyrarbæ sagði að með þessum aðgerðum væri verið að koma til móts við óskir íbúa götunnar, sem sendu á síðasta ári undirskriftalista til forráðamanna bæjarins. Þar var þess farið á leit að stórum bifreiðum yrði ekki heimilt að leggja við göt- una og að dregið yrði úr hraðakstri. Þá verða einnig settar upp þijár hraðahindranir á svokölluðum Skarðshlíðarhring, við stíg austan raðhúsa við Litluhlíð, á gangbraut við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð og á gangbraut við hús númer 17 við Höfðahlíð. íbúar í Hlíðahverfi höfðu óskað eftir úrbótum í gangbrautamálum. Flugtak hf: Flugvélakaup á döfirmi FLUGTAK hf. hefur hug á að bæta einni flugvél við flota sinn, en ekki er ákveðið hvort af kaup- um verður fyrir áramót eða næsta surnar. Skúli Agústsson hjá Heldi hf. sem á Flugtak sagði fyrirsjáanlegt að bæta þyrfti við flugvél. Flugrekstur- inn hefði gengið mjög vel í sumar og nýting sæta verið afar góð. „Það er ljóst að við þurfum að bæta við okkur vél, en hvort af kaupum verð- ur núna fyrir áramót, eða við bíðum fram að næsta sumri um það höfum við ekki tekið ákvörðun." Skúli sagði að mikið hefði verið að gera í flugi á vegum félagins síðasta sumar, fyrst og fremst leigu- flugi með ferðamenn. Fyrirtækið rek- ur bílaleigu og sagði hann að mikið væri um að ferðamenn leigðu bíl og kaupi þá dagsferð í flugi út um landið. „Það var ágæt nýting hjá okkur í sumar og það gefur okkur vísbend- ingu um framhaldið, þannig að fyrir- sjáanlegt er að við munum bæta við okkur flugvél,“ sagði Skúii. Flugtak á ellefu flugvélar, þar af sex kennslu- vélar, en þær vélar sem notaðar eru í leiguflugi er frá fimm sæta upp í fimmtán. Bæjarráð: Sótt um bygg- ingu 66 félags- legra íbúða BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi í fyrradag að sækja um heimild til byggingar 66 fé- lagslegra íbúða á næsta ári, en það er sama magn og byggt, er á þessu ári. Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs sagði að miðað við eðlilega þróun teldu menn að byggja þyrfti þennan ij'ölda íbúða. „Ibúðarbygg- ingar virðast fyrst og fremst vera á þessu sviði og því ástæða til að halda þar eins öflugum framkvæmdum og mögulegt er,“ sagði Sigurður. Nýr og betri fjölnýtiketill til kyndingar með rafmagni, olíu eða timbri. Margar gerðir. Mjög góó hitanýting og möguleiki ó stýrikerfum, til að fá jafnara hitastig. C.T.C Regent er öflugur nýr ketill fyrir rafmagn, timbur og olíu með innbyggðu álagsstýrikerfi, sem nýtir vel rafmagnió fyrir þá sem kaupa árskílóvött. Dæmi: C.T.C. Regent kw Rafmagn...........15,75 Viður.............15-20 Olía..............15-20 LJOSGJAFINN HF. Akureyri, Gránufélagsgötu 49 sími 96-23723. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar: (91)622900 og 622901 - Næg bílastæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.