Morgunblaðið - 22.09.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEFl'EMBER 1990
29
Minning:
Signrður Lúðvíks
son, Neskaupstað
Fæddur 21. desember 1904
Dáinn 12. september 1990
Þann 12. september sl. andaðist
tengdafaðir minn Sigurður
Lúðvíksson. Sigurður bjó alla sína
tíð í Neskaupstað og helgaði sjón-
um og störfum honum tengdum
starfskrafta sína. Hann fæddist
21. desember 1904 í „Gamla
Lúðvíkshúsi", sem mun vera elsta
húsið í Neskaupstað sem enn
stendur, upphaflega byggt 1881
af Norðmönnum. Foreldrar Sigurð-
ar voru þau Ingibjörg Þorláksdótt-
ir frá Þórukoti á Álftanesi og
Lúðvík S. Sigurðsson útgerðar- og
verslunarmaður, sem fæddur var
á Djúpavogi. Lúðvík og Ingibjörg
eignuðust alls 11 börn og var Sig-
urður þar í miðjunni. Átti 5 systk-
ini eldri og 5 yngri.
Lúðvík var einn af frumkvöðlum
í útgerð í Neskaupstað en árið eft-
ir að Sigurður fæðist, eða 1905,
koma fyrstu vélbátarnir til Norð-
fjarðar og átti Lúðvik einn þeirra.
Oll ijölskyldan vann saman að út-
gerðinni og versluninni, sem dafn-
aði vel á fyrstu áratugum aldarinn-
ar. Árið 1913 reisti Lúðvík nýtt
og reisulegt íbúðarhús við hlið þess
gamla á Neseyrinni og hefur það
ávallt síðan gengið undir nafninu
„Lúðvíkshús“. Þangað fluttist fjöl-
skyldan og þar bjó Sigurður það
sem eftir var ævinnar eða í tæpa
átta áratugi. Mál skipuðust nefni-
lega þannig, að strax og Sigurður
hafði aldur til gerðist hann formað-
ur á bátum föður síns og tók síðar
meir við útgerðinni. Að sögn kunn-
ugra var Sigurður ósérhlífinn,
harðsækinn og fiskinn skipstjóri.
Hann var harður við sjálfan sig
og aðra en ávallt vinsæll.
Sigurður stundaði útgerð fram
yfir 1950 en seldi þá bát sinn og
fór i land. Hann hóf þá störf hjá
Dráttarbrautinni og vann þar allt
þar til fyrir fjói’um árum og þá
nokkuð'kominn á níræðisaldurinn.
Hann hélt þannig tengslum við sjó-
inn, því verkefni Dráttarbrautar-
innar tengdust mest útgerðinni.
Þann 20. apríl 1935 gekk Sig-
urður að eiga Serenu Stefánsdótt-
ur frá Neskaupstað, dóttur hjón-
anna Stefáns Stefánssonar kaup-
manns og Önnu Karenar Stefáns-
dóttur. Þau hófu búskap í Lúðvíks-
húsi og bjuggu þar saman í far-
sælu hjónabandi í rúm 55 ár. Oft
var mannmargt í heimili hjá þeim
hjónum, sérstaklega meðan út-
gerðin var stunduð. Fyrstu árin
voru þau í sambýli með foreldrum
Sigurðar eða þar til Lúðvík dó árið
1941 en síðar komu foreldrar Ser-
enu inn á heimilið.
Sigurður og Serena eignuðust
ijögur börn: Önnu Karen, Lúðvík
Ingibjörgu og Berthu. Barnabörnin
eru níu og Sigurður náði því að
verða langafi rúmum mánuði áður
en hann dó. Velferð fjölskyldunnar
var ávallt í fyrirrúmi hjá þeim hjón-
um og þeirra mesta ánægja var
að geta stutt börn sín eða aðstoðað
ef á þurfti að halda.
Ég kom fyrst á heimili Sigurðar
og Serenu fyrir 15 árum og frá
þeim tíma hefur Lúðvíkshús verið
mér sem annað heimili. Mér leið
alltaf vel þegar ég var sestur niður
með Sigurði og hann fór að ræða
við mig sín hugðarefni, sem flest
voru tengd sjónum. Hann talaði
um gamla tímann, þegar hann
gerði út. Til dæmis þegar hann
gerði út á vetrarvertíðum frá
Hornafirði. Og allt fram á síðustu
ár fylgdist hann með fiskiríinu hjá
bátum og togurum frá Norðfirði
og lifði sig inn í gang mála.
Að leiðarlokum vil ég þakka
tengdaföður mínum þann vinar-
hug, sem hann ávallt sýndi mér
og aldrei bar skugga á. Fyrir mig
var það mikið lán að ná að kynn-
ast svo lífsreyndum, góðum og
velviljuðum manni sem Sigurður
Lúðvíksson var. Tengdamóður
minni og börnum þeirra hjóna
votta ég mína dýpstu samúð.
Hermann Guðjónsson
Sigurður Lúðvíksson skipstjóri
og útgerðarmaður á Neskaupstað
er látinn. Við sjáum þar á bak
drengskaparmanni, sem allir þeir,
er honum kynntust, minnast með
hlýhug.
Sigurður var fæddur á Neskaup-
stað 1904 á þeim árum, sem sagt
hefur verið, að hafi verið bezt í
sögu íslensku þjóðarinnar. Þá var
þjóðin að tileinka sér nýja tækni —
ekki sízt við sjávarsíðuna, þar sem
útgerð óx og fiskiþorp urðu til
hvert af öðru. Segja má, að Sigurð-
ur hafi af lífi og sál tekið þátt í
þeirri framvindu allri, eins og hún
gerðist á þessari öld, allt til síðasta
dags.
Foreldrar Sigurðar voru þau
Lúðvík SigUrður Sigurðsson út-
gerðarmaður og kaupmaður á Nes-
kaupstað, ættaður frá Djúpavogi,
og Ingibjörg Þorláksdóttir, ættuð
'af Suðurnesjum. Lúðvík hafði
snemma gefið sig að útgerð, og
reyndist hygginn og farsæll at-
hafnamaður. Fyrst eignaðist hann
árabát með segli og reiða, sem
hann hafði til fiskveiða, því að
síldargöngur gengu á þessum
árum inn í firðina. Brátt var keypt-
ur stærri bátur með glóðarhaus-
vél, og þannig færði hann út
kvíarnar. Þau Ingibjörg gengu í
hjónaband 1897 og eignuðust stór-
an hóp 11 barna. Sigurður var þar
sjötti í röðinni.
Útgerð Lúðvíksfjölskyldunnar
óx hratt á þessum árum, hvort
heldur það var fiskveiðarnar sjálfar
eða landvinnan við beitingu,
fiskaðgerð eða saltfiskbreiðslu í
sólinni. Helzta einkenni þessarar
íjölskyldu voru að líkindum vinnu-
semi og samheldni. Um móður Sig-
urðar, Ingibjörgu, var sagt, að hún
hefði unnið á við þijá. Lúðvík Sig-
urður var hins vegar hinn hyggni
og hagsýni stjórnandi, sem með
lagni fékk alla til að sinna verkefn-
um sínum með glöðu geði. í hinu
stóra Lúðvíkshúsi, sem enn gengur
undir því nafni, var mikið líf, því
að margt fleira fólk starfaði að
útgerðinni og var þar í fæði og
hafði þar húsnæði. Og þar var
einnig oft glatt á hjalla, því að
Lúðvík Sigurður keypti af frönsk-
um sjómönnum takkaharmonikku,
og spilaði gjarnan skottís og ræl
fyrir heimilisfólkið í hinu stóra eld-
húsi.
Þegar systkinin uxu úr grasi,
hurfu þau öll nema Sigurður til
annarra starfa í þjóðfélaginu. Að-
eins 6-7 ára hafði hann verið sett-
ur upp á kassa til að stokka upp
og beita ásamt systkinum sínum.
Þar kepptust allir, jáfnt ungir sem
gamlir, við vinnuna. Og snemma
varð hann einnig hneigður fyrir
sjósóknina sjálfa — einn sinna
systkina, enda var hann mjög
þróttmikill til allra verka. Líktist
hann að því leyti afa sínum, Sig-
urði Eiríkssyni skipstjóra á Eski-
firði, sem hefur verið talinn einn
mesti sjómaður Austijarða á
síðustu öld. Hann var ekki nema
16 ára, þegar hann var orðinn for-
maður á bát föður síns, mb. Gylfa.
Síðar varð hann formaður á Hilmi,
23 tonna bát, og gekk sú útgerð
feiknvel. Reyndist Sigurður mjög
fiskinn, svo að miklar sögur fóru
af. Skömmu eftir að útvarpið tók
til starfa um 1930, var frá því
sagt í fréttum, að Sigurður hefði
aflað á Hilmi 1000 skippund þá
um sumarið af þurrkuðum fiski til
útflutnings á Spán.
Tengsl hans við sjávarútveginn
gerðu það að verkum, að hann einn
kvaddi aldrei Neskaupstað, heldur
bjó þar ásamt fjölskyldu sinni allt
til æviloka. Nú eru öll systkinin
fyrir löngu flutt suður á mölina í
Reykjavík. Hin systkinin höfðu
annað hvort gifzt burt eða valið
sér annað lífsstarf. Kom það m.a.
til af því, að afkomumöguleikarnir
á Neskaupstað voru þröngir. Sig-
urður tók því við útgerðinni, þegaf
faðir hans andaðist upp úr 1940,
og-hélt henni áfram.
Árið 1935 gekk Sigurður að eiga
Serenu Stefándóttur, glæsilega
konu, sem lifir mann sinn. Hefur
hjónaband þeirra alla tíð verið
mjög gott. Faðir hennar var Stefán
Stefánsson, sem ættaður var úr
Loðmundarfirði. Stefán var kaup-
maður á Neskaupstað. Hann átti
m.a. frumkvæði að stofnun Spari-
sjóðsins á Neskaupstað. Mun sá
sparisjóður nú vera eini sparisjóð-
urinn á Austíjörðum, sem ekki
hefur verið af lagður. Móðir Serenu
var Anna Karen, dóttir Knut
Bakke, sem komið hafði frá Staf-
angri í Noregi.
Sigurður var hlýr maður í fasi
— skemmtilegur, hreinskiptinn og
einlægur. Hann var og bamgóður.
Minnast frændur hans og frænkur
af yngri kynslóðinni þess úr barn-
æsku sinni, að þar var ósvikinn
frændi á ferð, þegar hann bar að
garði. Og hann var að því leyti líkur
föður sínum, að honum hélzt nvjög
vel á mannskap. Allir vildu vera í
vinnu hjá honum. En Sigurður
hafði einnig áhuga á grundvallar-
spurningum þjóðmála. Og nokkur
afskipti hafði hann því af bæjar-
málum á Neskaupstað. Sem maður
einstaklingsfrelsis og einkafram-
taks var hann alla tíð svarinn and-
stæðingur rauða meirihlutans á
Norðfirði. í nokkur ár sat hann í
bæjarstjórn Neskaupstaðar fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Þótti honum
gerast æði þröngt fyrir dyrum,
þegar atvinnulíf á staðnum var að
meira eða niinna leyti komið í
íjötra hins opinbera, en það aftraði
honum ekki að bjóða rauðliðunum
birginn.
Þeim Serenu varð fjögurra
barna auðið, sem öll eru uppkomin
dugandi fólk. Þau eru Anna Kar-
en, f. 14. febrúar 1936, sem býr
í Walnut Creek í Kaliforníu, gift
Arthur F. Billy vélaverkfræðingi
ættuðum frá Líbanon og eiga þau
tvö börn; Lúðvík, f. 23. febrúar
1940, flugstjóri, sem flogið hefur
síðustu 30 árin um allan heim, en
býr nú á Seltjarnarnesi og er
kvæntur Brendu Isobel Mitchell,
ættaðri frá Englandi. Þau eiga
fjóra drengi; Ingibjörg, f. 24. febr-
úar 1948, sem er gjaldkeri hjá
Kaupfélaginu á Neskaupstað og á
eina dóttur, Önnu Karen Símonar-
dóttur, og Berta, f. 10 apríl 1948,
sem er tungumálakennari, gift
Hermanni Guðjónssyni vita- og
hafnamálastjóra. Þau eiga tvö
börn.
Nú á vegamótum, þar sem leiðir
skilja, vitum við, að Sigurður hefur
verið mikill gæfumaður í lífinu.
Hann var alltaf ánægður með sitt
hlutskipti. Og síðustu árin, þegar
hann hafði sjálfur sagt skilið við
sjóinn og fengið sér rólegra starf
hjá Dráttarbrautinni á Neskaup-
stað, síðast sem lagermaður, var
það hans líf og yndi að fylgjast
með útveginum þar á staðnum,
jafnt hjá litlu trillubátunum sem
hjá stóru skuttogurunum. Við sjó-
inn var hann með allan hugann.
Hann bar gæfu til þess að slíta
aldrei böndin við upphaf sitt. Ég
votta Serenu, eiginkonu Sigurðar,
börnum og tengdabörnum samúð
mína á skilnaðarstundu.
Sigurður Gizurarson
FÉLAGSSTARF
Mýrarsýsla
Aðalfundur
sjálfstæðisfélags Mýrarsýslu verður haldinn mánudaginn 24. septem-
ber í Sjálfstæðishúsinu, Brákarbraut, Borgarnesi, kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Formaður.
Auglýst eftir framboðum
til prófkjörs á Austfjörðum
Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðis-
flokksins I Austurlandskjördæmi við næstu alþingiskosningar fari
fram 27. október nk. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti:
a) Gerð skal tillaga um frambjóðendur til prófkjörnefndar innan
ákveðins frests, sem nefndin setur. Tillagan er þvi aðeins gild
að hún sé bundin við einn flokksmann og getur enginn flokksmað-
ur staðið að fleiri tillögum en 4. Tillagan skal borin fram af 20
flokksmönnum búsettum í kjördæminu.
b) Prófkjörsnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til
viðbótar frambjóðendum skv. a-lið eftir þvi sem þurfa þykir.
Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs skv. a-lið hér að
ofan. Skal framboðið bundið við flokksbundinn einstakling, enda liggi
fyrir skriflegt samþykki hans að hann gefi kost á sér til prófkjörs.
Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþingiskosningum.
20 flokksbundnir sjálfstæðismenn búsettir í Austurlandskjördæmi
skulu standa að hverju framboði. Enginn flokksmaður getur staðið
að fleiri framboðum en 4. Framboöum þessum þer að skila, ásamt
mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi, til formanns prófkjörsnefnd-
ar, Jónasar Þórs Jóhannssonar, Brávöllum 9, 700 Egilsstöðum, eigi
síðar en kl. 12.00 á hádegi 12. október nk.
Prófskjörsnefnd Sjálfstæóisflokksins i Austurlandskjördæmi.
Sjálfstæðisfélag Kópavogs
Almennur
félagsfundur
verður haldinn i Hamraborg 1, 3. hæð
mánudaginn 24. september kl. 20.30.
Gestur fundarins verður Ólafur G. Einars-
son, alþingismaður.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Auglýst eftlr framboðum
til prófkjörs á Vestfjörðum
Ákveðið hefur verið aö prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðis-
flokksins í Vestfjarðarkjördæmi við næstu alþingiskosningar fari fram
27. október nk. Val frambjóöenda fer fram með tvennum hætti:
a) Gerð skal tillaga um frambjóðendur til kjörnefndar innan ákveðins
frests sem nefndin setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé
hundin við einn flokksmann og getur enginn flokksmaður staðið
að fleiri tillögum en 4. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönn-
um búsettum í kjördæminu.
b) Kjörnefnd er heimilt aö tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbót-
ar frambjóðendum skv. a-lið, eftir því sem þurfa þykir.
Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs skv. a-lið hér að
ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda
liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til
prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir i næstu alþingiskosn-
ingum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn búsettir í Vestfjarðakjör-
dæmi skulu standa að hverju framboði. Enginn flokksmaður getur
staðið aö fleiri framboðum en 4.
Framboðum þessum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og
stuttu æviágripi, til formanns kjörnefndar, Einars Odds Kristjánsson-
ar, Sólbakka, Önundarfirði, 425 Flateyri, eigi síöar en kl. 12.00 á
hádegi 12. október nk.
Kjörnefnd kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum.
Garðabær
Aðalfundur
Hugins, FUS
Aðalfundur Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, verð-
ur haldinn mánudaginn 24. september kl. 20.00 í Lyngási 12.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning formanns, stjórnar, fulltrúaráðs, fulltrúa í kjördæmisráð
og tveggja endurskoðenda.
5. Viktor B. Kjartansson, formaöur kjördæmasamtaka ungra sjálf-
stæðismanna i Reykjaneskjördæmi ávarpar fundinn.
6. Önnur mál.
Fundarstjóri Sigurður Bernhöft.
Stjórn Hugins.
Rangæingar
Framhaldsfundur
vegna stofnunar
sjálfstæðisfélags í
vestanverðri Rang-
árvallarsýslu verður
haldinn i Laufafelli á
Hellu miðvikudaginn
26. september kl.
21.00.
Þorsteinn Pálsson
og Eggert Haukdal
mæta á fundinn.
Sjálfstæðisfólk úr Rangárvallarhreppi og hreppunum vestan ytri
Rangár er hvatt til að mæta og gerast stofnfélagar.
Undirbúningsnefndin.