Morgunblaðið - 12.10.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 12.10.1990, Síða 1
72 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 231. tbl. 78. árg. FOSTUDAGUR 12. OKTOBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Kommúnismanum mótmæltíPrag Tugþúsundir manna söfnuðust saman í miðborg Prag í gær til að krefjast þess að kommúnistaflokkur landsins yrði bannaður og þingmönnum hans vikið af þingi. Verkamenn og verkalýðsfélög skipulögðu mótmælin eftir að Vasil Mohorita, leiðtogi kommúnista, hafði lagt til að stofnaðar yrðu að nýju flokkssellur í verksmiðjum landsins. Á spjaldinu á myndinni stendur: Vaknið og beijist eða vaknið dauðir!“ og „Til fjandans með kommúnismann!11. Spenna magnast enn í Jerúsalem Öryggisráð SÞ frestar atkvæða- greiðslu um fordæmingu á Israela Sameinuðu þjóðunum, Jerúsalem. Reuter, dpa. PALESTÍNSK ungmenni áttu í átökum við lögreglu í Jerúsalem í gær ér spenna magnaðist enn við Musterishæðina í borginni, helgistað þriggja af helstu trúarbrögðum heims. Um tvö hundruð palestínskar konur gengu með hvíta klúta um hálsinn um hæðina þar sem réraelskar öryggissveitir drápu 21 Palestínumann á mánudag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna reyndi enn að ná sam- komulagi um fordæmingu á manndrápin sem arabaríkin gætu sætt sig við. Hundruð Palestínumanna efndu til mótmæla við Kirkju hinnar heil- ögu grafar í Jerúsalem, einn' af helgustu stöðum kristinna manna. Um 2-300 ungmenni tóku að hrópa vígorð í kirkjunni og gengu síðan að innganginum að Musterishæð- inni. Átök brutust út þegar lögregl- an meinaði þeim inngöngu. Á sama tíma söfnuðust þúsundir gyðinga saman við Grátmúrinn. Samkomulag um fordæmingu á Sameining Þýskalands leiðir í ljós stórfelldar njósnir kommúnista: Yfirvöld hafa hendur í hári fleiri Stasi-manna Bonn. Reuter, dpa. SKÝRT var frá því í Bonn í gær að njósnararnir átta sem handtekn- ir voru í Þýskalandi á miðvikudag, hefðu fengið austur-þýskum og sovéskum leyniþjónustumönnum í hendur hernaðarleyndarmál og margvíslegar leynilegar upplýsingar, einkum á sviði varnarmála. Voru þeir sagðir hafa verið á mála hjá austur-þýsku öryggislögregl- unni Stasi í áratugi, sá elsti í 30 ár. Sérfræðingar telja þetta eitt alvarlegasta lyósnamál í sögu Þýskalands eftir síðari heimsstyijöld- ina. Tveir njósnarar til viðbótar voru handteknir í gær og hafa þá alls tólf njósnarar verið teknir höndum í Þýskalandi á tveimur vikum. Rannsókn málsins hefur vakið grunsemdir um að njósnarar Stasi hafi farið í felur eftir fall kommún- ista í Austur-Þýskalandi til að halda áfram njósnum sínum. „Svo virðist sem þessir menn hafi ekki aðeins tekið með sér mikilvæg skjöl úr safni Stasi heldur einnig ýmsar eignir og fjármuni," sagði í dagblað- inu Frankfurter Rundschau. Talið er að þeir hafi safnað miklum upp- lýsingum um vestur-þýska stjórn- málamenn og geti jafnvel beitt þá fjárkúgunum. Samelnuðu Þýska- landi stafi því mikil hætta af njósn- urunum. I yfirlýsingu frá ríkissaksóknara Þýskalands sagði að njósnárarnir átta hefðu m.a. komið áætlunum um smíði skriðdreka, herþyrlna og Tornado-sprengjuþotunnar yfir til Austur-Þýskalands og þaðan til Moskvu auk þess sem ýmsár skýrsl- ur og greinargerðir varðandi örygg- is- og varnarmál hefðu með þessu móti komist í hendur leyniþjónustu- manna í ríkjum þéssum. I tilkynningu saksóknarans sagði að njósnarnir, fjórar konur og fjórir karlar, væru grunaðir um að hafa starfað fyrir Stasi í 10 til 30 ár. Einn þeirra, verkfræðingurinn Karlheinz K., hefði til að mynda látið austur-þýska leyniþjónustu- menn fá upplýsingar á míkrófilmum er vörðuðu tilraunir sem gerðar höfðu verið hjá fyrirtækinu Mot- oren-und-Turbinen Union en það sérhæfir sig í smíði þotuhreyfla. Hann var sagður hafa unnið fyrir Stasi í 18 ár. Vitað væri að hann hefði boðið sovésku öryggislögregl- unni, KGB, þjónustu sína í maímán- uði og vera kynni að hann hefði fengið Sovétmönnum í hendur hern- aðarleyndarmál er vörðuðu smíði nýs skriðdreka. Annar verkfræðingur, Franz M., hefði hins vegar smyglað úr landi upplýsingum er vörðuðu nýja her- þyrlu, sem sérfræðingar á vegum Messerschmidt-Bölkow-Blohm fyr- irtækisins unnu að. Hjónin Dieter og Kerstin F. væru aftur á móti grunuð um að hafa látið Austur- Þjóðverjum í té upplýsingar um Tornado-sprengjuþotuna, sem Bret- ar, Italir og Vestur-Þjóðveijar smíðuðu í sameiningu. 63 ára göm- ul móðir Dieters, Gerlinde, hefði verið handtekin vegna gruns um að hafa aðstoðað þau hjónin og komið á fundum þeirra og útsend- ara Stasi. Hún var sögð hafa verið liðsmaður öryggislögreglunnar austur-þýsku í 30 ár. ísraela virtist í sjónmáli í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna í gær- morgun en fundi var hins vegar _ frestað án þess að tekin væri ákvörðun í málinu. Sjö af aðild- arríkjunum fimmtán - Kúba, Kól- umbía, Fílabeinsströndin, Eþiópía, Malasía, Jemen og Zaire - vilja harðorða ályktun, sem heimilar nefnd Sameinuðu þjóðanna að leggja fram tillögur um „leiðir til að tryggja öryggi palestínskra borgara". Evrópuþingið fordæmdi ísraela fyrir manndrápin í Jerúsal- em og „skipulega kúgun á palest- ínsku þjóðinni". Douglas Hurd, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði í sjónvarps- viðtali að meta þyrfti á næstu vik- um hvort refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna nægðu til að koma íraks- her frá Kúvæt, ella þyrfti að beita hervaldi. Edward Heath, fyrrum forsætis- ráðherra Bretlands, skýrði frá því að hann hygðist ræða við Saddam Hussein íraksforseta í Bagdad á sunnudag og reyna að fá vestræna gísla í landinu lausa. Yusuf Islam, áður poppsöngvarinn Cat Stevens, greindi frá því að írösk stjórnvöld hefðu fallist á að’ láta fjóra breska gisla lausa um helgina. Vangaveltur um að stríð brytist út við Persaflóa urðu til þess að olíverð hækkaði enn á heimsmark- aði í gær. Verðlækkanir urðu á verðbréfamörkuðum. Sjáj_ „Tímabært að meta ...“ á bls. 22. Octavio Paz hlýtur bók- menntaverðlaun Nóbels Stokkhólmi. Frá Eric Lidcn, fréttaritara Morgiinblaósins. Reuter. OCTAVIO 'Paz, eitt af virtustu skáldum Mexíkó og úmdeildur ritgerðahöfundur, hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Hann er fyrsti Mexíkómaðurinn sem hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun og er líklega þekktastur fyrir ritgerðir sinar um stjórnmál og heimspeki. Skáldið sagði eftir að sænska bókmcnntaakademian liafði tilkynnt ákvörðun sína að hún hefði komið sér álgjörlega á óvart en þessi viðurkenning væri afar mikilvæg fyrir bókmennt- ir spænskumælandi þjóða. Paz er 76 ára að aldri og fyrsta ljóðabók hans kom út þegar hann var sautján ára. Þekktasta bók hans er „E1 laberinto de la soledad“ (Völundarhús einsemd- arinnar, 1958), þar sem hann lýs- ir Mexíkó nútímans og þjóðarein- kennum landa sinna á einkar umdeildan hátt. Á meðal nýjustu bóka hans er „Pintura de Juan Soriano“ (Mynd af Juan Soriano), sem kom út í fyrra. Paz nam yið Ríkisháskóla Mex- íkó og gerðist síðan stjórnarerind- reki en stundaði ritstörf í frístund- um. Hann var skipaður sendiherra í Indlandi 1962 en sagði af sér 1968 eftir að lögreglan í Mexíkó- borg hafði myrt hundruð ung- menna sem mótmæltu harðræði lögreglu og háum útgjöldum til. Ólympíuleikanna í borginni. Paz hreifst ungur af sósíalism- anum en kastaði trúnni á marx- ismann eftir að hafa gert sér grein fyrir pólitískri og menningarlegri kúgun í Sovétríkjunum og á Kúbu. Hann varaði oft við útþenslu- stefnu Sovétmanna og Kúbveija í Rómönsku Ameríku og gagn- rýndi harðlega stjórn sandinista í Nicaragua. Fyrir vikið varð hann óvinsæll á meðal margra mennta- og listamanna í Rómönsku Ameríku. Verðlaunaféð nemur fjórum milljónum sænskra króna, eða tæpum 40 milljónum íslenskra. Reuter Nóbelskáldið Octavio Paz á blaðamannafundi í New York í gær. Verðlaunin verða afhent í Stokk- hólmi 10. desember. Sjá grein um Nóbelsverð- launahafann á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.