Morgunblaðið - 12.10.1990, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990
Greinargerð
Landbúnaðarráðuneytið sendi frá
sér fréttatilkynningu laugardaginn
29. september, þar sem ráðuneytið
reynir að réttlæta makalausa aðför
sína að mér eftir að ég sagði starfi
mínu lausu um miðjan maí síðastlið-
inn. Þar sem ráðuneytið er enn að
reyna að koma spillingarorði á mig
með dylgjum og rangfærslum vil
ég að eftirfarandi komi fram:
Málið til dómstóla
Þær ásakanir sem fram hafa
verið settar eru svo alvarlegar og
ærumeiðandi að ég mun á næstu
dögum, í samráði við lögfræðinga,
höfða mál á hendur Steingrími J.
Sigfússyni og landbúnaðarráðu-
neytinu. Dómstólar munu skera úr
um réttmæti þeirra fullyrðinga sem
fram hafa verið settar í þessu máli
öllu.
„Venjubundin úttekt“
Ég vísa á bug þeirri fullyrðingu
að beiðni ráðuneytisins til Ríkisend-
urskoðunar um úttekt á Rannsókn-
astöðinni á Mógilsá hafi verið
„venjubundin“. Landbúnaðarráðu-
neytið hefur ekki fyrir venju að
biðja Ríkisendurskoðun um slíka
úttekt, eða biðja um að Ríkisendur-
skoðun „hafi umsjón með að forráð
og fjárreiðum stofnunarinnar verði
afhent nýjum forstöðumanni á rétt-
an hátt“, eins og segir í fréttatil-
kynningu. Ráðuneytið fer vísvitandi
með rangt mál.
í þessu sambandi má benda á
að slík vinnubrögð hafa aldrei tíðk-
ast við yfirmannaskipti hjá Skóg-
rækt ríkisins. Rík ástæða var þó til
þegar skipt var um skógrækt-
arstjóra vegna þess að ljármál
stofnunarinnar voru í ólestri eins
og fram hefur komið opinberlega.
Einnig má benda á að ekki þótti
ástæða til að biðja um „venju-
bundna úttekt“ þegar ég tók við
embætti forstöðumanns á Rann-
sóknastöðinni á sínum tíma, og
gerðist það samt á miðju ári.
Ástæðulaus ótti?
Þessi úttekt er einnig einkennileg
í því ljósi, að þegar mér var gert
að hætta störfum fór ég fram á að
bókhald Rannsóknastöðvarinnar
yrði gert upp eins og um áramót
væri að ræða. Fulltrúi ráðuneytisins
neitaði mér um þetta, og ráðuneyt-
ið gekk ekki að þessari kröfu minni
fyrr en 2 dögum eftir að ég lauk
störfum (bréf dags. 7. júní 1990).
Ég gerði þessa réttlætiskröfu af
ótta við að bókhaldið yrði misnotað
af arftaka mínum og ráðuneytis-
mönnum, og nú má öllum vera ljóst
að þessi ótti var ekki ástæðulaus.
„Tók sjóðinn“
í fréttatilkynningu ráðuneytisins
er sú meginástæða gefin fyrir því
að ráðuneytið leitaði til Ríkisendur-
skoðunar, að „forstöðumaðurinn
hafí tekið með sér sjóð stofnunar-
innar“ þegar hann lét af störfum.
Umræddur „sjóður" var prókúru-
laust ávísanahefti sem var sannan-
lega ekki notað á annan hátt en
að svuntur þess voru ljósritaðar
fyrir bókhaldara.
Þegar ég yfirgaf Rannsóknastöð-
ina tók ég ávísanahefti stöðvarinnar
með mér, í stað þess að skilja það
eftir á skrifborði (hefði það ekki
verið saknæmt?). Prókúru var
breytt strax daginn eftir starfslok
mín. Heftið þurfti ég til að ljósrita
svuntur svo hægt væri að ganga
endanlega frá bókhaldi. Þessu um-
rædda hálfnotaða hefti var skilað
strax og búið var að ljósrita, og öll
eyðublöð á sínum stað!
Nýr prókúruhafi (Jón Loftsson
skógræktarstjóri) skrifaði sannan-
lega út ávísanir á reikning stöðvar-
innar daginn eftir að ég hætti störf-
um, svo varla hefur vafi leikið á
því hver gat notað ávísanareikning-
inn. Hvað vekur fyrir ráðherra þeg-
ar hann er með dylgjur um horfinn
„sjóð“?
„Ráðstafað í eigin þágu“
Steingrímur J. Sigfússon Iand-
búnaðarráðherra sendi frá sér yfir-
lýsingu til fjölmiðla í lok júní. Þar
gaf hann í skyn að ég hafi ekki
haldið Rannsóknastöðinni innan
fjárheimilda, og jafnframt að yfir-
vinna hafi verið óeðlilega mikil.
Nú þegar staðfesting er komin á
því að hvorttveggja var rangt og
ráðherra hafði mig fyrir rangri sök,
er annarra leiða leitað til að sverta
mannorð mitt. Ráðherra neitar að
gefa út yfirlýsingu þar sem hann
ber til baka þær ávirðingar sem á
mig voru bornar fyrr í sumar, þrátt
fyrir bréflega ósk þar að lútandi.
Þess í stað er reynt að búa til
aðrar ávirðingar með því að veita
Ríkisendurskoðun rangar upplýs-
ingar um starfskjör mín, og gefa
þannig í skyn að ég hafi misnotað
aðstöðu mína sem forstöðumaður
til að hagnast fjárhagslega. Dóm-
stólar fá þetta mál til meðferðar,
og þar verða þessir menn að svara
fyrir gerðir sínar.
Athugasemdir við bókhald
í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru
gerðar ýmsar athugasemdir er
varða bókhald Skógræktar ríkisins.
Það lýsir vel annarlegum vinnu-
brögðum ráðherra og hans manna,
að þeir skuli láta að því liggja í
fréttatilkynningu að þessi atriði
snúi að mér.
Hér er um að ræða breytingar
sem gerðar voru á bókhaldi Rann-
sóknastöðvarinnar á skrifstofu
skógræktarstjóra án vitundar
starfsmanna á Mógilsá. Auk þess
að fram kemur í skýrslunni að bók-
hald Skógræktar ríkisins hefur ekki
verið stemmt af, sem er mjög alvar-
leg ásökun og snýr alfarið að skóg-
ræktarstjóra.
Ógreidd laun
Fréttatilkynning ráðuneytisins
lýkur á þeim orðum að „í skýrslu
Ríkisendurskoðunar komi fram
hvernig standa skuli að uppgjöri
við fyrrverandi forstöðumann við
starfslok hans“. Hér er verið að
vísa til þess að ráðuneytið hefur enn
ekki greitt mér þau laún sem ég
átti inni þegar ég lauk störfum í
vor. Greiðslur hafa heldur ekki bor-
Gídeonfélög í
Austur-Evrópu
eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Frá því í september 1989 hefur
tekist að koma á fót Gídeonfélögum
í öllum Austur-Evrópulöndunum
nema Albaníu.
Nú þegar hefur verið dreift millj-
ónum eintáka af Guðs Heilaga orði
í þessum löndum, en Biblían var
bönnuð bók í flestum austur-evrópu
löndunum í um 70 ár. Stofnun Gíde-
onfélaganna í þessum löndum hefur
verið með samþykki stjórnvalda,
svo tímarnir hafa svo sannarlega
breyst.
Áhugasamir félagar
Gídeonfélagarnir þar eystra sem
nú fer óðum fjölgandi eru afar
áhugasamir. Helsta vandamálið er
það að akurinn er svo stór og
mikill að erfitt er að anna eftir-
spurn eftir Biblíum og Nýja testa-
mentum.
í Sovétríkjunum eirium er þó
búið að dreifa yfir 1 miljón eintaka
af Guðs orði af hálfu Gídeonfélags-
ins og til stendur að reyna að
dreifa þar 2-3 milljónum eintaka á
þessu starfsári. Yfirvöld skóla í
Sovétríkjunum spyrja: „af hverju
komið þið ekki í okkar skóla, okkar
nemendur verða að eignast eintak
af Guðs orði“. í Moskvu situr einn
Gídeonfélaginn sveittur við öll kvöld
að skrifa fólki bréf, sem hefur sent
Gídeonfélaginu þakkarbréf fyrir
Nýja testamentið sem það hefur
fengið að gjöf. Fólkið í Sovétríkjun-
um og öðrum Austur-Evrópuríkjum
þyrstir eftir Guðs orði.
Ársfundur Gídeon-
félaganna 1990
í sumar sótti ég ásamt forseta
Gídeonfélagsins á Islandi Geir Jón
Þórissyni ársfund Gídeonfélagsins.
Þar voru samankomnir menn frá
70 löndum, um 4.000 talsins. Það
setti mikinn svip á fundinn að
þarna voru menn frá Austur-Evróp-
ulöndunum í fyrsta skipti. Það var
ólýsanleg upplifun að hitta Gídeon-
félaga frá svo mörgum löndum.
Þegar ég sagðist ætla að segja frá
starfi Gídeon í Austur-Evrópu
heima á Islandi þá sögðu þeir:
„Ekki bara segja frá því, gerið allt
sem í ykkar valdi stendur til að
hjálpa okkur.“
Ótrúleg útbreiðals
Gídeonsamtakanna
Or útbreiðsla Gídeonfélagsins er
ótrúleg. Félagið var stofnað í
Bandaríkjunum 1899 og síðan í
Kanada. Island er svo þriðja landið
þar sem Gídeonfélag var stofnað,
30. ágúst 1945. Síðan 1945 hefur
útbreiðslan verið hröð, því félagið
starfar nú í 149 löndum. Vegna
þessarar hröðu útbreiðslu þarf skilj-
Sigurbjörn Þorkelsson
„Gerið allt sem í ykkar
valdi stendur til að
hjálpa okkur.“
anlega æ meira ljármagn til þess
að standa straum af prentun og
kaupum á Biblíum og Nýja testa-
mentum. Yfir 130 Gídeonlönd geta
ekki kostað sína dreifingu sjálf og
þurfa því að leita á náðir alþjóðlegs
Biblíusjóðs Gídeonsamtakanna, sem
reynir að hjálpa eftir fremsta
megni. Við Gídeonfélagar á íslandi
eru svo lánsamir að hafa getað sent
undanfarin ár hluta af tekjum okk-
ar í Biblíusjóð í alþjóðasjóðinn, en
eftir þetta starfsár munum við
senda 25% af fjárinnkomu í okkar
Biblíusjóð í alþjóða Biblíusjóðinn.
Jón Gunnar Ottósson
ist vegna aksturs á eigin bíl sam-
kvæmt aksturssamningi fyrir tíma-
bilið aprfl-júní. Um þetta er ekki
stakt orð I skýrslu Ríkisendurskoð-
unar, og óskiljanlegt að ráðuneytið
skuli lýsa því yfir.
Ágreiningur er ekki um að ég
eigi að fá þessar greiðslur, tilfinn-
ingalíf þessara manna er með þeim
hætti að þeir geta ekki féngið
sjálfa sig til að ganga frá þessu
máli, og þar á ráðherra hlut að
máli. Einnig má bæta við að ekki
hefur heldur verið staðið við þá
yfirlýsingu ráðherra að ég héldi
fullum launum á uppsagnárfresti.
Landbúnaðarráðuneytið segir
ekki í tilkynningunni hvort það sé
að ráði Ríkisendurskoðunar einnig
að láta mig ekki fá þann póst sem
mér er sannanlega sendur á Rann-
sóknastöðina? Hvað verður um bréf
sem mér hafa verið send? Eru þau
rifin upp, eða fara þau beint í rusla-
körfu?
Vanþakklátt starf
í skýrslu sem Steingrímur J.
Sigfússon landbúnaðarráðherra lét
gera í apríl 1990 (Skipulag og
stjórnun sf), kemur m.a. fram að
„fjármálastjórn hafi verið í molum“
hjá Skógrækt ríkisins. í framhaldi
af því segir:
„Rannsóknastöðin hefur skorið
sig töluvert úr hvað þetta varðar
og starfsemin þar eflst... Starfs-
menn hafa fyllst metnaði og lagt
Mikilvægt starf
Gídeonfélögin í heiminum vinna
ákaflega öflugt og mikilvægt starf.
Fyrir starf félgsins komast fleiri í
kynni við Guðs heilaga orð, en við
getum gert okkur í hugarlund.
Guð hefur opnað Gídeonfélögum
í heiminum víðar dyr og verkmikl-
ar. Þar sem Guðs orð er til staðar
á hótelherbergjum, við sjúkrarúm,
á elliheimilum, í fangelsum og inná
heimilum fólks, hafa margir hlotið
mikla blessun af við lestur þess og
jafnvel gefist Jesú Kristi sem sínum
persónulega Frelsara. Margir sem
hafa eignast lífið með Frelsaranum
Jesú fyrir lestur Nýja testamentis
sem Gídeonfélagar höfðu komið
fyrir á ákveðnum stað eða gefið,
hefðu e.t.v. aldrei átt þess kost að
heyra fagnaðarerindið um hann
boðað.
Biðjið fyrir starfi Gídeon um heim
allan. Biðjum þess að Guðs orð nái
að hafa áhrif á líf fólks, fólks sem
jafnvel hefur aldrei heyrt í Jesú
Krist minnst.
Okkur ber að vinna á meðan
dagur er, því það kemur nótt, þeg-
ar enginn getur unnið.
Gídeonfélagið, sem er ekkert
annað en framlengdur armur hinnar
kristnu kirkju í heiminum, nær með
Guðs orði til fólks sem e.t.v. aldrei
kemur í kirkjur og á þess í sumum
tilfellum ekki kost.
„Eins er því farið með mitt Orð,
það er útgengur af mínum munni:
Það hverfur ekki aftur til mín við
svo búið, eigi fyrr en það hefir fram-
kvæmt það, sem mér vel líkar, og
komið því til vegar er ég fól því
að framkvæma.“ (Jesaja 55:11.)
Höfundur er framkvæmdastjóri
Gídeonfélagsins á Islandi.
verulega á sig til að bæta starfsem-
ina, bæði faglega og rekstrarlega."
I uppsagnarbréfi mínu til ráð-
herra dags. 15. maí 1990 segir
meðal annars:
„Ég treysti mér ekki til að starfa
eftir því skipulagi sem þér hafið
ákveðið og lýst er í bréfi yðar dag-
séttu 15. maí 1990. Þær breytingar
sem boðaðar eru miða að því að
færa Rannsóknastöðina nokkur ár
aftur í tíma. Þær eru dómur yfir
því starfi sem unnið hefur verið á
stöðinni undanfarin ár, og sýna á
mjög skýran hátt álit ráðherra og
ráðuneytis á þeim breytingum sem
orðið hafa á starfsemi Rannsókna-
stoðvarinnar, og ég hef átt stóra
hlut í að móta ... Bættur rekstur
og faglegri vinnubrögð virðast ekki
skipta máli þegar ákvarðanir eru
teknar um framtíð stöðvarinnar.
Þvert á móti þykir ástæða til að
draga úr áhrifum starfsmanna á
reksturinn, og fela öðrum stjórn-
ina ... Með ákvörðun yðar er stjórn
fjármála og starfsmannahald að-
skilið frá faglegum þáttum starf-
seminnar. Slíkt fyrirkomulag er
dragbítur á markvisst starf og hag-
kvæman rekstur, eins og reynslan
sýnir. . . Ég mun ganga frá þeim
verkefnum sem að mér snúa, og
skila af mér fyrir 1. október.“
Daginn eftir, þann 16. maí, sögðu
aðrir starfsmenn stöðvarinnar
störfum sínum lausum frá og með
1. október.
Ég var rekinn fyrirvaralaust, og
án skýringa, úr starfí hálfum mán-
uði síðar (fyrir að segja upp störf-
um?), og þá hófst fyrir alvöru sú
aðför sem gerð var að mér og öðr-
um fyrrverandi starfsmönnum
stöðvarinnar.
Fréttamenn ættu að skoða þetta
mál frá upphafi, og í víðu sam-
hengi. Hvers vegna var ráðist gegn
Rannsóknastöðinni og starfsfólki
hennar? Hvers vegna var allt rann-
sóknastarf í skógrækt lagt í rúst?
Hvers vegna leggur ráðuneytið
kapp á að eyðileggja stórt rann-
sókna- og þróunarverkefni sem
unnið var að á Suðurlandi? Hvers
vegna er fyrrverandi forstöðumaður
lagður í einelti af ráðherra og ráðu-
neyti, og mjög vafasömum brögðum
beitt til að koma á hann spillingar-
orði?
Hvers vegna fæst 24 mínútna
fræðslumynd um sögu Rannsókna-
stöðvarinnar og rannsóknir í skóg-
rækt ekki sýnd í sjónvarpi? Þetta
er venjuleg fræðslumynd, og ekkert
í henni um þau mál („Mógilsár-
mál“) sem uppi hafa verið. Eigandi
myndarinnar, Myndbær hf. hefur
gert ítrekaðar tilraunir til þess í
marga mánuði, en án árangurs.
Hvers vegna má ekki segja frá því
starfí sem unnið hefur verið á Mó-
gilsá á undanförnum árum?
Hversu víðtæk eru völd og áhrif
landbúnaðarráðuneytis, og hvernig
er þeim beitt?
Stokkseyri, 6. október 1990,
Jón Gunnar Ottósson
------MH---------
Norræna húsið:
Ætingar
Nú stendur yfir sýning í Bóka-
safni Norræna hússins á æting-
um eftir sænsku listakonuna
Maríu Heed.
María Heed er fædd árið 1954 í
Gautaborg. Hún er sjálfmenntuð
listakona. María er félagi í Lands-
samtökum listamanna í Svíþjóð
(KRO).
María vinnur verk sín jöfnum
höndum í grafík, með vatnslitum
og olíulitum. Einnig hefur hún
myndskreytt bækur fyrir börn og
fullorðna og hannað búninga og
leikmyndir fyrir ýmsar leiksýning-
ar._
Á undanförnum 10 árum hefur
hún haldið 6 einkasýningar víðsveg-
ar um Svíþjóð og tekið þátt í fjölda
samsýninga í Svíþjóð, Þýskalandi
og'Sviss.
Yfirvöld í Gautaborgar- og Bo-
hus-léni fólu henni árið 1984 að
skreyta biðsal sjúkrahússins í Lyse-
kil.
(Frcttatilkynning)