Morgunblaðið - 12.10.1990, Side 22

Morgunblaðið - 12.10.1990, Side 22
as 22 oftoi aaaöTJio .sm huoauutííöi QiOA iaMuofio?/ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990 Oveðrið í Bangladesh; 2500 sjómenn komust lífs af Chittagong. Reuter. NÆRRI 2500 bangladeskum sjó- mönnum, sem lentu í óveðri á Bengalflóa á sunnudag og óttast var um, hefur tekist að ná landi. Enn er saknað 50 togbáta með um 640 manns um borð. Herskip hafa nú hafið leit á svæðinu. „Við höfum fengið fregnir af því að flestir þeirra sem óttast var um hafa komið fram heilir á húfi,“ sagði fulltKéi hjá samtökum útgerðar- manna í Bangladesh. „Við vitum hins vegar ekki enn um örlög sjómann- anna á togbátunum." Dagblöð sögðu frá því í gær að 20.000 manns á eyjunum Hatia, Sandwiþ, Kutubdia og Urir Char hefðu orðið heimilis- og bjargarlausir af völdum óveðursins. Stjórnendur almannavarna sögðu að verið væri að flytja mat og hjálp- argögn til eyjanna. Reuter Eyðimerkurskák Myndin sýnir tvo bandaríska hermenn, einhvers staðar í Saudi- Arabíu. Þeir eru úr sveitum landgönguliða flotans, tefla skák og eru taflmennirnir gerðir úr vatnsflöskum og gosdrykkjadósum. Hermenn- imir verða að klæðast gasgrímum a.m.k. tvær stundir á dag til að venjast þeim. Evrópudómstóllinn: Beðið um úrskurð vegna atvinnuíþrótta Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. LÖGÐ hefur verið fram beiðni fyrir dómstóli í borginni Liege. í Belgíu þess efnis að Evrópudóm- stóllinn skeri úr um stöðu atvinnu- manna og félaga í íþróttum gagn- vart reglum um fyrirtæki innan Evrópubandalagsins (EB). Málið snýst um atvinnumann sem var selíiur öðru félagi en var bannað að spila með nýja félaginu fyrr en það hafði greitt gamla félaginu kaup- verðið. Ef fyrirspurnin verður leyfð verður dómstóllinn í Lújjemborg að ákveða stöðu atvinnufélaga í íþrótt- um, þ.e. hvort líta eigi a þau sem fyrirtæki sem um eigi að gilda sömu reglur og um önnur fyrirtæki. Komist dómstóllinn að þeirri nið- urstöðu að atvinnufélag sé fyrirtæki er ljóst að þær reglur sem settar hafa verið í evrópskri knattspyrnu um hámarksfjölda útlendinga í kapp- leikjum standast ekki. Að sama skapi yrði að endurskoða reglur um kaup og sölu leikmanna. Ljóst hefur verið að reglurnar um takmarkanir á fjölda útlendinga bijóta í bága við grundvallarreglur EB um atvinnufrelsi íbúa bandalags- ins á bandalagssvæðinu. Utanríkisráðherra Bretlands um stöðu mála í Persaflóadeilunni: ' Tímabært að meta áhrif refsi- aðgerða Sameinuðu þjóðanna Segir að hervaldi verði beitt skili þær ekki tilætluðum árangri Lundúnum. Reuter. DOUGLAS Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í sjónvarps- viðtali í gær að á næstu vikum þyrfti að Ieggja mat á það hvort refisaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gagnvart Irökum skiluðu tilæt- luðum árangri. Að öðrum kosti yrði nauðsynlegt að beita hervaldi í því skyni að koma innrásarliði Saddams Husseins íraksforseta frá Kúvæt. Hurd lét þessi orð falla í viðtali við breska sjónvarpið, BBC, en hann hefur áður látið að því liggja að slíkt mat kynni að reynast nauðsynlegt og þá frekar fyrr en síðar. Hurd kvaðst telja mikilvægt að Saddam væri öldungis ljóst að kallaði hann ekki heim innrásarlið- ið frá Kúvæt yrði hann neyddur til þess með vopnavaldi. Það væri verkefni Bandaríkjamanna og annarra bandamanna þeirra að gera íraksforseta þetta Ijóst. Aðspurður kvaðst Hurd telja áð á næstu vikum yrði tímabært að meta áhrif refisaðgerða þeirra sem samþykktar voru á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna í kjölfar innrásar íraka í Kúvæt 2. ágúst sl. eða hvort hefja bæri undirbúning hern- aðargerða gagnvart liðsafla Sadd- ams forseta. Breski utanríkisráð- herrann var spurður hvort þessi ummæli hans þýddu að Banda- ríkjamenn, Bretar, Frakkar og fleiri þjóðir, sem alls hafa sent um 300.000 hermenn til Mið-Austur- landa, væru tilbúnar til að hefja vopnaviðskipti á næstu vikum. „Eg er með þessu að minna á að sá möguleiki er fyrir hendi að vopnin verði látin tala. Þetta er möguleiki sem við útilokum ekki,“ sagði Hurd. Hann sagðist ekki búast við því að Saddam forseti léti af herskáum yfirlýsingum sínum og annars konar áróðri fyrr en hann yrði þess fullviss að staða íraka væri vonlaus. Ráðherrann sagðist telja það hugsanlegt að Saddam kallaði hersveitir sínar heim fá Kúvæt gerði hann sér ljóst að annars yrði vopnavaldi beitt. Douglas Hurd, herra Bretlands. utanríkisráð- Rwanda-her sakaðurum fjöldamorð Kampala. Daily Telegraph. FLÓTTAMENN sem streymt hafa undanfarna daga frá Rwanda til Uganda halda því fram að stjórn- arherinn í Rwanda hafi efnt til fjöldamorða í mörgum þorpum í norðausturhluta landsins. Þorps- búar hafa verið sakaðir um stuðn- ing við uppreisnarmenn. Samkvæmt fullyrðingum flótta- mannanna umkringdu stjómarher- menn 10 þorp áður en þeir létu til skarar skríða. í þremur þorpum með samtals um 1.000 íbúa hefði allt kvikt verið tekið af lífí. Hefðu stjórn- arhermenn vaðið stjórnlaust áfram í aðgerðum sínum og engu skeytt um það hvort þorpsbúar tilheyrðu tutsi- eða hutu-ættflokknum. Fréttamaður breska útvarpsins, BBC, hafði eftir 15 ára pilti sem komst undan úr einu þorpinu að her- menn hefðu komið að húsi þar sem um 30 manns hefðu leitað skjóls, varpað handsprengjum inn í það og enginn komist iífs af. Uppreisnarmenn réðust inn í landið frá Úganda í byijun síðustu viku. Yoweri Museveni Úgandafor- seti hefur hvatt til samninga og póli- tískrar lausnar á flóttamannavand- anum sem er að hans sögn orsök innrásarinnar. „Rót vandans er sú ákvörðun stjómvalda í Rwanda að hrekja tvær milljónir eigin manna úr landi fýrir 30 árum,“ sagði Muse- veni í fyrradag. Reuter Saudi-Arabar vilja þýsk vopn Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og Saud al'-Faisal, utanríkisráð- herra Saudi-Arabíu, brosa fyrir ljósmyndara á undan viðræðum ráða- mannanna í Bonn í gær. Þjóðveijar vísuðu á bug ósk Saudi-Araba um að fá að kaupa rúmlega 300 skriðdreka af gerðunum Marder, Gepard og Fuchs; viðskiptin myndu nema um 350 milljónum Bandaríkjadoll- ara (um 20 milljörðum ÍSK). Síðastnefnda skriðdrekagerðin er sér- staklega hönnuð til að greina eiturgas. Þjóðveijar hafa að jafnaði neitað að selja vopn til svonefndra átakasvæða en.eitthvað hafa þeir þó selt ísraelum sem eru mjög andvígir því að þýsk vopn lendi í vopna- búrum Saudi-Araba og annarra arabaríkja. Saudi-arabíski ráðherrann sagðist ekki hafa gefið upp alla von um að viðskiptin tækjust. Kohl kanslari hefur lagt áherslu á nauðsyn þess að Þjóðveijar taki meiri þátt í alþjóðamálum eftir að þjóðin hefur nú sameinast í eitt ríki. Segja vestrænan eiturúr- gang fluttan til Póllands Varsjá. Reuter. VESTRÆN ríki hafa að undan- förnu sent þúsundir tonna af eit- urefnaúrgangi til Póllands og var ekki á bætandi vegna hins alvar- lega ástands umhverfismála í landinu, að sögn umhverfisvemd- arsamtakanna Greenpeace. „í dag er mestallur eiturefnaúr- gangur frá Vestur-Evrópu fluttur til Póllands, lands sem má ekki við meiri umhverfismengun en það á þegar við að glíma,“ segir í skýrslu, sem Greenpeace sendi frá sér í gær. Þar eru tilgreind 64 atvik, flest á undanförnum tveimur árum, þar sem erlend fyrirtæki reyndu að senda eit- urúrgang til Póllands. Ekki hefðu fyrirtækin öll haft erindi sem erfiði en samt hefðu a.m.k. 46.000 tonn komist á leiðarenda. „Vitað er um meira en 15.000 tunnur með 5.207 tonnum af efna- úrgangi, málningarleðju, leysiefnum og hreinsiefnum liggjandi hér og þar um landið. Er það illa búið um hnút- ana að víða eru drykkjarvatnslindir í hættu,“ segir í skýrslunni. Enn- fremur er fullyrt að banaslys hafi orðið er eiturefnageymsla sprakk í loft upp. Lög sem banna innflutning eitur- efnaúrgangs voru samþykkt á pólska þinginu í fyrra en að sögn Greenpe- ace er framhjá þeim litið og efnaúr- gangur streymir í stríðum straumi til landsins. Greenpeace sakaði Evrópubanda- lagið (EB) um tvöfeldni þegar meng- unarmál væru annars vegar. Annars vegar gæfi bandalagið stórfé til mengunarvama austan járntjalds en á sama tíma kepptust ríki þess við að senda þangað eiturefnaúrgang frá iðjuverum sínum. Sovéskur kynfræðingur í blaðaviðtali: Sérstök deild dreifir klámi til ráðamanna Moskvu. Reuter. SOVÉSKUR kynfræðingur, Sergej nokkur Agarkov, hélt því fram í blaðaviðtali sem birtist í Moskvu i gær að innan stjórnkerfisins væri starfrækt sérstök deild sem hefði því hlutverki að gegna að dreifa klámmyndum til sovéskra ráðamanna. Kynfræðingurinn lét þessi orð Ráðamenn gætu lagt inn pantanir, falla í samtali við blaðamann dag- blaðsins Moskovskíj Komsomolets og kvað bæði ráðherra í ríkisstjóm Sovétríkjanna og ráðamenn innan sovéska kommúnistaflokksins njóta þessarar sérstæðu þjónustu. Agarkov kvað sovéska ráða- menn almennt og yfirleitt eiga við margvísleg vandamál að glíma á kynferðissviðinu. Starfi þeirra og stöðu fylgdi mikið álag. Þeir yrðu að einbeita sér að frama í starfi og vera sífellt á varðbergi gagn- vart þeim sem grafa vildu undan stöðu þeirra í samfélaginu. . Kynfræðingurinn sagði að sér- stök pöntunarþjónusta væri rekin á vegum Goskíno en svo nefnist kvikmyndastofnun Sovétríkjanna. myndirnar væra keyptar á Vestur- löndum og fyrir þær greitt í erlend- um gjaldeyri. Sagði Agarkov að myndir þær sem ráðamenn Sov- étríkjanna horfðu á að afloknum löngum og ströngum vinnudegi væru öllu grófari en þær sem al- menningur þar eystra hefði aðgang að. Svipaðar upplýsingar hafa komið fram áður því fyrir skemmstu sagði fyrrum túlkur Leoníds Brezhnevs, leiðtoga Sovétríkjanna, frá því í blaðaviðtali að hann hefði í starfi sínu oftlega þurft „ að tala inn á“ vestrænar klámmyndir. „Því hærra settir sem menn voru því betri og djarfari myndir fengu þeir,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.