Morgunblaðið - 12.10.1990, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.10.1990, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990 33 Að verasekur þar til sakleysið er sannað eftir Guðjón Þorbjörnsson Mikið hefur verið skráð og skraf- að í fjölmiðlum að undanfömu um útflutning á ferskum físki. Þar sem mér er málið hugleikið, enda stimpl- aður í ríkisútvarpinu einn af fimm í stærsta smyglmáli íslandssögunn- ar, ásakaður um skjalafals og tolla- svik, legg ég hér nokkur orð í belg einhæfrar umræðu um gámaút- flutning og sjávarútveg í dag. Hrell- ir hf. dæmdur sekur af Aflamiðlun, refsing er skerðing atvinnufrelsis þar til sökin hefur verið sönnuð. Gengur laus skilorðsbundið. Aflamiðlun — forsaga Á undanfömum áratug hefur nokkur fjöldi útgerðarfyrirtækja stundað útflutning á ísvörðum fisk í gámum í miklum mæli. Fremstir í þessum flokki vom Vestmannaey- ingar og ætti að aðla þá fyrir að byggja upp þennan markað. Fram til vors 1988 gengu þessi viðskipti mjög vel fyrir sig. Það vom toppar og botnar eins og á öllum mörkuð- um en á heildina litið björguðu þessi viðskipti stómm hluta útgerðar frá gjaldþroti. Vorið 1988 var aflahrota svo mikil að útilokað var að losna við fisk innanlands og jafnt físki- skip sem vinnslustöðvar sendu físk á Englandsmarkað þar sem enginn var skreiðarmarkaðurinn. Ekki man ég hvaðan þær raddir komu en uppúr verðfallinu sem varð þá var búið til apparat til að annast stjóm- un (skömmtunarkerfi) á ísvörðum físki á erlenda markaði. Apparat þetta var í höndum viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Fljót- lega fóru að koma óánægjuraddir um þetta kerfí og þær jukust eftir því sem verðið í Englandi varð hærra. Fleiri vildu fá bita af kök- unni og þeir sem stunduðu markað- inn fengu minna og minna. Jafnvel var skömmtunarstjórnin sökuð um að ota leyfum að flokksgæðingum. Aðalfundur LÍÚ 1989 samþykkti harðorða gagnrýni á störf og skömmtun ráðuneytisins og vildi fá þetta í sín heimahús. Síðastliðinn vetur fæddist síðan undrabarnið „Aflamiðlun", skrípi, sem kemur til með að ganga af mörgum útgerðum dauðum áður en langt um líður, ef ekki tekst að leggja hana af hið bráðasta. Sennilega hefur hluti þeirra aðila sem samþykktu að koma stjórnun útflutningsmála til LÍÚ ekki vitað hvað hann var að gera. Persónulega hélt ég að þetta ætti að vera appar- at sem mundi verða meira til upp- lýsinga um markaði heima og er- lendis. Gefa út verð á stærðum og tegundum hvetju sinni auk þess að safna saman þörfum markaðanna hveiju sinni. En hver varð raunin? Fimm manna hópur sem hefur það að leiðarljósi að beina físki á mark- aði suðvestanlands, svo verðið lækki þar, enda hafa nefndarmenn mikilla hagsmuna að gæta. Vil ég leyfa mér að kalla (grátkór) nefnd þessa fískvinnslu og verkalýðsnefnd suð- vesturhomsins. Skömmtunamefnd sem hefur það að leiðarljósi að svelta ísfiskmarkaðinn og drepa þá Sveinn Sigurðsson - Minningarorð Fæddur 29. apríl 1904 Dáinn 6. október 1990 Útför þess mæta manns, Sveins Sigurðssonar, fer fram í dag, föstu- daginn 12. október. Sveinn fæddist að Þúfu í Land- eyjum. Foreldrar hans vom hjónin Sigurður Guðnason og Guðfínna Sveinsdóttir. Skömmu eftir fæðingu Sveins fluttu þau að Háarima í Þykkvabæ. Þeim Sigurði og Guð- fínnu varð tíu bama auðið. Sigurður lést aðeins 47 ára að aldri og hefur það verið þungur róður fyrir ekkj- unadmeð sín níu börn, en eitt bama þeirra hafði látist í bernsku. Heimilinu var haldið saman eins og best gekk þótt efni væm lítil. Það þarf varla að geta þess að börn- in þurftu fljótlega að taka til hend- inni og var Sveinn þar engin undan- tekning. Hann byrjaði ungur sjó- mennsku, sem hann stundaði um árabil á ýmsum skipum til hálf- fimmtugs er hann fór alfarið í land. Þá hóf hann störf við bygginga- vinnu og ýmis almenn verkamanna- störf. Lengst af vann hann við byggingu Borgarspítalans, eða frá því hafist var handa við þær fram- kvæmdir og byggingu spítalans fulllokið. Eftir það gerðist hann starfsmaður spítalans þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sveinn var vel liðinn af þeim sem honum kynntust þó að hann væri ekki að bera tilfinningar sínar á torg. Hann var ósérhlífinn við vinnu og þótti með afbrigðum stundvís. Eftirlifandi systkini Sveins eru aðeins þijú, þau Bára, Vigdís og Guðni, sem hélt áfram búskap að Háarima. Sveinn kynntist þeirri ágætu konu, Sigríði Elíasdóttur í Þykkvabæ. Þau géngu í hjónaband og fluttust búferlum til Reykjavík- ur. Eignuðust þau fimm börn. Hjón- in urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa tvo frumburði sína, Elías í frumbernsku og Þóri, kominn vel á legg á fjórða ári. Þijú börn þeirra lifa en það eru Elín, Þóra og Sigurð- ur. Ég .kynntist fýrst Sigríði og Sveini árið 1969 er ég tengdist fjöl- skyldu þeirra og giftist síðan syni þeirra, Sigurði. Því miður voru kynni okkar Sigríðar alltof stutt því hún lést aðeins einu og hálfu ári síðar. Allan þann stutta tíma reynd- ist hún mér ætíð eins og best verð- ur á kosið. Sveinn tók fráfall Sigríðar mjög nærri sér enda hafði hann mikils misst. Þau höfðu veríð mjög sam- rýnd við byggingu heimilisins og uppeldi barna sinna, sem þau höfðu lagt mikla alúð við. Heimilið bar þess merki. Þegar við Sigurður hófum búskap, stuttu eftir andlát Sigríðar, fluttum við heim til Sveins í Bakkagerðið og bjuggum hjá hon- um fyrstu hjúskaparárin. Það er ekki öllum lagið að segja sögur og halda athygli hiustandans. Man ég margar ánægjulegar stund- ir þegar Sveinn var að rifja upp liðna tíð. Hann var sagnamaður og þá oft eins og lesið er um fyrri fræðaþuli, sagði bæði frá því sem hann hafði lesið og þá ekki síður frá því sem hann hafði kynnst á langri ævi og gat þá oft slegið á ýmsa strengi. Hann var mjög bókelskur, átti gott bókasafn og hafði mikinn áhuga á andlegum efnum. Bækur sínar meðhöndlaði hann með virð- ingu eins og dýrgripi. Hann safnaði ýmsum merkum ritum, batt þau sjálfur inn og hafði yndi af að lesa þau. fáu geirfugla sem enn standa í út- gerð einni. Flestir eigendur þessara skipa eru einnig á sjónum og eiga því erfítt með að karpa við þessa háæruverðugu nefnd og hafa því fengið útflutningsfyrirtæki til þess fyrir sig. Nú er svo komið að þessi fyrirtæki hafa þurft að leita til lög- fræðings til að ginna sínum málum og getið hefur verið í Morgunblað- inu 18. og 25. september 1990. Enda er lögfræðingurinn, sem við eigum bara 20% í, ekki fenginn í svona mál. Þótt fulltrúi í stjóm hafí sagt að þarfír fiskseljenda og markaðanna komi sér ekkert við þar sem hann væri þarna til að minnka útflutning- inn eins og hægt væri er stjórnin búin að fara til Englands og Þýska- lands. Tel ég að stjórnin hafí vitað fyrir að markaðurinn væri sveltur, verðið yrði hátt og skemmdarstarf- semi væri að senda ekki meira. Ekki hefur hvarflað að þessum fugl- um að fara út á land til að kynna sér verð á fiski enda kemur þeim málið ekkert við. Þeir eru þarna til að skemma og halda verði innan- lands niðri svo auðveldara verði að réttlæta framleiðslu á fangafæði til Bandaríkjanna. Aflamiðlun lítur ekki einungis á sig sem löggjafarvald heldur dóms- vald líka og útflytjendur fá oft fyrstu fréttir af gangi mála í gegn- um fjölmiðla. í bréfi mínu til stjórn- ar Aflamiðlunar 8. september út- skýri ég að á fyrstu 35 vikum árs- ins hafí ég flutt út 23,7 tonn af þorski og 24,2 tonn af ýsu á viku til Englands. Á 17 seinustu vikum Barnabörnin voru Sveini ákaf- lega kær. Með þeim voru náin tengsl og sóttu þau mjög til hans. Hjá honum var afdrep, heimili þar sem skarkali heimsins var ekki hafður í fyrirrúmi. Hann gaf börn- unum dýrmætt veganesti sem felst í minningu um afa, sem alltaf var til staðar og tilbúinn að hlusta. Minningar um matarboð í Bakka- gerðinu þar sem á boðstólum var þjóðlegur matur á borð við saltkjöt og baunir. Ekki þorði ég að gera minnstu tilraun til að keppa við hann í þeirri listgrein. Oft var tekið til hendinni við kleinubakstur með afa, litlar hendur fengu að hand- fjatla deigið og móta. Hápunkturinn var síðan þegar sest var að borðum og afraksturinn borðaður af góðri lyst. Nú hefur Sveinn kvatt þennan heim en eftir lifa ljúfar minningar um hlýjan og traustan mann sem vildi fremur gefa en þiggja. Hafi hann ævinlegar þakkir mínar og barnanna minna. Börnum Sveins og Sigríðar, svo og öðrum aðstand- endum, vottum við okkar innileg- ustu samúð. Erna Björk Antonsdóttir 1989 flutti ég út 3 5,1 tonn af þorski og 21,9 tonn af ýsu á viku að jafn- aði af örlítið minni flota. í fram- haldi af því óskaði ég eftir að fá að flytja út 1.000 tonn af þorski og ýsu til áramóta. Oskaði ég svara skriflega beint til Hrellis en ekki eitthvert fagurgalaraus í fjölmiðl- um. Svar: 10. september 1990. Fréttatilkynning til fjölmiðla þar sem reyndar ég var ekki tekinn af lífi en 4 kollegar mínir og 5 aðrir kyrktir. Það er skítalykt af þessu. LÍÚ Landssamband okkar útvegs- manna og forsvarsmenn þess tel ég hafa brugðist atvinnurekendum sínum hrapallega í þessu máli og tel að þá stofnun eigi að endur- skipuleggja frá grunni. í byijun tel ég að stópta eigi stofnuninni upp í fímm deildir hið minnsta auk þess að Landssamband smábátaeigenda eigi þar innangengt sem ég efa þó að þeir hafi nokkum áhuga á. Þess- ar deildir væru í byijun, rækjuskip, frystiskip, loðnuskip, ísfiskskip (hráefnisöflunartæki) og ísfískskip (fískseljendur). Hagsmunir fískselj- enda fara sjaldnast saman við hags- muni annarra í þéssu félagi og í stjórn þeirrar deildar vildi ég síður sjá stjómarmann í sölusamtökum stóru fisksölueinokunarfyrirtækj- anna. Fulltrúar vorir í LÍÚ hafa að mínu mati staðið sig með eindæm- um illa í þessu máli, lítið heyrst frá þeim í fjölmiðlum og virðast sáttir við aflamiðlun enda á fiskvinnslan 80% í flotanum og atkvæðamagninu í félaginu og betra er að hafa þá góða en 20% sem er sennilega á fleiri höndum en 80% og því sundur- lausari og auðveldari bráð. Reyndar eiga fiskseljendur ekki heima í LÍÚ heldur félagi smábátaeigenda. SÍF SÍF er eitt af einokunarfyrirtækj- unum sem vonandi er að líða undir lok í því formi þótt það komi til með að verða stórt og sterkt um langa framtíð. Þeir aðilar sem hafa að undanförnu verið að flytja út flattan ferskan þorsk eiga þakkir skildar fyrir að hrista upp í því kerfí sem hefur lagast til muna við þá litlu samkeppni sem stjórnvöld hafa heimilað og gefa vonandi fijálsa um áramót jafnt á fersku sem söltuðu. Kvótalögin og kvótasala Kvótinn er kominn til að vera, flókinn og ógeðslegur frumskógur reglugerða og dagskipana þar sem allir eru sekir þar til þeir hafa sann- að sakleysi sitt. Á kvöldin ferðu í rúmið sæll og glaður og ferð með bænirnar. Á morgnana er að líta yfír stjórnarráðspóst. Dagskipanir úr höfuðstaðnum gerðar af mörgum misvitrum manninum svo hárin rísa á hausnum. Sumu í kvótanum er ég hlynntur, öðru ekki. Ég tel að bátar undir 10 tonnum eigi ekki að geta framselt kvóta til stærri skipa. Einnig á ekki að vera hægt að selja óveiddan fisk á sjónum frá ári til árs (kvótaleiga). 5% tegunda- tilfærsla á að vera sveigjanlegri og t.d. næstu 5% helmingi dýrari en fyrstu o.s.frv. 15% kvótaskerðing vegna sölu erlendis er einnig eitt það atriði sem ég tel að standist ekki viðskiptasamninga íslands við GATT, EFTA og EB. I stað þessar- ar skerðingar á ráðuneytið að taka upp vigtarálag sem það getur feng- ið upplýsingar um á neðstu hæð sjávarútvegshússins en þar eru til einhver fræðirit um hvað fiskur létt- ist á einni viku. Ef ráðuneytið vill beita frekari þvingunum í útflutn- ingnum væri nær að beita beinum sköttum sem reyndar eru jafn ólög- legir en hafa þó verið hafnir í formi verðjöfnunarsjóðs sem ég hélt að væri úrelt fyrirbrigði í sjávarútvegi. Guðjón Þorbjömsson „ Aflamiðlun verði strax lögð niður og útflutn- ingur gefinn frjáls.“ Fréttaflutningnr Fréttaflutningur af gámafárinu hefur verið mjög hlutdrægur á móti þeim sem þetta stunda og þá sjaldan sem eitthvað jákvætt kemur fram í fréttum fylgja yfírleitt í kjöl- farið viðtöl við hagsmunaaðila í fiskvinnslu sem finna þessu allt til foráttu. Virðast þessir aðilar eiga greiðari aðgang að fjölmiðlum en útgerðarmenn enda þurfa blaða- snápar oftar að elta þessa forsvarsT menn utan. Þarna er spurning um að siðanefnd eða útvarpsréttar- nefnd þurfí eitthvað að athuga. Fiskmarkaðir innanlands Fiskmarkaðir innanlands eru af hinu góða fyrir fiskseljendur, verð hefur hækkað stöðugt. Þó er ekki langt síðan, og þekkist víða enn, að í dreifðum byggðum er fiskur ennþá^— seldur á lágmarksverði og jafnver rakkaður niður í mati. Vfða-er farið að markaðstengja fisk þar sem út- gerð og fískvinnsla er eitt og sama fyrirtækið. Kostnaður við að flytja físk landleiðina á markaðina á höf- uðborgarsvæðinu er mikill frá stór- um hluta landsins. Ef skipaferðir eru notaðar er tíminn langur og kostnaður töluverður. Þrátt fyrir hátt verð þar er kostnaður landleið- ina of mikill, sjóleiðina tekur þetta of langan tíma (frá Höfn einum degi skemur en til Hull) og frá byggðarsjónamiði er betra að selja fískinn erlendis þar sem verðið er miklu hærra og greiðslan kemur beint til heimabyggðar. _____ Stjórnvöld ' í gegnum tíðina hafa dagskipan- ir hins opinbera gert mörgum lífíð leitt. Pappírsflóð og skýrslugerðir í margriti auk eftirlitskerfís sem nán- ast er að verða maður á mann. Útgerðir hafa lagt út í fjárfesting- ar, rekstraráætlanir hafa verið sam- þykktar af opinberum sjóðum og skip endurnýjuð. Daginn eftir eru sölumöguleikar heftir, sóknarkvóti afnuminn, skerðingar hertar, skatt- ar lagðir á og í lokin sala til hæst- bjóðanda bönnuð. Rekstrargrund- vellinum er kippt burt án fyrirvara og fáir eða engir afkomumöguleik- ar. Þetta er sjúkt. Niðurstaða Mesti skaðvaldur í sjávarútvegi í dag er yfirstjórnun og tel ég að bæði sjávarútvegsráðherra og framkvæmdastjóri LÍÚ eigi að beita sig og sínar stofnanir miklu gæða- átaki. Aflamiðlun verði strax lögð niður og útflutningur gefinn fijáls. LÍÚ rækti jafnt smáa sem stóra aðila innan sinna vébanda enda er félagsskapurinn sprunginn ella. 15% kvótaskerðing verði afnumin og í hennar stað komi vigtarrýrnun. LIÚ láti kanna lögleysi kvótaskerð- ingarinnar. Fiskverð verði gefið fijálst og verðlagsráð lagt niður. Sjómenn og útgerðarmenn herði gegn núverandi kerfi því lög eru ekki lög þó lögleysur séu nema hægt sé að vinna eftir þeim. Höfiimiurer framk væm ilas tjóri " * Hrcllis hf. og útgerdar Garðeyjar hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.