Morgunblaðið - 12.10.1990, Side 34

Morgunblaðið - 12.10.1990, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990 Minning: Guðbjörg Runólfs dóttir frá Gröf Fædd 16. nóvember 1918 Dáin 1. október 1990 Guðbjörg fæddist í Litla-Lamb- haga í Skilmannahreppi, dóttir hjón- anna Runólfs Guðmundssonar og Þórunnar J. Markúsdóttur. Runólfur var yngsta barn Vigdísar Þ. Vigfús- dóttur, Hanssonar og konu hans, Guðfinnu Einarsdóttur í Lækjarkoti. Vigdís var þriðja kona Jóseps Sig- urðssonar bónda á Hávarðsstöðum og víðar. Þau áttu þijú börn: Vigfús skipstjóra, Guðfinnu húsfreyju á Bjarteyjarsandi og Jósep bónda á Eystra-Miðfelli. Seinni maður Vig- dísar var Guðmundur Arnason frá Miðdal í Kjós, Jónssonar, Vilhjálms- sonar og konu hans, Málfríðar Magnúsdóttur bónda í Hvammi í Kjós, Runólfssonar. Kona Runólfs Guðmundssonar var Þórunn Jónína Markúsdóttir fædd í Austmannadal í Amarfirði 3. október 1884, dáin 11. september 1970. Foreldrar hennar voru Markús Þórðarson bóndi þar og kona hans Þórunn Jónsdóttir. Runólfur og Þór- unn keyptu jörðina Gröf í Skil- mannahreppi og fluttu þangað vorið 1920, þar bjuggu þau síðan til 1966, er þau fluttu á Akranes. Börn þeirra sem lifðu vom sjö: Árni sjómaður og bifreiðastjóri á Akranesi, Vigfús vélsmíðameistari á Akranesi, Guð- björg húsmóðir, sem hér er minnst, Vigdís húsmóðir á Akranesi, Valgeir rafvirkjameistari, bjó á Akranesi og tvíburasysturnar Fjóla húsmóðir á Akranesi og Guðmunda bóndakona í Ási í Melasveit. ÖIl era þessi systk- -«^ni þekkt dugnaðar- og mannkosta- fólk hér í sinni heimabyggð og víðar. Nú eru íjögur þeirra látin, sú sem hér er minnst og þijú í viðbót, Árni, Vígdís og Valgeir, sem öll urðu bráðkvödd. Runólfur í Gröf sannaði það að margur er knár þótt hann sé smár, hann var rétt tæplega meðalmaður á vöxt en annálaður léttleika- og dugnaðarmaður. Einn félagi hans af togurunum sagði hann hafa verið talinn mesta hausara togaraflotans, einnig var hann ianga tíð orðiagður yfirsaltari, sem fáir jöfnuðust við. Hann var 28 vertíðir á togurunum þar af margar áður en vökulögin tóku gildi. Heima átti hann konu, börn og bú. Hann vissi að þar var allt í góðri forsjá í höndum Þórunn- ar, eiginkonunnar, hún var þekkt mannkostakona, fönguleg og fríð, góðum hæfileikum gædd, létt í lund og annáluð gæðakona. í Gröf var vel fyrir öllu séð, þar leið enginn skort, hvorki menn né málleysingjar. Það vakti margra at- hygli hve börnin í Gröf voru bráð- þroska, dugleg og gerviiegt fólk, það fór fljótlega orð af dugnaði þeirra og hæfileikum. Smátt og smátt birt- ast okkur samtíðafólkinu meðfæddir listhæfileikar þessara systkina, þeir virðast af ýmsu tagi, við voram búin að heyra að þau væru ljóðelsk og hagmælt, sum hafa ósjaldan haldið uppi gleðiþáttum þar sem húsfyllir af fólki fékk að hlýða á og varð mjög hrifið af, reyndar eru gaman- vísur, söngur og létt mál löngum vinsælt skemmtiefni. Já, þau vora glaðvær og góðum gáfum gædd systkinin í Gröf. Þegar ég leit við á heimili einnar systranna í gær, hennar Fjólu, þá bar fyrir augu margt fallegt málverk inn- rammað upp á stofuvegg, og það sem meira var stórt og glæsilegt málverk á vegg utan dyra á húslóð- inni, margur listamaðurinn hefði mátt vera stoltur af slíku, en þarna er ekkert verið að miklast yfír hæfi- leikunum. Systkinin í Gröf lærðu ung til verka og fóru fljótt að hjálpa til í sveitinni eins og altítt var í þá daga. Þá var metnaður unglinganna að verða að sem mestu liði og verða dugandi þjóðfélagsþegnar, sem eftir yrði sóst til ýmissa.starfa, þá hafði nám og skólaganga ekki forgang sem nú, þrátt fyrir það lærðu börnin ótrúlega mikið og vel hjá farkennur- um sveitanna í þá daga. Ég man Gauju i Gröf, en svo var hún kölluð þá, sem barnunga stúlku vaka á nóttunni yfir túninu í Gröf, margt vorið. Þannig var henni trúað fýrir ábyrgðarstarfí ungri, vissulega er þetta mikilsvert uppeldisatriði fyrir ungt fólk að vinna sér traust þeirra eldri og reyndari. Hér hefí ég lítillega farið yfir uppruna og æskuár Guðbjargar, en árið 1937 hleypir hún heimdragan- um og haslar sér völi á Skipaskaga, sem fleiri unglingar úr nærlægum sveitum. Hún aflar sér menntunar í matreiðslu á námskeiði, einnig vinn- ur hún um skeið á saumastofu Þó- runnar á Akri, en fer að því loknu í vist til Ragnars Kristjánssonar og Lovísu Lúðvíksdóttur hjúkrunar- konu, en þau seldu kost. Ég minnist hve haft var á orði þá að Lovísa hefði verið heppinn hún hefði náð í úrvalsstúlku sem hún gæti treyst svo vel fyrir öllu, þegar hún sjáif þurfti að gegna sínu starfi oft utan heimil- is. Þarna var í fæði ungur úrvalspilt- ur frá Dýrafirði, stýrimaður á einum vélbátnum hérna, Kristinn Jónsson að nafni. Kært varð á milli þessa unga fólks, sem leiddi til þess að þau gengu í hjónaband og hófu heimilishald þarna við þessa sömu götu sem þá hét Baugsstígur, nú Mánabraut. Þau munu hafa leigt þarna í tveimur húsum, á nr. 11 og nr. 9. Kristinn Jónsson er fæddur í Hvammi í Dýrafirði 1. september 1942, sonur hjónanna Jóns Jónsson- ar bónda þar og Sigurborgar Guð- mundsdóttur, Jústssonar, krafta- manns. Árið 1946 flytja þau í sitt ný- byggða hús við Krókatún 20, þetta er reisulegt steinsteypuhús tveggja íbúða á tveimur hæðum. Guðbjörg og Kristinn voru gefín saman í hjónaband 14. desember 1940, þau misstu þijú böm nýfædd en eiga tvö efnileg uppkomin börn: Sigurborg Guðrún f. 21. janúar 1943, ljósmóðir og húsmóðir í Hafn- arfirði, maður Kári Valversson, þau eiga íjórar dætur, og Guðmundur, f. 29. ágúst 1944, stýrimaður í milli- landasiglingum, kona íris Sigurðar- dóttir, þau eiga þijú böm, einnig mun vera eitt barnabamabarn. Guðbjörg og Kristinn vora hér mætir Akumesingar um langt ára- bil, hann var þekktur skipstjóri á frystiskipunum, mikill sjósóknari og aflamaður góður, hinn mesti dreng- skaparmaður. Heimili þeirra hjóna var rómað fyrir gestrisni, það var alltaf sem opinn greiðastaður, sem lengi verður munað, sögðu þau systkinin. Hjónin voru samrýnd mjög glaðvær og ham- ingjusöm aila tíð, það geislar alltaf af slíku fólki og fólki líður vel í ná- vist slíkra manna. Vissulega var lífsbaráttan hörð, það eitt gilti að standa sig, það þurfti kjark og karl- mennsku til að standa í fremstu fylk- ingu dugmikilla skipstjómarmanna hér á Akranesi í þá daga. Sjórinn var fast sóttur og stundum teflt á tæpasta vað. Þessir menn fengu marga erfíða sjóferð, en aldrei var gefið eftir, reyndar oft færður mik- ill fengur að landi úr djúpum sjávar. Sjómennimir vora þá sem ævinlega útverðir -og máttarstólpar íslensku þjóðarinnar. En hitt hefur aldrei verið rannsakað og verður aldrei Minning: Indriði Halldórs- son múrarameistari Fæddur 13. febrúar 1908 Dáinn 3. október 1990 Hann elsku afi minn hefur nú kvatt þetta líf. Hann lést á Borg- arspítalanum eftir skamma legu þar 3. október sl. Nú er hann kominn til betri heima þar sem margt gott fólk, sem honum þótti svo vænt um, tekur á móti honum. Afi fæddist á Kvíabryggju í Grundarfírði 13. febrúar 1908. Fað- ir hans var Halldór Indriðason, út- vegsbóndi, sonur Guðrúnar Einars- dóttur frá Suðurbúð í Grundarfirði og Indriða Halldórssonar, sem var sonur Halldórs Helgasonar, bónda á Flögu í Húnavatnssýslu. Móðir hans var Dagfríður Jóhannsdóttir, dóttir Höllu Jónatansdóttur, ijósmóður og Jóhanns Dagssonar, bónda að Kverná í Grundarfirði. Afi var sjötti í röðinni af tíu systkinum. Foreldrar hans voru mikið dugnaðarfólk og unnu að því hörðum höndum að skapa börnum sínum gott heimili. Faðir hans stundaði sjóróðra 'og þurfti oft og einatt að glíma við óblíðar aðstæður eins og þeir vita sem þekkja til á Snæfellsnesinu, en þegar afí var aðeins tíu ára gamall, dundi reiðarslagið yfir. Faðir hans drukknaði er bátur hans fórst á Breiðafirðinum. -Þegar svona var komið var ekki um annan kost að velja en að koma nokkrum systkin- anna fyrir hjá góðu fóiki. Það má segja að vel hafí tekist til, því ekk- ert systkinanna þurfti að fara til vandalausra eða inn á ókunnúg heimili. Tvö barnanna voru þegar > 'uppkomin. Þau vora Jóhann, sem var elstur, og Halla. Hann bjó á Spjör J Grundarfírði og tók að sér uppeldi á Helga bróður sínum, sem var næstyngstur systkinanna. Ása fór í fóstur til föðursystur sinnar, Ásu Indriðadóttur, sem bjó í Reykjavík. Helga og Óskar fóra í fóstur til móðursystur sinnar, Halld-. óru Jóhannsdóttur og Lárusar Jóns- sonar, eiginmanns hennar, en þau bjuggu í Gröf í Grundarfirði. Jón Indriði ólst upp hjá vinafólki foreldar sinna, sem vóru Filippía Þorsteins- dóttir og maður hennar Ólafur Guð- mundsson. Þau bjuggu á Kvía- bryggju. Þijú systkinanna voru svo lánsöm að geta verið áfram hjá móður sinni. Þau voru: Afi, Guðrún og Halldór Dagur, sem var yngstur af hópnum. Þetta var fríður systk- inahópur og er indælt til þess að hugsa að þrátt fyrir þennan aðskiln- að í æsku misstu þau aldrei niður- samband sín á milli. Þau sem eftir lifa _af hópnum era Jóhann, Halla og Óskar. Það segir sig sjálft að afi bytjaði fljótlega að vinna fyrir sér og sínum Og kom það í hlut hans og Jóhanns eldri bróður hans að færa björg í bú móður þeirra. Sem unglingur sótti afi sjóinn og reri út frá Grund- arfirði sem aðstoðarmaður á báti hjá mági sínum, Finni Sveinbjörnssyni, eiginmanni Höilu. Afi var 19 ára gamall þegar hann fluttist til Reykjavíkur og fór fyrst í stað að vinna hin ýmsu verka- mannastörf. Móðir hans kom til Reykjavíkur skömmu siðar og hélt hér heimili með afa og nokkrum fleiri af börnum sínum. Um þetta leyti hóf afi nám í múraraiðn við Iðnskólann í Reykjavík og komst á samning hjá Kristni Sigurðssyni, l einum virtasta múrarameistara hér í bæ á þeim tíma. . Afi öðlaðist öll réttindi múrara- meistara og vann sem slíkur, en starfaði lengst af sem múrari. Það kom í hlut afa að taka virkan þátt í að byggja upp höfuðborgina okkar og hefur hann verið orðlagður við margar góðar byggingar vítt og breitt um bæinn. Hann var vel þekkt- ur sem vandvirkur iðnaðarmaður, enda jafnan treyst til hinna vandasö- mustu verka óg vann þau með þeim ágætum að mikill sómi var að. Afi vann að ævistarfi sínu af stakri alúð, sennilega hefur iðnhæfni hans og vandvirkni sjaldan notið sín betur en í aðalbyggingu Háskóla íslands, við hellulögn á veggjum í hinu stóra fordyri byggingarinnar og silfur- bergshleðslu á altari og predikunar- stóli Háskólakapellunnar, sem þá var nýjung í múrsmíði hér á landi. Sumarið 1931 var afi á ferð vest- ur á Snæfellsnesi. Bæði var liann að heimsækja ættfólk sitt og svo einnig að taka að sér það verkefni að byggja umgjörð utan um kirkju- garðinn í Grundarfirði. í þessari ferð hitti hann Ólöfu, ömmu mína, sem var á ferðalagi fyrir vestan. Hún var þá nýkomin heim úr námi í Banda- ríkjunum. Foreldrar hennar voru Halldóra Snorradóttir og Ketilbjörn Magnússon, bóndi á Saurhóli í Saurbæ í Dalasýslu. Afí og amma gengu í hjónaband 19. maí 1933. Á heimili þeirra ríkti gestrisnin ætíð í fyrirrúmi og hvort sem gestirnir voru ættingjar utan af landi, prestur- inn eða vinir okkar krakkanna, þá voru gullskreyttu bollamir lagðir á borð, amma hristi kökuhlaðborð fram úr erminni og svo var sest nið- ur og málin rædd ofan í kjölinn. Stjómmál vora oft ofarlega á baugi því að afí og amma vora á öndverð- um meiði í pólitík. Þegar þau mál vora rædd héldu þau hvort um sig fram ágæti síns flokks og sinna manna og töluðu um góða frammi- stöðu þeirra í málefnum líðandi stundar. Á svona stundum var hrein unun að hlusta á afa og ömmu. Þau voru bæði skarp vel gefín og kom- ust vel að orði, ofan á bættist að afi gat verið ótrúlega stríðinn og amma hafði sérstakt lag á því að fá þennan eiginleika hans til að blossa upp á svona stundum, þannig að úr þessu varð ætíð besta skemmt- un fyrir alla viðstadda. Hún lifír nú eiginmann sinn eftir 57 ára hjóna- band. Þau eignuðust tvö sérstaklega fjölhæf og elskuleg börn, Halldór og Kolbrúnu Dóru. Halldór lærði múraraiðn og varð meistari í faginu. Einnig stundaði hann nám við Stýri- mannaskólann og útskrifaðist það- an. Hann eignaðist tvær dætur með eiginkonu sinni, Sigrúnu Stefáns- dóttur. Þær era: Oddný Björg og Ólöf Berglind. Halldór lést langt um aldur fram 20. mars 1980. Kolbrún Dóra hefur lengst af stundað hús- móðurstörf á sínu stóra heimili en er nú í dag kaupmaður í verslun sinni hér í borginni. Hún er gift Guðmundi Guðveigssyni, lögreglu- þjóni. Þau hafa alla tíð verið einstak- lega samhent hjón. Þau búa hér í Reykjavík á björtu og gestkvæmu skráð hve margar vökunætur sjó- mannskonunnar vora, og ábyrgð þeirra hefur löngum verið ærin. Guðbjörg sem nú er kvödd vissi okk- ur meira um þessa hluti af eigin reynslu. En þessu lífi var lifað í hljóðlátri þögn, og þakklætið efst í huga til forsjónar og þess er lífið gaf fyrir að allt blessaðist, svo ham- ingjan varð enn meiri. Kristinn var heppnisskipstjórnarmaður sem slapp við slys og aðrar þyngri raunir. Hamingjan varð þeim hjónum hlið- holl. Árið 1974 flytja þau hjónin til Reykjavíkur og keyptu sér íbúð í Fellsmúla 17, fengu bæði vinnu í Glæsibæ, hann sem vaktmaður og hún vann í verslun Sláturfélags Suð- urlands. Nú síðustu árin bjuggu þau í íbúð sinni í Versiunarmannahúsinu við Hvassaleiti 56, og undu hag sínum vel, sem ævinlega, en sólin gengur til viðar nú sem endranær. Guðbjörg veiktist af þessum banvæna sjúk- dómi sem margan yfirbugar og það unga sem aldna. Hún var dugleg, vissi hvert stefndi og tók sínum ör- Iögum af sinni þekku hughreysti og glaða hugarfari, hún var ævinlega glaðvær og æðralaus, sá björtu hlið- arnar á lífínu og kunni að lifa sam- ferðafólkinu til' heilla og hamingju, hún var góð eiginkona, móðir og amma, eins og hún var góð dóttir og systir, hún hlaut allra lof og virð- ingu. Þegar litið er yfír farna leið lífsins er þetta ágæta samtíðarfólk varð- veitt í minningunni sem góðir vinir. Því hlaut ég að verða við þeirri bón að setja þessar hugrenningar á blað þegar þessi.góða kona er kvödd. Hún hefði átt skilið ítarlegri eftir- mæli. Um leið kveð ég Guðbjörgu Run- ólfsdóttur með kærri þökk fyrir hennar líf, lífsstarf, lífsgleði og lífshamingju sem hún veitti óspart sínum nánustu, svo vinum og okkur samtíðarfólki. Við biðjum henni fararheillar til hinna eilífu ljóssins landa. Guð blessi minningu hennar. Alúðar- og samúðarkveðjur send- um við hjónin eiginmanni hennar, bömum, systkinum og öðram syrgj- endum. Valgarður L. Jónsson heimili sínu þar sem kærleikur og mannlegi þátturinn sitja ávallt í fyr- irrúmi. Þau eiga saman fímm böm. Þau eru: Undirrituð, Eggert Snorri, Indriði Halldór, Guðmundur Sævar og Halldóra Katla. Við systkinin kynntumst honum afa okkar mjög vel í gegnum tíðina og lærðum að meta hina miklu mannkosti sem hann hafði til að. bera, en það getum við alfarið þakk- að henni móður okkar, sem hefur ætíð verið stoð og stytta foreldra sinna. Hennar einstaka umhyggja og elska við þau gerði það að verkum að við börnin hennar höfum alltaf verið tíðir gestir á heimili afa og ömmu og þau hjá okkur. Afi var sérstakt snyrtimenni og gat aldrei farið út úr húsi nema hann færi fínn í tauinu, eins og hann kallaði það og þá helst í jakkafötum, alltaf var hann með fallegt hálstau og klút í sama lit sem gægðist upp úr bijóst- vasanum. Afi var mjög fróður maður, hann var víðlesinn og vel heima í málefn- um líðandi stundar. Það var ætíð gaman að ræða um hann við heima og geima. Það var alvég sama hvar borið var niður. Hann hafði ávallt á takteinum gott innlegg í umræðuna. Svo hlustaði hann líka ætíð á okkur með áhuga og hluttekningu þegar við trúðum honum fyrir ýmsu því sem var að gerast hjá okkur í dag- lega amstrinu og miðlaði þá af visku sinni og lífsspeki og gaf góð ráð. Reyndar var afi syo næmur að aldr- ei þurfti að segja honum af fyrra bragði ef eitthvað bjátaði á, því þá leið aldrei á löngu þar til afí sneri sér að okkur og sagði: „Er ekki allt í lagi guliið mitt?“ Nú er hann elsku afí minn búinn að kveðja okkur að sinni og við sökn- um hans sárt. Við yljum okkur nú við góðar minningar ásamt gleðinni yfír því að hafa átt samleið með þessum stórkostlega manni. Það er veganesti sem fylgir okkur áfram. Guð blessi afa minn. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Olöf Guðmundsdóttir Salmon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.