Morgunblaðið - 12.10.1990, Side 40
ík
40
ooq! :naóT>io .sr jiuoAauTaö'í aiaAjanuojioi/;
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990
Hanne Juul og forseti íslands, frú Vígdís Finnbogadóttir.
VIÐURKENNIN G
A
Forseti Islands heiðrar
vísnasöngkonu
Vísnasöngkonan Hanne Juul tók
á móti norrænum styrk úr
hendi forseta íslands, Vigdísar
Finnbogadóttur, við hátíðlega at-
höfn í menningarmiðstöðinni „Bláa
stallet" í Gautaborg í september.
Hanne Juul er frá Vanersborg
og hlaut norræna styrk ársins 1990,
að upphæð 10.000 sænskar krónur,
frá Föreningen Nordens Stiftelse,
Bohusgárden. í ályktun stjórnar-
innar stendur: Hanne Juul hefur í
listrænu starfi sínu orðið einskonar
samnefnari norræns menningar-
starfs. Fáir listamenn hafa náð jafn-
góðum tökum á þjóðkvæðum allra
Norðurlandamála og hún hefur gert
stórverk í að kynna þau á meðal
allra Norðurlandaþjóðanna. Síðast
en ekki síst má nefna atorku henn-
ar við stofnun samtakanna Nord-
visa og við norrænu vísnasöngdeild-
ina við Norræna lýðháskólann í
Kungálv.
Þetta er í annað skiptið sem
styrknum er úthlutað. í sambandi
við 50 ára afmæli Föringen Nord-
ens Stiftelse, Bohusgárden, 1989
var ákveðið að úthluta honum ár-
lega til þeirra sem tengdir eru
Vestur-Svíþjóð óg hafa gert mikið
fyrir norrænt samstarf.
HERRAKULDASTÍGVÉL
úrleðri með rennilás
Litur: Svartur Verð 4.795, -
5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs
Kringlunni,
sími689212
Oomus Medica
S. 18519.
topp||
—''SKORINN
VELTUSUNDI 1
21212
ffclk f
fréttum
ALMAL
Steingrímur
Hermannsson
skoðar áiver
Almálin er mál málanna á ís-
landi í dag og brýnt fyrir
ráða menn þjóðarinnar að kynna
sér alla þætti málsins sem best. í
því skyni heimsótti Steingrímur
Hermannsson aðalstöðvar Alumax
í bænum Norcross sem er í Ge-
orgíu í Bandaríkjunum í lok sept-
ember til viðræðna við yfírmenn
álfyrirtækisins um fyrirhugaða ál-
verksmiðju Atlantal-hópsins á ís-*
landi.
Steingrímur skoðaði einnig
Mount Holly-álverksmiðju Alumax
í Suður-Karólínu. Paul Drack for-
stjóri Alumax sýndi Steingrími
verksmiðjuna sem er hin nýtísku-
legasta sinnar tegundar. Á mynd-
inni er Steingrímur að ræða við
tvær konur sem vinna í álverinu,
en alls eru 51 kona við störf í verk-
smiðjunni, þar af 16 við stjórnunar-
störf. Starfsmenn alls eru hins
vegar 619. Konur eru því 8 pró-
sent af heildarstarfsmannafjölda
Mount Holly-álversins.
hoSlisland
Fjör ájörðu sem á himni
Skemmtanir
. RagnhildurSverrisdóttir
Hótel ísland býður gestum sínum
í vetur sem fyrr upp á sýn-
ingu, þar sem fjöldi söngvara syng-
ur þekkt lög fyrri ára. I sýning-
unni, sem nefnist Rokkað á himn-
um, er leitað fanga í smiðju gömlu
rokkaranna, þ.e. frá upphafi
rokktímabils fram að Bítlatíma.
Sýningin byggir á sögu um rokk-
arann Jón, sem hrekkur upp af.
Stúlkan hans, Pía, leggur upp með
sál hans á kassettu og freistar þess
að koma Jóni í gullna liðið á himn-
um, þar sem látnir rokkarar halda
uppi fjöri. í byijun sýningarinnar
eru kynni Jóns og Píu rifjuð upp.
Sex söngvarar koma fram,_ þau
Eyjólfur Kristjánsson, Eva Ásrún
Albertsdóttir, Karl Örvarsson,
Sigríður Beinteinsdóttir, Stefán
Hilmarsson og Björgvin Halldórs-
son, sem jafnframt er tónlistarstjóri
sýningarinnar. Sögumaður, Sig-
mundur Ernir Rúnarsson, birtist á
stórum skjá við sviðið. Sýningin
byijar strax af fullum krafti, með
rokksyrpu, þar sem allir söngvar-
arnir koma fram. Því næst tekur
Eyjólfur við með þekkta lagabúta
Morgunblaðið/KGA
Björgvin Halldórsson var á
heimavelli í gömlu Platters-Iög-
unum.
Sigríði Beinteinsdóttur og Evu Ásrúnu Albertsdóttur var mikið niðri
fyrir í dúettunum.
og Eva Asrún og Sigríður fluttu
þijá lagabúta saman, t.d. gamla
Ronnettes-lagið Be my Baby og
One fine Day, sem ég held að Ca-
rol King eigi allan heiður af.
Eftir þetta varð ekki aftur snúið
og lögin komu hvert á eftir öðru;
Great balls of fire, sem Karl söng
og Stefán flutti lagasyrpu. Þegar
hér var komið sýningunni var
greinilegt, að hætta var á að sögu-
þráðurinn glataðist. Það auðveldaði
áhorfendum að fylgjast með sam-
skiptum Píu og Jóns á sviðinu ef
þau fengju meiri athygli en hinir
dansararnir, til dæmis með því að
láta ljós fylgja þeim.
Sýningin varð rómantískari og
rólegri á kafla, t.d. þegar Sigríður
söng þijú Brendu Lee lög. Ekki
kann ég að nefna nema eitt þeirra,
sem heitir As usual. Eyjólfur tók
við af Sigríði á rólegu nótunum og
Björgvin bætti um betur, t.d. með
Platters-lögunum Smoke gets in
your Eyes og Great Pretender.
Fjöldi dansara, sem Helena Jóns-
dóttir stjórnar, kemur fram og eru
þeir nokkuð misjafnir. Oft fannst
mér nokkuð skorta á samhæfingu
þeirra, en Helena bar af lærisvein-
um sínum. Hún sýndi hvað í henni
býr með sólódansi og ekki var verra
að Rúnar Georgsson fór á kostum
á saxafóninum á meðan.
Aftur varð sýningin fjörugri og
nú með „strandpartíi“. Sögumaður