Morgunblaðið - 12.10.1990, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990
51
Rúnar fékk
engan leik
Var ekki rétt að nota hann í leik 21 árs liðsins?
Brann vill fá
níu milljónir
fynrTeít
Teitur byrjar að þjálfa Lyn í næstu viku
Forráðamenn Brann em ekki
ánægðir með framkomu for-
ráðamanna Lyn og sögðu í gær
að þeir hafi komið aftan að sér
þegar þeir fengu Teit Þórðarson
tilliðs við sig. Teitur er samnings-
bundinn Brann til 1991, en féiag-
ið getur þó ekki stöðvað hann.
Samkvæmt norskum lögum getur
Teitur sagt starfi sínu lausu með
þriggja mánaða fyrirvara.
Forráðamenn Brann segja að
forráðamenn Lyn verði að kortia
til þeirra og gera hreint fyrir
sínum dyrum, en Teitur mun byija
að þjálfa Lyn í næstu viku - og
mun hann ferðast frá Bergen til
Oslóar til að stjórna æfíngum.
Brann fer fram á 9,3 millj. fsl.
króna frá Lyn fyrir að Teitur ger-
ist þjálfari liðsins og vissu for-
ráðamenn Lyn að þeir yrðu að
greiða Brann skaðabætur.
Leeds vill fá Amór!
ARNÓR Guðjohnsen er að öll-
um líkindum á leið til Englands.
Hann hefur fengið tilboð f rá
1. deildarliðí, þar í landi og út-
sendari þess fylgdist með
leiknum í Sevilla ífyrrakvöld.
Arnór vildi ekki gefa upp hvaða
lið væri hér um að ræða; sam-
komulag væri á þessu stigi málsins
milli sín og viðkomandi félags að
gefa það ekki upp
Valur strax, en Morgun-
Jónatansson blaðið hefur heim-
. ildir fyrir því að það
fraSpanl sé Leeds United.
Félagið, sem hefur alla tfð verið
fjársterkt og talið meðal þeirra
„stóru“ á Englandi, vann sig upp í
1. deild á ný á síðastliðnu vori eftir
MSIGURLÁS Þorleifsson hefur
skrifað undir nýjan samning sem
þjálfari 1. deildarliðs ÍBV í knatt-
spymu. Hann mun einnig leik%
áfram með Eyjaliðinu. í samningn-
um er gert ráð fyrir því að Sigurl-
ás fari utan í vetur til að fylgjast
með þjálfun, og hefur portúgalska
félagið Benfica verið nefnt í því
sambandi. Þar er við stjórnvölinn
sænski 'þjálfarinn Sven Göran
Eriksson.
■ ÍSLENSKA landsliðinu í knatt-
spymu hefur verið boðið á mót á
Kýpúr í janúar. Færeyingum,
Luxemborgarmönnum og
Möltubúum hefur einnig verið boð-
ið á mótið.
■ KR-ingar hafa átt í viðræðum
við Ian Ross um að hann verði
áfram þjálfari KR-liðsins.
■ FORRÁÐAMENN héraðssam-
bandsins Skarphéðins hafa skorað
á Guðmund Kr. Jónsson að gefa
kost á sér til embættis varafor§eta
íþróttasambands íslands á sam-
bandsþingi ÍSÍ síðar í mánuðinum.
Guðmundur á sæti í framkvæmda-
stjórn ÍSÍ.
■ ÓLI Olsen, milliríkjadómari í
knattspyrnu, dæmir leik And-
erlecht og Omonía frá Kýpur í
2. umferð Evrópukeppni bikar-
hafa, sem fer fram 27. október.
Tveir línuverðir fara með honum til
Briissel. “
■ ÞÓRARINN Ingólfsson hefur
verið ráðinn þjálfari 2. deildarlið
Selfoss í knattspyrnu. Hann lék
um árabil með liði Selfyssinga; var
fyrirliði þess um tíma, en hætti að
leika fyrir tveimur árum.
■ EYJÓLFUR Ólafsson dæmdi
landsleik Norðmanna og Hollend-
inga, liða 18 ára og yngri, í Nor-
egi í fyrrakvöld. Norðmenn sigr-
uðu 4:1.
■ BJARNI Benediktsson, leik-
maður 21 árs landsliðsins, meiddist
á hné f leiknum gegn Spánverjum.
Hann gengur nú með hækjur. Pét-
ur Pétursson, sem meiddist á
ökkla, er einnig um með hækjurv
■ PÉTUR Guðmundsson, kúlu-
varpari, sem varð i 12. sæti í úrslita-
keppni Evrópumeistaramótsins í
Split í Júgóslavíu í lok ágúst, fær-
ist upp um eitf sæti. Bronshafmn
frá Sovétríkjunum, Vjatsjeslav
Lykho, féll á lyfjaprófí og hefur
verið dæmdur úr leik. Tveir aðrir
keppendur féllu á lyfjaprófinu, en
158 gengust undir það.
átta ára dvöl í 2. deild.
„Forráðamenn félagsins í Eng-
landi hafa rætt við mig og spurt
hvort ég hafi áhuga. Þeir sögðust
myndu senda mann til Spánar til
að fylgjast með leiknum. Þetta mun
skýrast á næstu dögum,“ sagði
Arnór. „Ég er orðinn hálf þreyttur
á þessu ástandi og það verður að
fara að gerast eitthvað í mínum
málum. Ef þetta dæmi gengur ekki
fer ég til Belgíu til að ræða alvar-
lega við forráðamenn Anderlecht,“
sagði landsliðsmaðurinn.
Þess má geta að stjóri Leeds
United er Howard Wilkinson, sem
áður var hjá Sheffield Wednesday.
Þar lék Sigurður Jónsson undir
stjórn hans.
Arnór Guðjohnsen til Elland Road?
Rúnar Kristinsson.
Sigurlás. Óli O.
Mm
FOLK
Bo Johansson, landsliðsþjálfari.
Bo Johansson, landsliðsþjálfari,
sagðist alltaf velja sextán bestu
leikmennina hveiju sinni og að
Rúnar væri í þeim hópi. „Það er
aldrei hægt að sjá það fyrr en á
leikdag hvaða ellefu leikmenn byija.
Það verður að taka mið af æfingum
fram, að leik og hvernig menn kom-
ast frá þeim. Meiðsli og annað til-
fallandi geta komið upp á síðustu
æfingunni. Þessi staða getur alltaf
komið upp og það er ekki hægt að
sjá hana fyrirfram. Rúnar er mjög
góður leikmaður og hann á sama
möguleika og aðrir í hópnum,"
sagði landsliðsþjálfarinn.
„Bo var áður búinn að lýsa því
yfir að ég hefði rétt á að nota leik-
mann í 21 árs liðið ef sá hinn sami
væri ekki í byijunarliðinu hjá hon-
um. Þessi mál verða rædd er við
komum heim, en ég sætti mig ekki
við þetta enda skýtur það skökku
við það sem áður var rætt um,“
sagði Marteinn geirsson, þjálfari
21 árs landsliðsins.
„Ég vil ræða um þetta mál í
okkar hópi áður en ég fer að gefa
út yfirlýsingar," sagði Sveinn
Sveinsson, formaður landsliðs-
nefndar 21 árs liðsins.
ÞAÐ vakti athygli að Rúnar
Kristinsson fékk ekki að leika
á Spáni, hvorki með 21 árs lið-
inu eða a-landsliðinu. Svipuð
staða kom upp hér í Sevilla
1985, er Guðni bergsson var
varamaður í a-liðinu, en gjald-
gengur í 21 árs liðið. „Ég er
mjög svekktur yfir því að hafa
ekki fengið að spila. Ég hefði
heldur vilja leika með 21 árs
liðinu en vera varmaður hjá
a-liðinu,“ sagði Rúnarvið
Morgunblaðið f gær.
Rúnar sagði að þetta væri ekki
hans mál heldur landsliðs-
nefndar KSÍ og þjálfarans. „Þetta
sama mál kom upp eftir Frakkaleik-
inn heima. Þá var ég varamaður
og kom inn á. Að mínu mati eiga
þeir að geta gert það upp við sig
með hvoru liðinu eru meiri not fyr-
ir mig. En auðvitað er það mikill
heiður að komast í sextán manna
a-landsliðshópinn og hlýtur að vera
metnaður allra knattspyrnumanna.
Það var þó sárt að fá engan leik.“
Bo mun dvelja hjá
Arsenal og Tottenham
Bo Johansson, þjálfari íslenska landsliðsins, hélt í gær frá Sevilla
til Svíþjóðar, þar sem hann er búsettur í Kalmar. Bo mun fylgj-
ast með atvinnumönnum okkar í vetur og er ákveðið að hann dveljist
hjá Arsenal og Tottenham - viku hjá hvoru félagi, þar sem hann mun
kynna sér æfingar og undirbúning félaganna, jafnframt því að ræða
við framkvæmdastjóra félaganna um Sigurð Jónsson og Guðna Bergs-
son.
KNATTSPYRNA