Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 5 Hestar og lömb með flugi til Kanada PJÖRUTÍU hestar og um 100 lömb fóru með flugi á vegum Flugfax til Kanada síðastliðna nótt. Að sögn Sigurðar Ragnars- sonar hjá Faxatorgi, sem annast útflutning hestanna, voru íslenskir hestar siðast fluttir til Kanada á síðasta ári, en árlega Bræla og lít- il síldveiði hefur verið reynt að koma slíkum flutningi á, sem þó hefur reynst erfitt vegna óreglulegra sam- gangna þangað. Flutningi hestanna var að sögn Sigurðar fyrst og fremst komið á að þsssu sinni í tengslum við flutn- ing á 100 lömbum til íslenskrar konu, sem hefur búrekstur í Kanada. „Það var reynt að slá þessu saman í einn flutning, en erfitt er að ná hagstæðum flutningum til Kanada. Þá er talsverðum erfiðleik- um bundið að senda hesta til Kanada vegna þess hve Kanada- menn eru strangir varðandi sjúk- dóma, en héðan geta hestarnir ekki farið fyrr en niðurstöður mjög ítar- legra rannsókna á þeim liggja fyr- ir.“ Flogið var með hrossin til Qu- ébec, en þaðan verða þau fiutt til Toronto, og síðan fer hluti þeirra til Kaliforníu. Kaupendur eru Kanadamenn og einn Bandaríkja- maður. Morgunblaðið/KGA Nokkrir hestanna sem fluttir voru til Kanada síðastliðna nótt. LÍTIL síldveiði var aðfaranótt þriðjudags vegna brælu en þá voru um tíu bátar á miðunum. Keflvíkingur KE fékk 80 tonn í Hornafjarðardýpi og fór með aflann til Hafnar í Hornafirði, þar sem hann var frystur. Hins vegar var góð síldveiði í Horna- fjarðardýpi aðfaranótt mánu- dags en síldin var blönduð og fór aflinn bæði í frystingu og söltun. Á mánudag fór Halldóra HF með afla til Neskaupstaðar, Barðinn GK til Seyðisíjarðar, Hvanney SF til Hafnar í Hornafirði, Höfrungur II GK og Geirfugl GK til Grindavíkur, Þuríður Halldórsdóttir GK og Sæ- borg RE til Reyðarfjarðar, Glófaxi VE til Eskifjarðar og Guðrún GK til Vestmannaeyja. Um 150 tonn af afla Höfrungs II og Geirfugls voru seld á Fisk- markaði Suðurnesja á mánudag. Myndabók um Island úr lofti JARÐSÝN hefur gefið út bókina Yfir Islandi með 139 lit.ljósmynd- um og texta eftir Björn Rúriks- son. Allar myndirnar í bókinni eru teknar úr lofti og segir Björn Rúriksson m.a. í inngangi, að ís- land sé líkt jörð- inni í árdaga, þegar það er skoðað ofan frá. „I tæru and- rúmslofti norð- urslóða virðast fjarlæg fjöll nær en þau eru. Litbrigði á landi og í lofti eru óvenju sterk og áhrifamikil. Bókinni er ætlað að opna skoðand- anum sýn inn í þessa stórbrotnu og ægifögru veröld íslenskrar nátt- úru.“ Og á kápu segir Björn m.a.: „Þegar horft er yfir landið ofan frá er mun auðveldara að setja jarð- sögulega vitneskju í samhengi og sjá fyrir sér orsök og afleiðingu en þegar umhverfið er skoðað á jörðu niðri.“ Bókin skiptist í eftirtalda kafla: Austurland, Suðurland, Suðurhá- lendið, Vesturland, Vestfirðir og Strandir, Norðurland, Mývatn og umhverfi og Inni í landi. Hver kafli hefst á lýsingu Björns á náttúru- fari og staðháttum í rituðu máli og henni er svo fylgt eftir með litmynd- um og myndatextum. Bókin kemur út á fimm tungu- málum: íslenzku, dönsku, ensku, frönsku og þýzku. Hún er 128 blaðsíður. Höfundur annaðist sjálf- ur umbrot og hönnun, Korpus hf. sá um setningu, Myndróf um lit- greiningu og skeytingu, Kassagerð Reykjavíkur hf. prentaði og Félags- bókbandið - Bókfell hf. sá um bók- band. Björn Rúriksson nam hajgfræði og jarðfræði við Háskóla Islands og er atvinnuflugmaður með eigin rekstur. Hann hefur haldið fyrir- lestra og sýnt myndir sínar innan lands og utan og einnig hafa þær birst í þekktum tímaritum m.a. Royal Geographical Magazine. Yfir íslandi er fyrsta bók Jarð- sýnar - útgáfudeildar, sem var stofnuð 1986 og hefur annast útg- áfu kennslugagna til þessa. Nýr DAIHATSU APPLAUSE 4*4 Vlð kynnum nú Daihatsu Applause með sítengdu aldrifí og er hann elns vel búlnn ttl vetraraksturs á íslandl og nokkur fólksbifrelð getur verið. csr 1600 rúmsentímetra, lóventla, 105 hestafla vél meö beinni innspýtingu og fullkominni mengunarvörn. usr Sítengt aidrifmeð dríflæsingu á afturhásingu og siúðurkúpiingu sem sér um að dreifa afii á milii fram- og afturhásingar eftir álagi hverju sinni. c3f Völcva- og veitistýri. csr Sjáifstæð fjöðrun á hverju hjóli. csr Samlæsingar á öiium hurðum. csr Rafdrifnar rúður og speglar. csr 14 tommu álfeigur. í samanburði við keppinautana þá býður Dalhatsu Applause upp á mjög mikinn staðalbúnað, t.d. drifiæsingu á afturhásingu. Okkur er því mikil ánægja að Icynna Daihatsu Applause með sftengdu aldrifí á frábæru verði: Kr. í. 186.000 stgr. á götuna Við vitum hvað keppinautarnir kosta og við hvetjum eindregið til verðsamanburðar. Veríð velkomin í mjög ánægjulegan reynsluakstur faxafen s . sími 91.68 ss 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.