Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990
Morgunblaðið/Ámi Sæborg
Vegakerfið við Öskjuhliðina hefur tekið miklum stakkaskiptum á skömmum tíma. Um þessar mund-
ir er verið að leggja veg að Perlunni, en á myndinni er verið að tyrfa meðfram aðalumferðaræð-
inni yfir Öskjuhlíðina.
Útsýnishúsið á Öskjuhlíð:
Samið við Óðinsvé
BORGARRÁÐ hefur staðfest
samning við eigendur Hótels
Óðinsvéa um leigu á veitinga-
sölu og annarri þjónustu í út-
sýnishúsinu á Öskjuhlíð.
í samningnum er gert ráð fyr-
ir að leigutaki leggi til 40 milljón-
ir króna til innréttinga og kaupa
á búnaði í eldhús og í veitinga-
sali. Búnaðurinn skal valinn í
samráði við arkitekt leigusala.
Þá skal leigutaki greiða í leigu
4% af mánaðarlegri veltu að frá-
dregnum virðisaukaskatti.
Leiguprósentu skal endurskoða
í árslok 1995 og síðan á tveggja
ára fresti. Samningurinn gildir
til ársins 2001 en framlengist
um fimm ár í senn hafi annar
hvor samningsaðilinn ekki sagt
honum upp með eins árs fyrir-
vara.
Forsetar Alþingis:
Stefnt er að því að þing
starfi í einni málstofu
FORMENN þingflokkanna á Alþingi hafa myndað nefnd til að at-
huga breytingar á stjórnskipunarlögum og starfsháttum Alþingis,
stefnt er að því að Alþingi starfi framvegis í einni málstofu.
Forseti sameinaðs Alþingis, Guð-
rún Helgadóttir, kvaddi sér hljóðs
í neðri deild í gær þegar til umræðu
var frumvarp fjögurra þingmanna
Kvennalistans um að að fella niður
heimild forseta og framkvæmda-
valdsins til útgáfu bráðabirgðalaga.
í máli Guðrúnar kom fram að for-
setar Alþingis skrifuðu fyrir nokkru
formönnum þingflokkanna bréf þar
sem þess var farið á leit að þeir
athuguðu möguleika á því að ná
samstöðu um að afnema skiptingu
Alþingis í efri og neðri deild. Forset-
arnir telja að um brýnt mál sé að
tefla og benda á, að yfirstandandi
þing sé hið síðasta á kjörtímabilinu
og því sé gott tækifæri tii að ná
fram umbótum á starfsháttum Al-
þingis því þingrof það sem fylgi í
kjölfar stjórnarskrárbreytinga geti
fallið saman við starfslok þingsins
að vori.
Fijálst verð
á bræðslusíld
og loðnu
Formenn þingflokkanna hafa
komið saman og skipað nefnd til
að vinna að framgangi málsins.
Næsti fundur er fyrirhugaður í
næstu viku. Nefndin er undir for-
sæti Ólafs G. Einarssonar formanns
þingflokks sjálfstæðismanna.
Nefndin hefur nú þegar tekið til
starfa en einnig hefur hún safnað,
athugað og yfírfarið ýmis gögn
varðandi stjómskipun og starfs-
hætti Alþingis. Leitast er við að
gera tillögur um þær umbætur sem
ætla má að full samstaða geti tek-
ist um. Nefndin hraðar störfum eft-
ir því sem frekast er kostur og að
sögn Ólafs G. Einarssonar er stefnt
að því að semja frumvarp sem yrði
lagt fram á þessu þingi og sam-
þykkt fyrir þinglok í vor. Þar sem
um stjómarskrárbreytingu sé að
ræða yrði svo að samþykkja frum-
varpið á nýjan leik að afstöðnum
kosningum.
Sjá einnig þingfréttir á bls. 26.
Saltverksmiðja Sjóefnavinnslunnar:
Danskir aðilar taka
við rekstrinum
ÍSLENSKA saltfélagið, sem er fyrirtæki í eigu danskra aðila, hefur
undanfarið verið að taka við rekstri saltverksmiðju Sjóefnavinnslunn-
ar. Sjóefnavinnslan, sem er í eigu Hitaveitu Suðumesja, mun leigja
íslenska saltfélaginu tækjabúnað og selja það sem þarf til framleiðsl-
unnar, þ.e. rafmagn, gufu, jarðsjó og ferskt vatn.
Saltverksmiðjan var sett á lagg-
irnar í kjölfar stofnunar undirbún-
ingsfélags um saltverksmiðju á
Reykjanesi árið 1976 sem síðan
breyttist í Sjóefnavinnsluna hf. árið
1981. Hún hætti rekstri 1988 ogtók
þá fyrirtækið Jarðvarmi við rekstrin-
um þar til samkomulag tókst um
yfirtöku danska félagsins fyrr á
þessu ári.
Júlíus Jónsson, hjá Hitaveitu Suð-
urnesja, sagði hitaveituna hafa sam-
ið við danskt fyrirtæki, Sodenol
Products, og hefðu Danirnir síðan
stofnað Islenska saltfélagið. Hefði
Islenska saltfélagið nú þegar að
mestu tekið við rekstrinum og
danskur verkfræðingur verið stadd-
ur hér á landi meira og minna síðan
í vor til að fylgjast með. Enn ætti
þó endanlega eftir að ganga frá
ýmsu varðandi t.d. fjármögnun og
starfsleyfi og myndi það skýrast á
næstu dögum.
Hann sagði að uppistaðan í fram-
leiðslu íslenska saltfélagsins yrði
heilsusalt og að fyrirtækið hefði
gert samning við stóran aðila í Evr-
ópu um framleiðslu og dreifingu.
Aðspurður um hversu hagstæður
samningurinn væri fyrir Hitaveitu
Suðurnesja sagði Júlíus að það færi
~eftir afkomu íslenska saltfélagsins.
Viss lágmörk væru þó í samningnum
sem ættu að tryggja stærstan hluta
fastakostnaðar. „Það blasti hins veg-
ar ekkert annað við en lokun ef
þeir hefðu ekki komið. Ef þeim geng-
ur vel gæti þetta líka orðið ágætt
fyrir okkur,“ sagði Júlíus.
HækkunSVR
vísað til borg-
arsljórnar
TILLÖGU frá sljórn SVR um 8,2%
hækkun á gjaldskrá vagnanna var
vísað til borgarstjórnar á fundi
borgarráðs í gær.
Fyrir fundinum lá jafnframt
ályktun frá stjórn Starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar, þar sem
þeim eindregnu tilmælum er beint
til borgarráðs að heimila ekki hækk-
un á fargjöldum SVR. Minnt er á
forsendur fyrir síðustu kjarasamn-
ingum og telur stjómin að hækkun-
in grafi undan þeim markmiðum sem
samningunum var ætlað að ná.
Samheni kaupir hlut
Hagvirkis
SAMHERJI hf. á Akureyri hefur
keypt hlutabréf Hagvirkis hf. og
Jóns S. Friðjónssonar í Hvaleyri
hf. í Hafnarfirði. Fyrir kaupin
átti Samherji 50 milljóiia króna
hlut í Hvaleyri hf., Jón S. Frið-
jónsson, forstjóri Hvaleyrar, 5
milljóna króna hlut og Hagvirki
50 milljóna króna hlut.
Hvaleyri hf. á togarann Víði HF
og frystihús í Hafnarfirði, sem
í Hvaleyri
Hagvirki kaupir af Samheija en
ætlar sér að selja aftur. Hins vegar
verður rekstur Hvaleyrar hf.
óbreyttur til að byija með og Víðir
HF því gerður út frá Hafnarfirði
fyrst um sinn, að sögn Kristjáns
Vilhelmssonar hjá Samheija. Víðir
HF er með 2.200 tonna aflakvóta
í þorskígildum og afli skipsins hefur
aðallega verið seldur á fiskmarkað-
inum í Hafnarfirði.
Guðmundur Arni gef-
ur kost á sér í 1. sæti
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson
bæjarstjóri Hafnarfjarðar hefur
ákveðið að gefa kost á sér í fram-
boði Alþýðuflokksins í Reykja-
neskjördæmi í komandi kosning-
um.
Guðmundur Árni lýsti þessari
ákvörðun sinni á fundi með alþýðu-
flokksmönnum í Hafnarfirði í fyrra-
kvöld.
„Komi til prófkjörs, eins og flest
bendir til, þá gef ég kost á mér í
fyrsta sæti listans," sagði Guð-
mundur Árni. Hann sagði að næði
hann kjöri hefði hann ekki í hyggju
að segja af sér sem bæjarstjóri. „Eg
tel að með góðum viíja og skipu-
lagningu geti það mjög vel farið
saman,“ sagði Guðmundur Árni.
Morgunblaðið/Sigurður Steinar Ketilsson
Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins í gær, þriðjudag, var
samkomulag um fijálst verð á
síld og loðnu á þessari vertíð.
Verðlagsráðið heldur annan fund
næstkomandi mánudag um verð á
síld til frystingar og söltunar.
Fijálst verð hefur verið á síld og
loðnu til bræðslu undanfarin ár.
Gröfupramminn ófundinn
Myndimar voru teknar úr lofti sl. fimmtudag þegar dráttarbáturinn
Orion II var með tvo dýpkunarpramma Köfunarstöðvarinnar hf. í togi
á Faxaflóa áleiðis til Reykjavíkur. Ann'ar prammanna, gröfuprammi
sem sést á myndinni til vinstri, slitnaði tvívegis frá dráttarbátnum
aðfaranótt laugardags og er jafnvel talið að hann sé nú sokkinn. Fram-
ar á hægri myndinni er flutningaprammi sem einnig slitnaði frá Ori-
on. Danska varðskipið Vædderen fylgdi dráttarbátnum, sem leki hafði
komið að, til Reykjavíkurhafnar og náði síðan í flutningaprammann
og dró til hafnar. TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flaug í gær
yfir Faxaflóa þar sem líklegast er talið að gröfupramminn sé á reki
sé hann enn ofansjávar. Ekkert sást til prammans.