Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 Hvíti víkingurinn kvikmyndaður Unnið er að tökum á Hvíta víkingnum, kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar þessa dagana, meðal annars í Straumsvík. A mynd- inni má sjá leikmynd af torfbæ og fornmenn Ieggja fleyi að landi. í baksýn er Straumur, Menningarmiðstöð Hafnarfjarðar- bæjar. I samtali við Morgunblaðið sagði Hrafn: „Þetta gengur eins og í sögu, þ.e.a.s. í íslendingasögu." Fúlsað við gestum Púlsins Jazz Guðjón Guðmundsson JAZZVAKNING fagnaði 15 ára afmæli sínu um síðustu heigi í nýjum tónlistarbar á Vitastíg, Púlsinum. Púlsinn gæti með tímanum orðið gott athvarf fyr- ir tónelskandi menn, þar er rými allgott og hljómburður í stakasta lagi. Síðastliðið laug- ardagskvöld fór þó lítið fyrir ánægjunni hjá jazzunnendum sem vildu eiga þarna kvöld- stund því tvær af fjórumhljóm- sveitum sem áttu að leika þetta kvöld létu ekki sjá sig. Hvorki Gammarnir né Kuran- Swing-bandið mættu til leiks þó framlag þeirra hefði verið auglýst í fjölmiðlum. Engu að síður létu forsvarsmenn Jazzvakningar sig hafa það að rukka 900 kr. af gestum við innganginn en ekki buðust þeir til að endurgreiða aðgangseyrinn þegar helmingur auglýstrar dagskrár féll niður. Ef slíkt framferði flokkast ekki undir ólögmæta viðskiptahætti þá er það í það minnsta bein lítilsvirð- ing, sérstaklega í ljósi þess að ekki vildi kynnir kvöldsins dveljast mikið við þetta lítilræði en kynnti þess í stað eins og ekkert hefði í skorist breytta dagskrá. Síðan var Þórir Baldursson píanisti, Tómas R. Einarsson kontri og Guðmund- ur R. Einarsson trommari fengnir til að redda kvöldinu. Það var að vísu ágætlega til fundið en þetta voru ékki Gammarnir og ekki heldur Kuran-Swing sem eflaust margir komu til að hlusta á. Annars hófst kvöldið með leik hljómsveitar Árna ísleifs, létt og góð sveifla og ágæt upphitun. Sömuleiðis var gaman að heyra í Birni R. og félögum, Björn R. með vítt tónsvið og fallegan tón en hann blés veikt og drukknuðu tónar hans oft í þungum slætti Guðmundar R. En þetta var ekki nóg, eftir upphitun eiga að koma átök. Lýsuhóll í Staðar- sveit: Stórskemmd- ir á félags- heimilinu af völdum elds Hlíðarholti, Staðarsveit. LITLU munaði að félagsheimilið á Lýsuhóli í Staðarsveit brynni til grunna aðfaranótt síðastliðins mánudags, en þar fer fram kennsla á grunnskólastigi fyrir tvo hreppa, Staðarsveit og Breiðuvík. Þegar kennarar og nemendur komu í skólann á mánudagsmorgun var aðkoman ekki góð. Eldur hafði komið upp i eldhúsi og var þar allt sviðið og svart og allt húsið mengað af sóti og reyk. En eldurinn var þá slokknaður af sjálfu sér vegna loft- leysis þvi að allir gluggar í húsinu höfðu verið lokaðir. Greinilegt var að upptök eldsins hafa verið í uppþvottavél sem ný- lega hefði verið sett upp í eldhúsi. Var allt borðið umhverfis vélina brunnið til ösku en eldurinn hafði ekki náð til skápa yfir eldhúsborði en ef svo hefði farið hefði hann átt greiða leið í loftklæðningu og hefði þá ekki þurft að spyrja um örlög hússins. Rúður í eldhúsgluggum voru sumar sprungnar en höfðu ekki brotnað sem betur fór. Allar inn- réttingar og aðrir munir í eldhúsi eru ónýtir og verulegar skemmdir urðu annars staðar í húsinu. Heima- fólk vann í gær við að þvo og hreinsa félagsheimilið eftir því sem kostur er á en eldhúsið þarf að inn- rétta að mestu að nýju. Menn frá Rafmagnseftirliti voru þar einnig að kanna eldsupptök. Ekki hefur enn farið fram neitt mat á bruna- skemmdum en umboðsmaður Vá- tryggingafélags íslands kom á stað- inn á mánudagsmorgun og kannaði skemmdirnar. Ekki er vitað nú hve langan tíma tekur að koma húsinu í nothæft ástand til kennslu en fyrst um sinn mun hún fara fram í gistiheimilinu í Görðum. p g ------------- Opinn fundur Sögufélags SöGUFÉLAG Árnesinga heldur opinn fund á Borg í Grímsnesi fimmtudaginn 18. október kl. 21.00. Á fundinum verður kynnt fyrsta hefti af söguritinu Árnesingi og skipulögð sala þess í héraðinu. Lýður Pálsson sagnfræðingur frá Litlu Sandvík flytur fyrirlestur um sögu verslunar í Árnessýslu frá 1900 til 1930. Kaffiveitingar. Fé- lagar í Sögufélagi Árnesinga og allir aðrir áhugamenn um sögu hér- aðsins eru hvattir til að mæta. Nýir félagar velkomnir. (Frcttatilkynning) Vidskiptahugbúnaóurinn vinsæli, sem geróur er fyrir MS-D0S, OS/2, UNIX, AIX og netkerfi. Nýtt gluggakerfi. ♦ Fjárhagsbókhald, skuldunautar og lánardrottnar. ♦ Sölu- og birgðakerfi. ♦ Launakerfi. ♦ Pantanakerfi, tollkerfi og verðútreikningur. ♦ Verkbókhald og tilboðskerfi. ♦ Framleiðslukerfi og framleiðslustýring. ♦ Bifreiðakerfi. ♦ Útflutningskerfi. ♦ Strikamerkjakerfi. Samhæfð kerti, sem notandinn á auðvelt með að læra á. KERFISÞRÓUN HF. SKEIFUNNI 17, 108 REYKJAVfK SÍMAR 688055/687466 (yrr.i psjánd HIMNASENDING í R0KKSÖGU ÞESSA LANDS .MIIH ii Himwifm Glettin saaa " um sálina hans Jóns oq Gullna hliðið á HÓTEL ÍSLAND LAUGARDAGSKVÖLD Landsfrægir rokklistamenn sjá um söng, dans og hljóðfæraleik Glæsilegur 9 rétta matseöill. Forréttir: Regnbogafiskipoté leer fjollosópo með higlokjöli Sérrýlögoð fjömosvepposúpo Aðalréttir: lombodrottning með lyngberjosósu Soðið loxofiðríldi Austurlenskui kjötréttur með súrsstri sósu Eftirréttir: Móiort is Jorðorberjorjómorönd með jorðorberjum Koffi með konfektköku Miðasala og borðapantanir í síma 687111 SNYRTILEGUR KLÆÐNAÐUR - GEYMIÐ GALLABUXURNAR HEIMA Dýrgripurinn f r« er hljöðlátur og þvær vel JÓHANN ÓLAFSS0N & C0. HF. SUIÚDABORG 13-104 REYKJAVÍK - SÍMI688 588 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.