Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 21 Ríkisstjóm Líbanons sleppir tilræðismanni Beirút. Reuter. LIÐSMENN Elias Hrawi, forseta Líbanons, hafa sleppt Francois Iiallal sem reyndi að ráða Michel Aoun hershöfðingja af dögum. Talsmenn Hrawis sögðu í gær að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það hvort gefin yrð.i út ákæra á hendur Aoun. Hann hefst nú við í franska sendiráðinu í Beirút eftir að hafa gefist upp síðastliðinn laugardag. Francois Hallal, sem er 18 ára gamall, hélt fréttamannafund í gær í höfuðstöðvum Baath-flokksins sýrlenska í Beirút. Hann sagðist hafa komist fram hjá þremur syeit- um öryggisvarða á fundi Aouns, einum helsta foringja kristinna manna í Líbanon, síðastliðinn föstu- dag án þess að þeir tækju eftir byssu sem hann faldi undir skyrt- unni. Þegar Aoun birtist dró Hallal upp byssuna og skaut þremur skot- um. Aoun slapp lítið meiddur en einn lífvarða hans lést. Líbönsk sjónvarpsstöð kvikmyndaði atvikið og þar sést Hallal munda skotvop- nið. Hallal segir að sér hafi verið sleppt á laugardag þegar sýrlenskar hersveitir og liðsmenn Hrawis knúðu Aoun til uppgjafar. Hallal, sem tilheyrir trúflokki shíta, er fæddur í suðurhluta Líbanon en er með ástralskt vegabréf. Ríkisstjórn Hrawis krefst þess að Frakkar framselji Aoun. Franco- is Mitterrand Frakklandsforesti segir hins vegar að það komi ekki til greina. Aoun yfirgefi ekki sendi- ráðið í Beirút nema til þess að fara til Frakklands. Afstaða Hrawi virt- ist þó eitthvað vera að mildast í gær þegar talsmenn hans sögðu að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort gefin yrði út ákæra á hendur Aoun. Sendiherra Frakka í Beirút, Rene Ala, og forsætisráðherra Lí- Bretland: Frá því um síðustu aldamót hefur verið í gildi samkomulag á milli ' bókaútgefenda og bóksala um söluverð á bókum. Það sam- komulag komst á vegna mikils verðstríðs og hefur haldist óbreytt síðan. Þetta er eitt örfárra dæma í bresku samfélagi um samkomu- lag framleiðenda og seljenda, sem hefur talist samrýmast eðlilegum og sanngjörnum viðskiptaháttum. Terry Maher, stjórnarformaður Pentos-fyrirtækisins, sem á 90 bókabúðir, þeirra á meðal Dillons, Hatchards, Claude Gill og Arena og ræður um 11% af bóksölumark- aði í Bretlandi, hefur lengi barist fyrir því að þetta samkomulag írland: Hefja drykkju 13 ára Dyflinni. Reuter. IRSK börn byrja að neyta áfengis 13 ára gömul og er viðbúið að áfengissjúkling- ar þar í landi verði innan tíðar miklu yngri að meðal- tali en nú er, að því er fram kom í niðurstöðum könnun- ar sem birt var í gær. í könnuninni, sem unnin var fyrir spítala í Dyflinni sem sérhæfír sig í meðferð drykkj- usjúkra, kom fram að 83% þeirra 13 ára unglinga, sem spurðir voru, _ sögðust hafa neytt áfengis. í fæstum tilfell- unum var foreldrunum kunn- ugt um drykkjuna. Pat Tubridy, geðlæknir og meðferðarráðgjafi, sagði að með sama áframhaldi mundi meðalaldur drykkjusjúklinga á írlandi lækka úr 45-55 árum í 25-35 ár innan áratugar. banons, Selim Hoss, ræddust við í gær um lausn á deilunni um örlög Aouns. Þess varð vart í gær að ný valda- barátta væri að hefjast í borgar- hluta kristinna manna í Austur- Beirút. George Saadeh, leiðtogi fal- angista, stærsta stjórnmálaflokks kristinna manna í Beirút, sakaði þá Elie Hobeika, annan leiðtoga kristinna manna, um að notfæra sér uppgjöf Aouns til að seilast til áhrifa. Reuter Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, ræðir hér við Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Israels. Blóðbaðið á Musterishæðum 8. október: Borgarstjóri Jerásalems reiðu- búinn að hitta sendinefnd SÞ Bannað að lækka verð á bókum St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FORSTÖÐUMENN bóksölufyrirtækisins Pentos lýstu því yfir sl. föstudag, að þeir ætluðu að lækka verð á sex skáldsögum. Þrjú útgáfufyrirtæki leituðu til dómstóla og fengu lögbanni framgengt á þessa fyrirætlun á laugardag. Jerúsalem. Reuter. TEDDY Kollek, borgarstjóri Jerúsalem, sagðist í gær ætla að taka á móti sendinefnd Oryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að rannsaka tildrög blóðbaðsins í borginni 8. október síðastliðinn. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, sem nú er staddur í Israel, sagði í gær að stjórnvöld þar í landi sætu við sinn keip og neituðu að vinna með nefndinni. George Bush Bandaríkjaforseti hefur hvatt ísraela til að sætta sig við ályktun Sameinuðu þjóðanna frá því á föstudag. Þar voru dráp á 21 Palestínumanni fordæmd og ákveð- ið að senda rannsóknarnefnd á vett- vang. Þetta var í fyrsta skipti síðan 1982 sem Bandaríkjamenn greiða atkvæði með fordæmingu á ísrael í Öryggisráði SÞ. Jogan Bein, sendiherra ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í gær að sendinefndinni yrði hleypt inn í landið en hann dró í efa að af ferðinni yrði í kjölfar þess að ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á sunnudag að vinna ekki með nefnd- inni. Teddy Kollek er félagi í Verka- mannaflokknum sem er í stjórnar- andstöðu í ísrael. Hann var kosinn borgarstjóri vesturhluta Jerúsalem árið 1965. Hann hefur löngum ver- ið talsmaður friðsamlegrar sambúð- ar araba og gyðinga í borginni. Bonnie Roxer, talsmaður Kolleks, sagði í gær að borgarstjórinn væri ekki ánægður með ályktun Öryggis- ráðsins en sæi hins vegar engan tilgang í því að neita að tala við rannsóknamefndina. verði afnumið. Hann segir, að samkomulagið komi í veg fyrir, að verð á vinsælum bókum lækki. Salan fimmfaldaðist Örlítill hluti útgefínna bóka er utan þessa samkomulags. Pentos- bókabúðirnar prófuðu í fyrra að lækka verð á slíkum bókum mjög verulega. Salan á þeim fimmfald- aðist og kaupendur keyptu einnig aðrar bækur búðanna. En í bóka- búðum Pentos er boðið upp á 60 þúsund titla að jafnaði og yfír 20 milljónir bóka seljast í þeim á ári fyrir yfír 10 milljarða ISK. Fyrir hveija bók sem selst á 1000 ISK greiðir búðin útgefanda um 550 ISK en fær í aðra hönd 450 ÍSK. Þær bækur, sem Pentos bauð á lægra verði fyrir helgina, falla undir þetta samkomulag. Leitað til dómstóla Þrír útgefendur leituðu til dóm- stóla vegna þessarar ákvörðunar Pentos og fengu fram lögbann á lækkun verðsins. Þeir halda því fram, að samkomulagið tryggi fjölbreytilegt framboð á bókum í flestum bókabúðum landsins og auðveldara sé fyrir litlar bókabúð- ir að standast samkeppni við þær stærri. Terry Maher hyggst leggja málið fyrir stofnun ríkisins um sanngjarna viðskiptahætti. Hann hefur einu sinni gert það áður. Niðurstaðan þá varð sú, að ekki væri talið sannað að samkomulag- ið leiddi til hærra verðs á bókum en ella væri. Því var það ekki talið bijóta gegn lögum um sann- gjarna viðskiptahætti. mýtt símanúmer PRENTMYNDAGERÐAR: hsayndanaót) OH3 JWÝrjpttlMfl&Ífr KJÓSIÐ INGA BJÖRN í ÖRUGGT SÆTI STUÐNINGSMENN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.