Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 27 Tillaga um endurskoðun tæknisviðs bæjarins: Brýnna að koma starf- seminni undir sama þak - segir Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs, en hann lagði til að tillögunni yrði vísað frá Morgunblaðið/Rúnar Þór Nemendur sjávarútvegsfræðinum settu svip á ráðstefnuna. Miklir möguleikar í eldi sjávardýra - segir Halldór Asgrímsson sjávarút- vegsráðherra NORÐMENN ætla sér stóra hluti í fiskeldi í framtíðinni. Árið 2010 telja þeir sig verða búna að ná um 400.000 tonna framleiðslu á laxi og silungi og um 600.000 tonnum af sjávarfiskum, lúðu, þorski og steinbít. Nú framleiða þeir um 120.000 tonn af laxi og silungi. Á ráðstefnu um eldi sjáv- ardýra á íslandi, sem nú er hald- in á Akureyri, sagði Halldór Ás- grimsson, sjávarútvegsráðherra, að í framtíðinni hlyti leiðin að liggja að nokkru leyti frá sjávar- útvegi að sjávarbúskap. Afrakst- ur sjávarins væri takmarkaður og i ljósi þess væri nú unnið að mótun stefnu í þróun og eldi sjáv- ardýra við Island, en þar væru miklir möguleikar framundan. John Haug, deildarstjóri í norska tækni- og náttúrufræðirannsóknar- ráðinu, kynnti stefnu Norðmanna í þessum efnum og sagði hann að reiknað væri með mögulegri fram- leiðslu einnar milljónar tonna af eldisfiski árið 2010. Hann benti á að árleg fiskneyzla í heiminum hefði aukizt úr 44 milljónum tonna í 67 milljónir á árunum 1970 til 1987 og gæti neyzlan enn aukizt upp í 100 milljónir tonna á næstu 20 árum. Hann sagði eldi sjávardýra hafa aukizt úr 4 milljónum tonna í 8 á 7 árum og líkleg framleiðsla í ár yrði 11 milljónir tonna. Þó fram- leiðslan yrði orðin um 30 milljónir tonnar árið 2010 muni bilið milli framboðs og eftirspurnar stækka. Markaðurinn verði því ekki tak- markandi, verði dreifingin í lagi. Auk Johns Haug fluttu erindi í gær þeir Halldór Asgrímsson, sem setti ráðstefnuna, Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Halldór Ásgrímsson. og Snorre Tilseth, deildarstjóri í hafrannsóknastofnuninni í Bergen. í lok fundarins urðu síðan fjörugar umræður og að lokum snæddu fundarmenn lúðu í boði sjávarút- vegsins og heimamanna, en lúðueldi er talið eiga mikla framtíð fyrir sér. Á ráðstefnunni í dag ijallar Rolf Engelsen, verkefnisstjóri Sea Farm í Bergen, um arðsemi lúðueldis, Guðbrandur Sigurðsson frá sjávar- afurðadeild Sambandsins um mark- aðsmál, Björn Björnsson frá Haf- rannsóknastofnun fjallar um rann- sóknir stofnunarinnar á lúðueldi, Ólafur Halldórsson fjallar um til- raunir Fiskeldis Eyjafjarðar með lúðukiak, Guðmundur Ingólfsson fiytur erindi um eldi heitsjávarteg- unda og Bernharð Laxdal frá til- raunastöð Háskólans að Keldum ræðir um sjúkdóma í eldi sjávar- dýra. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra slítur síðan ráðstefn- unni. Karlakórarnir á Akureyri sameinaðir KARLAKÓRARNIR tveir á Akureyri hafa verið sameinaðir í einn, en hann hlaut nafn þeirra beggja, Karlakór Akureyrar — Geysir. Karlakór Akureyrar átti 60 ára starfsafmæli á árinu, en Geysir hafði starfað í 68 ár. „Þetta hefur lengi staðið til, menn hafa verið að ræða um sam- einingu í mörg ár og niðurstaðan er orðin sú að kórarnir hafa verið sameinaðir, enda var ekki lengur við unað, það voru alltof fáir í kór- unum til að unnt væri að halda úti kraftmiklu starfi,“ sagði Ingvi Rafn Jóhannsson formaður hins nýja kórs, Karlakórs Akureyrar — Geys- is. „Það er býsna ánægjulegt að nú verðum við varir við aukinn áhuga ungra manna á kórstarfi, en á síðustu árum var eins og áhuginn dalaði.“ Á milli 40 og 50 manns eru félag- arar í kórnum og sagði Ingvi að nú væri söngstjóra leitað. Þá er verið að ræða vetrarstarf kórsins, en að venju mun kórinn syngja á Lúsíuhátíð í desember og einnig hefur kórinn í hyggju að efna til myndarlegra tónleika í tilefni af aldarafmæli Björgvins Guðmunds- sonar tónskálds á næsta ári. Ingvi Rafn Jóhannsson er for- maður stjórnar kórsins, Eggert Jónsson varaformaður, Knútur Ott- ersted gjaldkeri, Stefán Ólafsson ritari og Valgeir Sigurðsson með- stjórnandi. TILLAGA Þórarins E. Sveinssonar fulltrúa Framsóknarflokks í bæjarstjórn Akureyrar um endurskoðun á starfsemi tæknisviðs kom til umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær. Miklar umræður urðu um tillöguna, en lyktir málsins urðu þær að henni var vísað frá. Kom fram í máli bæjarfulltrúa að ekki sakaði fyrir þá að líta í eigin barm, gagnrýnin beindist fremur að þeim en starfsmönnum tækni- sviðs og ef til vill væri rétt að gera breytingar á framkvæmdaáætl- un, þannig að fyrir lægi síðla haust að hvaða verkefnum vinna ætti hið næsta ár. Þá var einnig rætt um að húsnæðismálin væru Þrándur i Götu, en deildin er dreifð víða um bæinn. I tillögunni segir m.a. að vegna síendurtekinna kvartana og umtals í bænum hvernig stað- ið sé að verklegum framkvæmdum á veguin bæjarins verði bæjar- sljóra falið að endurskoða starfsemi tæknisviðs. Flutningsmaður tillögunnar hóf umræðuna og sagði m.a. að nauð- synlegt væri að vel væri haldið á spöðunum á framkvæmdasviði bæj- arins, þetta væri það svið sem snerti alla bæjarbúa og þarna væru miklir peningar í umferð. Það hafi því komið sér á óvart að tillagan hafi enga umfjöllun fengið í bæjar- ráði. Hann sagði að um væri að ræða víðtækt svið og til baga væri að deildir þess væru dreifðar um bæinn. „En við höfum ekki leyfi til að bíða eftir að húsnæðismálin leys- ist, boltinn er hjá okkur,“ sagði Þórarinn og benti á að til hagræðis væri ef framkvæmdaáætlun gæti verið til í október þannig að unnt væri að nota veturinn til hönnunar- vinnu og fara síðan af stað með framkvæmdir að vorí. Þórarinn tók fram að með tillögunni væri hann ekki að ráðast að einstökum deild- um eða starfsmönnum tæknisviðs. Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs sagðist gera sér glögga grein fyrir því að ýmislegt mætti betur fara, en hann væri ósáttur við að samkvæmt tillögunni ætti eingöngu að skoða tæknisviðið. Inn- an sviðsins væru fjölmargar deildir, en sér virtist sem tillagan beindist einkum að framkvæmda- og bygg- ingadeild. Hann benti á að ekki væri langt liðið frá því samþykkt var nýtt skipurit, þar sem starfsemi bæjarins er skipt upp í þijú megin Rokk, trúður og trylltar meyj- ar í Sjallanum STÓRSÝNINGIN Rokk, _ trúður og trylltar meyjar '" verður frumsýnd í Sjallanum um næstu helgi, laugai-dags- kvöldið 20. október, en sýn- ingafjöldi verður takmark- aður. I sýningúnni er fylgst með ungum sveitapilti, Lúðvík Lyngdal, og fyrstu ferð hans til höfuðborgarinnar, en hann er saklaus piltur og lendir í margvíslegum ævintýrum í borginni. Höfundur sýningarinnar er Jóhannes Bachmann, sem ásamt mótdansara sínum, Maríu Huldarsdóttur, er ís- landsmeistari í rokki. Þau munu sýna nýja sveiflu í rokk- inu sem áður hefur ekki sést á Islandi. Hljómsveitin Rokkbandið leikur, en söngvarar sýningar- innar eru Bjarni Arason, Júlíus Guðmundsson, Berglind Björk Jónasdóttir og Rúnar Þór. Kynnir og sögumaður er Rósa Ingólfsdóttir. svið, félagsmála-, fjármála- og tæknisvið. Rétt væri að láta á nýja skipuritið reyna og á þessu stig væri brýnna að koma starfseminni undir eitt þak. Gísli Bragi Hjartarson (A) taldi tillöguna á misskilningi byggða, ekki þyrfti að endurskoða tæknisvið FRAMKVÆMDIR standa yfir vegna breytinga á Ráðhústorgi og í gær var byrjað að leggja lagnir umhverfis torgið. Gunnar Jóhannesson deildar- verkfræðingur hjá Akureyrarbæ sagði að í ár yrði varið tuttugu milljónum króna til framkvæmda við Ráðhústorg. Fénu vei'ður varið að hluta til í jarðvegsskipti, iagnir og til kaupa á hellum og öðru yfir- borðsefni. Framkvæmdir hófust síðastliðið bæjarins, heldur væri við'bæjarfull- trúa sjálfa að sakast væri ekki allt með felldu. Hann taldi rétt að end- urskoða kerfíð, þannig að nægur tími gæfist til hönnunarvinnu áður en framkvæmdir hæfust á vorin. Björn Jósef Arnviðarson (D) og Sigríður Stefánsdóttir forseti bæj- arstjórnar kváðust bæði í umræðum hafa gagnrýnt ýmislegt er félli und- ir tæknisviðið, t.d. hvað varðar við- hald skóla og dagvista. „Það er margt sem þarf að laga, en það er líka margt sem vel er gert, það vill oft gleymast. Það læðist að maro^, sá grunur að með tillögunni sé ver- ið að koma pólitísku höggi á meiri- hlutann," sagði Björn Jósef. Við atkvæðagreiðslu var tillög- unni vísað frá, að tillögu Sigurðar J. Sigurðssonar með 6 atkvæðum gegn 3. vor og voru þá m.a. lagðar lagnir frá Hofsbót og upp að Ráðhús- torgi, en í sumar var gert hlé á endurbótum á torginu. Þráðurinn var tekinn upp að nýju í haust og verður unnið eitthvað áfram, m.a. við jarðvegsskipti og einnig verða keyptar hellur og unnið að hönnun. Gunnar sagði ekki ákveðið hvert framhaldið yrði, en fyrir liggja til- lögur að miklum endurbótum á svæðinu frá Ráðhústorgi og upp Skátagilið. HRAÐLESTRARNÁMSKEID ÁAXUREYRI ★ Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? ★ Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? ★ Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum? ★ Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? Hraðlestrarnámskeið verður haldið á Akureyri 4. og 11. nóvember nk. Skráning alla daga í síma 91-641091. ■1 HRADLESTRARSKðLINN Morgunblaðið/Rúnar Þósj^- Framkvæmdir standa nú(yfir vegna endurbóta á Ráðhústorgi, en í ár verður varið 20 milljónum króna til verksins. Framkvæmdir í gangi við endurbætur Ráðhústorgs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.