Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTOBER 1990
Hestar guðanna:
Trúverðugur og
fallegur óður til
íslenska hestsins
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Myndatökuliðið í Víðidalnum að undirbúa sig fyrir töku, frá vinstri talið: Andres Lehmann, Hans
Moberg, Gunilla Lehmann og Hróðmar Bjarnason.
_________Hestar_____________
Valdimar Kristinsson
Sjónvarpið sýndi nýverið
sænsku myndina „Hestar guð-
anna“ þar sem fjallað var um
íslenska hestinn. Myndina gerðu
þeir Anders M. Lehmann og Hans
Morberg en Hróðmar Bjarnason
var þeim til ráðuneytis. Auk þess
komu fjölmargir aðrir við sögu
sem ekki verður getið hér. Ætla
má eftir að hafa horft á myndina
að megintilgangur með gerð
hennar sé að kynna þennan ein-
stæða hest og sögu hans. Rakin
er saga íslenska hestsins í stuttu
máli með fallegum myndskotum
og komið inn á alla þætti hesta-
mennskunnar hérlendis þannig að
segja má að þema myndarinnar
sé íslenski hesturinn og hlutverk
hans í hnotskurn.
Myndin hefst á eldgosi en út-
lendingum sem kynnst hafa
íslenska hestinum finnst þeir upp-
lifa náttúruöflin sem hesturinn lif-
ir við í gegnum hann og því
kannski eðlilegt að byija myndina
á einhveiju slíku.
Inn í myndina er fléttað göml-
um myndum þar sem gefur að
líta hesta fyrri tíma í reið, undir
heyböggum, fyrir vögnum og hey-
vinnutækjum. Þá er sýnt frá út-
flutningi hesta og þættu þau
vinnubrögð sem þar eru viðhöfð
sjálfsagt varða við dýraverndun-
arlög. Þessar gömlu myndir gefa
myndinni mikið gildi og kannski
sá hluti hennar sem mesta at-
hygli vekur hjá okkur Islending-
um.
Myndin er í flesta staði vel
gerð, myndatakan vel heppnuð
og listræn á köflum. Klipping
myndarinnar er yfirleitt ágæt þótt
á stöku stað beri á ótímabærum
og snöggum klippingum. Myndef-
nið er vel valið í öllum tilvikum
nema ef vera skyldi í tamninga-
þættinum. Þar hefði vafalítið
mátt fínna fallegra trippi eða
skyldi maður frekar segja að finna
hefði mátt mörg trippi sem ekki
voru svona hroðalega óásjáleg.
Eitt er víst að trippið sem þarna
var notað mun tæplega bera hróð-
ur íslenska hestsins víða. Að mínu
mati er þetta eini alvarlegi gallinn
í myndinni og fremur klaufalegt
að úr öllum þeim fjölda af trippum
sem til eru í landinu skuli endilega
þetta ófagra hross þurfa að lenda
fyrir myndavélinni.
Gangtegundunum tölti og
skeiði sem eru aðal íslenska hests-
ins voru gerð góð skil þar sem
Hrímnir frá Hrafnagili og Kristall
frá Kolkuósi sýndu tölt og Leistur
frá Keldudal og Höður frá Hvoli
sýndu skeið af sinni alkunnu snilli.
Utskýringar sem fylgja með eru
greinargóðar án þess þó að farið
sé út í of flókna hluti.
Ekki ætla ég mér út á þá hálu
braut að fara að gagnrýna talaðan
texta myndarinnar sem er á
sænsku en hinsvegar eru smá-
vægilegir hnökrar á íslenskri þýð-
ingu myndarinnar sem vafalaust
eru tilkomnir af fákunnáttu þýð-
andans í sérfræðimáli hesta-
manna. Sem dæmi má nefna að
í tamningakaflanum segir að gott
sé að nota múl því hann særi
ekki snoppuna en á að sjálfsögðu
að vera munnvikin. Þegar fjallað
er um keppnisgreinar segir í þýð-
ingunni að keppt sé í ijórtakta
og fimmtakta gangi sem hefur
án efa átt að vera að keppt sé í
íjórgangi og fimmgangi. Þessir
smávægilegu hnökrar sem rýra
þó ekki gæði myndarinnar í sjálfu
sér skrifast vísast á sjónvarpið eða
öllu heldur þýðandann en ekki
framleiðendur myndarinnar.
Öfugt við margar svipaðar
myndir sem gerðar eru af erlend-
um aðilum vill bregða við að farið
er með rangt mál og jafnvel hrein-
ar vitleysur í texta . Um þetta
virðist ekki vera að ræða í „Hest-
ar guðanna“ enda líklegt að
Hróðmar Bjarnason sem er öllum
hnútum kunnugur í íslenskri
hestamennsku hafi séð til þess
að ekkert slíkt gerðist.
Tónlistin við myndina er mjög
góð og alltaf vel „sniðin“ að mynd-
inni. Reyndar gæti maður haldið
að sum stefin séu samin sérstak-
lega fyrir myndina.
í myndum sem þessari vill
stundum bera við að tónlistin sé
ofnotuð eða of kröftug þegar hún
á aðeins að vera notalegur eða á
stundum kitlandi bakgrunnur.
Gott jafnvægi virðist hafa náðst
milli þular, umhverfishljóða og
tónlistar við vinnslu myndarinnar.
Þetta atriði skiptir oft sköpum ef
áhorfandanum á að líða vel og
sitja afslappaður undir sýningu
myndarinnar. „Hestar guðanna"
er einmitt þannig mynd að maður
þarf að vera í góðu jafnvægi til
að njóta hennar, fegurðar hestsins
og náttúrunnar í samspili tóna og
tals.
Ætla má að myndin sé í senn
ástaróður Lehmanns og Mobergs
til hestsins okkar og kynning eða
fræðslumynd um hann, sérstak-
lega ætluð fyrir erlendan markað
(sænskan þar með talið). Ekki er
annað að heyra en hún hafi fallið
vel í kramið hjá íslendingum enda
erlendar kynningarmyndir um Is-
land eða eitthvað íslenskt sívin-
sælt sjónvarpsefni hér á landi. Þar
við bætist að íslenski hesturinn
höfðar sterklega til þjóðarstolts
okkar eins og alit íslenskt sem
skarar fram úr eða hefur einhver
séríslensk einkenni. Þannig má
segja að efniviðurinn í myndinni
hafi verið vel til þess fallinn að
gera mynd sem vekti athygli hér
á landi og úrvinnslan verið með
þeim ágætum að „Hestar guð-
anna“ teljist vera með bestu
myndum um íslenska hestinn þar
sem stiklað er á öllu því helsta í
fortíð og nútíð.
samviska þjóðarinnar?
Alþingi
^eftir Hilmar J.
Hauksson
í ágúst sl. setti ríkisstjórnin
bráðabirgðalög á samning BHMR
og sjálfrar sín er séð varð að hún
yrði að fara eftir honum skv. dómi
„Þingraenn sem greiða
atkvæði með bráða-
birgðalögunum telja að
ekki beri að standa við
gerða samninga.“
Félagsdóms. Margt hefur um þessi
bráðabirgðalög verið ritað og oftar
en ekki lögð á það áhersla að lögin
snúist fyrst og fremst um 4,5%
launahækkun BHMR-meðlimum til
handa.
Að mati undirritaðs er það tiltölu-
lega þýðingarlítið atriði. Það sem
hins vegar er meginatriðið er það
að BHMR er með valdi skikkað inn
í samninga annarra stéttarfélaga
og samningsrétturinn tekin af þvi
í meira en ár.
Þetta er því athyglisverðara þeg-
ar það er haft í huga að þau verka-
lýðsfélög sem sömdu um svokallaða
þjóðarsátt geta sagt henni upp en
BHMR ekki.
Bráðabirgðalög
Einsog nafnið gefur til kynna
eiga bráðabirgðalög að vera til
bráðabirgða. Slík lög eiga að koma
til afgreiðslu Alþingis við fyrsta
tækifæri.
Það er eftir þessu sem við
BHMR-félagar bíðum með óþreyju.
Því hefur verið fleygt að skv.
þingsköpum sé forsetum þingsins
skylt að leggja lögin fram í upp-
hafi þingsins en síðan sé það undir
hælinn lagt hvenær lögin hljóti af-
greiðslu.
Ef þetta er tilfellið þá getur kom-
ið upp sú staða að afgreiðsla lag-
anna dragist fram á vor og geti
jafnvel verið óafgreidd þegar kemur
að kosningum.
Þessu getum við í BHMR og þjóð
í sátt ekki beðið eftir. Þjóðin hlýtur
að gera þá kröfu til Alþingis að það
fjalli um lögin hið fyrsta svo vilji
þess komi ótvírætt í ljós.
Er samviskan í lagi?
Þingmenn lofa því í upphafi þings
að greiða atkvæði samkvæmt bestu
samvisku. Oft hefur manni þótt sem
lítið fari fyrir þessu og sjaldan riðl-
ast flokkslínur að því er virðist.
En hvernig fer við afgreiðslu
þessara bráðabirgðalaga? Munu
þingmenn greiða atkvæði sam-
kvæmt bestu samvisku?
Það liggur ljóst fyrir að þeir þing-
menn sem greiða atkvæði með
bráðabirgðalögunum telja að ekki
beri að standa við gerða samninga
og hinir sem greiða atkvæði gegn
þeim álíta að standa beri við þá
jafnvel þó að önnur verkalýðsfélög
hafi í hótunum. Þetta er sem sé
samviskuspurning.
Þjóðin mun því fylgjast grannt
með framgöngu þingmanna í þessu
máli og afstaða þingmanna gerð
heyrin kunn.
Það má ætla að mörg atkvæði
muni falla í samræmi við þessa
afstöðu manna næsta vor.
Að endingu
í stuttu máli sagt:
1) Alþingi verður að fjalla um
bráðabirgðalögin hið fyrsta.
2) Það verður að koma í ljós hvort
samviska alþingismanna býður
þeim að svipta launþega samn-
ingsréttinum.
3) Með tilliti til væntanlegra kosn-
inga verður afstaða þingmanna
að liggja ljós fyrir.
HVERT STEFNIl
/ EFNAHAGS- OG ATVINNUMÁLUM?
Málþing um þetta efni verbur haldið ad Holiday Inn
mibvikudaginn 17. október nk. kl. 20.30.
FRUMMÆLENDUR:
i
ÞQRÐUR
FRIÐJÓN5SON
forstöðumaður Þjóðhags-
stofnunar, ræðir um horf-
urnar í efnahagsmálum
Islendinga.
GRÍMUR
VALDIMARSSON
forstöðumaður Rannsóknar-
stofnunar fiskiðnaðarins,
ræðir um atvinnumálin.
FUNDA RSTJORI:
GUÐMUNDUR
JÓHANNSSON/forstöðumaður
Að framsöguerindum loknum gefst
tækifæri til að leggja spurningar fyrir
framsögumenn og koma á framfæri
sínum eigin skoðunum.
Málþingið er öllum opið.
Málþing Borgaraflokksins.
Kennarabraut • Macintosh
Ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi.
Sórsniöin námskeiö fyrir kennara!
<%>
ófo TöIvij- og verkfræðiþjónustan ^
^ Grensásvegi 16 - fjögur ár í forystu
Höfundur er kennari.