Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 44
PC MAGAZINE UM IBM OS/2: „ÞETTA ER FRAMTÍÐIN" Alvinnu reks I ra rl ryggin'g /<S6 >sTryggðu öruggan atvinnurekstur MIÐVIKUDAGUR 17. OKTOBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Endurnýjun innanlandsflota Flugleiða: Einkaleyfi ræður úr- slitum um fjölda véla Fjórir Fokkerar keyptir ef einkaleyfi fæst staðfest - annars þrír FLUGLEIÐIR hafá óskað eftir því við samgönguráðuneytið að fá staðfestingu á því að félagið hafi einkarétt á þremur af fjórum aðal- innanlandsleiðum Flugleiða þegar félagið gengur endanlega frá kaup- um á nýjum Fokkerum í innanlandsflugið, en niðurstaða í þessu máli ræður úrslitum um það hvort Flugleiðir tryggja sér þrjár nýjar Fokker-vélar eða fjórar. Að sögn Sigurðar Helgasonar forstjóra Flug- leiða er grundvöllurinn brostinn fyrir fjórðu vélinni ef flugleyfum á þessum aðalleiðum verður skipt, en þegar er búið að skipta næst- stærstu innanlandsflugleið Flugleiða, Vestmannaeyjum, milli tveggja aðila. Flugleiðir hafa óskað eftir upplýs- jÍBgum frá samgönguráðuneytinu um það hvort það hyggist beita heimildarákvæðum um innanlands- flug þannig að frá og með áramótum 1993 verði þeim þremur aðalleiðum Flugleiða sem félagið hefur enn óskiptar í innanlandsflugi skipt upp milli tveggja eða fleiri aðila, en þetta eru leiðirnar á milli Reykjavíkur, Akureyrar, Egilsstaða og Isafjarðar. Flugleiðir ákváðu í júli sl. að festa kaup á fjórðu Fokker-vélinni svo fremi að félagið fái tryggt leyfi til að nýta þann vélakost miðað við ‘Sh'tlun og þróun í innanlandsflugi. „Til þess að réttlæta kaup á fjórðu vélinni þurfum við staðfestingu á að við höldum þessum þremur leið- um óskiptum," sagði Sigurður Helgason forstjóri, „en 80% af far- þegum okkar eru á íjórum flugleið- um þar sem Vestmannaeyjar eru stór liður.“ Flugleiðir hafa einnig í huga að nýta fjórðu vélina ef umræddur grundvöllur verður fyrir hendi, til þess að fljúga til Grænlands og Færeyja. Þá hafa ráðamenn á Húsavík látið í ljós álit sitt á því að Flugleiðir haldi áfram að sjá um þjónustuna við Húsavík. Flugráð og samgönguráðuneytið ljalla nú um málið. Áætlunarleyfinu til Amsterdam út- hlutað í dag eða á morgun: Til skoðunar að rýmka heimildir til leiguflugs SAMGONGURAÐHERRA, Steingrímur J. Sigfússon, á von á því að úthluta leyfi til rekstrar áætlunarflugs til Amsterdam og -Jjjamborgar í dag eða á morgun. fdag á hann von á umsögn Flug- málastjórnar eftir Flugráðsfund sem hann ætlar sjálfur að mæta á. Ráðherra segist ekki hafa ákveðið það hvort einu eða tveimur flugfélögum verði falið að annast áætlunarflug til og frá landinu. Verði niðurstaðan sú að veita einu félagi áætlunar- leyfin hefur það komið til skoð- unar að rýmka heimildir til leiguflugs til að veita áætlunar- flugfélaginu aðhald. Víglundur Þorsteinsson forystu- maður ísflugs hf. fór á fund sam- gönguráðherra í gær til að gera nonum hánari grein fyrir umsókn félagsins um rekstur áætlunarflugs til Hamborgar og Amsterdam. Steingrímur vildi í gær ekki kveða upp úr með það hvort ísflug hefði fullnægt þeim kröfum sem gerðar væru vegna úthlutunar þessara leyfa. Sagðist ráðherrann vera að bíða eftir umsögnum sérfræðinga og myndi taka ákvörðun þegar þær kæmu, vonandi á næstu tveimur sólarhringum. Steingrímur sagði að nú væri verið að skoða flugmálastefnuna í vi*ild með opnum huga. Hann játaði því að meðal annars væri til skoðun- ar að rýmka heimild til leiguflugs. Það væri ein af þeim leiðum sem til greina kæmu til að auka aðhald að áætlunarfluginu, það er að segja ef ákveðið yrði að fela það einu félagi. Um það atriði hefði hins —yegar ekki verið tekin ákvörðun. Áðspurður hvort ákvörðun um rýmkun leiguflugsins yrði tekin í tengslum við veitingu áætlunarleyf- isins til Amsterdam og Hamborgar sagði ráðherra að það færi að sjálf- sögðu eftir því hver niðurstaða þess máls yrði. Rétt eldsneyti vará TF-ELU RANNSÓKN flugslyssins þegiir flugvélin TF-ELU fórst þann 13. október síðastliðinn miðar eðli- lega, að því er fram keniur í fréttatilkynningu frá Flugslysa- nefnd og loftferðaeftirlitinu. Flugslysanefnd og loftferðaeftir- litið vilja taka það fram að gefnu tilefni að niðurstöður rannsóknar liggja nú þegar fyrir sem leiddu í ljós að rétt eldsneyti var sett á flug- vélina. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson I haustfjúkinu Ung Reykjavíkurmær, Elma Lisa, á blússi undir háustlaufinu einn goludaginn í vikunni Friðrik Sophusson á Alþingi: Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja framgang álverssamningsins Mikilvægum atriðum þarf að ná fram á lokastigi samningsgerðar „Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja framgang samningsins við Atlantsál-hópinn þótt ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um málið, enda voru það ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem á sínum tíma lögðu grundvöllinn að því samstarfi sem nú á sér stað um bygg- ingu og rekstur nýs álvers á íslandi," sagði Friðrik Sophusson alþing- ismaður í samtali við Morgunblaðið, en hann var frummælandi á Alþingi í fyrrakvöld í umræðum um álverið og undirstrikaði þá stefnu Sjálfstæðisflokksins í málinu. Friðrik minnti á þau ummæli Steingrfms Hermannssonar forsæt- isráðherra fyrir tveimur árum að ef ekki næðist samstaða stjórnar- flokkanna um framgang álmálsins og ef leitað yrði til stjórnarandstöð- unnar þá væri stjórnin fallin. „Ef stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman um að leggja fram frumvarp að heimildarlögum varðandi yfir- standandi samning um byggingu og rekstur álvers, þá munu sjálf- stæðismenn sjá til þess að nýr meirihluti myndist á Alþingi til þess að ljúka þessu mikilvæga máli, enda var það fyrir forgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins og á ábyrgð sjálfstæðismanna að málið komst á skrið,“ sagði Friðrik, „Þótt nokkuð hafi áunnist í samningaviðræðum um orkukaup Atlantsál-hópsins," hélt Friðrik áfram, „þá er talsvert starf óunnið og sjálfstæðismenn í stjórn Landsvirkjunar munu á næst- Unni beita sér fyrir því að Lands- virkjun hnýti lausa enda og komi málinu farsællega í höfn með því að reyna til þrautar að ná fram mikilvægum atriðum sem eftir standa eins og til dæmis varðandi orkuverðið, endurskoðunarákvæði og ábyrgð á orkukaupum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.