Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 23 PlínrpriiMrói Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Friðarverðlaun til Gorbatsjovs Mikhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, hefur verið sýndur sá óumdeildi heiður að fá friðarverðlaun Nóbels. Þessi verð laun hafa hingað til verið veitt íbúum Sovétríkjanna og kommúnistaríkjanna í Austur- Evrópu í óþökk húsbændanna í Kreml. Nægir í því sambandi að minna á þá Andrej Sakharov og Lech Walesa, sem hvorugur fékk að veita friðarverðlaununum við- töku við hina hátíðlegu athöfn í Ósló. Engar slíkar ferðahömlur verða lagðar á Gorbatsjov en hins vegar er ljóst að fögnuður heima fyrir vegna verðlaunanna er minni nú en þegar Sakharov og Walesa voru heiðraðir. Þá var viðurkenningin túlkuð sem stuðningur við almenna baráttu fólksins gegn alræðinu nú lítur almenningur sér nær og telur að Gorbatsjov sé hylltur fyrir frið annars staðar en í Sovétríkj- unum sjálfum. Fyrir réttu ári var þess minnst, að 40 ár voru liðin frá því að Þýska alþýðulýðveldið var stofnað. Gorbatsjov var þá við hátíðarhöld í Austur-Berlín og gaf afdrifaríka yfirlýsingu um að vandi Austur-Þýskalands yrði leystur í Austur-Þýskalandi. Hann sagði að sovéskum herafla yrði ekki beitt í deilum innan Austur-Þýskalands. Þessi sögu- lega yfirlýsing sýndi, að Gorb- atsjov ætlaði ekki að feta í fót- spor forvera sinna sem sendu herafla inn í Búdapest 1956 og Prag 1968 til að treysta sovésk ítök. Þegar þetta var ljóst tók þróunin í Austur-Þýskalandi þá stefnu að nú hefur Þýskaland verið sameinað með friðsamleg- um hætti og kommúnisminn er á hröðu undanhaldi hvarvetna í Austur-Evrópu. Fyrir þetta eitt á Gorbatsjov friðarverðlaunin skilim. Skoðanir eru skiptar um hvaða ástæður eru fyrir ákvörð- unum Gorbatsjovs um afvopnun- arsamninga við Vesturlönd, brottflutning sovéska heraflans frá Afganistan og afskiptaleysi í ríkjum þriðja heimsins þar sem Sovétmenn létu áður að sér kveða með stuðningi við upp- reisnaröfl. Sumir segja að hann hafi í einlægni viljað breyta heimsmyndinni með þessum hætti. Aðrir eru þeirrar skoðunar að honum hafi verið nauðugur einn kostur. Sovétríkin hafi verið að hruni komin þegar hann tók við æðstu völdum og stjórnin þar eigi nóg með vandamálin heima fyrir. Hver svo sem skýringin er blasir niðurstaðan við öllum: undir forystu Gorbatsjovs hefur Sovétstjórnin kúvent og ógnar ekki lengur heimsfriði með sama hætti og áður. Þetta sýnir allt að Gorbatsjov verðskuldar heið- urinn fyrir þessa þætti heims- málanna. Málið hefur einnig aðr- ar hliðar og ein sem snýr sér- staklega að okkur, Kólaskagi. Ekki hefur Sovétleiðtoginn feng- ið friðarverðlaunin frá nágrönn- um sínum í Noregi fyrir hernað- aruppbygginguna þar, en hún er ekki laus við ögrun gegn Norðmönnum og friði á Norður- Atlantshafi. Verðlaunin mega ekki verða eins og svefnþorn fyrir okkur sem búum á norður- slóðum. Innan Sovétríkjanna líta menn almennt öðrum augum á það sem hér hefur verið sagt en við á Vesturlöndum. Á forsíðu Morgunblaðsins í gær var þetta haft eftir ungum kennara í Moskvu sem ræddi um nefndina er úthlutar friðarverðlaunun- um:„Hún ætti að dvelja hérna í nokkra mánuði til að kynnast lífi Rússa og viðhorfum þeirra. Er friðurinn aðeins fyrir útlend- inga? Við þörfnumst friðar héma — ekki bara á Vesturlöndum." í Staksteinum Morgunblaðs- ins í gær er sagt frá ræðum sem Mikhaíl Voslenskí og Tomas Ri- es, tveir sérfróðir menn um mál- efni Sovétríkjanna, fluttu á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs á laugardaginn. Báðir eru þeirrar skoðunar að síður en svo horfi friðvænlega í Sovétríkjunum. Gorbatsjov haldi forsetavöldum með samvinnu við her og lögreglu en manna á meðal og í blöðum beri mjög á kvíða yfir yfírvofandi borgara- styijöld og eigi Evrópuríki að búa sig undir neyðarhjálp og hættuástand vegna hennar. Þetta viðhorf endurspeglast í lýsingum á því, hvernig brugðist er við friðarverðlaununum til Gorbatsjovs í Sovétríkjunum. Hér skal engu spáð um hvað gerist á næstu vikum og mánuð- um í Sovétríkjunum. Ljóst er að perestrojkan er dauð sem efna- hagsstefna. Tæki Gorbatsjov jafn sögulega ákvörðun um af- skiptaleysi af þróun mála í ein- stökum lýðveldum Sovétríkjanna og af breytingunum í Austur- Þýskalandi myndu Sovétríkin liðast í sundur á örskömmum tíma. Líklega væri það besta framlag friðarverðlaunahafans til friðar á þessari stundu um leið og hann gæfí þeim öflum lausan tauminn, sem helst hafa kraft til að bæta hag sovéskrar alþýðu, markaðsöflunum. Fréttabréf VSÍ um námslán á síðasta skólaári; Yaxtaleysi og afföll jafngilda 1.600 milljóna króna styrk Námslán hafa hækkað um 60% á meðan laun hafa hækkað um 16,9% VAXTALEYSI námslána ásamt afföllum af endurgreiðslum jafngilda því, að um 50% af lánunum sé hreinn styrkur, eða rúmlega 1.600 milljón- ir króna á síðasta námsári, sem er töluvert meira en framlag ríkissjóðs til Háskóla íslands. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði fréttabréfs Vinnuveitendasambands íslands, Af vettvangi. Þar er einnig rætt um að vegna hagstæðra námslána, sé hætta á að alvarlegur skortur verði á fólki í öðrum greinum en þeim, sem krefjast lánshæfs náms, einkum •ðnaðarmönnum. í greininni „Námslánakerfi á villi- götum?“ segir að hlutfallið milli námslána og launa sé einn stærsti áhrifavaldurinn þegar ungmenni meti hvort hagkvæmt sé að hefja langskólanám. Fjallað er um stöðugt vaxandi eftirspurn eftir námslánum undanfama áratugi. Meðfylgjandi myndir, sem byggðar eru á upplýs- ingum frá VSI, sýna þessa þróun. Ein helsta skýring vaxandi eftir- spumar er sögð, að námslán eru vaxtalaus, en verðtryggð, „og borgar sig því að taka allt það fé að láni sem býðst. Skólagjöld eru nær engin hér á landi og því kostnaðarlítið að reyna fyrir sér í námi. Eftirspurn eftir ókeypis gæðum er jafnan mikil og þegar þau fara saman með rausn- arlegra stuðningskerfi við námsmenn en víðast þekkist er niðurstaðan gef- in,“ segir í greininni. Fram kemur að námsmaður sem býr utan foreldrahúsa fær 53.900 krónur í lán á mánuði, að auki séu tvisvar á ári veitt lán til bókakaupa, 9.500 til 15.900 krónur, og ferða- styrkur til þeirra sem stunda nám í meira en 100 kílómetra fjarlægð frá lögheimili. Hjón, bæði í námi og með tvö börn, fá 161.700 krónur á mán- uði. „Til að ná sömu tekjum með launavinnu þurfa þau að hafa sam- tals í tekjur 187.000 kr. á mánuði," segir í greininni. Þá segir að námslán séu orðin það há, að miðað við upplýsingar um tekjur fjölda starfsstétta, geti fjöl- margir aukið ráðstöfunarfé sitt stór- lega með því að hverfa af vinnumark- aði og hefja lánshæft nám. Á sama tíma og laun hafa hækkað um 16,9% hafa námslán hækkað um 60%, þetta er árin 1989 og 1990. „Svo mikil hlutfallsleg hækkun námslána miðað við laun veldur því, að sífellt fleiri störf standast ekki kjaralegan samanburð á við náms- lánin. við það bætist, að nýlega var aukin skerðing á lánunum með aukn- um vinnutekjum námsmanns. Allt er þetta til þess fallið að draga úr atvinnuþátttöku og skapa falska eft- irspurn eftir margvíslegu námi,“ seg- ir í greininni. Gagnrýnt er stjórnleysi í málefn- um Lánasjóðs íslenskra námsmanna og það einkum, að sjóðurinn sé látinn mæta allri fjölgun námsmanna und- anfarin ár með lántökum, til þess að ekki þurfi að hækka framlag ríkte- sjóðs. Fjárþörf sjóðsins hafi aukist í sífellu, fólk sæki í dýrara og lengra nám, umsækjendum fjölgi og lántök- ur fjármagni starfsemi sjóðsins. Reiknað er með að um 90% lán- anna skili sér með afborgunum, en í greininni segir að með dýrara og lengra námi lækki það hlutfall. Sagt ert að lánin á síðasta námsári jafn- gildi 1.600 milljóna króna styrk til námsmanna. „Spyija má, hvort ekki sé tímabært að endurskoða þetta kerfi með kröfur um aukið aðhald, ábyrgð og árangur að leiðarljósi,“ segir í greininni. 496 viðskiptafræðingar og 19 múrarar í annarri grein sama blaðs, „Stöð- ugt fleiri sækja í háskóla nám,“ kem- ur fram að á áiðustu tíu árum hafi skráðum nemendum á haustmisseri við Háskóla íslands fjölgað um 1.200, eða 33%. Síðan haustið 1987 hefur umsækjendum hjá LÍN fjölgað úr um 7.000 í liðlega 9.000. Fram kemur að spáð er að eftir tíu ár verði fjöldi nem enda á háskólastigi kom- inn yfir 11 þúsund. Sama tíma mun aldurshópurinn 20-24 ára haldast óbreyttur að fjölda. 1989 taldi sá hópur um 21.000 manns. Ráðstöfunarfé LIN 1978-1990 (milljónum króna á verðlagi í júní 1990 Endurgreiöslur Lántökur fl I III I I __ E I I I I I I I I I I I I I I I I I I | 79 | 80 II 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | -1500 hiooo 1500 í framhaldi af þessum tölum, er spurt hvort þessi þróun sé í ein hveiju samræmi við þarfir og óskir atvinnulífsins um vinnuafl og hvort þessi fjöldi langskólagenginna muni eiga möguleika á starfi við hæfí. Tekin eru dæmi af fjölda útskrifaðra í ýmsum greinum. Á síðustu fimm árum hafa brautskráðst frá HÍ 496 viðskiptafræðingar, 254 verkfræð- ingar og 213 lögfræðingar. Á sama tíma hafi Iðnskólinn í Reykjavík brautskráð 101 rafvirkja, 34 vél- virkja og 19 múrara. „Hér er fremur um að ræða stjórnlausa þróun, þar sem umfram eftirspurn eftir faglærð- um og ófaglærðum verður sífellt al- varlegra vandamál á sama tíma og fjöldi atvinnulausra og brottfluttra háskólamanna eykst stöðugt. Nú þegar við stöndum frammi fyrir byggingu nýs álvers kemur til dæm- is í ljós, að skortur verður á ýmsum iðnaðarmönnum og verður því að flytja inn erlenda iðnaðarmenn þegar þar að kernur," segir í greininni. • Morgunblaðið/Árni Sæberg Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra og Guðjón Magnússon skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu kynna hugmyndir um breytta skipan samstarfs sjúkrahúsanna í Reykjavík. Tillögur um nýtt skipulag á samstarfi sjúkrahúsanna í Reykjavík: Sameiginleg yfirstjórn fjármála á að spara hundruð milljóna á ári Heilbrigðisráðherra flytur fljótlega frumvarp um breytinguna á Alþingi SAMSTARFSRÁÐ sjúkrahúsanna í Reykjavík verður komið á fót, ef frumvarp það verður að lögum, sem Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra hyggst flytja fljótlega á Alþingi um breytta skipan þess- ara mála. I dag hafa sjúkrahúsin með sér margvíslegt samstarf, en með lagabreytingu á að koma því í fast form og verður hlutverk samstarfsráðsins einkum að skipta sameiginlegri fjárveitingu milli sjúkrahúsanna og samræma starfsemi þeirra og ákveða hvar sérhæf- ing verður á hverju sviði. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrum- varpi fyrir næsta ár, er um að ræða á tíunda milljarð króna, sem veitt er til þessara þriggja stofnana, Ríkisspítala, Borgarspítala og Landakotsspítala. Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra kynnti þessar fyrirhug- uðu breytingar á blaðamannafundi í vikunni, ásamt þeim Finni Ingólfs- syni aðstoðarmanni sínum og Guð- jóni Magnússyni skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu. Guðmundur sagði þetta mál hafa verið í vinnslu um nokkurn tíma á vegum ráðu- neytisins og með aðild fulltrúa frá sjúkrahúsunum þremur, en frum- kvæðið sagði hann vera frá fulltrú- um Landakots og Borgarspítala. I ijárlagafrumvarpinu er gerð grein fyrir því að fjárlagaliður sem hingað til hefur verið skipt niður á hvert sjúkrahúsanna þriggja, er núna settur saman í einn fjárlaga- lið sem er ósundurliðaður. í greinar- gerð frumvarpsins segir: „Tilgang- urinn er sá að ná fram hagræðingu í rekstri þeirra með markvissri verkaskiptingu. Til að ná slíku fram þarf að skipta fjárveitingu milli sjúkrahúsanna með öðrum hætti en gert hefur verið.“ Nefnd hefur starfað síðan í febr- úar 1989 til þess að fjalla um þetta mál og hefur nefndin lokið störfum. „Þar náðist samstaða um að gera breytingar á lögum um heilbrigðis- þjónustu þar sem kveðið er á um sérstakt samstarfsráð þessara þriggja sjúkrahúsa, sem hafí það hlutverk að móta framtíðarstefnu sjúkrahúsanna, gera þróunar- og fjárfestingaráætlanir og stuðla að sem hagkvæmastri verkaskiptingu Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1991: Batnandi hagnr miðað við óvissar forsendur „NÚ ERU horfur á að samdráttarskeiðið í þjóðarbúskapnum sé á enda.“ Svo segir í þjóðhagsspá fyrir næsta ár, sem unnin er af Þjóð- hagsstofnun og forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þar seg- ir að umskipti hafi orðið til hins betra á þessu ári í afkomu atvinnu- veganna, eftir þrengingar í þjóðarbúskapnum á siðustu tveimur árum. Spáð er að hagur þjóðarinnar standi í stað á þessu ári og fari batn- andi á því næsta. Þróun olíuverðs og hugsanlegar álversframkvæmd- ir valda þó mikilli óvissu um spá næsta árs. Efnahagsstefna ríkisstjórnarinn- ar er kynnt í þjóðhagsáætlun og um hana segir svo: „Efnahags- stefna ríkisstjórnarinnar miðar að því að varðveita þann mikilsverða árangur sem náðst hefur á síðustu misserum í átt til betra jafnvægis í þjóðarbúskapnum og koma í veg fyrir að þensla myndist á ný. í því efni er mikilvægast að staðfesta árangurinn í viðureigninni við verð- bólgu, stuðla áfram að umbótum í hagkerfinu, leta nýrra framleiðslu- tækifæra og leggja þannig traustan grunn að hagvexti og batnandi iífskjörum í framtíðinni. Eitt brýn- asta verkefnið er að auka fram- leiðslu og verðmætasköpun í þjóðfé- laginu þannig að hagvöxtur hér á landi verði ekki minni en í nálægum löndum.“ Kaupmátturinn upp Umskiptin til hins betra eru eink- um rakin til betra jafnvægis í þjóð- arbúskapnum, lækkunar verðbólgu og batnandi viðskiptakjara. Um þrengingar síðustu ára segir svo: „Óhjákvæmilegt var að lífskjör þjóðarinnar versnuðu á síðustu tveimur árum vegna aflabrests og viðskiptahalla á fyrri árum. Kaup- máttur ráðstöfunartekna á mann rýrnaði um 3% á árinu 1988, 10% 1980 og talið er að hann rýrni um 3,5% á milli áranna 1989 og 1990. Á þessu ári hefur kaupmáttur hins vegar haldist nokkurn veginn óbreyttur." Á næsta ári er spáð um 1,5% aukningu Iandsframleiðslu og tæp- lega 2% aukningu þjóðartekna. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur aukist í hátt við landsframleiðslu og að viðskiptahallinn minnki nokk- uð vegna betri viðskiptakjara. Reiknað er með að verðbólgan verði um 7% og ráðstöfunartekjur í heild hækki um 8%. Fiskeldið skilar tekjum Sjávaraflinn er nokkru minni á þessu ári en í fyrra að veðrmætum samkvæmt þjóðhagsáætlun. Fyrstu átta mánuðina var verðmæti afla án loðnu 2,8% minna en á sama tíma í fyrra á föstu verðlagi. Mestu munar um rúmlega 6,5% samdrátt í þorskafla. Á grundvelli upplýsinga sjávarútvegsráðuneytis um veiði- heimildir og mati Hafrannsókna- stofnunar á ástandi fiskistofna áætlar Þjóðhagsstofnun að heildar- aflinn í ár verði 4,5% minni en í fyrra á föstu verðlagi. Annar afli en loðna er talinn minnka enn meir, eða um 6,5%. Á móti samdrætti í afla er gert ráð fyrir að komi betri nýting aflans og því verði samdrátt- ur í heild um 3,5% á föstu verð- lagi, miðað við síðasta ár. Álfram- leiðsla er talin munu dragast lítil- lega saman á árinu. Útflutnings- framleiðsla annarra greina en sjáv- arútvegs og stóriðju er talin aukast á þessu ári um 4,5% og munar þar mest um afurðir fískeldis, en án fiskeldis er framleiðslan óbreytt frá fyrra ári. Skatthlutfall vanmetið Á þessu ári er talið að ráðstöfun- artekjur hafi hækkað um 11% frá fyrra ári að teknu tilliti til skattend- urgreiðslna, en launatekjur eru áætlaðar hækka um 13,5%. Skatt- byrði hefur þyngst um 1,5% frá því í fyrra. og það sem af er þessu ári nemur staðgreiðsla skatta 18% af tekjum. í þjóðhagsspánni er borið saman hlutfall heildarskatta á íslandi og I aðildarríkjum OECD. „Þann fyrir vara verður að hafa á samanburði af þessu tagi að munur getur verið á útreikningi hlutfallsins eftir lönd- um og jafnframt hefur gerð efna- hagslífsins áhrif á hlutfallið. Hér má m.a. benda á að fjármögnun almannatrygginga er með nokkuð öðrum hætfí hér á landi vegna lífeyrissjóða sem felur í sér að skatt- hlutfall hér á landi er vanmetið,“ segir í þjóðhagsáætlun. Samkvæmt samanburðinum, með framangreindum fyrirvara, er hlutfall heild^rskatta á Islandi 1989 34% af landsframleiðslu, samanbo- rið við 38% meðalskatthlutfall OECD ríkja. Yiðskiptajöfnuður neikvæður Búist er við neikvæðum við- skiptajöfnuði við útlönd á þessu ári sem nemi um 6.700 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að vöru- skiptajöfnuður ársins verði jákvæð- ur um 4.200 milljónir, en vaxtajöfn- uður neikvæður um 15.000 milljón- ir króna. Erlendar lántökur á árinu verða alls tæplega 21.000 milljónir króna. Afborganir af erlendum skuldum verða 11.000 milljónir, þannig að nettó lántaka erlendis verður um 9.500 milljónir. Samkvæmt því hækka löng erlend lán úr 51,3% af landsframleiðslu í 51,6%, en greiðslubyrði semn hlutfall af út- flutningstekjum lækkar úr 19,9% í 19,6%. Að raungildi hækkar hrein erlend skuld um 0,5% milli ára þeg- ar tillit er tekið til erlendrar verð- bólgu. Óvissuþættir og hættumerki Þegar horfur á næsta ári eru metnar, eru í þjóðhagsspá fyrst rakin ýmis ytri sk.ilyrði, þar á með- al olíuverð. Gengið er út frá 26 dollurum fyrir hráolíutunnuna, sem er mjög svipað því sem helstu al- þjóðastofnanir gera. Þó er tekið fram að mikil óvissa ríki um þessa spá vegna hins ótrygga ástands við Persaflóa. Fleira veldur óvissu og hættu- merki sjást víðar en við Persaf- lóann. „Þannig bendir margt til þess, að ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum sé lakara en reikn- að hafði verið með,“ segir í spánni, en ekki er rakið frekar hvaða afleið- inga sé að vænta úr þesasri átt. Gert er ráð fyrir að sjávarafli verði jafn mikill á föstu verðlagi næsta ár og hann er á þessu ári. Gert er ráð jýrir 3,5% aukningu álframleiðslu hjá ÍSAL og óbreyttri framleiðslu kísiljárns á Grundart- anga. Þá er reiknað með að önnur útflutningsframleiðsla aukist um tæp 5%. Gert er ráð fyrir svipuðu atvinnu- leysi 1991 og á þessu ári, eða um 2%. Meðalatvinnuleysi í OECD ríkjum í maímánuði síðastiiðnum var 6% en nær 8,5% í aðildarríkjum EB. Ekki er tekið með í forsendur þjóðhagsspár að framkvæmdir við álver verði hafnar á næsta ári, þar sem samningar þar um liggja ekki fyrir. En þó eru reiknuð dæmi sem taka tillit til framkvæmdanna og greint _frá helstu niðurstöðum þeirra. hrif álversframkvæmda eru einkum talin verða 1992 til 1994. 1 athugasemdum segir svo um ál- versframkvæmdir og áhrif þeirra á ríkisbúskapinn: „Æskilegast væri, verði farið út í þessar framkvæmd- ir á annað borð, að hliðra til fram- kvæmdum, draga úr þeim á árunum 1991-1993, en framkvæma þess í stað meira 1994 og síðar. Þetta mundi jafna eftirspurn í áldæminu og draga úr sveiflum í hagvexti. Slíkar ráðstafanir eru sérstaklega æskilegar vegna þess að eftirspurn vegna framkvæmdanna beinist fyrst og fremst að byggingastarf- semi. Það er raunar veikleiki þess líkans sem notað er við þessa reikn- inga að ekki er möguleiki á að taka tillit til þessarar staðreyndar og því er hætta á að verðbólguáhrif séu vanmetin." milli þeirra,“ sagði Guðmundur Bjarnason. Ágreiningur varð innan nefndar- innar um hvernig skipa skuli í sam- starfsráð sjúkrahúsannna. Meiri- hluti nefndarinnar leggur til að ráð- ið skipi fimm menn, einn fulltrúi frá hverri stjórn sjúkrahúsanna, einn frá fjái-veitinganefnd Alþingis og einn fulltrúi frá heilbrigðisráð- herra, ráðið skipti sjálft með sér verkum. Fulltrúar Ríkisspítalanna í nefndinni skiluðu séráliti hvað þetta varðar. Þeir leggja til að í ráðinu verði níu menn, fjórir skipaðir af Alþingi, formenn stjórna spítal- anna, einn frá borgarstjórn og einn frá ráðherra. „Mér sýnist að eðlilegt sé að Alþingi komi að þessu máli. Hér er um að ræða stórar tölur, níu miiljarða í fjárlagafrumvarpinu eins og það liggur fyrir í dag, sem þarf að skipta milli þessara stofn- ana og það hlýtur að vera eðlilegt að Alþingi eigi fulltrua í þeirri nefnd sem þar kemur að máli,“ sagði Guðmundur. „Ég geri því að tillögu minni að tveir fulltrúar verði kosnir af Alþingi, formenn stjórnanna skipi þennan hóp, landlæknir eigi aðild að honum sem sérfræðilegur ráðunautur og síðan skipi heilbrigð- isráðherra formann samstarfsráðs- ins. Þetta yrði sjö manna nefnd ef þessi niðurstaða verður ofan á,“ sagði heilbrigðisráðherra. Hann sagðist telja að kveða þyrfti nánar á um vekefni ráðsins. „Það er að vísu sagt hér í tiliögun- um að þau eigi að vera að móta framtíðarstefnuna og gera þróunar- og fjárfestingaráætlanir, en mín hugmynd var sú að þetta ráð fjalli nánar um fjárveitingarnar, fjalli um fjárveitingabeiðnirnar þegar fjár- lagafrumvarpið er í vinnslu og geri síðan tillögu um skiptingu fjáiveit- inganna á milli stofnananna. Mec því móti sé auðveldara að ná utar um þessa verkaskiptingu, gæti fyllstu hagkvæmni og samhæfingai og, kannski ekki síst, halda utar um það hvaða sérfræðiþjónusts verði veitt á hveiju sjúkrahúsannr fyrir sig.“ Guðmundir sagði að á þessu stig væri ekki hægt að svara því játand hvort líta bæri á þessar tillögur sen skref í þá átt, að setja sjúkrahúsir í Reykjavík alfarið öll undir ein? stjórn. „Við getum sagt að þetfc sé skref í þá átt að um verði ein- hvern tíma síðar að ræða eina stofn- un, en við höfum séð það í þessi nefndarstarfi að slíkt er ekki fyrii hendi eins og er og um það ekkeri samkomulag og það sé þess vegm mikilvægt að koma slíku sam- starfsráði á eins og hér er gerð til- laga um,“ sagði hann. „Ég sé þa< ekki fyrir mér í næstu framtíð aí ein stjórn verði yfir þessu og þett: verði orðin ein stofnun.“ Búist er við að hin nýja tilhögui kalli á einhveijar viðbótarfjái'veit ingar í byijun, þar sem ýmsar breyt ingar þarf að gera á sjúkrahúsunun í tengslum við breyttar áherslur verkaskiptingu þeirra. En til lengf tíma litið, segir Guðmundur Bjarna son, ættu að sparast með þessi fyrirkomulagi hundruð milljóna króna á ári. Hin nýja skipan takmarkar reynd ekki vald einstakra stjórna sjúkrahúsanna, að sögn ráðherra en samstarfsráðið hefur þó yfii þeim að segja varðandi skiptingu fjármagns um leið og það hefui eftirlit með mannaráðningum og fjárfestingum. Náist ekki samstaðs innan samstarfsráðsins, er gert rác fyrir að ráðherra úrskurði um ágreining. Háskólinn á Akureyri; Rannsókn á lífi og kjörum inuka hafin RANNSÓKNIR, sem Háskólinn á Akureyri er þátttakandi í ásamt Mannfræðistofnuninni í París, um lifnaðarhætti á Norðurslóðum, eru hafnar, en á vegum skólans vinnur dr. Magnús Magnússon atferlis- fræðingur að verkefninu. Haraldur Bessason rektor Há- skólans á Akureyri sagði það mjög mikilvægt fyrir skólann að vera með í þessari rannsókn, þetta væri gott tækifæri fyrir skólann að kynna sig á erlendum vettvangi. Rannsóknin er afar umfangsmik- il, að sögn Haraldar, en á vegum Háskólans á Akureyri er unnið að einum þætti hennar. Sá þáttur nær til lífs og kjara inuka á Austur- Grænlandi. „Þetta verkefni er kom- ið í gang og verður unnið stíft að því á næstu sex mánuðum,“ sagð Haraldur. » Á síðasta ári var haldin í háskó- lanum ráðstefnan Líf undir leiðar- stjörnu og fjallaði m.a. um líf i norðlægum slóðum. Á ráðstefnunn kom til tals að vert væri að skólinr léti meira að sér kveða varðand þessi mál og er verkefnið m.a. til komið í framhaldi af því. Landsbanki íshnds hefur veít háskólanum 200 þúsund krón; styrk vegna rannsóknarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.