Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 mennsku ættu að leggja leið sína til Berlínar sem fyrst, því að sölu- mennirnir bentu mér á, að það væri skynsamleg fjárfesting að kaupa eitthvað er tengdist ríkis- táknum og her alþýðulýðveldisins fýrrverandi, þar sem það yrði aldrei endurreist. Sú spurning vaknaði við þessar sérkennilegu aðstæður, hvort ríki lentu á sorphaug sögunnar með þessum hætti. Sovéskir hermenn selja fötin og húfurnar af sér fyrir framan búðir sínar í Þýskalandi. í skógunum umhverfis Berlín geta félagar í undirheimum borgarinnar keypt vopn af fulltrúum Rauða hersins. Þegar ég stóð 'við Branden- borgarhliðið og skoðaði varninginn á söluborðunum, vatt sér að mér kona og sagði eitthvað á rússnesku. Þau voru þama nokkur saman. Hún fór í vasa sinn og tók upp léttan, gylltan einkennishnapp með hamar og sigð inni í upphleyptri stjörnu og bauð mér til sölu. Ég spurði hvað hnappurinn kostaði. Þijú mörk, sagði hún á bjagaðri þýsku og lét fímm hnappa detta í lófann á mér. Ég sá að tyrkneski sölumað- urinn leit óvinsamlega til hennar og síðar sagðist ferðafélagi hafa séð að Tyrkimir ráku konuna og fólkið sem var með henni á brott, þar sem þau ætluðu að raða upp varningi sínum við gangstéttina, kavíardós- um og einhveiju smálegu. Rússam- ir vom þama komnir í sömu spor og Pólveijamir sem mynduðu dap- urlegan markað skammt fyrir vest- an múrinn á Iiðnum vetri. Nú sá ég enga Pólveija þar, enda em Þjóð- veijar famir að sækja yfír til Pól- lands til að versla þar. Sigriyftr kommúnismanum fagnab í húsi Springers eftir Björn Bjarnason VIÐ höfðum orð á því að það væri súrrealískt ástand við Brandenborgarhliðið í hjarta Berlínar. Þarna stóðum við nokkrir erlendir blaðamenn með þýsku leiðsögufólki okkar og gengum fram hjá borðum tyrkneskra sölumanna, er buðu varning úr sovéskum herbúðum eða einkennishúfur og merki úr hinum aflagða herafla þýska alþýðulýðveldis- ms. Hefði ég sagt það við ferða- félaga mína hér á þess- um sama stað sumarið 1988, þegar við fyllt- umst hryllingi við að ganga fram hjá Berlín- armúrnum frá gamla þinghúsinu, Reichstag, og að Brandenborgarhliðinu, að rúmum tveimur áram síðar myndi ég geta gengið í kringum hliðið og keypt minjagripi úr sovéskum her- búðum, hefðu þeir talið mig hafa tapað glómnni. Ég var einnig á þessum sama stað í lok janúar á þessu ári. Þá vom verðir alþýðulýð- veldisins enn að gæslustörfum, þótt göt væm komin á múrinn. Þeir báðu okkur vinsamlega að fara aft- ur vestur fyrir, eftir að við höfðum farið í gegnum götin. Aðeins þýsk- um borgumm var heimilað að fara leiðar sinnar fótgangandi í gegnum hlið við Brandenborgarhliðið. Þó vomm við ferðafélagamir að velta því fyrirokkur, hvorttilvist 360.000 sovéskra hermanna í alþýðulýðveld- inu myndi ekki tefja fyrir hugmynd- um Helmuts Kohls um skjóta sam- einingu þýsku ríkjanna. Einkennisföt til sölu Ég skoðaði munina á borði tyrkn- eska sölumannsins. Hann seldi rússneskar loðhúfur með merki Rauða hersins á 25 mörk og sagði að þær væm ekta. Ég var heppinn, því að síðar komst ég að því, að keppinautar hans seldu húfumar fyrir allt að 60 mörk. Hann sagðist hafa einkennisföt sovésks foringja í bílnum sínum, skyrtu, jakka og buxur. Ég gæti fengið það fyrir 120 mörk. Þótt boðið væri freistandi féll ég ekki fyrir því. Mér var í sjálfu sér ekki á móti skapi að fjárfesta í þessum leifum sovéska hemá- msliðsins í Þýskalandi og kannski sovéska heimsveldisins, en ég taldi mig ekki mundu taka upp á því að ganga í búningi sovésks herforingja eða það þætti neitt fagnaðarefni á heimili mínu að láta hann þvælast fýrir í fataskáp til frambúðar. Þeir sem áhuga hafa á heiðursmerkjum eða minjagripum sem tengjast her- Sameiningu Þýskalands fagnað við Brandenborgarhliðið í Berlín 3 október sl. k a I a n d i Ekkert virbist geta aftrab því ab Helm- ut Kohl verbi fyrsti kanslari hins nýja ogsameinaba ríkis EN SPENNULITLAR Kosningarnar í Þýs SÖGULEGARI eftir Steingnm Sigurgeirsson ÞÝSKA þjóðin gengur í dag sameinuð að kjörborðinu í fyrsta skipti í 58 ár. Þrátt fyrir þessa sögulegu stund vant- ar alla spennu í andrúmsloftið. Ekki vegna þess að fólki standi á sama um úrslitin heldur vegna þess að flestir ganga út frá því að þau séu þegar ráðin. Veðbankar eru ekki starfræktir í Þýskalandi en ef svo væri myndu þeir örugglega komast að sömu niðurstöðu og þeir bresku: Helmut Kohl verður fyrsti kanslari sameinaðs Þýskalands. Jafnvel jafnaðarmenn eru ekki bjartsýnir á gengi frambjóð- anda síns, Oskars Lafontaine. 67% þeirra telja að sljórnar- flokkamir muni vinna kosningasigur. Skoðanakannanir á fylgi flokkanna síðustu mánuði hafa líka allar verið á sama veg. Ef eitthvað er hefur Kohl heldur aukið forskot sitt á kanslaraefnijafnaðarmanna. Síðustu skoðanakannanir fyr- ir kosningar benda til að flokkur kristilegra demókrata (CDU) og systurflokkur hans I Bæjaralandi (CSU) muni fá í kringum 45% atkvæða, sem er mjög svipaður árangur og í kosningunum 1987 en þá fékk flokkurinn 44,3%. Frjálsa demókrataflokknum (FDP), samstarfsflokknunl í ríkis- stjórn er spáð 9-11%. Flokki jafnaðarmanna (SPD) er hins vegar einungis spáð 34-35% atkvæða. 1 síðustu kosningum fengu jafnaðarmenn rúmlega 37% atkvæða. Eins og áður sagði hafa ekki verið haldnar fijálsar kosn- ingar í öllu Þýskalandi síðan í nóvember árið 1932. Áti síðar, árið 1933, tók Nas- istaflokkur Hitlers völdin. Að síðari heimsstyijöldinni lokinni skiptu bandamenn Þýskalands í fjögur hernámssvæði, bandarískt, breskt, franskt og sovéskt. Vest- rænu hemámssvæðin urðu árið 1949 að Þýska sambandslýðveld-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.