Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 19 Tinhjörtun tifa Bækur Kjartan Ámason Oskar Árni Óskarsson: Tindátar háaloftanna. Ljóð, 61 bls. Norð- an° Niður 1990. „Lausamálsvísur" væri hægt að kalla ljóð þessarar bókar útúr neyð. Þetta með vísurnar gefur þó til kynna tilhæfulausan skyldleika við ferskeytluna. „Hæka“ kemst nær því að gefa hugmynd um hvað hér sé á ferð — endaþótt orðið sé jap- anskt. Hækur og tönkur eru að ýmsu leyti sambærilegar við íslensku ferskeytluna, t.d. hvað varðar strangleika forms. Hvorugt fyrirbærið er því hægt að kalla vísur i lausu máli. Óskar Árni er ekki að yrkja japanskar hækur, hann bind- ur sig ekki af hinni ströngu at- kvæðaskiptingu sem þær gera kröfu um. Hann gerir „vísur“ í lausu máli og liðugu. Það sem aftur á móti kveikir þessa hugmynd um hækuna er and- blærinn í ljóðum Óskars Árna í Tindátum háaloftanna. Einstök andartök eru einsog fönguð af auga ljósmyndavélar og fryst í eilífðinni. Verða að svipmyndum, sprelllifandi kyrralífsmyndum sem margar hveijar þrykkja sér fastar í vitund lesandans — beinstífir tindátar í fullu fjöri. í bókinni kennir allmargra grasa. í fyrsta hluta, ljóðaflokknum Tin- dátum háaloftanna, kemur tin og allrahanda tindátar eðlilega mikið við sögu, tindátar sem eiga sér sögu, segja sögur og eru sagðar sögur. Kaupmannahöfn 1807: tinklessur á logandi gluggakistum Eða þessi dáti sem minnir á dverg- vaxinn mann með hönd undir frakkaboðungi: október 1848: með blaut frakkalöf á leið yfir Evrópu Háaloft þessarar bókar eru vistarverur minninganna en um leið ímyndunaraflsins. Þegar háalofts- hurð fellur að stöfum veit enginn Kirkjan að Stærri Árskógi í Eyja- firði prýðir kápu bókarinnar. Ensk bók um Island ÚT ER komin i London ferðabók in „Iceland - The Traveller’s Gu- ide.“ Bókin er á fimmta hundrað blaðsíður með fjölbreyttum upp- lýsingum um land og þjóð og fylg- ir henni íslandskort. Forseti Is- lands, Vigdís Finnbogadóttir, skrifar formála að bókinni. Höfundur bókarinnar er Tony Es- critt, en hefur mikið verið hér á landi. Þetta er önnur bók hans um ísland, sú fyrri kom út fyrir fimm árum og var fyrst og fremst ætluð þeim Bretum, sem leggja leið sína hingað til lands. Iceland Review mun sjá um dreif- ingu bókarinnar hér á landi. maður hvað fram fer handan henn- ar en vísast taka þá að hrærast tin- limir, auga verður deplað í máluðu andliti og tinhjörtun fara að slá. Þetta gæti líka gerst ef lítill dreng- ur hyrfi inní heim háaloftsins, dauð- ir hlutir vöknuðu til lífsins og stirt yrði liðugt. bregður upp tinkíkinum og rannsakar hattskúfinn á Mackintoshdollunni--------- skyndilega gegnum gólfijalirnar Stravinsky tindátum háaioftanna berst enginn póstur aðeins lágt laufskijáfið í rennunni vindsveipur flettir ævintýrum H.C. Andersens Um síðir leggjast þó dátarnir í dvala, a.m.k. um hríð, og allt hljóðnar nema tinhjörtun taktvísu og regnið sem bylur á þakinu. Þegar tindátunum sleppir taka við í kafla sem heitir 22 eftir fjölda ljóðanna, ljóð sem geyma einstakar stemmningar, sumar hveijar virð- ast æskuminningar, aðrar atvik úr hversdagslífínu. skautar iengra og lengra frá skónum sínum einn í myrkrinu tjásur úr skýi á nýþvegnum stuðaranum Bókinni lýkur á Ferðaskissum úr Skagafirði ortum í- Norðurleið- arrútunni síðastliðið sumar. Óskar Árni Óskarsson í rútunni drukkið whisky og bijóstamjólk Komið er við á Sauðárkróki — eða hvað: skúr fombóksalans aðeins ryk og ryðgaðir naglar í hillum Ljóð Óskars Áma eru iðulega myndræn og hafa oft í sér dularblæ sem orkar seiðandi á lesandann. Sjálft formið, svo knappt sem það er en um leið lifandi og stundum þrungið merkingu, er út af fyrir sig seiðandi, jafnvel sefjandi. Minn- ingablær hvílir yfir allri bókinni og æskan er ekki fjarri tindátunum. Smáljóð Óskars Árna eru kannski ekki öll jafn áhrifarík en þau bestu em þokkafull. Það kæmi mér ekki á óvart þótt margar af „hækum“ Óskars Árna yrðu fleygar og ættu langt líf fyrir höndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.