Morgunblaðið - 02.12.1990, Síða 29

Morgunblaðið - 02.12.1990, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 29 Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast á sjúkrastöð SÁÁ að Vogi. Upplýsingar gefur Jóna Dóra Kristinsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í símum 681615 og 676633. Sveinn eða meistari Óska eftir svein eða meistara á nýlega hár- greiðslustofu í miðbænum. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. desember merktar: „Box - 8179“. Vélstjóri með 1500 kw réttindi, siglingatíma á frakt- og fiskiskipum, reynslu í viðgerðum véla og tækja, óskar eftir starfi til sjós eða lands. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Reynsla - 8178“. Starfskraftur Vantar þig starfskraft, sem er tilbúinn að axla ábyrgð og mikla vinnu í desember og kannski áfram? Ég er 32ja ára með reynslu í eigin rekstri, er jákvæður og stjórnsamur. Sláðu á þráðinn í síma 25268, Hilmar. Deildarstjóri Traust fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða mann í ábyrgðarstarf. Starfið er fólgið í umsjón með einni af deildum fyrirtækisins og felur í sér mannaforráð, verkstjórn, skýrslugerð og samskipti við viðskiptavini. Sóst er eftir manni með reynslu af lögreglu-, brunavarðar- eða hliðstæðum störfum. Tæknimaður Einnig óskast rafvirki eða maður með undir- stöðugóða tæknimenntun eða reynslu. Starf- ið felst í uppsetningu á tækjum, viðgerðum á verkstæði fyrirtækisins o.fl. Áhugasamir leggi inn ítarlegar eiginhandar- umsóknir, er greini frá menntun og starfs- reynslu á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Framtíðarstarf - 13536“ fyrir 7. des. Hárgreiðsla Óskum eftir hressum og lífsglöðum hár- greiðslumeistara og/eða sveini á nýja öðruvísi stofu. Góð laun í boði fyrir duglega manneskju. Upplýsingar veittar á skrifstofu okkar kl. 9-12 og 13-15. ráðningaþjónusta og markaðsráðgjöf, Laugavegi22a (bakhús). Sími 620022. íslenskukennara vantar Tvo íslenskukennara vantar að Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi frá næstu ára- mótum. Umsóknarfrestur er til 10. des. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 93-12544. Skólameistari. Lagermenn Duglega lagermenn, karla og konur, vantar til framtíðarstarfa við vörumóttöku. Umsækj- endur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í síma 678522 mánudaginn 3. desember milli kl. 8 og 11. Framtíðaratvinna Viljum ráða menn í eftirtalin störf: Vélvirkja, rennismið, bifvélavirkja eða menn, vana járniðnaði. Einnig getum við bætt við okkur nemum. Sláið til og vinnið við fjölbreytt og skemmti- leg störf á góðum vinnustað, þar sem allt mannlíf og þjónusta er til fyrirmyndar. Vélvirkinn sf., Hafnargötu 8, 415 Bolungarvík. Sími: 94-7348. Fax: 94-7347. Líffræðingar Okkur vantar kennara í fiskeldi við fiskeldis- braut Fjölbrautaskóla Suðurlands á Kirkju- bæjarklaustri á vorönn '91. Gott húsnæði, dagheimili, heilsugæsla og önnur þjónusta á staðnum. Mikil kennsla í boði fyrir duglegan mann. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk. Upplýsingar veita Þuríður Pétursdóttir í símum 98-74657 og 98-74633 og Hanna Hjartardóttir í símum 98-74635 og 98-74833. Viðskiptafræðingur Verðlagsstofnun óskar að ráða viðskipta- fræðing til starfa í hagdeild stofnunarinnar. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 27422. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Verðlags- stofnun, Laugavegi 118, pósthó'f 5120, 125 Reykjavík fyrir 6. desember nk. Verðlagsstofnun. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Óskum að ráða ritara í 50% starf frá nk. áramótum. Ensku- og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu skólans fyrir 10. desember. Lögreglumaður Laus er til umsóknar staða lögreglumanns í Ólafsfirði. Um er að ræða tímabundið afleys- ingastarf. Áskilið er að umsækjendur hafi lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Umsóknum skal skilað til undirritaðs fyrir 10. desember nk., sem jafnframt veitir frekari upplýsingar. Bæjarfógetinn í Ólafsfirði, Kjartan Þorkelsson. FWX JOF C X, RÁDNINCTNR Fóstrur - uppeldisfræðingar 60% starf Við leitum nú að fóstru eða einstaklingi með menntun á sviði uppeldisfræði til þess að taka að sér meðferðarstarf á lítilli uppeldis- stofnun. Um er að ræða aðstoð við börn og foreldra. Vinnutími er frá 15.30-23.30 tvo daga í viku og aðra hvora helgi. Nánari upplýsingar veitir Einar Páll Svavarsson hjá ráðningarþjónustu Ábendis. Ábendi, Engjateigi9, sími 689099. Opið frá kl. 9-12 og 13-16. Atvinnurekendur 2-3 mjólkurfræðingar á aldrinum 28-40 ára með mikla starfsreynslu við matvælaiðnað og stjórnunarstörf, óska eftir framtíðarstarfi á höfuðborgarsvæðinu. Lysthafendur vinsamlegast leggið inn nöfn ykkar til skrifstofu Mjólkurfræðingafélags Islands, Skólavörðustíg 16, 101 Reykjavík fyrir 15. des. nk. Öllum fyrirspurnum verður svarað og fyllsta trúnaði heitið. F ramtíða ratvi n na Viljum ráða menn í eftirtalin störf: Vélvirkja, rennismið, bifvélavirkja eða menn, vana járniðnaði. Einnig getum við báett við okkur nemum. Sláið til og vinnið fjölbreytt og skemmtileg störf á góðum stað, þar sem allt mannlíf og þjónusta er til fyrirmyndar. Vélvirkinn sf., Hafnargötu 8, 415 Bolungarvík. Sími: 94-7348. Fax: 94-7347. Menntaskólinn við Sund Laust er til umsóknar starf skólaritara. Starf- ið er m.a. fólgið í símavörslu, almennri af- greiðslu, Ijósritun og fjölritun. Vélritunar- kunnátta er æskileg. Umsækjandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst og í síðasta lagi frá áramótum. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir skulu sendar rektor skólans, Sig- urði Ragnarssyni, sem veitir nánari upplýs- ingar símum 33419 og 35519. Bústörf Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði á Keldum óskar að ráða starfskraft við búrekst- ur stofnunarinnar. Starfssvið: Skepnuhirðing, heyskapur og önnur útivinna, aðstoð við blóðtökur og fleira. Skriflegum umsóknum merktum: „Bústörf" skal skilað til Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði á Keldum, pósthólf 8540, 128 Reykjavík, fyrir 10. desember 1990. /| n tónlistarskólinn MHI I Á AKUREYRI Píanókennarar Undirleikara/píanókennara vantar til starfa frá 1. janúar 1991. Um fjölbreytt starf, sem undirleikari nemenda í öllum stigum, auk al- mennrar píanókennslu. Umsóknarfrestur er til 15. desember 1990. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Roar Kvam, Tónlistarskólanum á Akureyri, póst- hólf 593,602 Akureyri, eða í síma (96)21429.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.