Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 20 ÞEIR sem mörkuðu dýpst spor í ungan og óþroskaðan huga minn voru Jóhannes Kjarval, Steinn Steinarr, Gunnlaugur Scheving, Halld- ór Laxness, Þórbergur Þórðarson og Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn. Allir voru þeir gæddir þeim einstæða eiginleika að geta komið fram við renglulegan og óframfærinn dreng sem jafningja sinn og félaga. Atvikið sem bræddi ísinn milli okkar Jóns Helgasonar gerðist þegar ég var smápatti á ferðalagi á Snæfells- nesi með foreldrum minum og Jóni og við komum rétt fyrir miðnætti á hótel sem ég man ekki lengur hvar var. Vegna þess hvað við vor- um seint á ferð fengum við aðeins tvö herbergi og varð að ráði að mamma og pabbi svæfu í öðru og við Jón í hinu. Þóttu mér þetta slæm tíðindi, því ég var afar feiminn við þennan hálfútlenska vitr- ing. Jón sá að mér leist ekki alveg á blikuna og hnippti allt í einu i mig. „Heyrðu Jón Óttar, eigum við ekki að koma og sjá hvor getur pissað lengst?“ annig segir Jón Óttar Ragnarsson frá minnis- stæðu atviki úr æsku sinni í umtalaðri bók, Á bak við ævintýrið, sög- unni af tilurð og upp- byggingu Stöðvar 2. í upphafi bókarinnar segir Jón frá bemsku sinni og mótunarskeiði. Þar rekur hann á gamansaman og opinskáan hátt minningar sínar af kynnum við ýmsa helstu listamenn og andans jöfra þjóðarinnar og dreg- ur upp persónulega mynd af föður sínum, Ragnari í Smára. Síðar í bókinni segir hann frá draumum og skýjaborgum sem leiddu til stofnun- ar Stöðvar 2, frá ævintýralegum hugdettum og uppákomum sem tengdust tilurð og uppbyggingu þessarar fyrstu íslensku einkasjón- varpsstöðvar og lýsir fólkinu sem tók þátt í að skapa ævintýrið. Hann rek- ur itarlega aðdraganda þess að stofnendur Stöðvar 2 misstu meiri- hluta fyrirtækisins í hendur ijár- málatnanna og er ómyrkur í máli um þau öfl sem þar bjuggu að baki. Hér á eftir fara nokkur kaflabrot úr bókinni: Gestur I landi Abracadabra Charles de Lanoy kom til landsins hálfum mánuði fyrir jól og reyndum við Hans og Óli að gera honum allt til geðs, enda var mikið í húfi. Sunnudagskvöldið 14. desember bauð hann okkur út að borða á Sögu og staðfesti að málið væri í höfn. Jafnframt bað hann okkur að sýna sér „næturlífið" næsta kvöld. Grun- aði mig að hann vildi kynnast af eigin raun hinni rómuðu íslensku kvenlegu fegurð og athuga hvað stæði til boða fyrir mann sem koma myndi reglulega til Islands. Það gat tæpast staðið verr á. Mánudagskvöld í Reykjavík um miðjan desember árið 1987 var hrikalegur tími til að skemmta sér. Auk þess var veðrið með versta móti, rigning og rok. Til að kóróna vandann kom fljótlega á daginn að hann gerði ráð fyrir annarri þjón- ustu en gerðist og gekk með erlenda viðskiptajöfra og ég hafði búið mig undir að veita. Þar sem um niður- stöðu samningsins gat verið að tefla var ekki um annað að ræða en að setja allt í gang og kanna hvaða skemmtistaðir væru opnir. Reyndist sá staður sem helst virtist geta upp- fyllt þarfir gestsins vera Abracada- bra við Hlemm, staður sem ekki var hátt skrifaður meðal virðulegri borg- arbúa. Ég var sá eini okkar sem hafði komið þama áður og það kom ekki til af góðu, því það var í tengslum við Eldlínuþátt um öngstræti mann- lífsins. Við fórum þangað og reynd- um að hafa ofan af fyrir Lanoy, sem gerðist alldrukkinn. Ekki hafði hann setið ýkja lengi að drykkju þegar ungur maður kom til okkar og benti okkur á að í húsi ekki langt þar frá væri einmana ferðalöngum veitt þjónusta. Okkur þremenningunum leist ekkert á blikuna en Lanoy hélt fast við sitt og var haldið niður á Hverfisgötu, þar sem Lanoy klöngr- aðist reikull á fótum upp á efstu hæð í húsi nokkru með heldur ósnotm fylgdarliði. Hinn erlendi viðskiptajöfur var varla kominn upp á efsta stigapallinn þegar lögreglubíll renndi upp að húsinu og fílefldir lögregluþjónar mddust upp. Við rukum á vettvang og þurftum að beita talsverðum for- tölum til að afstýra því að hinn tigni gestur okkar yrði hirtur og settur í steininn þessa nótt. Við fylgdum aumingja Hollend- ingnum okkar niður á Hótel Holt og var klukkan þá þijú að nóttu. Settum við í gang mikinn viðbúnað á hótelinu til að heimferð fulltrúa Euroventures mætti lánast. Við kímdum oft seinna, þegar okkur varð hugsað til þess hvemig gesti okkar hafi liðið þegar hann var rif- inn upp út í kuldann tveimur tímum seinna og sendur suður til Keflavík- ur. Við vorum auðvitað úrvinda eftir þessa uppákomu og ákváðum að fara þrír heim til Hans Kristjáns, sem leigði litla íbúð á Smáragötu. Þar settumst við niður allir þrír, spjölluðum saman og slökuðum á, eins og við höfðum fyrir reglu að gera eftir mestu átakafundina. Klukkan var orðin fimm að morgni þegar við vomm loks komnir heim í háttinn. Þetta mál hafði spaugileg eftir- köst, því næsta dag fréttum við fyr- ir tilviljun að Helgarpósturinn yrði með „eyra“ um að við hefðum verið í kókaínpartíi um nóttina heima hjá Hansa með Halldóri Reynissyni for- setaritara! Var það með miklum lát- um sem okkur tókst að aftra því að þessi „frétt“ færi út. Halldór hafði ekki annað unnið til saka en að eiga íbúð í húsinu, sem Hans Kristján leigði. Stórlaxar Um miðjan júní var aftur haldið til veiða í Haffjarðará. Við höfðum undirbúið ferðina vel og boðið tii okkar góðum gestum. Það tók nokk- Tveir góðir saman. í anddyri sýningarhallarinnar Úr „brúðkaupi aldarinnar“. í anddyri Skíðaskálans í Hveradölum. á MIP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.