Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGI3R" 2i DESEMBBR 1990 23 MANN- • réttindastofn- unin Freedom House, sem ég hef áður vitn- að til annars staðar, gaf út einskonar frels- iskort af jörðinni sem á að sýna þjóðfélagslega stöðu ýmissa ríkja í upphafi árs 1990. Samkvæmt kortinu búa 2 milljarðar íbúa jarðar, eða 39%, við lýðræði af þeim 5,2 milljörðum sem jörðina byggja. Þá býr 1,2 milljarður, eða 22%, við frelsi að nokkru, en 2 milljarðar, eða 39%, eru ófijálsir. í fyrsta skipti í átján ára sögu Freedom House eru fleiri ríki fijáls, eða 61, en þau sem ófijáls eru; þau eru 59 talsins. Slíkt er nú ófrelsið á þessari voluðu jörð. Mikið vantar uppá allir jarðarbúar hafi kynnzt lýðræði og fijálsum kosningum. En það er farið að hvítna í föll á út- hafí einvaldanna. LÍTILL VAFI ER'Á ÞVÍ • að þeir þrá mest frelsi meirihlutans sem þekkja það minnst. Og þá kemur einsog óvart í hugann þessi sérstæði kafli um pólitíkusa í Mobý Dick, Hversu mikla andlega yfírburði sem einhver maður kann að hafa, geta þeir þó raunverulega ekki veitt honum drottinvald yfír öðrum mönnum, nema til komi einhvers konar ytri brögð eða sefjanir, sem í sjálfu sér eru meira eða minna auvirðilegar. Það er þetta, sem ávallt aftrar furst- unum í ríki Drottins frá ræðupöllum þingmanna hér í heimi, og lætur æðstu virðingar þessa heims frekar í té þeim mönnum sem frægari verða af tak- markalausri minni- máttarkennd en af tvímælalausum yfír- burðum yfir andlaus- um múgnum. Slíkur voðamáttur leynist í lítilmennsk- unni, þegar hún girðir sig óstjórn- legri pólitískri oftrú, að fábjánar hafa verið settir í sum hásætin og þeim veitt konungsvald. Mættum við ekki íhuga þennan óvænta og dómharða boðskap? LYÐRÆÐI Á EKKI • alltaf erindi við þá sem gætu unnið því bezt. Það eru vissu- lega vonbrigði. Rousseau segir jafn- vel í Þjóðfélagssáttmálanum (III, 4), Það hefur aldrei verið neitt raun- verulegt lýðræði í ströngustu merk- ingu orðsins og verður aldrei. En þjóðir þurfa víst einnig að herðast í eldi einsog einstaklingar. Og vonandi fer nú að létta til; von- andi við ánetjumst ekki nýju kerfi; tilaðmynda þeirri tæknihyggju sem lýst er í 1984. Hún er ekki síður hættuleg lýðræðinu en forsjár- hyggja- Það sama blasir ekki við öllum þegar þeir sjást um af Snæfelli sög- unnar. Skyggni er misjafnlega gott og ekki hafa allir sömu sjón. Við einblínum á lýðræði og kosti þess en Platon fékk andúð á því, kannski helzt vegna þess hvernig það fór með lærimeistara hans. Þjóðfélag sem 4>oldi ekki Sókrates var ekki uppá marga físka. Þegar Felix Markhám lýsir Napóleon í sögu sinn aðra afstöðu." Þessi svör formanns Alþýðubanda- lagsins eru langt frá því að vera full- nægjandi. Þau eru raunar með þeim hætti, að hann hlýtur að gera ítar- legri grein fyrir því, hvað fór fram innan þingflokks Alþýðubandalags- ins, þegar rætt var um setningu þess- ara laga. Það hefur jafnan verið svo, að ríkisstjórnir, sem hafa sett bráða- birgðalög, hafa kannað undirtektir við slíka lagasetningu í þingflokkum sínum og talið sér skylt að hafa tryggan meirihluta,fyrir þeim á þeim tírna, þegar þau voru sett. Ummæli Ólafs Ragnars verða ekki skilin á annan veg en þann, að hann hafi vitað, að einstakir þingmenn Alþýðubandalagsins mundu ekki greiða bráðabirgðalögunum atkvæði á þingi, þegar þau voru sett. Aðra ályktun er ekki hægt að draga af eftirfarandi orðum, sem vitnað var til hér að framan: „Það hefur alltaf verið ljóst, að einstakir þingmenn í Alþýðubandalaginu myndu ekki geta stutt bráðabirgðalögin af persónuleg- um ástæðum en afstaða flokksins var afar skýr.“ Hvaða máli skiptir af- staða flokksins, ef ljóst er, að hann getur ekki tryggt stuðning nægilega margra þingmanna við setningu lag- anna? Var Steingrími Hermannssyni kunnugt um þessa afstöðu einstakra þingmanna Alþýðubandalagsins? Var öðrum stjórnarflokkum um þetta kunnugt? Auðvitað er það alveg rétt hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, að einstakir þing- menn stjórnarflokkanna geta skipt um skoðun frá þeim tíma, sem út- gáfa bráðabirgðalaga fer fram og þar til atkvæðagreiðsla verður um þau á Alþingi. Ef um það væri að ræða ættu þeir þingmenn að gera grein fyrir forsendunum fyrir breyttri af- stöðu. En það virðist ekki vera aðalat- riði þessa máls miðað við tilvitnuð ummæli Ólafs Ragnars sjálfs. Hver sem skoðun manna er á efni bráðabirgðalaganna, en um afstöðu Morgunblaðsins til þeirra er fjallað ítarlega í Reykjavíkurbréfi í dag, skiptir höfuðmáli fyrir þingræðið í Iandinu, að frá því verði skýrt opin- berlega hvaða upplýsingar ríkis- stjómin hafði í höndunum um afstöðu einstakra þingmanna Alþýðubanda- lagsins og hugsanlega annarra til setningar bráðabirgðalaganna. Morg- unblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun að afnema eigi rétt ríkisstjórna til útgáfu bráðabirgðalaga enda auðvelt að kalla Alþingi saman með ör- skömmum fyrirvara, eins og sam- göngum er nú háttað. Ríkisstjórn sem setur bráðabirgðalög án þess að vera í góðri trú um meirihlutastuðning við þau á Alþingi er að byija að stjórna með geðþóttaákvörðunum og þá er lýðræðið í hættu. segir hann keisarinn hafi annað- hvort verið skepna eða guð. 1 AA NAPÓLEON KUNNI J. VI vl • allar þær sjónhverfingar sem sjónvarpsstjörnur og stjórn- málamenn hafa tileinkað sér nú á dögum. Vissi að ekkert er lengi munað. Sagði, einsog hann væri sérfræðingur í blekkingum fjöl- miðlasamfélagsins, Maður verður alltaf að vera að gera eitthvað; kóngafólk verður sífellt að vera til sýnis; starf þjóðhöfðingja er leik- list(!) En mikill vinur Napóleons og von Frakklands á sínum tíma, bezti herforingi Frakka ásamt Napóleon, Desaix hershöfðingi, er óþekktur með öllu. Desaix var drepinn í orr- ustu á Norður-Ítalíu. Kúlurnar báru ekki kennsl á hann, var sagt. En kúlur óvinanna þekktu Napóleon — og þær forðuðust hann. Þrátt fyrir ósigra í lokin sjáum við hann í gegn- um kíki sem Bretar hugðust snúa öfugt. Ég hef ekki upplifað fortíðina nógu sterkt, sagði hann, og gnæfir nú sjálfur úr þessari sömu fortíð einsog Alexander mikli. Samt kom hann óorði á hugsjónir mannsins um frelsi. Rændi byltingu frelsis, jafnréttis og bræðralags; og nú er þess beðið með þó nokkurri eftir- væntingu, hvort afturganga hans birtist við kastalaveggi efahyggj- unnar, einsog konungsvofan sem ruglaði Hamlet á virkisveggjunum forðum daga. M. (meira næsta sunnudag.) Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, SigtryggurSigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Hvaða upplýsingar lágu fyrir við útgáfu bráðabirgðalaganna? Tþeim umræðum, sem undanfarna I daga hafa orðið um bráðabirgða- Iog þau, sem ríkisstjórnin setti sl. sumar til þess að afnema kauphækk- un BHMR hefur sú spurning að von- um komið upp, hvort ríkisstjómin hafi verið í góðri trú um, að hún hefði stuðning meirihluta Alþingis fyrir lögunum. Áður en bráðabirgða- lögin voru sett höfðu töluverðar deil- ur staðið innan stjórnarflokkanna í nokkra daga um efni þeirra. Þær deilur komust raunar á það stig, að Steingrímur Hermannsson íhugaði alvarlega þingrof og kosningar, setti Alþýðubandalaginu úrslitakosti og hafði meira að segja á úrslitastundu óskað eftir viðræðum við forystu- menn Sjálfstæðisflokksins. Frá því að bráðabirgðalögin voru sett hefur forsætisráðherra hvað eftir annað lýst þeirri skoðun sinni, að þau hefðu meirihlutastuðning á Alþingi og er ekki ástæða til að ætla annað en að hann hafí verið í góðri trú, þegar hann gaf þær yfirlýsingar. Sú staðreynd blasir hins vegar við, að ríkisstjórnin hefur ekki getað tryggt stuðning þingmanna stjórnar- flokkanna við bráðabirgðalögin og augljóst, að veikleikinn er í þing- flokki Alþýðubandalagsins. Af því til- efni spurði Morgunblaðið Ólaf Ragn- ar Grímsson, formann Alþýðubanda- lagsins, hvort hann hefði gefíð for- sætisráðherra rangar upplýsingar um afstöðu þingmanna Alþýðubanda- lagsins til bráðabirgðalaganna. Svar Ólafs Ragnars Grímssonar var á þessa leið: „Nei, ég gaf Steingrími ekki rang- ar upplýsingar. Það hefur alltaf verið ljóst, að einstakir þingmenn í Alþýðu- bandalaginu myndu ekki geta stutt bráðabirgðalögin af persónulegum ástæðum, en afstaða flokksins var afar skýr. Stofnanir flokksins tóku afdráttarlausa afstöðu með bráða- birgðalögunum, þjóðarsáttinni og efnahagsstefnunni. Við höfum hins vegar aldrei lagst á þá menn, sem treysta sér ekki til að ganga þá leið. Það er mikill munur á því og stefnu flokksins." í framhaldi af þessu svari spurði Morgunblaðið eftirfarandi spurning- ar: „Var þá ekki meirihluti fyrir bráðabirgðalögunum?" Og svar Ólafs Ragnars var þetta: „Það er ekki venja að fara nákvæm- lega yfir slíkt hjá hveijum og einum. Það er líka stjórnarskrárbundið að þingmönnum er frjálst að skipta um skoðun frá því, að bráðabirgðalögin eru sett og þar til þau koma til at- kvæða. Það tíðkast ekki að binda hendur þingmanna um langan tíma. Aðalatriðið er, hvort þeir flokkar, sem að stjórninni standa, taka flokkslega áfstöðu með lögunum eða ekki og það gerðu allir flokkarnir, þótt ljóst væri, að einstakir þingmenn hefðu HELGI spjall REYKJAVIKURBREF Laugardagur 1. desember ÞAÐ ÞYKIR YFIRLEITT ekki tíðindum sæta, að stjómarandstöðufiokk- ur lýsi yfír andstöðu við lagafrumvörp eða gerðir ríkisstjómar. Það er regla fremur en undan- tekning, að þeir flokkar, sem skipa stjórn- arandstöðu hveiju sinni beijist hart gegn þeim málum, sem rikisstjórnir leggja fram og fjalla um pólitísk málefni. Samþykkt sú, sem þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins gerði sl. miðvikudag um andstöðu við bráðabirgðalög þau, sem ríkisstjómin gaf út síðla sumars um afnám umsaminnar kauphækkunar BHMR, hefur engu að síður valdið miklu fjaðrafoki. Til þess liggja tvær ástæður: önnur er sú, að þrír þeirra þingmanna, sem yfírleitt hafa talizt stuðningsmenn rikisstjórnarinnar hafa lýst því yfír, að þeir muni greiða at- kvæði gegn bráðabirgðalögunum. Þar með skortir ríkisstjórnina atkvæði til þess að fá þau samþykkt. Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir, að verði þau felld, hljóti hann að ijúfa þing og efna til kosninga Hin ástæðan fyrir því, að afstaða þing- flokks Sjálfstæðismanna kemur mörgum í opna skjöldu er sú, að vegna sögu Sjálf- stæðisflokksins, þess hlutverks, sem hann hefur gegnt í íslenzkum stjórnmálum og þeirra hefða, sem einkennt hafa störf flokksins eru gerðar aðrar og meiri kröfur til flokksins en annarra stjórnmálaflokka. Það eru ekki sízt Sjálfstæðismenn sjálfir, sem gera þær kröfur. Hvers vegna? Vegna þess, að í a.m.k. hálfa öld hefur Sjálfstæð- isflokkurinn verið kjölfestan í íslenzku þjóðlífi og burðarásinn í stjómmálastarf- semi landsmanna: flokkurinn, sem mótaði og markaði utanríkisstefnu, sem fylgt hef- ur verið í íjóra áratugi, flokkurinn, sem barðist fyrir og bar fram til sigurs stóriðju- málið fyrir aldarijórðungi, flokkurinn, sem hafði forystu um útfærslu fískveiðilögsög- unnar í 200 mílur og tryggði brottför síðasta erlenda togarans, sem máli skipti af íslandsmiðum, flokkurinn, sem í stjóm- arandstöðu stóð eins og klettur með samn- ingunum, sem Ólafur Jóhannesson gerði við Heath um 50 mílurnar, þegar andstaða kom upp í þeirri vinstri stjórn, sem þá sat við samningagerð Ólafs, flokkurinn, sem jafnan tryggði varnir landsins, hvort sem hann var í stjórn eða stjómarandstöðu og ekki sízt flokkurinn, sem jafnan hefur barizt fyrir ábyrgri stefnu í efnahags- og atvinnumálum og hefur hvað eftir annað lent í stórátökum við óábyrga hentistefnu- pólitík vinstri flokkanna á þeim vettvangi eins og átökin veturinn og vorið 1978 eru gleggsta dæmið um. Af þessum ástæðum og mörgum öðrum em Sjálfstæðismenn stoltir af sögu flokks síns og gera miklar kröfur til hans. Það er hins vegar alveg nýtt fyrirbæri, að vinstri stjórn geri kröfur á hendur Sjálf- stæðisflokknum um stuðning við málefni sín! Bráðabirgðalögin, sem um er að tefla, hafa skapað óvenju flókna stöðu í íslenzk- um stjórnmálum. Hvert orð, sem Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt um aðdraganda þeirra frá því að hinir upphaflegu samningar voru gerð- ir við BHMR vorið 1989 og fram að setn- ingu bráðabirgðalaganna er rétt. Gagnrýni hans á sjálfa samningagerðina er rétt. Gagnrýni hans á vinnubrögð ríkisstjórnar- innar í kjölfar kjarasamninganna, sem gerðir vom í febrúar sl., er rétt. Og ekki má gleyma því, að formaður Sjálfstæðis- flokksins var staðfastur stuðningsmaður febrúarsamninganna eða hinnar svonefndu þjóðarsáttar. Hin flókna staða er hins vegar fólgin í því, að hefðu bráðabirgðalögin ekki verið sett og nái þau ekki fram að ganga á Alþingi nú er þjóðarsáttin spmngin í loft upp. 1 þeim efnum er ábyrgð allra alþingis- manna mikil, hvort sem þeir sitja í stjórn eða stjómarandstöðu. Ábyrgð þeirra þriggja þingmanna stjórnarflokkanna, sem hafa lýst því yfír, að þeir greiði atkvæði gegn bráðabirgðalögunum er mikil og ábyrgð þingmanna Kvennalistans er mikil, ekki síður en þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. Ástæðan er sú, að frá gerð febrúar- samninganna hefur staðið yfir alvarlegasta tilraun, sem gerð hefur verið í tvo áratugi til þess að ráða bót á verðbólgunni, sem verið hefur höfuðmeinsemd okkar þjóðfé- lags áratugum saman. Nú þegar hefur náðst verulegur árangur. Og sá árangur er í hættu vegna þeirrar stöðu, sem upp er komin á Alþingi. Þessum árangri hafa aðilar vinnumark- aðarins náð en enginn stjórnmálaleiðtogi sérstaklega. Þetta er því þverpólitískt mál en engin einkastefna núverandi ríkisstjórn- ar, sem klúðraði því raunar vegna klaufa- legrar meðferðar á BHMR-samningunum. Afstaða Morgun- blaðsins I MORGUNBLAÐIÐ hefur í a.m.k. þremur forystu- greinum frá því í júní sl. tekið skýra afstöðu til þeirra mála, sem nú valda mestum deilum á hin- um pólitíska vettvangi. Ekki er úr vegi að riíja þessa afstöðu upp í tilefni af sam- þykkt þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hinn 15. júní sl. birti Morgunblaðið for- ystugrein í tilefni af þeirri ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að fresta einhliða kauphækk- un BHMR, sem koma átti til framkvæmda hinn 1. júlí sl. í þeirri forystugrein sagði m.a.: „Það liggur auðvitað ljóst fyrir, hvaða afleiðingar það mundi hafa að greiða fé- lagsmönnum í BHMR út kauphækkanir skv. þeim kjarasamningi, sem gerður var á siðasta ári umfram kauphækkanir, sem samið var um á hinum almenna vinnu- markaði fyrir nokkrum mánuðum. Þeir samningar mundu einfaldlega verða mark- laust plagg, uppnám skapast á vinnumark- aði, nýjar kauphækkanir knúnar fram og ný verðbólgualda skella yfir ... Um það verður ekki deilt, að við núverandi aðstæð- ur mundi það hafa skaðleg áhrif á fram- vindu efnahagsmála og atvinnumála, að launaflokkahækkanir BHMR kæmu til framkvæmda á þessu stigi málsins. Svo mikið hefur áunnizt í baráttu við verðbólg- una síðustu misseri, að þeim árangri má ekki stofna í voða. Atvinnuvegirnir hafa ekkert bolmagn til að greiða hærra kaup- gjald og þjóðarbúið þolir ekki nýja verð- bólguöldu. Skattgreiðendur hafa heldur ekki efni á að greiða starfsmönnum sínum hærri laun.“ Síðan var vikið að vinnubrögðum ríkis- stjómarinnar í þessari forystugrein og þar sagði: „Ríkisstjómin situr uppi með afleið- ingar kjarasamninga, sem hún gerði til þess að losna út úr erfíðu verkfalli. Hún stóð síðan að öðrum kjarasamningum, sem gengu þvert á hina fyrri. Hún hefði auðvit- að átt að gera hreint fyrir sínum dyrum strax í vetur. En hvað sem því líður má aldrei leika vafi á, að ríkisstjórn fari að lögum. Þess vegna á ríkisstjórnin að ganga hreint til verks og nýta þann rétt, sem hún hefur til þess að setja bráðabirgðalög, þannig að ekki fari á milli mála, að rétt sé að verki staðið. Auðvitað hefði ríkis- stjórnin átt að leggja tillögu að slikri lög- gjöf fyrir Alþingi áður en því var slitið í vor. Allar upplýsingar lágu fyrir um þetta mál meðan þingið sat, en væntanlega hafa stjórnarflokkarnir viljað komast hjá pólitískum óþægindum vegna þessa máls fyrir sveitarstjómarkosningar. Ef ríkis- stjórnin treystir sér ekki til að nýta rétt sinn til bráðabirgðalaga vegna aðstæðna ætti hún að taka þátt í því að fá úr því skorið fyrir dómstólum, hvernig túlka beri loðið -orðalag samninganna. Það stjómar enginn lýðræðisþjóðfélagi með samnings- brotum og trúnaðarbresti við launþega- samtök." Eins og fram kemur í þessum tilvitnun- um taldi Morgunblaðið þegar í júní sl. óhjákvæmilegt að afnema þær kauphækk- anir umfram hækkanir til annarra, sem BHMR átti að fá 1. júlí sl. skv. samningun- um frá vorinu 1989 á þeirri forsendu, að slíkar kauphækkanir mundu eyðileggja þann árangur, sem að var stefnt með þjóð- arsáttinni. Hins vegar gagnrýndi blaðið harkalega vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu öllu, sem ráðherrarnir hver á fætur öðrum hafa síðan viðurkennt, að hafi ver- ið hið mesta klúður. Tillaga um haustkosn- ingar EFTIR AÐ NIÐ- urstöður Félags- dóms lágu fyrir í þessu deilumáli birti Morgunblaðið aðra forystugrein um málið hinn 26. júlí sl. Þar sagði m.a.: „Það fjaðrafok, sem orðið hefur í kjölfar niðurstöðu Félagsdóms í deilumáli BHMR og ríkisstjórnarinnar má ekki verða til þess, að við missum sjónar á meginatriðum þessa máls. Nú skiptir höfuðmáli að festa í sessi þann árangur, sem náðst hefur í verðbólgubaráttunni. Bresti þau bönd nú, sem tekizt hefur að koma á verðbólguna, líður langur tími þar til ný tilraun verður gerð. Gleymum því ekki, að óðaverðbólgan hefur geisað hér meira og minna látlaust frá árinu 1972. Þeir, sem hafa orðið verst úti í þeirri verðbólgu er láglaunafólk. Það eru hagsmunir félagsmanna BHMR ekki síður en annarra launþega, að verðbólgan verði kveðin niður ... Niðurstaða Félags- dóms breytir engu um þetta meginefni málsins. Og athyglisvert er, að yfirleitt eru viðbrögð bæði launþega og atvinnurekénda á þann veg, að nú verði að halda þannig á málum, að baráttunni gegn verðbólgu verði haldið uppi af fullum krafti." Síðan sagði í þessari sömu forystugrein Morgunblaðsins: „Núverandi ríkisstjóm markaði ekki þá stefnu í efnahags- og kjaramálum, sem nú er svo mikil samstaða um. Það gerðu aðilar vinnumarkaðar. Samningar þeirra veittu ríkisstjórninni hins vegar einstakt tækifæri til að koma efnahagsmálum þjóðarinnar á réttan kjöl og eindreginn stuðningur Sjálfstæðis- flokksins við þessa stefnumörkun skapaði henni vinnufrið. Nú liggur hins vegar ljóst fyrir, að ríkis- stjórnin hefur sjálf klúðrað þessu tækifæri með furðulegum hætti. Samningar þeir, sem ráðherrar gerðu við BHMR fýrir einu ári, hafa verið ótrúlega vitlausir og voru forsendur fyrir þeim endanlega brostnar með kjarasamningunum, sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði í febrúarmán- uði. Þá hafði ríkisstjórnin tækifæri til að koma í veg fyrir þá stöðu, sem nú er kom- in upp, með lagasetningu á Alþingi. Hún hafði það tækifæri einnig um miðjan júní með því að setja bráðabirgðalög, sem hún gerði ekki. Með þessu aðgerðarleysi hefur ríkisstjómin stofnað í hættu einni alvar- legustu tilraun til að ná tökum á verðbólg- unni, sem gerð hefur verið í tæpa tvo ára- tugi.“ Morgunblaðið vék síðan að reynslu fyrri ríkisstjóma undir lok kjörtímabils og sagði: „Undir lok kjörtimabils hafa ríkisstjórnir áður staðið frammi fyrir miklum vanda í kjaramálum og efnahagsmálum. Áður hef- ur sú spurning vaknað, hvort efna ætti til haustkosninga til þess að koma í veg fyr- ir óheillaþróun í efnahagsmálum. Reynslan af því að gera það ekki er slæm. Nú er mikið í húfi. Þess vegna á ríkisstjórnin að gera nauðsynlegar bráðabirgðaráðstafanir til þess að koma í veg fyrir nýja kollsteypu í efnahagsmálum en tilkynna jafnframt, að kosningar til Alþingis fari fram í haust en ekki næsta vor. Með því eina móti verður sú óheillaþró- un, sem nú er að hefjast, stöðvuð. Þá verð- ur komið í veg fyrir, að stöðug átök um kjaramál og ný verðbólgualda einkenni stjórnmálabaráttuna í haust og vetur og áreiðanlega vaxandi óeining innan ríkis- stjórnarinnar sjálfrar. Slík þróun mundi leiða til þess, að ekkert raunhæft yrði gert í efnahagsmálum fyrr en sumarið 1991 að lokinni nýrri stjómarmyndun og þá heyrir sá árangur, sem náðst hefur í verð- bólgubaráttunni, sögunni til. Kosningar til Alþingis snemma í haust, þing með nýtt umboð og ríkisstjórn með nýtt umboð skapa siðferðilegan og pólitískan styrk til þess að takast á við þau vandamál, sem við blasa. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki þennan styrk eftir það, sem á undan er gengið. Forystumenn stjórnarflokkanna eiga í þessari stöðu að sýna að þeir láti þjóðarhag sitja í fyrirrúmi.“ Bráða- birgðalög og nútíminn LOKS BIRTI Morgunblaðið for- ystugrein um þetta mál hinn 4. ágúst sl. er ríkisstjórnin hafði sett bráða- birgðalög í kjölfar niðurstöðu Félagsdóms. Forystugrein blaðsins hófst á þessum orð- um: „Sú niðurstaða ríkisstjórnarinnar að afnema 4,5% launahækkun félagsmanna BHMR frá 1. sept. nk. er rétt... Ákvörðun ríkisstjómarinnar nú skapar tækifæri til að veija þann árangur, sem náðst hefur í verðbólgubaráttunni og er mikilvægari en flest annað, sem gerzt hefur í efnahags- málum okkar síðustu árin.“ Síðan vék Morgunblaðið enn að vinnu- brögðum ríkisstjórnarinnar og sagði: „Staðreynd er hins vegar, að Félagsdómur féll í hag félagsmönnum BHMR. Við slíkar aðstæður verður ríkisstjórn að fara varlega í útgáfu bráðabirgðalaga. Raunar má færa sterk rök fyrir því, að útgáfa bráðabirgða- laga sé úrelt fyrirbæri. Við nútíma aðstæð- ur er auðvelt að kalla Alþingi saman með 1-2 sólarhringa fyrirvara. Þess vegna á að vera óþarfi að veita ríkisstjómum nokk- urn rétt til útgáfu bráðabirgðalaga. Ef Alþingi hefði verið kallað saman til að setja þessi lög hefði enginn grundvöllur verið fyrir því að telja siðferðilegar for- sendur skorta fyrir setningu laganna. Ástæða er til að taka til alvarlegrar um- ræðu að afnema rétt ríkisstjórna til útgáfu bráðabirgðalaga. Til þess er þingið að setja lög.“ Þá sagði í þessári forystugrein Morgun- blaðsins: „Þótt sú ákvörðun ríkisstjórnar- innar að afnema kauphækkun BHMR- félaga sé tvímælalaust rétt er hætt við, að stjórnin eigi eftir að lenda í miklum erfiðleikum vegna þessa máls. Veruleg hætta er á því, að BHMR haldi uppi slíku andófi í haust og vetur, að umtalsverður ófriður skapist. Slíkur órói getur haft nei- kvæð áhrif á verðbólgubaráttuna og stuðl- að að lausung í stað aga í efnahagsmálum. Þess vegna er alls ekki víst, að þessar aðgerðir ríkisstjómarinnar dugi til þess að vefya árangurinn í verðbólgubarátt- unni. „I framhaldi af þessum ummælum var minnt á tillögu Morgunblaðsins hinn 26. júlí að efnt yrði til haustkosninga og síðan sagði: „Morgunblaðið vill hvetja stjórnarflokkana til að íhuga alvarlega þessa leið. Þeir hafa nú hrint í framkvæmd nauðsynlegum bráðabirgðaaðgerðum en meira þarf til að koma. Ríkisstjórnir þurfa oft að taka erfiðar ákvarðanir og þá reynir á ábyrgð stjóm- málamanna, bæði í stjóm og stjómarand- stöðu. Fyrir tólf ámm þurfti sú ríkisstjóm, sem þá sat, að taka erfiða ákvörðun í því skyni að koma i veg fyrir nýja verðbólgu- öldu og tryggja kaupmátt launþega. Þá lagði ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar fram lagafrumvarp á Alþingi, sem byggði m.a. á því að skerða að hluta verðbætur á laun. Alþingi setti þau lög en þeirri löggjöf var svarað með ólöglegum verkfallsaðgerðum og pólitísku bandalagi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, Alþýðusambands ís- lands og Verkamannasambands íslands, sem hófu stríð á hendur þáverandi ríkis stjórn undir kjörorðinu: Samningana í gildi. Nú hafa Alþýðuflokkur og Alþýðu bandalag staðið að útgáfu bráðabirgðalaga um að taka samningana úr gildi og það fer ekkert á milli mála, að sú lagasetning nýtur velvildar forystumanna Alþýðusam- bands íslands og Verkamannasambands íslands. Þessi saga er. ekki rifjuð upp til þess að hella salti í sár þessara aðila held- ur til þess að láta í ljósi von um, að þeir muni í framtíðinni verða ábyrgari í stjórn- arandstöðu og verkalýðsbaráttu eftir þá reynslu, sem þeir hafg gengið í gegnum síðustu daga og vikur, en þeir voru vetur- inn og vorið 1978.“ Staðan nú EINS OG SJA MA af þeim tilvitnun- um, sem hér hafa verið birtar í þijár forystugreinar Morgunblaðsins hefur blað- ið frá upphafi fylgt fastri og ákveðinni stefnu í þessu máli. í fyrsta lagi hefur blaðið frá upphafi stutt hina svonefndu þjóðarsátt mjög eindregið og lagt hart að öllum aðilum að halda fast við þau mark- mið, sem sett voru með samningunum í febrúar sl. I öðru lagi hefur Morgunblaðið frá því deilan um kauphækkun BHMR kom upp hvatt til þess, að sú kauphækkun yrði afnumin og lýsti þeirri skoðun sinni í ágústbyijun, að það væri rétt niðurstaða hjá ríkisstjóminni að afnema þessa kaup- hækkun. I þriðja lagi hefur Morgunblaðið gagnrýnt öll vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í þessu máli harkalega og m.a. bent á, að í kjölfar Félagsdóms hefði ríkisstjómin átt að kalla Alþingi saman til þess að afnema kauphækkun BHMR með lögum í stað þess að afgreiða málið með bráðabirgða- lögum. í fjórða lagi hvatti Morgunblaðið þegar í júlí sl. til þess, að efnt yrði til kosninga í haust í kjölfar þess, að kaup- hækkun BHMR hefði verið afnumin til þess að skapa þegar í stað pólitískar for- sendur fyrir því að halda þjóðarsáttinni áfram. í fimmta lagi hefur Morgunblaðið minnt bæði stjóm og stjómarandstöðu á þá ábyrgð, sem á þeim hvílir m.a. með hliðsjón af hinum ógeðfelldu atburðum veturinn og vorið 1978. Með tilvísun til þessa málatilbúnaðar Morgunblaðsins frá því snemma í sumar er það skoðun blaðsins, að málflutningur forystumanna Sjálfstæðisflokksins um vinnubrögð ríkisstjómarinnar í sambandi við BHMR-deiluna sé réttur, en flokkurinn geti samt með engu móti tekið þá áhættu, að stefna þjóðarsáttinni í voða. Ef hann treystir sér ekki til að styðja bráðabirgða- lögin ber honum skylda til að finna leið út úr vandanum, sem tryggir áframhald- andi þjóðarsátt og batnandi hag. Hann verður sem sagt að fínna leið til að að- skilja þessi tvö mál, bráðabirgðalögin og þjóðarsáttina. Þar er honum mikill vandi á höndum. En trúnaður hans og ábyrgð em undir því komin, að honum takist að tryggja áframhaldandi þjóðarsátt. Nú dug- ar flokknum ekkert minna en Kólumbusa- regg. Ef hann yrði til að eyðileggja þjóðar- sáttina með andstöðu við bráðabirgðalögin, yrði honum seint fyrirgefið og þá yrði honum nánast ólíft í nýrri ríkisstjórn. Svo mikið er í húfí, að hvort sem um stjórn eða stjórnarandstöðu er að ræða verða menn að standa saman um þann árangur, sem náðst hefur. Það skiptir máli fyrir atvinnulífið í landinu, sem nú fær í fyrsta sinn í mörg ár tækifæri til að bæta sinn hag og borga niður skuldir. Það skiptir máli fyrir launþega, sem tug- þúsundum saman hafa tekið á sig mikla kjaraskerðingu á undanfómum mánuðum og misserum og sætt sig við hana í von um, að þjóðarsáttin færi þeim betri .tíð. Það er mikill ábyrgðarhluti að stefna þess- um vonum í hættu og þessum árangri í voða. En þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið sína afstöðu og stendur að sjálfsögðu ábyrgur fyrir henni gagnvart kjósendum. Bráðabirgðalögin njóta ekki stuðnings meirihluta þings og hætta er á að þau falli með þeim ósköpum, sem í kjölfarið mundu fylgja. Almenningur í landinu á þá kröfu á hendur stjómmála- mönnum í öllum flokkum, að þeir taki höndum saman um að leysa þetta mál. Ein leið til þess er sú, að ríkisstjómin og forystumenn Sjálfstæðisflokksins semji um það, að Sjálfstæðisflokkurinn veiti bráða- birgðalögunum brautargengi með ein- hveijum hætti en jafnframt verði þing rofið og efnt til kosninga þegar S stað. Verkefni stjómmálamanna í lýðræðisríki er að höggva á Gordionshnúta. „Almenningur í landinu á þá kröfu á hendur sij órnmálamönn- um í öllum flokk- um, að þeir taki höndum saman um að leysa þetta mál. Ein leið til þess er sú, að ríkisstjórnin og forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins semji um það, að Sjálfstæðis- flokkurinn veiti bráðabirgðalög- unum brautar- gengi með ein- hverjum hætti en jafnframt verði þing rofið og efnt til kosninga þegar í stað. Verkefni stjórnmálamanna í lýðræðisríki er að höggva á Gordionshnúta.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.