Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 21 urn tíma og fyrirhöfn að ná sam- bandi við þá framámenn í sjónvarps- heiminum sem okkur fýsti mest að hitta. Það voru þeir Ted Turner frá Bandaríkjunum og Richard Dunn frá Bretlandi. Satt að segja kom það okkur á óvart að þeir þekktust báð- ir boðið. Ted Turner var raunar engum lík- ur nema sjálfum sér. Öfugt við Ric- hard átti hann sjálfur þau fyrirtæki sem hann stýrði, meðal annars hina þekktu CNN-fréttastöð sem sendir um gervihnött um allar jarðir, sjón- varpsstöð í Atlanta, og fyrirtæki sem á sýningarrétt á stórum hluta af gullaldarmyndum MGM-kvikmynda- versins í Hollywood, svo eitthvað sé nefnt. Annars var Ted nákvæmlega eins og ég átti von á, hinn dæmigerði, alþýðlegi ameríski peninga- og hug- sjónamaður af yngri kynslóð, maður sem kom til dyranna eins og hann var klæddur. Að vísu er það ekki alveg rétt, vegna þess að taskan hans varð eftir úti og hann þurfti því að fá lánaðan sportgalla af Elfu, sem hann klæddist mestan hluta túrsins. Með honum var þáverandi kærasta hans, gullfalleg kona og fyrrum kappaksturshetja, sem nefnd var JJ, en nú er hann trúlofaður leikkonunni Jane Fonda. Ted hafði aldrei veitt áður og við Páll í Pólaris fórum með honum í aðalhylinn í Haffjarðará, Kvömina. Og viti menn. Ekki var Páll fýrr búinn að kenna honum til verka en hann óð út í á, — kastaði nokkrum sinnum og hann var á. Braust út fögnuður þegar hann landaði sínum fýrsta físki, líflegum 12 punda laxi. Að því loknu missti hann áhugann. Veiðar stríddu í rauninni gegn hug- sjónum hans og þegar hann var búinn að prófa var honum mest í mun að laxinn væri étinn svo hann þyrfti ekki að hafa óþarfa skepnu- dráp á samviskunni. Raunar varð minna um veiðar í ferðinni en ella vegna brælu, sem breyttist í óveður þann 17. júní. Leituðu þá flestir athvarfs í skálan- um og biðu þess að veðrinu slotaði, en Ted fannst þetta kjörið tækifæri til að skoða sig um á Snæfellsnesi. Fórum við því í langan ökutúr um nesið og gengum síðan með storminn í fangið um fjörurnar fyrir neðan Búðir. Við vorum fjögur á ferð í græna Volvóinum mínum, Ted, JJ, Elfa og ég. Þegar við vorum á heimleið var veðurofsinn enn að færast í aukana. Mér fannst eitthvað ekki vera með felldu og ók því eilítið hægar en ella. Það var mikið happ, því að ég vissi ekki af fyrr en bíllinn stakkst hastar- lega niður að framan og munaði engu að hann hafnaði úti í skurði. Ted og JJ var mjög brugðið við þessa uppákomu, enda minnti þetta okkur öll á að það er skammt á milli feigs og ófeigs. Þarna munaði litlu að Island kæmist í heimsfrétt- imar á heldur nöturlegan hátt, og oft hef ég hugsað til þess hvað hefði gerst ef ég hefði ekið ögn hraðar. Þegar við fórum að skoða verks- ummerki kom í ljós að annað fram- hjólið hafði dottið undan bílnum. Eftir langa mæðu tókst okkur Ted að finna þrjár rær á löngum spotta á veginum. Samstarfsmönnum Teds í alþjóðaviðskiptum hefði sjálfsagt komið á óvart að sjá hann bograndi yfír drullupollunum á malarvegum Snæfellsness í gallanum af Elfu. Ekki lögðum við þó í viðgerð, heldur skildum bílinn eftir og feng- um far með aðvífandi bíl. Þegar við komum aftur heim í veiðihúsið var þar glatt á hjalla, enda voru allir löngu hættir veiðum. Fjórði útlend- ingurinn að þessu sinni var amerísk- ur auðkýfingur að nafni Marshall Coyne, gamall vinur Páls í Pólaris. Átti þessi áttræði gyðingur, sem rekur eitt fínasta hótel Washington- borgar, Madison-hótelið, eftir að koma við sögu Stöðvar 2 áður en lauk. Auk útlendinganna voru þama þau Steingrímur Hermannsson og Edda kona hans. Brúðkaup Fígarós Um vorið létum við Elfa verða af því að ganga í hjónaband eftir að hafa verið sundur og saman um nærfellt sjö ára skeið. Stundum stendur fólk í þeim sporum í lífínu að það heldur að besta leiðin til að bjarga vonlausu sambandi sé að grípa til einhverra úrræða, ferðast, byggja hús, eignast barn. Hjá okkur var það brúðkaup sem átti að bjarga öllu. Upphaflega ætluðum við að gifta okkur í kyrrþey, en komumst svo að þeirri niðurstöðu að þeir sem em áberandi í sjónvarpi fá sjaldnast næði til eins eða neins og kannski getur fjölmiðlafólk aldrei krafist þess með sanngirni að það fái sjálft að sleppa við sviðsljós fjölmiðlanna við slíkar aðstæður. Við ákváðum því að gera þetta með glans og skemmtanasérfræðingurinn Ámundi Ámundason benti mér á mann sem væri snillingur í að skipuleggja slík- ar uppákomur. Þetta var Kristinn T. Haraldsson, einkabílstjóri Jóns Baldvins Hannibalssonar og einn af skemmtilegri kvistum íslensks sam- félags. Kristinn fékk þá ágætu hugmynd að sviðsetja brúðkaupið uppi í Skíða- skála og tókst að gera allt ævintýrið að eins konar auglýsingaherferð fyr- ir Stöð 2 í leiðinni. Óneitanlega var þó þetta brúðkaup sem minnti að sumu leyti á fjölskylduuppákomu í sikileyskum stíi einn af hápunktum ævi minnar. Elfa var fögur brúður og ég gæti tárast þegar ég hugsa um að við skyldum stíga þetta skref til þess eins að láta gæfuna renna okkur úr greipum. En það átti ekki fyrir okkur að liggja að finna ham- ingjuna saman. Auðvitað vissu hvorki við Elfa né gestirnir betur en að „brúðkaup ald- arinnar", eins og þetta var kallað, væri stökkpallur inn í ævilanga, hárómantíska samvist, og ég sé ekki eftir neinu. Á eftir fórum við í brúðkaupsferð til Karíbahafsins. Það var fyrsta og eina raunverulega fríið sem ég átti þessa rösklega þúsund daga sem vera mín á Stöð 2 stóð. Við vorum bæði vel að fríinu komin og ferðin var eitt af stóru ævintýrunum í lífí okkar beggja. En það getur stundum verið vara- samt að vera gestur á framandi slóð- um og einu sinni fórum við Elfa í ferð sem minnstu munaði að við ættum ekki afturkvæmt úr. Það var á Virgin Gorda, þar sem við leigðum lítinn bát með utanborðsmótor og fórum út að sigla og kafa. Við suður- odda eyjarinnar var röst sem forvitn- in dró okkur til að skoða. Sjógangur- inn varð á örskömmum tíma slíkur að ég þorði naumast að snúa bátnum við af ótta við að hvolfa honum, þótt ölduhæðin færi stöðugt vax- andi. Loks lánaðist þó að snúa, en þá fór mótorinn að hiksta og láta illa og ég beið eftir að hann legði upp laupana. Kafbátar og kaupsýslumenn Þar með var tíminn uppurinn og komið að næturfundinum sögulega, sem hófst klukkan 9 að kvöldi 30. desember og stóð fram til sex um sjálfan sig mestan hluta fundarins og hagaði sér mjög sérkennilega. Bankastjórarnir lögðu lítið til mál- anna nema helst Tryggvi Pálsson. Höskuldur þagði yfírleitt. Orra Vig- fússon var ég að sjá í fyrsta skipti á ævinni. Þorvaldur í Síld og físki leit við á fundinum en lagði ekkert til málanna. Guðmundur H. Garðars- son var ijarri góðu gamni og lét ekki sjá sig á þessari örlagastundu fremur en öðrum slíkum. Sjálfír vor- um við ekki aðeins úrvinda, heldur komnir að fótum fram. Eftir nætur- fundi með ráðgjöfum ríkisstjórnar- innar með tilheyrandi talnaflóði og taugaspennu var ekkert orðið eftir af okkur. Ég var löngu hættur að velta því fyrir mér á hvaða tima sólarhringsins fundi og aðrar uppá- komur bar að höndum. Ég var ein- faldlega búinn. í einni sjónhendingu sá ég barátt- una um Stöð 2 eins og skák. Eftir ríflega þúsund daga tafl höfðum við nú skyndilega nokkra klukkutíma til að ljúka henni. í skák sem stend- ur í klukkutíma jafngildir það að leika síðustu og örlagaríkustu leikina á sekúndubrotum. Fyrir Viktor Kortsjnoj hefði það ef til vill verið í lagi. Ekki okkur. Engan okkar Það var Helgi V. Jónsson, einka- ráðgjafí Höskuldar Ólafssonar, sem hafði haft veg og vanda af því að semja þau drög sem lágu á borðinu fyrir framan okkur þegar við sett- umst, þótt hann væri jafnframt ráð- gjafi okkar og endurskoðandi. Varla hefur honum liðið vel, enda er erfítt að fóta sig fdvergríki með samtvinn- aða hagsmuni. Drögin voru í stuttu máli þannig að við Ólafur H. áttum að halda óbreyttum stöðum í fyrirtækinu, en Hans Kristján átti að vera ritari stjórnar án atkvæðisréttar, alger- lega valdalaus, en hafði áður verið annar æðsti maður fyrirtækisins. Varð þetta honum slík opinberun að við skutum á skyndifundi frammi á gangi. Ýmislegt hafði ég haft út á Hans Kristján að setja í tíð fyrir- tækisins, þrátt fyrir öll afrekin sem hann var búinn að vinna, en í hjarta mér hef ég aldrei dáðst að honum meira en á þessum fundi. Hann vildi ganga út. Nú tel ég að það hefði verið hið eina rétta. I ljósi þeirra atburða sem gerðust á árinu 1990 er deginum ljósara að við áttum að ganga inn og segja við þessa mætu menn: Far- PáU Baldvin, Goði, Michael J. Salomon og Nick Bingham fyrir I Moskvu hjá Tómasi Tómassyni sendiherra. Páll í Pólaris, Jón, utan veiðihúsið við Haffjarðará tilbúnir í slaginn. Tómas, Hans, Oddný og Óli. Á bak við ævintýrið, úrdráttur úrsögu Jóns Óttars Ragnars- sonar af Stöð2 Hans Kristján, Vala og Örn Árnason. morguninn. Rétt fyrir þann fund hringdi Ólafur Ragnar Grímsson í Hans Kristján og bað okkur að reyna að draga samninginn fram yfir áramót. Hefðum við betur farið að ráði Ólafs, en hann og Svavar Gestsson stóðu þétt við bakið á okkur í þessu máji, ekki síður en Jón Sigurðsson og Steingrímur Hermannsson. Ólafur taldi að málinu mætti bjarga strax eftir áramót. Við komum þó ekki auga á annan kost en ganga til fundarins, sem haldinn var í litlum fundarsal á 3. hæð í Verslunarbankanum. Þegar við mættum voru allir bankastjór- arnir þar fyrir auk Steinþórs Páls- sonar yfírmanns lánasviðs, Helga V. og þriggja af fimm bankaráðs- mönnum: Gísla V., Orra Vigfússonar og síðast en ekki síst Þorvarðar vara- formanns. Eitthvað var loftið lævi blandið, því ég gat ekki betur séð þegar við komum á staðinn en Þorvarður væri taugaæstur mjög. Hann talaði við ið þið allir í rass og rófu. Én það var ekki auðvelt. Við viss- um ekki betur á þessari stundu en að þarna væri þrátt fyrir allt unnið af heilindum. Til að ganga út á þessu örlagaríka augnabliki hefði maður þurft að muna og skilja allar þær vísbendingar sem gáfu annað til kynna. Þær voru að vísu margar og hafa kyrfilega rifjast upp fyrir mér síðan en þá var það ógerningur. Skyggnið var ekkert, enda suðaust- an kaldi og súld í hugskoti okkar allra. Við höfðum setið inni í hliðarher- bergi og eldhúsi Verslunarbankans til að ræða saman og við og við skaut Þorvarður Elíasson upp kollin- um. Stikaði hann um eins og hann ætti lífið að leysa og tuldraði aftur og aftur „innlausn“, og átti þá við að bankinn ætti að taka hlutabréfin eignarnámi og fleygja okkur út. Það skýrðist ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar hvers vegna hann var svona upptendraður. Helst grun- aði okkur að Gísli og einhveijir aðr- ir þarna inni hefðu borið Þorvarð ofurliði og hann sætti sig ekki við að hafa orðið undir. Nú var sest niður, kaflar umskrif- aðir, skotið á leynifundum á báða bóga, og haldið áfram. Varð þetta gífurlega mikið verk og seinlegt og tíminn bókstaflega flaug úr höndum okkar. Eftir að við þremenningarnir höfðum tekið þá ákvörðun að þrauka áfram slakaði ég á og tók að draga upp myndir í huganum af hópnum sem sat andspænis okkur við fundar- borðið langa. Þótti mér gott síðar að eiga þær í hugskoti mínu. Nýárskvöld Það er nýárskvöld. Hótel Holt er fullt út úr dyrum af gestum sem eru að skemmta sér. Flestir sitja við borð inni í matsal og snæða marg- rétta krásir í hópi góðra vina. Aðrir eru inni á bar og teyga dýr vín. I matsalnum er glaumur og gleði, enda er mannskapurinn í hátíðar- skapi. Árið er liðið og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Mungátin hefur hrifíð svo vel að flestir eru búnir að gleyma stund og stað. Þjónarnir koma færandi hendi með allt sem nöfnum tjáir að nefna, gómsætar endur, svínahryggi, dýr- indis ijómalagaðar súpur, vagna með ljúffengum eftirréttum og for- láta vín. Það er háreysti í salnum eins og hæfír slíkum stundum. Borð- in draga til sín athyglina á víxl. Hlátrasköll úr einu horninu yfir- gnæfa allt annað stutta stund, en fjara svo út og aðrar raddir taka við. Af og til teygja menn fram álk- una og leggja við hlustir, en aðeins til. málamynda, því enginn hugsar út fyrir eigið borð. Allir hafa nóg með sig og sína. Þarna má þekkja marga af þekkt- ustu mönnum og konum landsins. Sumir koma á hveiju ári, aðrir pönt- uðu borð fyrir tilviljun. Én allir eiga það sameiginlegt að vita sem er, að áramót eru tími gleðinnar, tími til að lyfta glösum og skála, sólskins- blettur í heiði þar sem allir gleyma sorg og sút og vetrinum sem herðir tökin fyrir utan. Sumir eru orðnir örir, aðrir bein- línis ölvaðir, og af og til sönglar ein- hver stundarhátt, en finnur að það er ekki viðeigandi og hættir. Aðrir eru ekki enn búnir að varpa af sér streituhamnum, heldur horfa alvar- legir á' svip út í buskann. En stemmningin er svo smitandi að áður en varir eru jafnvel þeir alvörugefn- ustu og kvíðnustu búnir að slá til, opna gáttirnar að afkimum sálarinn- ar og teknir að fljóta með straumn- um út í víðáttur algleymisins. Flest- ir eru hættir að reyna á hugann og láta sér nægja að skjóta inn fyndnum athugasemdum ef færi gefst. Við og við hittir einhver í mark og hlátur- rokurnar fylla salinn. Nýárskvöld á glæsilegum veitingastað er stund þegar allir hafa aðeins eitt markmið: Að njóta þess að vera til í góðum félagsskap. Þarna eru hjónin saman, bljúg og hógvær eftir að hafa hlýtt á boðskap jólanna, allir með þakk- látt hjarta að reyna að gleyma því að eftir áramótin tekur hversdags- leikinn við. Við eitt borðið er vörpu- legur maður og mikill á velli að lyfta glasi í góðra vina hópi. „Eigum við ekki að skála fyrir gamla árinu?“ „Nei, því nýja,“ segir einhver. „Já, skál fyrir framtíðinni!" Þessi glaðlegi maður kemur vel fyrir. Hahn á auðvelt með að brosa og auðvelt með að hlæja. Hann er formaður Félags íslenskra stórkaup- manna. Fóður og fiskimjöl hafa leik- ið við hann og hann unir glaður við sitt. Við borðið eru allir að ljúka við eftirréttinn og búnir að panta kaffi. En allt í einu vantar vörpulega manninn eld í sígarinn sinn og hann snýr sér í átt að næsta borði. „Er nokkur hér sem á eld?“ „Já, ég er með eld,“ segir hávax- inn og grannholda maður með dökkt liðað hár og dökk gleraugu. „Er ekki rétt að maður kynni sig. Ég heiti Haraldur Haraldsson," seg- ir vörpulegi maðurinn. „Komdu sæll, ég heiti Jón Ólafs- son.“ Jón tendrar í vindlinum fyrir Har- ald sem segir eftir að hafa sogað reykinn að sér með velþóknun: „Gasalega ertu sjarmerandi. Viltu kaupa sjónvarpsstöð?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.