Morgunblaðið - 02.12.1990, Side 4

Morgunblaðið - 02.12.1990, Side 4
4 FRETTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 ERLENT INNLENT Ríkisstjórn stendur tæpt vegna BHMR-laga Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að greiða atkvæði gegn frumvarpi til staðfestingar bráðabirgðalögunum, sem sett voru á samning BHMR í sumar. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra boðar þingrof og kosningar falli bráðabirgðalögin á þingi. Hann segíst ekki trúa því að ábyrgir þingmenn felli frum- varpið. Þorsteinn Páisson formað- ur Sjálfstæðisflokksins segir að ríkisstjórnin eigi nú þegar að fara frá, þar sem hún hafi glatað meiri- hluta á Alþingi. Mynda eigi nýjá ríkisstjórn sem leita eigi eftir við- ræðum við BHMR og aðra aðila vinnumarkaðarins til að leysa vandamál sem upp kynni að koma öðlist samningur BHMR og ríkisins gildi. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins segir að verði þing rofið sitji ríkisstjórnin áfram sem starfsstjóm og geti sem slík sett á ný bráðabirgðalög á BHMR-samninginn. Forystumenn samtaka atvinnurekenda gangrýna þingflokk sjálfstæðismanna. Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ segir að öllu starfi aðiia vinnu- markaðarins til að hemja verðbólgu sé stefnt í voða verði bráðabirgða- .lögin ekki staðfest. Kvóti fellur í verði Verð á aflakvótum hefur fallið vegna gæftaleysis og lélegrar veiði i haust en samkvæmt lögum um stjóm fiskveiða sem taka gildi um áramót verður ekki hægt að færa aflakvóta milli ára. Fyrir kíló af þorskkvóta fást nú 25 krónur í stað 40 þegar verð var hæst. Eidur í Landssímahúsi Á annað hundrað milljóna tjón varð í í bruna í Landssímahúsinu við Austurvöll á laugardag. Þak hússins brann en slökkvilið varnaði því að eldurinn breiddist niður á hæðir. Tækjabúnaður skemmdist nokkuð af völdum vatns og urðu talsverðar truflanir á símsambandi. Mangan í hafinu Margt bendir til að mikið finnist af mangani í hafínu um 110 kíló- metra suður af Reykjanestá. Fjár- skortur stendur í vegi rannsókna en leiðangurinn þar sem mangan kom fram í sýni var kostaður af útlendingum. • Eyjólfur Konráð Jonsson alþingismaður segir að strax verði að veija nægilegu fé til rannsókna á því hvort mangan- fundurinn geti haft hagnýtt gildi. Tveggja sjómanna saknað Dagbjarts M. Jónssonar, 45 ára og Jónasar Sigfússonar, 18 ára, er saknað með Jóhannesi HU 127, 4,5 tonna trillu sem lét úr höfn frá Hvammstanga um hádegi á sunnu- dag. Klukkan 18 sendi báturinn frá sér neyðarkali og síðan hefur ekk- ert til mannanna spurst þrátt fyrir víðtæka Ieit en brak úr bátnum hefur fundist. ERLENT Saddam Huss- ein veittur lokafrestur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fimmtudagskvöld ályktun þar sem írökum er veittur frestur til 15. janúar til að kalla innrásarlið sitt heim frá Kúvæt. Verði þeir ekki við þessari áskorun er Bandaríkjamönnum og banda- mönnum þeirra við Persaflóa heimilt að hrekja_hersveitir Sadd- ams Hussein Iraksforseta frá landinu með hervaldi í nafni Sam- einuðu þjóðanna. Tólf ríki studdu þessa ályktun, Kínveijar sem hafa neitunarvald í Öryggisráðinu sátu hjá, en Kúbanir og Jemenar greiddu atkvæði gegn henni. Irak- ar lýstu yfir því að þeir myndu virða samþykktina að vettugi og sögðu að áfram bæri að freista þess að leiða Persaflóadeiluna til lykta með friðsamlegum hætti. Nýr forsætisráðherra í Bretlandi John Major sigraði í seinni umferð leiðtoga- kjörs breska íhaldsflokksins sem fram fór á þriðjudag. Hann skorti aðeins tvö atkvæði til að fá hreinan meiri- hluta og þegar sú niðurstaða lá fyrir drógu keppinautar hans þeir Michael Heseltine, fyrrum varn- armálaráðherra, og Douglas Hurd, utanríkisráðherra, sig í hlé. Major tók við embætti forsætis- ráðherra á miðvikudag og gerði þá nokkrar breytingar á ríkis- stjórninni. Heseltine var skipaður ráðherra umhverfísmála og mun í krafti þess embættis geta gert breytingar á nefskattinum svo- nefnda, sem Margaret Thatcher kom á í forsætisráðherratíð sinni. Hurd verður áfram utanríkisráð- herra og Norman Lamont fjár- málaráðherra en hann var áður nánasti aðstoðarmaður Majors. Þá var Chris Patten fyrrum umhverfísráðherra skipaður form- aður íhaldsflokksins í stað Ken- neths Bakers sem hreppti emb- ætti innanríkisráðherra. Þjóðverjar veita Sovétmönnum neyðaraðstoð Þjóðveijar hrundu á mið- vikudag af stað umfangsmikilli áætlun um neyð- araðstoð viið Sovétríkin. Mik- ið fé safnaðist fyrstu dagana og fyrstu matar- pakkarnir voru sendir til Moskvu á fimmtudag. Að auki hafa yfír- völd ákveðið að senda þúsundir tonna af matvælum frá Beriín til Sovétríkjanna en birgðum þessum var á sínum tíma safnað vegna ótta við Sovétmenn hefðu uppi áform um að halda borgarbúum í herkví líkt og gert var 1948- 1949. Míkhaíl Gorbatsjov, for- seti Sovétríkjanna, fór á miðviku- dag fram á það að afhendingu friðarverðlauna Nóbles yrði fre- stað en þeim átti hann að veita viðtöku í Ósló 10. desember. Ríkisstjórn Búlgaríu segir af sér Stjórn Andrejs Lúkanovs , for- sætisráðherra Búlgaríu, sagði af sér á fimmtudag eftir fjölmenn mótmæli og verkföll stjórnarand- stæðinga. Alvarlegur matvæla- og eldsneytisskortur þjakar lands- menn en sjálfur sagði forsætisráð- herrann að verkalýðsfélög og and- stæðingar Sósíalistaflokksins, áð- ur Kommúnistaflokksins, hefðu sameinast gegn umbótáætlun ríkisstjórnarinnar. Alnæmi: Smituðum konum og börnum fjölgar mest Lundúnum. Reuter. ALNÆMI er ekki lengur aðeins sjúkdómur homma og eiturlyfja- sjúklinga - konum og börnum, sem smitast af honum, fjölgar nú meira en öðrum hópum. * Iskýrslu Alþjóðaheilbrigðismála stofnunarinnar (WHO), sem gefin var út í gær, kemur fram að þeim, sem smitast við kynmök við maka af gagnstæðu kyni, fjölg- ar nú meira en þeim sem taka sjúkdóminn með öðrum Ieiðum. Konur eru nú um þriðjungur þeirra 8-10 milljóna manna um heim allan sem smitast hafa af alnæmisveirunni. Talið er að eftir fimm ár verði jafn margar smitað- ar konur og karlar. „Talið er að nú séu þeir, sem smitast hafa við kynmök við maka af gagnstæðu kyni, meira en 60% þeirra sem smitast hafa af alnæm- isveirunni. Hins vegar er áætlað að þetta hlutfall verði komið í 75-80% fyrir aldamót," segir í skýrslunni. Fjölgun smitaðra kvenna leiðir til þess að þeim bömum sem smit- ast fjölgar einnig, þar sem um 30% barna þeirra fá veiruna. Um 400.000 böm em nú á skrám yfir alnæmissjúklinga, segir í skýrslu WHO. Stofnunin áætlar að 15-20 milljónir fullorðinna og 10 milljón- ir bama muni hafa smitast fyrir aldamót. Alnæmi verði ein af helstu dánarorsökunum á næsta áratug. Afsögn Lúkanovs fagnað á götum Sofíu. Reuter Sósíalistar í Búlgaríu hrökklast frá völdum ANDREJ Lúkanov, forsætisráðherra Búlgaríu, sagði galvaskur fyrir viku að hann ætlaði að stjórna Iandinu áfram og ekki láta mótmæli og verkföll fæla sig frá völdum. Þingið hafði samþykkt fjárlagafrumvarp stjórnarinnar og vantrauststillaga stjórnarand- stöðunnar hafði verið felld. En andstæðingum sfjórnarinnar var nóg boðið. Hlutlausa verkalýðshreyfingin Podkrepa fór í verk- fall á mánúdag, eins og hún hafði hótað ef Lúkanov yrði enn við völd eftir helgina, og atvinnulíf í landinu lamaðist að hluta. Alþýð- usambandið gekk til liðs við hreyfinguna á fimmtudag og þá voru dagar Lúkanov-stjórnarinnar taldir. Mikil fagnaðarlæti brut- ust út í höfuðborginni, gunnfánum Lýðræðisbandalagsins var veifað og búlgarskir kommúnistar, sem nú kalla sig sósíaiista, hrökkluðust loks frá völdum. ingkosningarnar í Búlgaríu í júní lægðu ekki ólguna sem hafði ríkt í landinu siðan í nóv- ember þegar Todor Zhívkov, leið- togi Komm únistaflokksins, sagði af sér éftir 35 ára valdasetu. Só- síalistaflokkurinn, flokkur gömlu kommúnistanna, hlaut meirihluta í kosningunum. Talið er að stuðn- ingur eldri kjósenda sem óttuðust um ellilífeyrinn og afleiðingar of skjótra efna- hagsaðgerða hafi komið honum til góða auk þess sem gamlir gæðingar Zhívkovs úti á landi hafí sannfært marga um ágæti þess að þeir yrðu áfram við völd. Stúdentar og andkommún- istar sættu sig ekki við úrslitin og mótmæli af ýmsu tagi hafa stöðugt átt sér stað í Sofíu, höfuð- borg landsins, síðan í sumar. Lúkanov var falið að mynda stjórn eftir kosningamar en hann hafði gegnt embætti forsætisráð- herra frá því í febrúar. Stjórn hans varð lítil ágengt og vanda- mál þjóðarinnar jukust dag frá degi. Matarskortur er verulegur, rafmagn og olía eru af skornum skammti, verðlag hækkar, atvinn- uleysi eykst og félagskerfið er í molum svo heilbrigðisþjónustunni, til dæmis, hrakar óðfluga. Bilið milli ríkra og fátækra í landinu hefur breikkað og andstæðingar stjómarinnar segja að gamla for- réttindastéttin njóti enn lífsins á meðan óbreyttir borg- arar megi þakka fyrir að fá kjöt í soðið. Lúkanov sagði fyrst eftir kosn- ingarnar að hann ætlaði að mynda samsteypustjórn en honum tókst ekki að fá stjórnarandstöðuna til samstarfs við sig. Stoyan Ganev, talsmaður Lýðræðisbandalagsins, sagði að fulltrúar flokka og hreyf- inga í því kærðu sig ekki um að eiga sæti í sömu stjórn og ein- staklingar sem hefðu tekið þátt í einræðisstjóm ríkisins. Lúkanov gegndi mörgum embættum í tíð Zhívkovs og var meðal annars höfundur stefnu stjórnar hans í utanríkisviðskiptum. Hún reynd- ist ekki betur en svo að þjóðin situr nú uppi með 10 milljarða dollara (540 milljarða ÍSK) skuldabagga sem henni er ókleift að greiða. Hann er sagður hafa verið umbótasinni í Kommúnista- flokknum og verið einn af þremur sem boluðu Zhívkov frá. Hinir tveir voru Dobri Dzhurov, fv. varnarmálaráðherra, og Petar Mladenov, fv. forseti. Lúkanov lagði ráðherralista sinn loks fyrir þingið í lok september. Aðeins 3 af 18 ráðherrum voru óflokks- bundnir, hinir voru allir úr gamla Kommúnistaflokknum. Lýðræðisbandalagið kom einn- ig í veg fyrir samsteypustjórn með því að krefjast þess að það fengi forsætisráðheiraembættið, mikil- vægustu ráðherraembættin og að stjórnin fylgdi efnahagsumbóta- stefnu þess sem er í anda skjótra aðgerða eins og í Póllandi. Sósíal- istaflokkurinn, sem hefur meiri- hluta á þingi þó nýjustu skoðana- kannanir sýni að vinsældir hans hafi dvínað, gekk ekki að þessu. Nú hefur hann gefist upp við að stjórna landinu og flokkarnir komið sér saman um að óflokks- bundinn aðili myndi nýja stjórn fram að kosningum sem ákveðið hefur verið að halda í vor. Atvinn- ulíf hófst að nýju á föstudag en vandi þjóðarinnar er langt frá því að vera leystur og má fullyrða að erfiður vetur sé framundan. BflKSVIÐ eftir Önnu Bjamadóttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.