Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 37
M&GÍMBIÍÁÐ1Ð íÍlÍöínÖAGÍÍMS.. DÉSÉMÉÉR‘i'990 Josef hefur tekið á móti mörgum Islend- ingtun á flugvellinum í Pi-ag. Hér eru verkfræðingamir Gunnar Torfason og Baldur Jóhannesson tilbúnir í ferðina til Bratislava, en þeir kynntu sér skipu- lagningu HM í Tékkóslóvakíu vegna HM á Islandi 1995. eftir Steinþór Guðbjartsson Æ FLEIRI íslendingar leggja leið sína til Prag í Tékkósló- vakíu og þeim fjölgar stöðugt, sem hitta fyrir á flugvellin- um ungan og hressan leigubílstjóra. „Blessaður, ég er Josef ,“ segir hann gjaman á íslensku, en heldur síðan áfram á ensku um leið og væntanlegur viðskiptamaður virðir fyrir sér nafnspjald bílstjórans, þar sem leigubílstjórí er skrifað á íslensku sem og sími. Josef Kotrc, sem hefur aðstoðað íslenska ferðalanga í þrjú ár, var á íslandi á dögunum, „fyrst og fremst til að heilsa upp á gamla kunningja, treysta samböndin og efla viðskiptin," eins og hann sagði við Morg- unblaðið. Morgunblaðið/J úlíus Josef Kotrc hvílir lúin bein á Lækjartorgi. Hann fór vítt og breitt um borgina og yfirleitt á tveimur jafnf^ótum. Josef, sem er 30 ára og í sam- búð, nam kjötvinnslu, en byijaði á leigubílaakstri í október 1986. Fyrstu kynni hans af íslendingum áttu sér stað ári síðar og þau leiddu til frekari samvinnu. Hann hefur ekki tölu á ís- lensku viðskiptavinunum, „er með flest nafnspjöldin heima,“ en á marga góða vini á íslandi, kom fyrst í heimsókn til landsins í fyira og hyggst eyða sumarfríinu hér með unnustunni næsta ár. „Þetta hófst eins og oft gerist. Vinur minn í stéttinni bað mig um að fara niður á Wenceslastorg — þar biði maður eftir mér. Ég fór, gekk um torgið og leitaði en sá ekki þann, sem lýsingin átti við. Því sneri ég við, en vinur minn sagði að maðurinn væri við torgið og ég yrði að fara aftur sem og ég gerði. Eftir nokkra leit fann ég manninn, sem var George Zeman, sendifulltrúi Tékkóslóvakíu á ís- landi. Hann var með íslenskum við- skiptamanni og þurftu þeir að fara til Bmo, sem er um 200 kílómetra frá Prag. Ég ók með þá og veitti þeim þá þjónustu, sem ég frekast gat. Hún féll í góðan jarðveg og Zeman sagðist láta mig vita, þegar önnur verkefni kæmu uppá. Hjólið var byijað að snúást og nú legg ég fymt og fremst áherslu á við- skipti við Islendinga.“ Gaman með landsliðinu á HM Josef stundar ekki mikla líkams- í-ækt, en dundar í garðinum heima, þegar tími gefst til og er þar með nokkrar hænur. Þegar Morgun- blaðsmenn litu við í fyrravetur var hann að útbúa litla tjöm, þar sem til stóð að vera með físka. Hann fylgdist ekki mikið með íþróttum, en samstarf við íslendinga vegna Heimsmeistarakeppninnar í hand- knattleik, sem fór fram í Tékkósló- vakíu í byijun ársins, vakti áhug- ann á handbolta. „Ég fæ óskir um mörg verkefni í gegnum tékkneska sendiráðið á íslandi. Zeman bað mig um að vera hópnum innan handar og það var skemmtileg vinna. Ég kynntist forystumönnunum og leikmönnum, aðstoðaði þá eftir mætti og sá marga skemmtilega leiki. Ég þurfti að keyra með menn á milli borga, stundum fleiri hundruð kílómetra á dag, svo vinnudagurinn var oft langur, en þeir físka sem róa.“ Þá var Josef á volgubifreið ár- gerð 1979 og hafði ekið henni tæplega 500.000 kílómetra. Bíllinn var ekki í heppilegu ástandi til lang- ferða, mengun frá vél lagði fyrir vit farþega, sem sljóvguðust fjair bragðið, og sætin voru ekki beint þægileg. Rúðupissið var óvirkt en Josef kunni ráð við því; setti rúðu- þurkumar í gang og ók á fullu í næsta poll. „Verð að þvo dmsl- una,“ var gjaman viðkvæðið og ókvæðisorð um bílinn komu í löng- um bunum á eftir. Aukin viðskipti kölluðu á bætta þjónustu. Josef fjáríésti í nýrri Volgu fyrir skömmu og bíður eftir hagstæðu tilboði í gamla bílinn. „Tékkar vilja litla bíla, Skoda eða Lada. 11 ára Volga er ekki mikils virði í Tékkóslóvakíu, en Sovét- menn vilja borga meira fyrir svona bíla.“ Akstur fyrir sendiráð Josef segir að um fjögur til sex þúsund leigubílar séu í ft'ag og lít- ið upp úr venjulegum akstri að hafa. „Tékkar eiga ekki mikla pen- inga,“ segir hann. Því hefur hann fengið sér fost verkefni og ekið með skólaböm frá sendiráðum. „Ég vann fyrir þýska sendiráðið í fyrra, en keyri nú bömum frá júgóslav- neska sendiráðinu og geri hugsan- lega samning við bandaríska sendi- rSið.“ En það þarf meira til og með auknum ferðamannastraumi auk- ast viðskiptin með erlenda ferða- menn. Josef stendur þar vel að vígi — talar ensku, þýsku og rússnesku og skilur pólsku og serbísku „og pínulítið í íslensku. Eg lærði tungu- mál í skóla en hef aðallega numið af ferðamönnum og nú hef ég keypt mér bækur til að auðvelda íslensku- námið. Tungumálakunnáttan er fyrir öllu.“ Josef finnst skemmtilegt að taka á móti ferðamönnum og vera með þeim um lengri eða skemmri tíma. „Þessi hefðbundni akstur á götun- um á ekki við mig. Sambandið við farþegana er kalt — yfirborðslegt tal um veðrið eða eitthvað því um líkt, enda ferðimar yfirleitt stuttar. Ferðamennimir em mun opnari — þeir vilja fá aðstoð við hitt og þetta og meta það sem er gert fyrir þá. Sambandið verður nánara og vin- átta skapast, enda oftar en ekki um lengri og fleiri feiðir að ræða. Þá er maður ekki aðeins bílstjóri, heldur leiðsögumaður." „Allt annað líf“ Fýrir liðlega ári varð breyting á stjómarháttum í Tékkóslóvakíu í kjölfar byltingar. Komið var á lýð- ræðislegri stjóm og höftum aflétt. „Það var gaman að lifa í fyrra, iegar kerfinu var bylt. Þá keyrði ég með talsmenn nýrra viðhorfa borga á milli endurgjaldslaust. Þeir jurftu að koma skilaboðum á milli, dreifa tilkynningum og vekja at- hygli á breytingunum. Það var ánægjulegt að taka þátt í þessu og nú er þetta allt annað líf,“ seg- ir Josef. „Nú ræður frjálsræðið ríkj- um og menn geta starfað sjálf- stætt ef þeir vilja. Auðvitað tekur tíma að aðlagast svo snöggum breytingum eftir 40 ára kúgun og stöðnun og margt fólk treystir sér ekki til að fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur, vill öryggi frá klukkan níu til fímm, en ég lít björt- um augum til framtíðarinnar.“ Josef starfar hjá stóm leigubíla- fyrirtæki og segir hann kerfíð enn þungt í vöfum, þó mikil breyting til batnaðar hafi orðið á. „Áður varð ég alltaf að koma á stöðina fyrsta og fimmtánda hvers mánað- ar til að leggja fram aksturs- skýrslu. Þetta kom sér oft illa, sérs- taklega þegar ég var staddur í allt öðmm landshluta eins og gerðist skömmu fyrir Heimsmeistara- keppnina. Þá var ég stöðugt á ferð- inni milli Prag og Zlín, en um 300 kílómetrar em hvora leið. Nú þarf ég aðeins að skila akstursskýrslum mánaðarlega, sem er mikill munur. Þá_ starfar lögreglan allt öðm vísi. Áður var maður oft stoppaður og spurður um hin og þessi persón- ulegu málefiii, en nú er þess aðeins gætt að menn fari að lögum og þannig á það að vera.“ Sjálfstæð ferðaþjónusta Hugurinn stefnir í að starfa sjálf- stætt. „Ég er ekki sérfræðingur í peningamálum, en veit að tékk- néska þjóðin stendur illa íjárhags- lega. Við þurfum að fá erlent fjár- magn til að koma fyrirtækjum á réttan kjöl og öll uppbygging tekur tíma. En nýir möguleikar hafa opnast fyrir framtakssamt fólk og ég á mér þann draum að byggja upp sjálfstæða ferðaþjónustu. Ég vil gera hlutina rétt og vel og nýti þau tækifæri, sem bjóðast. Ef mér gengur allt í haginn er það gott fyrir mig, en um leið hagnast þjóð- in, þvf þá borga ég hærri skatta, sem skila sér í aukinni uppbygg- ingu. Því leita ég stöðugt að nýjum verkefnum um leið og ég reyni að treysta þau sambönd, sem fyrir eru.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.